Morgunblaðið - 28.05.1992, Blaðsíða 58

Morgunblaðið - 28.05.1992, Blaðsíða 58
58 MORGIJNBLAÐIÐ IÞROTTIR FIMMTUDAGUR 28. MAÍ 1992 prince íhrottaskor endast og endast Kvenskór - verð kr. 6.350,- Karlmannaskór - verð kr. 5.960,- prince íþróttaskór eru sérstaklega hannaðir með gæði og endingu í huga. Botninn er samsettur úr 6 mismunandi lögum, m.a. sérstöku etni sem tekur í sig 40% meira af höggi en venjulegur íþróttaskór. Sólinn er úr sérstöku efni sem endist allt að fjórum sinhum lengur. Þessir skór henta því vel fyrir flestar tegundir íþrótta, svo sem skokk, aerobic, tennis og badminton. prince, vinsælustu tennisspaðarnir í dag Verð frá kr. 4.780 til kr. 17.690,- Barnaspaðar Verð frá kr. 2.460,- til kr. 3.280,- Allt fyrir tennis Boltar, 3 í boxi, kr. 495,- Strengir, töskurog annaðfyrir tennis. útiUfí Glæsibæ, sími 812922. KNATTSPYRNA / 1. DEILD KVENNA Öruggur sigur meistaranna ÍSLANDSMEISTARAR Breiða- bliks hóf u titilvörnina með 4:0 sigri á Þórsstúlkum á Akureyri ígærkvöldi. Þróttarstúlkur sigruðu Hött 2:1 á Neskaups- stað og á KR-velli varð jafntefli íviðureign heimaliðsins og Störnunnar. Hvort lið gerði eitt mark. Þess má geta að síðast- nefndi leikurinn fór fram á möl, hinir tveir á grasi. Sigur meistara Breiðabliks nyrðra var mjög sanngjarn, þar sem gestimir vom áberandi sterkari aðilinn. Anton Blikar léku undan Benjaminsson golu í fyrri hálfleik skrifar og á 22. mín. náði Olga Færseth for- ystunni og skömmu fyrir hlé bætti Ásthildur Helgadóttir öðru marki við. Síðari hálfleikur var skemmti- legri á að horfa en sá fyrri; heldur jafnari en Blikastúlkur höfðu þó ávallt yfirhöndina. Ásta B. Gunn- laugsdóttir kom þeim í 3:0 á 47. mín. og Olga — sem kom til meistar- anna frá Keflavík fyrir þetta keppn- istímabil og er mikill markaskorari — innsiglaði sigurinn á 75. mín. með öðra marki sínu. Jafntefli nýliðanna og KR Stjörnustúlkumar, nýliðamir í fyrstu deild, gerðu 1:1 jafn- tefli við KR. Stjörnustúlkur komu á óvart þvi fyrirfram Stefán var búist við að þær Eiriksson ættu á brattann að skrifar sækja gegn KR, sem var í toppbaráttunni í 1. deild í allt fyrra sumar. Stúlkumar í KR vora meira með boltann en Stjömustúlkur, en gekk erfiðlega að skapa sér hættuleg marktækifæri. Stjömustúlkur vörð- ust vel og beittu hættulegum skyndisóknum. Úr einni slíkri skor- aði Ragna Lóa Stefánsdóttir mark Stjömunnar á 23. mínútu. Hún fékk sendingu inn í teiginn, skaut lag- lega yfir markvörð KR og hafnaði boltinn í hominu fjær. KR-stúlkur byijuðu seinni hálf- leik kröftuglega og ætluðu sér greinilega að jafna leikinn. Það tókst líka á 59. mínútu. KR fékk aukaspymu hægra megin við víta- teig Stjörnunnar; Jóna Kristjáns- dóttir sendi boltann á Sigrúnu Sæv- arsdóttur sem nikkaði honum á kollinn á Hrafnhildi Gunnlaugsdótt- ur sem skallaði laglega í netið. Lið- UM HELGINA Knattspyrna VORMÓT VIÐEYJAR Vormót Viðeyjar í knattspymu fyrir 6. flokk C og D (7. flokk) verður haldið á malar- og grasvelli Fram við Safamýri og gervigrasinu í Laugardal 1 dag, laugardag. Alls eru 10 féiög sem taka þátt í mótinu sem hefst kl. 09.30 og stendur til kl. 14.30. Kiwanisklúbburinn Viðey heldur mótið í samvinnu við knattspymudeild Fram og gefur öll verðlaun. Fimleikar Landskeppni í fimleikum milli íslands og Skotlands verður í íþróttahúsinu Digranesi sunnudaginn 31. maí og hefst kl. 13.50. Keppt verður i frjálsum æfingum, bæði í liða- og einstaklingskeppni pilta og stúlkna. Keppendur eru 30 talsins. Island og Skot- in skiptust á að sækja það sem eft- ir