Morgunblaðið - 28.05.1992, Blaðsíða 35

Morgunblaðið - 28.05.1992, Blaðsíða 35
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 28. MAÍ 1992 35 Sjúkrapúði í hveijum bíl SJÁLFBOÐALIÐAR Rauða kross íslands og Landsbjargar, lands- sambands björgunarsveita, ganga fyrir hvers manns dyr og selja sjúkrapúða. í púðunum eru nauð- synlegustu sjúkragöng til að búa um flest opin sár sem oft eru fylg- ifiskar slysa. Talið er að hér á landi séu sjúkragögn í tólfta hverjum bíl en í mörgnm ná- grannalöndum er skyida að hafa Jötunn hf.: Opel Astra kynntur um næstu helgi OPEL Astra, sem er nýjasti bíll Opel verksmiðjanna í Þýskalandi, verður kynntur um næstu helgi á bílasýningu hjá Jötni hf, Höfða- bakka 9, en þessi bíll var fyrst kynntur í Evrópu síðastliðið haust. Bílar frá Opel hafa verið meðal þeirra söluhæstu í Evrópu undanfarin ár. Hátt verð hefur hins vegar háð sölu þeirra hér á landi, þar til nú að Jötni hf., um- boðsaðila General Motors á ís- landi, hefur tekist að ná mjög góðum samningum, segir í frétt frá fyrirtækinu. Opel Astra tekur við af Opel Kad- ett. Við hönnun bílsins og smíði hef- ur verið lögð áhersla á útlit, öryggi farþega og gott rými, auk þess að gera hann eins umhverfisvænan og mögulegt er. Bíllinn er framhjóla- drifinn og verður fáanlegur þriggja og fimm dyra með 1,4 lítra og 1,6 lítra vél, en einnig verður fáanlegur skutbíll með 1,8 lítra vél. Flaggskip- ið er síðan 150 hestafla GSi lúxusút- gáfa með digital mælaborði og ABS hemlakerfi auk annars búnaðar. Verð á Opel Astra verður frá 990.000 kr. upp í 1.800.000 kr. fyr- ir GSi útgáfuna, en einnig verður Opel Vectra fáaníegur frá 1.200.000 kr. ■ COCA-COLA dagvr Ungl- inganefndar Hestamannafélags- ins Andvara verður haldinn fimmtudaginn 28. maí, uppstign- ingardag, og hefst keppni kl. 12.00. Unglingadeildum Hestamannafé- lagsins Sörla, Sóta, Gusts og Fáks verður boðið að taka þátt í degin- um. Keppt verður með firmakeppn- isfyrirkomulagi í þremur flokkum: 10 ára og yngri, 11-13 ára og 14-16 ára. Það verða hámark riðn- ir 8-10 hringir. Fimm efstu í hveij- um flokki fá verðlaunapening og þrír efstu fá Coca-cola útvarp og handklæði. Einnig verður keppt í tunnureið þar sem keppendur þurfa að leysa ýmsar þrautir. Skipt verð- ur í tvo flokka, 12 ára og yngri og 13 ára og eldri. Ein verðlaun verða veitt í báðum flokkum, kassi af Coca-cola. (Fréttatilkynning) Sýnir í Húsi esperantista ALDA Armanna Sveinsdóttir opnar málverkasýningu í Húsi ■ EIN stærsta mótorhjólasýning sem haldin hefur verið hér á landi verður í Perlunni 28.-31. maí nk. Sýningin er opin fimmtudag, laug- ardag kl. 14-22 og sunnudag kl. 14-20. Fyrsta forkeppni í Oku- leikni BFÓ hefst fimmtud. 28. maí kl. 12. Keppt verður á mótorhjólum, reiðhjólum og bifreiðum. Kl. 14 sama dag opnar svo sýningin með lúðrablæstri. Aldrei hafa verið sam- an komin jafn mörg mótorhjól og má þar nefna að sýnd verða 8 Harley Davidson hjól, þar af tvö lögregluhjól, en í heildina eru um 70 hjól sem verða sýnd. Meðal þess sem er að gerast á meðan á sýning- unni stendur er að Suzuki mótor- hjól verður smíðað frá grunni, kvik- myndasýning í kjallara, mótorlista- verk á vegum Hauks Halldórsson- ar á jarðhæð, GuIIi í 3T kemur með skyggnur frá kappakstri á Spáni o.fl. Sýningunni lýkur 30. maí með hópakstri í samvinnu við lögregluna. (Úr fréttatilkynningu) esperantista, Skólavörðustíg 6b, 30. maí nk. kl. 14.00. Sama dag opnar hún einnig sýningu á olíu- málverkum í Hlaðvarpanum, Vesturgötu 3, í kaffistofunni Komdu í París. Enn sem fýrr sækir Alda efnivið sinn í manneskjuna, en núna með meiri áherslu á hughrif og stemmningu. Alda Ármanna er fædd á Norðfirði 1936. Hún stund- aði nám við Myndlistarskólann í Reykjavík 