Morgunblaðið - 28.05.1992, Blaðsíða 15

Morgunblaðið - 28.05.1992, Blaðsíða 15
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 28. MAI 1992 15 Hátækniiðnaður á íslandi IV Skilyrði til nýsköpunar batna ekki þrátt fyrir aukna þörf eftírPál Theodórsson Fyrir nokkru var haldin ráðstefna um jákvæðar hliðar íslensks at- vinnulífs. Þar var talað um ísland sem land tækifæranna og að kyrr- staðan skyldi nú rofin, stigið upp úr öldudalnum. En hvernig eru þessi tækifæri í raun og veru. Ungur ís- lenskur hugvitsmaður, rafmagns- verkfræðingur, sem nú vill snúa heim frá námi og vinnu erlendis, vill nú leggja sitt að mörkum til að rjúfa kyrrstöðuna með því að þróa og síðan framleiða til útflutn- ings áhugavert tæki, sem mikil þörf er fyrir í ýmsum framleiðslu- greinum. Hugmynd hans er snjöll. Ég hef sagt í fyrri greinum mín- um frá viðræðum okkar um mögu- leika hans að fá stuðning við verk- ef-nið frá Rannsóknasjóði Rann- sóknaráðs ríkisins, en hann þarf alls um 16 milljónir króna til þróun- arstarfsins á næstu tveimur árum og síðan trúlega enn 5 milljónir til að hefja framleiðslu og sölu á tæk- inu. Án 50% mótframlags á hann vart nokkra möguleika að fá styrk úr sjóðnum og jafnvel þótt honum takist að fá einhvern til að leggja 8 milljónir króna í verkefnið, þá hefur Rannsóknasjóður verið tregur til að veita stóra styrki. Þó er það engan veginn útilokað. En hvar á hugvitsmaðurinn ungi að fá alls 8 milljónir króna á tveimur árum? Þegar hann var í stuttri heimsókn á íslandi s.l. haust hafði hann heyrt þátt í ríkisútvarpinu þar sem fjórir mikilsmetnir menn á sviði tækni og fjármögnunar ræddu vanda ný- sköpunar í íslensku atvinnulífi. Þeir voru sammála um að fremur væri skortur á góðum hugmyndum en áhættufé. Þetta jók bjartsýni hug- vitsmannsins. Nú þyrfti hann aðeins að finna réttu aðilana eða fyrirtæki sem vildi taka þátt í verkefninu með honum. Hann var næst þegar ég ræddi við hann nýkominn úr stuttri heim- Vinnuferð að Gullfossi um helgina MEÐ sumarkomu hefst á ný' starfsemi Sjálfboðaliðasamtaka um náttúruvernd. Fyrsta vinnu- ferð samtakanna verður farin að Gullfossi helgina 30.-31. maí. Áætlað er að lagfæra gamla stíg- inn að fossinum og græða upp sár í brekkunni ofan við stíginn. Verkið er unnið í samvinnu við Náttúruverndarráð, en Ferða- málaráð veitir fjárstuðning þannig að ferðir og uppihald eru þátttakendum að kostnaðar- lausu. Farið verður frá BSÍ kl. 9.00 nk. laugardag og gist verður á bænum Brattholti. Sjálfboðaliðasamtökin voru stofnuð árið 1986 og hafa þvS starf- að í sex sumur. Samtðkin skipu- leggja vinnuferðir þar sem unnið er að verkefnum sem stuðla að náttúruvernd. Starfað er á friðlýst- um svæðum og öðrum þeim svæð- um sem sérstæð eru að náttúru- fari. Aðaltilgangur starfsins er að veita fólki tækifæri til að vinna að náttúruvernd; að verna náttúruna; að auðvelda fólki umgengni við náttúruna og auka kynni af henni. Komandi sumar verður annríkt hjá samtökunum og öllum þeim sem vilja starfa með þeim, því áætlað er að fara mjög víða um landið og takast á við ýmis brýn og fjölbreytt verkefni. Allir eru velkomnir. (Fréttatilkynning;) Páll Theodórsson „Sé tækifæri sem þetta ekki nýtt glatast sú auð- lind sem býr í menntun og reynslu unga fólks- ins. Hin mikla fjárfest- ing sem íslehskt þjóðfé- lag hefur lagt í mennt- un æskufólksins skilar sér ekki." sókn til íslands og hafði þá kannað möguleika að fá áhættufé í verk- efni sitt. Hann fann engan einstakl- ing, engan sjóð eða fyrirtæki sem vildi leggja honum lið. Áhættufé virtist ekki vera fyrir hendi þegar á reyndi. Kaup á skuldabréfum þykir álitlegri kostur. Saga hugvits- mannsins lýsir hve erfitt er á ís- landi að hrinda áformum af þessu tagi í framkvæmd. Vissulega yrði allnokkur áhætta tekin í verkefni kunningja míns, en án þess að taka slíka áhættu er íslenskt atvinnulíf dæmt til stöðn- unar. Ávinningur þjóðfélagsins get- ur verið mikill. Takist að koma tæki hans í framleiðslu gæti það gefið af sér 20-40 milljónir króna á ári í gjaldeyristekjur og við blasa ýmsir nýir þróunarmöguleikar sem geta leitt til nýrra afbrigða af tæki hans. Sé tækifæri