lifði leiksins án þess að skapa sér veralega hættuleg færi. Kristrún Heimisdóttir, fyrirliði KR, sagði að miklar breytingar hefðu orðið á liðinu og það ætti eftir að smella saman. Hún sagði að Stjörnustúlkurnar hefðu ekki komið henni á óvart, hún hefði átt von á þeim mjög frískum, enda væru margar þeirra að spila sinn fyrsta leik í 1. deild. Auður Skúla- dóttir, fyrirliði Stjörnunnar, sagði að þær hefðu farið í leikinn með því hugarfari að sigra, en það hefði því miður ekki tekist. Hún var þó ánægð með leik liðsins og sagði að það væri ekki spuming að Stjarnan væri komin í 1. deild til að vera. Bestar í liði KR voru Kristrún Heimisdóttir og Jóna Kristjánsdótt- ir. Yrsa Höm Helgadóttir og Auður Skúladóttir vora bestar hjá Stjöm- unni. Ari Þórðarson dæmdi leikinn ágætlega. Ótal dauöafæri á Norðfirði ÞÞróttur N. sigraði Hött á Norð- firði í gærkvöldi með tveimur mörkum gegn einu. Úrslitin gefa reyndar ekki alveg Ágúst rétta mynd af leikn- Blöndal um því stúlkurnar í skrifar Þrótti sóttu látlaust nær allan leikinn og áttu ótal mörg dauðafæri. Leikurinn byrjaði með sókn hjá Þrótti og stóð hún yfir fyrstu níu mínúturnar. Þá fyrst komust stúlk- umar í Hetti fram fyrir miðju og gerði Oddný Jökulsdóttir sér lítið fyrir og skoraði fyrsta markið í leiknum fyrir Hött með laglegu langskoti. Þróttarar jöfnuðu á 20. mínútu þegar Anna Jónsdóttir skallaði í netið eftir homspyrnu. Inga Birna Hákonardóttir kom Þrótturum síðan yfir á 40. mínútu með marki beint úr aukaspyrnu. Leikurinn jafnaðist nokkuð í síðari hálfleik en stúlkumar í Þrótti sóttu mun meira og hefðu hæglega geta skorað mun fleiri mörk. Bestar í liði Þróttar vora júgó- slavnesku landsliðskonurnar Sladj- ana Milojkovic og Stojanka Stankovic. Eins átti Anna Jónsdótt- ir ágætan leik. Markvörður Hattar, Blædís Guðjónsdóttir, stóð sig frá- bærlega í markinu. OPIN GOLFMOT Landsbankamót GG Landsbankamót Golfklúbbs Grindavlkur verður í dag, fimmtudag, og verða leiknar 18 holur með og án forgjafar. Diletto-kvennamót Opna Diletto-kaffi mótið verður haldið í Grafarholti á sunnudag. Þetta er kvenna- mót þar sem keppt er í tveimur flokkkum eftir forgjöf. I fyrra var þetta fjölmennasta kvennamót sem haldið hefur verið hér á landi og búist er við góðri mætingu núna. Opna Selfoss-mótið Opna Selfossmótið verðu á Svarfhólsvelli við Selfoss á laugardaginn. Þetta er 18 holu punktakeppni með 7/8 Stableford. Ræst út frá kl. 8 og skráning fer fram í golfskála. Fannarsbikarinn Fyrsta stigamót öldunga, Fannarsbikar- inn, verður haldið á Grafarholtsvelli hjá GR á föstudag og laugardag. Leiknar verða 36 holur með og án forgjafar. ÚRSLIT Knattspyrna Vináttuleikir Jastrzebie, Póllandi: Pólland - Tékkóslóvakía..........1:0 Krzysztof Warzycha (23.) Áhorfendur: 10.000. Stokkhólmi: Svíþjóð - Ungveijaland...........2:1 Stefan Schwarz 2 (31. og 40.) - Gabor Marton (64.) Áhorfendur: 8.169 Lausanne, Sviss: Sviss - Frakkland................2:1 Christophe Bonvin 2 (28. og 72.) - Fabrice Divert (20.) Áhorfendur: 22.000. Sittard, Hollandi: Holland - Austurríki.............3:2 Frank Rijkaard (22.), Dennis Bergkamp 28.), Ruud Gullit (85.) - Anton Polster (30.), Frank Schinkels (89.) Áhorfendur: 16.000 Flórens, Ítalíu: Fiorentina - Júgóslavía.............2:1 Maiellaro (68.), De Pergola (84th) - Jok- anovic (60.) Tennis Opna franska meistaramótið HELSTU ÚRSLIT í GÆR: Tvíliðaleikur karla, fyrsta umferð: Mark Keil/Dave Randall (Bandar.) unnu Charles Beckman/Jeff Brown (Bandar.) 