1954 og 1965-72 starf- aði hún með Myndlistarfélagi Norðfjarðar. Alda stundaði nám í Myndlista- og handíðaskóla Reykjavíkur 1990-91 og starfar nú sem kennari í Bústaðaskóla Reykjavíkur, málar og sinnir félagsstörfum. Þetta er í 11. sinn sem Alda Ármanna heldur einkasýningu, en hún hefur einnig tekið þátt í nokkr- um samsýningum hérlendis og er- lendis. Alda hefur einnig unnið að því að kynna list fatlaðra og hefur nú í vetur safnað verkum þeirra til sýningar í London. Agatha Kristjánsdóttir með eitt verka sinna. Sýnir málverk í Þrastarlundi Agatha Kristjánsdóttir heldur sýningu í Þrastarlundi. Sýningin opnaði 23. maí sl. og stendur til 14. júní nk. Þetta er þriðja einka- sýning Agöthu. Á sýningunni eru um 13 olíumálverk. sjúkrapúða í bílum líkt og örygg- isbelti, enda sanna dæmin að draga má úr þeim hörmungum sem umferðarslys valda með því að hafa rétt sjúkragögn við hend- ina, segir í fréttatilkynningu frá samtökunum. Söluátakið hefst á uppstigning- ardag og stendur fram yfir hvíta- sunnu og markmiðið er að gefa sem flestum tækifæri til að eignast sjúkrapúða áður en fólk leggur land undir fót í sumarleyfi en þegar ferð- ast er um landið er oft langt í tækn- is- og öryggisþjónustu og því brýnna en endranær að hafa sjúkrapúða í bílnum. Púðana má einnig nota á heimilum, í sumarbústöðum, sport- bátum og með viðlegubúnaði. Púðarnir kosta 2.500 krónur og rennur hagnaður af sölu þeirra til uppbyggingar björgunarstarfs í landinu og til Rauða kross íslands og deilda RKÍ. Nini Tang sýnir verk sín í Galleríi Sævars Karls í TILEFNI Listahátíðar í Reykja- vík verður opnuð myndlistasýn- ing í Galleríi Sævars Karls, Bankastræti 9, föstudaginn 29. maí kl. 16 á verkum Nini Tang. Nini Tang er fædd 1956 og er Hollendingur. Hún nam myndlist við listaskólann í Breda og Jan Van Eyce-akademíunni í Maastricht, þar sem kynni hennar af íslenskum myndlistarmönnum urðu til þess að hún hefur dvalið af og til á íslandi síðan 1982 og meðal annars kennt við Myndlistarskólann á Akureyri og Myndlista- og handíðaskóla Is- lands, síðast 1989. Nini Tang hefur verið starfandi myndlistarmaður í heimalandi sínu í meira en áratug og haldið tvær einkasýningar á Islandi í Nýlista- safninu 1982 og 1985. Á sýning- unni eru improvíseruð málverk. Nini Tang að störfum við eitt verka sinna. Sýningin stendur til 30. júní og er opin á verslunartíma. SIEMENS Með SIEMENS heimilistœkjum verður lífið léttara! Traustir umboðsmenn okkar 1« Akranes: Rafþjónusta Sigurdórs, Skagabraut 6. • Borgarnes: Glitnir, Fálkakletti 13. || • Borgarfjörður: Rafstofan Hvftárskála. • Hellissandur: Verslunin Blómsturvellir, Munaðarhóli 25. • Grundarfjörður: Guðni Hallgrímsson, Grundargötu 42. • Stykkishólmur: Skipavík, Hafnargötu 7. • Búðardalur: Versl. Einars Stefánssonar, Brekkuhvammi 12. • ísafjörður: Póllinn hf., Aðalstræti 9. • Blönduós: Hjörleifur Júlíusson, Ennisbraut 1. • Sauðárkrókur: Rafsjá hf„ Sæmundargötu 1. • Siglufjörður: Torgið hf„ Aðalgötu 32. • Akureyri: Sír hf„ Reynishúsinu, Furuvöllum 1. eru víðs vegar um landið! • Húsavík: öryggi sf„ Garðarsbraut 18a. • Pórshöfn: Norðurraf, Langholti 3. • Neskaupstaöur: Rafalda hf„ Hafnarbraut 24. • Reyöarfjöröur: Rafnet, Búðareyri 31. • Egilsstaðir: Raftækjav. Sveins Guðmunds., Kaupvangi 1. • Breiðdalsvík: Rafvöruv. Stefáns N. Stefánss., Asvegi 13. • Höfn í Hornafirði: Kristall, Hafnarbraut 43. • Vestmannaeyjar: Tréverk hf„ Flötum 18. • Hvolsvöllur: Kaupfélag Rangæinga, Austurvegi 4. • Selfoss: Árvirkinn hf„ Eyrarvegi 29. • Garöur: Raftækjav. Sigurðar Ingvarssonar, Heiðartúni 2. • Keflavík: Ljósboginn, Hafnargötu 25. c co °| o* o* Ig, 3S: o2 Q Q' C ° 3 7T Q.S =50 Q^ 3 a
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.