Morgunblaðið - 28.05.1992, Blaðsíða 44

Morgunblaðið - 28.05.1992, Blaðsíða 44
44 MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 28. MAI 1992 Minnmg: Kristín Hannesdóttir frá Stóru-Sandvík Fædd 12. júlí 1899 Dáin 17. maí 1992 Páll postuli segir: Verið minnugir leiðtoga yðar sem Guðsorð hafa til yðar talað: Virðið fyrir yður hvernig ævi þeirra lauk og líkið eftir trú þeirra. (Hebr. 13-7). Guð gaf Krist- ínu Hannesdóttur langa lífdaga, en hún lést á 93. aldursári á heimili Hannesar, sonar síns og Margrétar, hennar ágætu og trygglyndu tengdadóttur. Kristín átti því láni að fagna að eignast góð börn og var hún umvaf- in traustum fjölskylduböndum. Eftir að Kristín flutti úr eigin íbúð var hún jafn velkomin að dvelja hjá börn- um sínum og þurfti aldrei í önnur hús að venda, en lengst af var hún búsett hjá Kiddý, dóttur sinni, og Ragnari, tengdasyni sínum. Kristín var frelsuð kona. Hún var svo glöð og sannfærð í trúnni og heilshugar að vitna fyrir öðrum um náð og miskunn Drottins og um allt það sem hún í gegnum árin hafði af Guði þegið. Það er mikil náðargjöf að vera heilshugar í trúnni og fyrirverða sig ekki fyrri fagnaðarboðskap frum- kristninnar. En í II. Kron. 16-9 segir: Því að augu Drottins hvarfla um alla jörð- ina til þess að hann megi sýna sig máttugan þeim til hjálpar sem eru heilshugar við hann. Samkvæmt orðum og vitnisburði Kristínar kynntist hún fyrst starfi og bænum Guðrúnar Jónsdóttur í Hafnarfirði, þegar maður hennar veiktist af erfiðum sjúkdómi og sagði hún frá því hvernig Drottinn hafði heyrt undursamlega fyrirbænir Guð- rúnar, en þjáningar af völdum sjúk- dóms manns hennar gátu meðöl ekki endalaust deyft. Eftir að Krist- ín missti eiginmann sinn vann hún utan heimilisins ýmis konar störf en jafnframt vinnunni sótti hún sam- komur sem þá voru í Hafnarfirði en síðar í Hörgshlíð í Reykjavík. I Hörgshlíð var hún um árabil virk í þjónustunni ásamt Margréti tengda- dóttur sinni og hafði Kristín bænir og fyrirbænir á undum boðun fagn- aðarerindisins. Einhig var hún á meðan heilsa hennar leyfði ótrúlega afkastamikil að ganga í hús með blaðið Fagnaðarboðann og bera vitni fyrir þeim sem vildu tjáskipti, m.a. að Kristur hafi dáið okkar syndar- dauða á krossinum á Golgata fyrir þá sem vilja þiggja friðþægingarverk hans, byrja nýtt líf í orði Guðs og anda í skjóli iðrunar og syndafyrir- gefningar. Kristín var glæsileg kona og sér- lega vel til fara, hress og skemmti- leg og hafði frá mörgu að segja. Drottinn var góður við hana, því hún hélt minni sínu og andlegu atgervi fram til hinstu stundar. ¦Það hljóta að vera mikil viðbrigði fyrir þá sem umgengust Kristínu að njóta ekki lengur vitnisburða henn- ar, þakkargjörða og lofgjörða Guði ísraels í nafni Jesú Krists. í Opinb. 