Morgunblaðið - 28.05.1992, Blaðsíða 54

Morgunblaðið - 28.05.1992, Blaðsíða 54
54 MORGVNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 28. MAl 1992 /íérh sfce. -aubhstor, e£ þettaQe/igi ekkl.' Ertu viss um að þú hafir lagt bamið hér? HÖGNI HREKKVÍSI BRÉF TIL BLAÐSINS Aðalstræti 6 101 Reykjavík - Sími 691100 - Símbréf 691222 Athuga- semd vegna fréttar um meið- yrðamál Frá Ólafi Sigurgeirssyni: Á Akureyrarsíðu Morgunblaðsins í síðustu viku var greint frá tveim- ur meiðyrðamálum sem nú eru rek- in á Akureyri gegn Pétri Péturssyni lækni. í greininni var ennfremur greint frá nokkrum ummælum Pét- urs úr síðari greinargerðinni. Til að gætt sé jafnræðis vil ég fá að koma eftirfarandi athugasemdum á framfæri: Á því rúma ári sem liðið er frá málshöfðun vaxtarræktarmanna gegn Pétri hefur tilefni málaferl- anna skolast nokkuð til og ekki síst þar sem læknirinn hefur á síðari stigum í ræðu og riti og ekki síst í ofangreindri greinargerð látið líta svo út sem upphafið megi rekja til baráttu hans gegn misnotkun stera- lyfja. Þetta heitir að drepa málinu á dreif, segja hlutinn nógu oft svo honum sé trúað. Upphafið má rekja til lítils þáttar í ríkisútvarpinu. Viðtal var við lækninn um háþrýsting. Án nokk- urs tilefnis frá spyrjanda vék lækn- irinn að notkun vaxtarrækt- armanna og kraftlyftingamanna á sterum og alhæfði svo um vaxtar- ræktarmenn að þeir væru á spraut- um, væru ræflar og fór niðrandi orðum um kynfæri þeirra. Orð læknisins voru svo endurtekin í hádegisfréttum, sennilega vegna þess að fréttamanni blöskraði. Orð læknisins eru dónaleg og þau eru meiðandi fyrir þá sem fyrir urðu. Þó að læknirinn hafi horn í síðu þeirra af einhverjum orsökum, þá eiga þessir menn konur, börn og ættingja. Þeir eiga sína æru og sitt einkalíf. Málið gegn lækninum snýst um þessi ljótu orð eingöngu og hvort einhveijir þeirra hafi brotið siða- reglur íþróttamanna með notkun lyija er ekki inntakið í málinu. Umræða um lyfjamisnotkun íþrótt- amanna á alltaf rétt á sér, en meið- yrði aldrei. Nú fór svo í vetur að meiðyrða- málinu var vísað frá dómi af héraðs- dómaranum á Akureyri vegna galla sem hann taldi á málatilbúnaði. Þá gerist það að ég undirritaður, lög- maður stefnenda, er tekinn fyrir í ýmsum fjölmiðlum af lækninum. Fór hann mörgum háðulegum orð- um um hæfileika mína til að reka mál fyrir dómi. Skyldur lögmanna eru að leggja sig allan fram fyrir sína skjólstæð- inga og til að rétta hag þeirra kærði ég frávísunina til Hæstarétt- ar. Þar voru allar mínar kröfur teknar til greina, lagt fyrir héraðs- dómarann að leggja efnisdóm á málið og læknirinn var látinn borga allan kostnað af málinu fyrir Hæst- arétti. Læknirinn var ekki af baki dott- inn í meiðingum sínum gagnvart mér og nú var eftirfarandi haft eft- ir honum í fjölmiðli: „... Ólafur Sigurgeirsson, sem fengið hefur nöfn 35 manna lánuð til að geta stundað þá þokkaiðju að hindra embættismann í íslenska heilbrigð- iskerfinu í að stunda sín skyldu- störf. “ Þessi síðustu orð þykja mér und- arleg í Ijósi þess, að einmitt vegna alhæfinga sinna og meiðyrða hafði siðanefnd Læknafélags íslands úr- skurðað honum hörðustu viðurlög sem nefndin ákvarðar fyrir fyrsta brot. Vegna ærumeiðinga um mið og vegna atvinnurógs stefndi ég Pétri Péturssyni lækni í nýju meiðyrða- máli, svo nú eru rekin gegn honum tvö mál. í greinargerðinni sem skrif þessi spruttu af og læknirinn af- henti Morgunblaðinu má sjá að Pétur Pétursson er ekki af baki dottinn í því sem