6-4 6-3 Jacco Eltingh/Tom Kempers (Hollandi) unnu Richardo Acioly/Mauro Menezes (Brasilíu) 6-4 7-5 Stefan Kruger (S-Afr.)/Glenn Layendecker (Bandar.) unnu Bryan Shelton (Banda- r.)/Sandon Stolle (Ástralíu) 7-6 (7-5) 7-6 Jakob Hlasek/Marc Rosset (Sviss) unnu 6-Scott Davis /David Pate (Bandar.) 3-6 6-2 14-12 3- Grant Connell/Glenn Michibata (Kanada) unnu Thierry Champion /Fabrice Santoro (Frakkl.) 6-1 6-4 11- Luke Jensen (BandarJ/Laurie Warder (Ástralia) unnu Ronnie Bathman/Richard Bergh (Svíþjóð) 6-4 3-6 9-7 12- Javier Frana (ArgentínaJ/Leonardo La- vaile (Mexikó) unnu Henrik Jan Davids (Holl.)/Libor Pimek (Belgíu) 6-3 6-1 1- John Fitzgerald (ÁstralJ/Anders Jarryd (Svíþj.) unnu Michiel Schapers (HollJ/Dani- el Vacek (Tékkósl.) 6-3 6-3 Einliðaleikur kvenna, fyrsta umferð: Christina Tessi (Argentinu) vann Alexandra Fusai (Frakklandi) 6-1 6-0 9- Anke Huber (Þýskalandi) vann Radka Zrubakova (Tékkóslóvakiu) 6-2 6-2 Einiiðaleikur kvenna, önnur umferð: 4- Arantxa Sanchez Vicario (Spánn) vann Emauela Zardo (Sviss) 6-3 6-2 6-Mary-Joe Femandez (Bandar.) vann Shaun Stafford (Bandar.) 6-1 6-4 10- Jana Novotna (Tékkóslóvak) vann Na- talia Medvedeva (Úkraínu) 6-4 6-1 8-Manueia Maleeva-Fragniere (Sviss) vann Barbara Rittner (Þýskal.) 5-7 6-1 6-2 2- Steffi Graf (Þýskal.) vann Nathalie Hous- set (Frakklandi) 6-2 6-1 Einliðaleikur karla, fyrsta umferð: 5- Michael Chang (Bandar.) vann Paul Haar- huis (Hollandi) 6-4 6-3 6-3 Marco Aurelio Gorriz (Spánn) vann Omar Camporese (Ítalía) 3-6 6-4 6-4 6-4 13- Aaron Krickstein (Bandar.) vann Mark Koevermans (Holl.) 3-6 6-3 6-1 6-3 Jaime Oncins (Brasilíu) vann Bernd Karbac- her (Þýskalandi) 6-3 2-6 7-5 4-6 6-4 Einliðaleikur karla, önnur umferð: Bart Wuyts (Belgíu) vann 6-Guy Forget (Frakklandi) 6-3 6-3 6-3 4-Michae! Stich (Þýskal.) vann Jimmy Con- nors (Bandar.) 7-5 3-6 6-7 (4-7) 6-1 6-2 Henri Leconte (Frakklandi) vann Massimo Cierro (Ítalíu) 6-1 7-5 6-0 BoKinníþyriu Knötturinn sem leikmenn Breiðabliks og Þórs nota í leik liðanna í 1. deildinni í knatt- spyrnu í kvöld kemur ekki með hefðbundnum hætti á Kópa- vogsvöllinn — heldur kemur hann í þyrlu sem lendir á vellin- um skömmu fyrir leik. Þess má geta að liðin mætast á aðalvelli Kópavogs, og er það fyrsti leik- urinn sem þar fer fram í sumar. aind hafa háð landskeppni 6 sinnum áður og hefur oft verið mjótt á munum. Badminton Meistaramót Suðumesja 1 badminton verður haldið laugardaginn 30. maí í (þróttahúsinu I Keflavfk frá ki. 10.00 - 17.00. Keppt verður f öllum greinum og flokkum. Þríþraut Fyrsta þríþrautarmót ársins fer fram á sunnudaginn. Þá verður Reykjavíkurþrí- þraut þar sem keppt verður í 750 m sundi, 20 km hjólreiðum og 5 km hlaupi. Keppnin hefst með sundi í Laugardalslaug kl. 08.30. Þrfþraut er iíflega og skemmtileg keppni sem hefur farið eins og eldur um sinu um allan heim sfðustu ár. Fyrsta þríþrautarmót- ið hér á landi var haldið 1988. Þátttaka f mótið á sunnudag tilkynnist til Guðmundar í síma 24256 eða Stefáns f sfma 19856 eftir kl. 20 á kvöldin. KNATTSPYRNA / BIKARINN Gróttan til Keflavíkur Dregið var í Mjólkurbikarkeppni KSÍ, 3. umferð á fundi mótanefndar KSÍ í gær. Eftirtalin lið drógust saman í 3. umferð: Suðvesturland: Fylkir - Stjarnan, ÍBK - Grótta og Selfoss - BÍ. Norðurland: Völsungur - Tindastóll og Kormákur - Leiftur. Austurland, 2. umferð: Þróttur Nes. - Höttur og Einheiji - Valur Reyðafirði. ■Leikimir í 3. umferð fara fram þriðjudaginn 23. júní, en í 2. umferð (Austurland) þriðjudaginn 16. júní.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.