14-13 segir: Og ég heyrði rödd af himni sem sagði: Rita þú: Sælir eru dánir, þeir sem í Drottni deyja upp frá þessu. Já, seg- ir andinn, þeir skulu fá hvíld frá erfiði sínu, því að verk þeirra fylgja þeim. Irinilegar samúðarkveðjur til barna, barnabarna, tengdabarna og fjölskyldu Kristínar Hannesdóttur. Ásdis Erlingsdóttir. Elskan hún amma er farin heim. Þótt árin teldu brátt 93 var hún heilbrigð og hress í andanum allt til loka. Hún var elskuð af öllum. Hún var tilbúin, svo sæl og svo glöð. Hvílíkur friður. „Ég hef það dásamlegt, ég lifi í himnaríki á jörð." Þetta var alltaf hennar svar þegar maður spurði hvernig hún hefði það. Svona voru öll hennar viðhorf. Trúin, bænin og þakkargjörðin var hennar fjársjóður, og biblían hennar bókmenntir, sem hún vitnaði í og las alla daga. Sæll er sá er situr í skjóli hins hæsta, sá er gistir í skugga hins almáttga, sá er segir við drottin: „Hæli mitt og háborg, Guð minn, er ég trúi á!" (Davíðssálmur 91: 1-2) Blessunarorðin og krafturinn í bænum hennar var einstakur. Alltaf bað hún að blessun drottins drypi yfir okkur eins og döggin og að við nytum ávaxta trúarinnar. Þetta er ómetanlegt veganesi okkur börnun- um hennar en það vorum við- 511, hvort sem það voru ömmubörnin eða langömmubörnin. Hún amma var einstök kona og minningarnar hrannast upp, bjartar og ánægjulegar og minnist ég þeirra allt aftur til barnæsku, hvort það voru jól eða páskar, afmæli eða veisl- ur, sunnudagar eða bara virkir dag- ar. Alltaf nóg um að tala, gamli tíminn eða líðandi stund. Alltaf fylgdist hún með og gladdist yfír öllum framförum til betri lífsgæða. Alla daga klæddist hún hvítu og þegar hún fór út úr húsi var settur upp hvítur hattur og hvítir hanskar. Þannig var hún alltaf, svo björt og fín. Allir sunnudagar voru helgidagar. Hún fékk að fara á helgum degi og ég tel það forréttindi mín að hafa fengið að vera hjá henni í húsi for- eldra minna á þessum helgidegi þeg- ar hún kvaddi svo fallega. Engin þjáning, bara friður. Þrátt fyrir söknuðinn og tóma- rúmið gleðjumst við hennar vegna. Gráturinn og söknuðurinn er vegna allra gleði- og hátíðastundanna sem við höfum fengið að njóta í svo ríkum mæli í svo mörg ár, en njótum nú í minningunni, full af þakklæti. Nú lifir hún í himnaríki. Drottinn er minn hiiðir, mig mun ekkert bresta, á grænum grundum lætur hann mig hvílast, leiðir mig að vötnum, þar sem ég má næðist njóta. (Davíðssálmur 23: 1-2) Blessuð sé minning ömmu minnar. Kristín Hannesdóttír Kristín amma mætti eldsnemma í vinnuna á Borginni og bjó til þetta líka sterka kaffí sem hún var þekkt fyrir. Fastagestunum í morgunkaff- inu fannst kaffið gott og söknuðu hennar þegar hún var ekki í vinn- unni. Hún vann öll sín störf með bros á vör. Hún var lærlingskokkun- um og -þjónunum sem móðir og verndaði þá svo að þeim væri ekki mismunað. Þeir urðu því kærir vinir hennar. Enda studdi hún þá ef eitt- hvað amaði að og gladdist síðar með þeim þegar betur gekk. Til marks um það spurðu margir af Borginni um hana þegar við hittum þá og Lili Hjördís Auð- unsson — Minning Fædd 8. júlí 1908 að Dáin 22. maí 1992 Mitt í því að náttúran er að klæð- ast sínum fegursta skrúða, og sólar- geislarnir græða hin djúpu sár vetr- arkuldans, barst mér fregn um lát Liliar Auðunssonar. Þegar líða tekur á ævina þurfum við iðulega að sjá á bak samferða- fólki sem okkur er kært. I fyrstu gat ég ekki áttað mig á því að Lili væri látin, hún sem var daginn áður hjá mér, hress og