hann kallar kjarn- yrt mál, en ég meiðyrði. Honum skal ekki takast að fegra sig og sitt mál því sannleikurinn hlýtur að koma í ljós fyrr en síðar. ÓLAFUR SIGURGEIRSSON HDL, Austurströnd 3, Seltjarnarnesi. Víkveiji skrifar Ibréfi til blaðsins_ síðastliðinn föstudag svarar Ómar Einars- son, framkvæmdastjóri íþrótta- og tómstundaráðs Reykjavíkur, skrif- um Víkveija á dögunum þar sem fjallað var um illa tímasettar, að mati Víkveija, framkvæmdir í Laugardalnum. Víkveiji telur sig knúinn til að svara Ómari í nokkrum orðum. XXX A Omar segir að síðastliðinn vetur hafi verið skipt um jarðveg undir nýju hlaupabrautunum á aðal- vellinum í Laugardal, en Víkveiji fékk ekki betur séð í vikunni, en verið væri að vinna af krafti við undirbyggingu þeirra. Að sjálf- sögðu gerir Víkveiji sér grein fyrir því, að malbik og gerviefni verða ekki lögð í vetrarhörkum, en síð- ustu viku hefur hiti verið um og jafnvel talsvert yfir 10 gráður og vonandi hlýnar enn á næstunni. Skrifari fær því ekki skilið að fyrst verði mögulegt að ljúka þessum framkvæmdum þegar komið verður fram í ágústmánuð, en vissulega eru sérfræðingar um málefni Laug- ardalsvallar og það sem þar hefur verið gert á undanförnum áratugum annars staðar en á ritstjórn Morg- unblaðsins. Víkverja er fullkunnugt um árangur íslandsmeistara Víkings og ágæta grasflöt félagsins í Vík- inni í Fossvogi, sem Ómar nefnir í grein sinni. Víkveija er líka kunn- ugt um, að forystumenn knatt- spyrnudeildar Víkings skrifuðu ITR í vetur og fóru fram á afnot af aðalleikvanginum í Laugardal fyrir leiki félagsins í 1. deild. Erindið var samþykkt hvað þetta varðar. Það er því ekki tilviljun að allir heima- leikir Víkings eru sagðir fara fram í Laugardal í mótabók KSÍ þó svo að félagið hafi nú orðið að flytja leiki sína, að minnsta kosti í fyrri umferð mótsins, á völlinn í Víkinni. Ef til vill felst svarið við þeim uppá- komum sem orðið hafa út af Laug- ardalsvellinum í eftirfarandi orðum Ómars Einarssonar: ...þótt fram- kvæmdirnar verði e.t.v. með öðrum hætti en upphaflega var reiknað með“. Víkveiji hefur heyrt óánægju- raddir úr herbúðum Fram og Vík- ings með að geta ekki leikið heima- leiki á aðalleikvanginum í Laugar- dal fyrr en síðsumars. Reyndar var það nefnt við skrifara í þessu sam- bandi að hugmyndir hefðu komið fram meðal Framara og Víkinga að athuga möguleika á að fá heima- leiki meistaranna og silfurliðsins frá síðasta íslandsmóti á grasvellinum við Varmá í Mosfellsbæ. Víkveiji ítrekar þá skoðun, sem tvívegis að undanförnu hefur komið fram í skrifum hans, að glæsileg aðstaða fyrir dugmikið fijálsíþrótt- afólk borgarinnar hefði betur átt heima á efri vellinum í Laugardal, þar sem iðkendur þessara greina hefðu getað verið eins og kóngar í ríki sínu. XXX rátt fyrir aðfinnslur þær sem Víkveiji hefur sett fram varð- andi framkvæmdirnar í Laugardal vill skrifari ekki ljúka þessum pistli án þess að minnast hins mikla starfs sem unnið er af hálfu Reykjavíkur- borgar í íþrótta- og æskulýðsmál- um. Á margan hátt er borgin þar í fararbroddi og ekki veitir af á þessum síðustu og verstu tímum þegar stöðugt berast alvarlegri fréttir af afbrotum og ógöngum ungs fólks. Embættis- og stjórn- málamenn sem fara með þennan málaflokk í borginni hafa unnið markvisst að forvörnum og upp- byggingu og þeirra helstu banda- menn eru forystumenn íþrótta- og æskulýðsfélaga, sem leggja allan metnað sinn í dugmikið starf.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.