sem þetta ekki nýtt glatast sú auðlind. sem býr í menntun og reynslu unga fólksins. Hin mikla fjárfesting sem íslenskt þjóðfélag hefur lagt í menntun æskufólksins skilar sér ekki. Þrátt fyrir brýna þörf fyrir ný- sköpun um þessar mundir, á tímum minnkandi fiskkvóta og þegar dráttur verður á að fallvötnin skapi vaxandi auð við sölu á raforku til stóriðju, batna skilyði til nýsköpun- ar ekki. Þetta sést m.a. í því að ráðstöfunarfé Rannsóknasjóðs Rannsóknaráðs ríkisins hefur minnkað að raungildi á liðnum árum. Nú eru sjóðir í vaxandi mæli nefndir í sömu andrá og sukk í umræðum um íslenskt atvinnulíf. Nú á ríkisvaldið að skipta sér sem allra minnst af þróun atvinnulífsins, einungis þurfi að skapa íslenskum fyrirtækjum heilbrigðan og traust- an rekstrargrundvöll. Þegar því er náð munu fyrirtækin leggja fé í álitlegar hugmyndir. En hvenær koma kæri minn, kakan þín og jólin? Kunningi minn gat ekki fundið áhættufé til að standa straum af þróun tækis síns á íslandi. í hinni stuttu heimsókn hafði innflutnings- fyrirtækið ítrekað boð sitt til hans um vel launað starf sem sölustjóri. Hann var i miklum vanda staddur. Hann vildi flytjast heim því eldra barn hans er byrjað í skóla erlendis og stutt í að yngra barnið hefji þar skólagöngu. Hann á hinsvegar erf- itt með að hætta við uppfinningu sína. Hún er árangur af margra ára námi og starfi og á að geta skilað drjúgum ágóða ef vel er að málum staðið, ágóða sem hann lítur á sem réttlætingu á að miklu fé hefur verið varið í menntun hans og fé- laga hans. Hann kýs helst að ágóð- inn af framleiðslu tækisins lendi á íslandi. íslenskt þjóðfélag hefur af mikl- um myndarskap staðið að eflingu framhaldsskóla og háskóla og hefur lagt mikið fé í Lánasjóð íslenskra námsmanna til að örva aðsókn að námi sem er í raun forsenda nauð- synlegra framfara í atvinnulífi þjóð- arinnar. Á síðustu árum hefur um 4.000 milljónum króna verið varið á ári til Háskólans og stofnana haris og til Lánasjóðsins. Þegar kemur að því að tryggja að þessi menntun nýtist er ekki gert nóg. í Rannsóknasjóð Rannsóknaráðs rík- isins voru í ár lagðar íiðlega 100 milljónir króna, að raungildi nokkuð lægri upphæð en í fyrra. Eftir að við hðfðum rætt þessi mál almennt nokkra stund sagði kunningi minn: - „Ég held að ég verði enn að dveljast um árabil erlendis, ég get ekki kastað þessari hugmynd frá mér, ég verð að láta á það reyna hvort tæki mitt getur lagt grund- völl að ábatasamri framleiðslu. Ef ekki heima, þá erlendis. Að því loknu get ég snúið heim, kannski verða skilyrðin hagstæðari eftir fímm ár." - En snýrð þú þá nokkurn tíma heim, spurði ég. - „Ég er staðráðinn í því núna, en ef ég lít raunsætt á málið verð ég að viðurkenna að ég tek áhættu með þessu. -Ég veit satt að segja ekki hvað bíður mín. Þetta er sárt, en mér finnst ég í raun ekki eiga nema einn kost, og hann er ég þó ekki sáttur við." Höfundur er ed/isfræðingur og starfar 'við Raunvísindastofnun Háskólans. NYJA M-LINAN Öflug garðsláttu- vél þar sem gæði, ending og þægindi tryggja þér mun fallegri flöt en nágrannans !* Þö SiÆRí) ENN BETUfiMEÐ UWN-BOÍ °M * eöa þer fcil hann fœr líka LAWN-BOY "M" K> H ÁRMÚLA 11 F SfiVll B815DD FALLEGAR LINUR Civic hefur verið endurhannaður með nýjar kröfur samtímans í huga. Nútímabílar þurfa að vera kraftmiklir og þægilegir, en jafnframt taka tillit til umhverfisins. Efnin sem notuð eru í Civic eru 80% s endurvinnanleg sem hefur mikið að segja ^ þegar horft er til framtíðarinnar. VTEC er f nýjung í Civic sem opnar ventlana í ^l hlutfalli við snúningshraða vélarinnar. Þessi tækni dregur mjög úr mengun og eyðslu en eykur kraft vélarinnar. Civic er búinn skemmtilegum innrétt- ingum. Hver hlutur er á hinum eina rétta stað. Sætin eru mjúk og þægileg. Civic fellur undir reglugerð um virðis- aukaskatt og fæst því einnig án vsk.' Til sýnis núna að Vatnagörðum 24, mánudaga til föstudaga kl. 9:00 - 18:00 og laugardaga kl. 11:00-15:00. Nánari upplýsingar í síma 68 99 00 Verð frá: 969.000,- stgr. Verá frá: 778.313,- stgr. án VSK Greiðslukjör við allra hæfi. u ááMrfá"
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.