kát. Lili Hjördís fæddist í Danmörku 8. júlí 1908. Ung kom hún til ís- lands ásamt vinkonu sinni til að vinna hjá Guðrúnu, sem rak Hótel Björninn í Hafnarfirði, en síðan eru liðin meira en 60 ár. Árið 1932 giftist Lili eftirlifandi manni sínum, Þorsteini Auðunssyni útgerðarmanni, og hafa þau búið allan sinn búskap í Hafnarfirði. Börn áttu þau engin en eina fóstur- dóttur áttu þau, Láru, sem lést fyr- ir rúmum mánuði og háði hún sitt sjúkdómsstríð af einstæðri stillingu og hugrekki.-Hennar drengir, Þor- steinn og Hjálmar, hafa verið auga- steinar ömmu og afa. Lili var einstaklega létt í lundu. Viðmót hennar var ætíð hlýlegt og fullt af góðlátlegri kímni. Nú er komið að ferðalokum hjá henni. Steini minn, Steini yngri og Hjálmar, þið hafíð mikið misst, en minninguna um góða konu og ömmu eigið þið um ókomna tíð. Fæðast og deyja í forlögum frekast lögboð ég veit, elskast og skilja ástvinum aðalsorg mestu leit, verða að hverfa er veröldum vissasta fyrirheit, öðlast og missa er manninum meðfætt á jarðar reit. (Bólu-Hjálmar) Didda. Það er skammt stórra högga á milli. Aðeins mánuði eftir lát móður okkar kveðjum við ömmu okkar. Ömmu sem var okkur stoð og stytta og okkur alltaf svo góð. Það er eins og sumir lifí til að gefa. Gefandi af sjálfum sér hlýju og kærleika. Þannig var hún amma okkar sem öllum veitti jafnt af hjartagæsku sinni. Amma sem ræktaði vinskapinn svo mikið, alltaf á ferð og flugi um bæinn þveran og endilangan í heimsóknir til vina og ættingja. Hún amma skilur svo mikið eftir sig. Hún lifir í okkur bræðrunum og í öllum þeim sem fengu að kynn- ast henni; góðvild hennar og glað- værð, eiginleikar sem voru svo eftir- tektarverðir í hennar persónu. Það er huggun í sorginni að vita að nú eru þær saman á ný, mæðg- urnar, þær sem alltaf voru svo sam- rýmdar. Þó er sárt að koma á Tunguveginn og hafa ekki ömmu sína til að tala við. Við bræður kveðjum nú ástkæra ömmu okkar. Megi Guð styrkja afa okkar. Margs er að minnast, margt er hér að þakka. Guði sé lof fyrir íiðna tíð. Margs er aðminnast, margs er að sakna. Guð þerri tregatárin stríð. Far þú í friði, friður Guðs þig blessi, hafðu þökk fyrir allt og allt. Gekkst þú með Guði, Guð þér nú fylgi, hans dýrðarhnoss þú hljóta skalt, (V. Briem) heimsóttu hana á stórafmælum. Þar má nefna Gulla og Ragga á Lauga- ási og Svenna á Hótel Sögu. Þeir fyrrnefndu tóku alltaf einkar vel á móti ömmu þegar við fórum út á horn með henni í mat. Þá var vikið frá þeirri reglu að sjálfsafgreiðsla væri á staðnum. Þeir báðir og allt starfsfólkið þjónaði okkur alltaf til borðs til heiðurs ömmu. Kristínu ömmu fannst gaman að fara að borða á Laugaási. Þrátt fyrir langa og erfiða starfs- ævi talaði hún alltaf um að lífið hefði verið dans á rósum. Þennan styrk sótti hún í trúna sem hún fann þegar afí var veikur, en hann lést árið 1946, aðeins 44 ára gamall. Hann hét Sigurður J. Þorsteinsson og var ættaður frá Eyjólfsstöðum í Vatnsdal. Hún starfaði í trúarsamfélagi í Hafnarfírði og sótti samkomur, bæði í Hafnarfirði og í Hörgshlíð í Reykja- vík, þrisvar sinnum í viku í nær 50 ár þar sem Guðrún Jónsdóttir boð- aði fagnaðarerindið. Margrét, tengdadóttir hennar, var samstíga henni í trúnni og það gladdi hana mikið. Amma var líka einkar ósér- hlífin. Alltaf voru einhverjir sem annast þurfti. Til marks um það má nefna að oft sætti hún færis á að fylla bíl barna og barnabarna sem sóttu hana á samkomu af farþegum sem hún sá að erfitt áttu. Amma Kristín bar út Fagnaðarboðann, sem gefinn hefur verið út af trúarsamfé- laginu um árabil, hvernig sem viðr- aði. Þrátt fyrir langan vinnudag taldi hún ekki eftir sér að dreifa orði Drottins í 2-3 tíma að kvöldi til. Á þeim ferðum eignaðist hún fjölda vina sem síðar hafa spurst fyrir um hana við hver tækifæri. Amma treysti Drottni fyrir öllu og efaðist aldrei um að hann fyndi bestu lausn- ina ef vandamál komu upp. Þess vegna var hún aldrei áhyggjufull. Hún las Biblíuna sína og bað fyrir okkur öllum daglega. Líf hennar snerist um bænirnar og Biblíuna eftir að hún fór á eftirlaun nær 75 ára. Hún var þó ekki sátt við að hætta vinnu, enda leiddist henni allt- af aðgerðarleysi og allt fram á þetta ár var það nánast móðgun við hana ef einhver ætlaði að yfirtaka uppva- skið. Þegar ég og Halldór bróðir vorum krakkar bjó amma ásamt Axel syni sínum á Reynimel og var aldrei köll- uð annað en amma á Reynó. Þangað var gaman að koma og glettast við Axel og fá sælgæti og gos hjá ömmu. Þegar hún heimsótti okkur á Lauga- lækinn var veskið hennar alltaf vin- sælt, því þar var um margt að velja úr sjoppunni. Um það leyti sem hún hætti að vinna flutti hún á Klepps- veginn, en hún hafði íbúðaskipti við Margréti Magnúsdóttir og Stefán Hreiðarsson. Margrét og mamma eru systkinabörn í báðar ættir og tengslin milli fjölskyldnanna hafa því alltaf verið mikil. íbúðin hennar var björt og falleg með blúndugard- ínum og blómateppum. Fyrir fimmU án árum var loks kominn tími til að amma fengi aðstoð við heimilissíörf- in. Hún var nú ekki sátt við að vera upp á einhvern komin en sættist á að láta mér eftir íbúðina sína. Henni leist nefnilega ekkert á það að ég byggi í elsta steinhúsi Reykjavíkur, á Framnesveginum. Fyrir henni var húsið gamall kofi en fyrir mér var það hús með sál. Það átti hún bágt með að skilja, því fyrir henni voru einungis nýir hlutir fallegir. Þannig flutti ég inn í íbúðina hennar og hún inn í gamla herbergið mitt á Lauga- rásveginum. Þar hefur hún unað sér vel í umsjá mömmu, umvafin mynd- um af börnum, barnabörnum og barnabarnabörnum. Þegar ég sá hana síðast fyrir mánuði minntist hún enn einu sinni á að hún lifði í himnaríki á jörðu. Mamma á miklar þakkir skildar fyrir hve góð hún hefur yerið ömmu í gegnum árin. Amma hefur líka notið þess að heim- sækja fjölskyldur Hannesar og Möggu og Axels og Indu um helgar og við hátíðleg tækifæri. Þegar ég var unglingur var ég uppreisnargjörn eins og táningar eru oft. Það var ekki svo sjaldan að ég hreytti ónotum í fjölskylduna serii var oft þreytt á mér. Amma stóð hihs vegar alltaf með mér og lét sem hún heyrði ekki geðvonskuna. Hún var mér alltaf stoð og stytta. Ef kunningjar mínir heimsóttu mig á meðan pabbi og mamma voru ekki heima lét hún sem að hún sæi ekki hvað um var að vera. Ef mamma spurði svo hvort það hefði verið partý hjá Völu svaraði hún því til að „hún hefði ekki heyrt neitt". Þannig hefur hún alltaf verið okkur systkinunum félagi sem við gátum treyst á. Það var líka alltaf gaman að spjalla við ömmu. Hún sagði mér oft sögur frá því hún var ung og geislaði þá af gleði minninganna. A tvítugsaldri var ég eitt sinn ein heima með báð- um ömmum mínum, Kristínu og Halldóru, og mikið var gaman hjá okkur þremur. Þær töluðu um ýmis atvik úr lífinu og við bárum saman bækur okkar um hvernig timarnir hefðu breyst. Það er í raun ótrúlegt hve miklar breytingar aldamótafólk- ið hefur gengið í gegnum. Flest var það alið upp í torfbæjum og vandist við að ferðast á hestum. Síðan hefur þetta fólk stokkið inn í bíla og flug- vélar og sent geimfara til tunglsins. Heimurinn hefur svo sannarlega minnkað þessi síðustu 100 ár. Þessu gerði amma sér grein fyrir og sagði oft við mig að það væri ekki mikið nú til dags að búa í útlöndum. Til mín væri hægt að koma fljúgandi á nokkrum klukkustundum. Amma var mjög gjafmild og létt- lynd. Oft hefur verið hlegið að sög- unni þegar hún var ung að bera fram góðgæti fyrir gest í Stóru-Sandvík. Allt sem til var í búrinu hafði verið tínt til en þrátt fyrir það hélt amma áfram að bjóða meira því „nóg væri til frammi". Þetta hefur síðan verið orðatiltæki í fjölskyldunni. Eftir að amma varð ekkja og hafði fyrir 3 börnum að sjá voru þeir þó margir sem hún reyndist stoð og stytta. Húri var alltaf tilbúin að aðstoða þá sem voru minnimáttar. Fleiri eru orðatiltækin sem við höfum reglu- lega á vörum okkar frá ákveðnum atburðum í lífi ömmu. Eitt er „gam- an að sjá ykkur svona einu sinni" sem ömmu Kristínu varð að orði þegar hún var eitt sinn að bjóða til sín gestum. Amma Kristín fylgdist vel með með lestri dagblaða og ævisagna. Hún hlustaði líka á fréttirnar og viðtöl í útvarpinu og hafði ákveðnar skoðanir á öllu sem var að gerast. Ekki má gleyma ánægjunni sem hún hafði af að hlusta á messurnar og Passíusálmana í útvarpinu. Hún samgladdist mér mikið af að hafa tækifæri til að mennta mig því ekki voru skóladagarnir hennar margir á hennar uppvaxtarárum og hana hafði langað mikið til að læra. Þegar ég flutti minn fyrsta fyrirlestur^ á alþjóðlegri ráðstefnu í Háskóla ís- lands fyrir 10 árum tók hún ekki annað í mál en að vera viðstödd. Það var heldur ekki uppákoma þegar amma gekk í hátíðarsalinn fullan af erlendum vísindamönnum, hvít- klædd og með hatt til að hlusta á dótturdóttur sína tala um jarðfræði á máli sem hún ekki skildi. Hún kom þð ekki ein því með henni voru mamma, Magga Dóra systir og vin- kona mín frá Austurríki. Mikið var amma montin af mér. Hún var stolt- ari af mér en nokkur annar í fjöl- skyldunni þegar ég Iauk doktors- námi og sagði öllum frá því sem heyra vildu. Það eru ekki nema fímm ár síðan ég bauð henni með mér út á Reykjanes að safna sýnum af grjóti. Það fannst ömmu áhugavert, enda vildi hún alltaf vita hvað ég væri að fást við. Það eru margir sem hafa dáðst af myndinni sem ég tók
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.