Morgunblaðið - 28.05.1992, Blaðsíða 31

Morgunblaðið - 28.05.1992, Blaðsíða 31
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 28. MAÍ 1992 M týjað eða innfrjáls Morgunblaðið/Sverrir 286 framleiðendur Á sl. ári seldi SÍF saltfískafurðir fyrir 286 framleiðendur um allt land, sem var 12 framleiðendum færra en árið áður. Flestir framleið- enda eru á Norðurlandi, eða alls 91. Mest var framleiðslan á Reykjanesi eða 24% af heildarmagninu. Hæsta meðalframleiðslan er á Suðurlandi, eða 359 tonn að meðaltali á fram- leiðanda. Stærsti einstaki fram- leiðandinn á árinu var Skerseyri hf. í Hafnarfírði með rúmlega tvö þús- und tonna ársframleiðslu. MestflutttilEB-ríkja Um 98% útfluttra saltfiskafurða fóru til landa Evrópubandalagsins í fyrra ef miðað er við verðmæti. Árið 1991 voru saltfiskafurðir tæp Dagbjartur Einarsson, formaður SÍF, í ræðustól. 26% af þeim sjávarafurðum sem seldar voru til EB-ríkja. Spánn og Portúgal eru stærstu viðskiptalönd SÍF. Saltfískafurðir eru nær eini vöruútflutningur íslendinga til Spánar og Portúgals og stór huti vöruútflutnings til ítalíu og Grikk- lands, en þessi ríki eru öll í EB. Alls var saltfiskur seldur til 15 landa í flestum heimsálfum og um 400 tonn af skreið voru seld til fjögurra landa. Stærsta viðskiptalandið er Port- úgal með tæp 15 þúsund tonn, sem er um 32% af heildarútflutningi SÍF. Þar á eftir kemur Spánn með um 12 þúsund tonn. í þriðja sæti er ítalía með rúmlega 6.000 tonn. í fjórða sæti er Frakkland með rúm- lega 4.000 tonn. Erlend dótturfyrirtæki og söluskrifstofur Útflutningur, Nord-Morue, dótt- urfyrirtækis SÍF í Frakklandi, til annarra Ianda jókst um 140% á milli áranna 1990 og 1991. Þar komu til sógunnar nýir markaðir í löndum eins og Angóla, Barbados, ítalíu og Brasilíu. Framleiðsla í verksmiðju Nord-Morue jókst um 40% og var afkastageta hennar í þurrkun aukin án þess að í nýjar fjárfestingar væri ráðist. Velta Nord-Morue var 2,2 milljarðar króna í fyrra, sem er 44% aukning milli ára. Útflutningur fyrirtækisins reyndist 37% af veltu þess en alls voru fluttar afurðir þaðan til 24 landa í þremur heimsálfum. Söluskrifstofa SÍF í MUanó á ítal- íu var opnuð í byrjun árs 1991, en hún sér um samksipti við ítalska kaupendur, auglýsinga- og kynn- ingarmál, sölu á framleiðsluvörum Nord-Morue og sölu á skreið frá SÍF þar á landi. Starfsemi Union Islandia, dóttur- fyrirtækis SÍF á Spáni, var með heðbundnum hætti á sl. ári, en hún sér m.a. um sölustarfsemi og sam- skipti við spænska viðskiptavini, auk þess auglýsinga- og kynningar- mál á Bacalao Islandia merkinu, sem er viðurkennt gæðamerki þar um slóðir. Stjórn SÍF skipa eftirtaldir: Ari Þorsteinsson, Hornafirði, Benedikt Sveinsson, Reykjavík, Einar Sig- urðsson, Þorlákshöfn, Dagbjartur Einarsson, Grindavík, Gunnar Tóm- asson, Grindavík, Jenný Guðmunds- dóttir, Ólafsvík, og Tryggvi Finns- son, Húsavík, en þau voru í gær kjörin í stjórnina til tveggja ára. Afram í stjórn kosnir til tveggja ára í fyrra eru Finnbogi Jónsson, Nes- kaupstað, Guðjón Indriðason, Tálknafirði, Gunnar Þór Magnús- son, Ólafsfirði, Karl Njálsson, Garði, Kristján Guðmundsson, Rifi, Magn- ús Björgvinsson, Garði, og Viðar Elíasson, Vestmannaeyjum. Á fundi stjórnarinnar í gær var Dagbjartur Einarsson endurkjörinn stjórnar- formaður. Landvernd og Kaupmannasamtökin: 20 milljónum króna úthlutað úr Pokasjóði RÚMLEGA 20 mihjónum kr. var úthlutað úr Pokasjóði Landverndar við hátíðlega athöfn í Norræna húsinu í gær. Alls var styrkjum úthlut- að til 85 verkefna á sviði friðunar og gróð.urverndar, fræðslu og rann- sókna, allt frá 20 þúsund kr. upp í 1,5 miUjónir kr. Forseti Islands, Vigdís Finnbogadóttir, flutti ávarp við athöfnina. Úthlutað hefur verið úr Pokasjóði Landverndar allt frá árinu 1989, sam- tals um 50 milljónum kr., þar af rúm- um 40 milljónum kr. til gróðurvernd- ar og friðunar. Samkvæmt samningi' Landverndar og Kaupmannasamtak- anna rennur helmingur af andvirði hvers plastpoka sem seldur er í versl- unum, að frádregnum virðisauka- skatti, í Pokasjóð og fé sem í hann safnast er notað til landgræðsluverk- efna. 8 styrkjum var úthlutað til aðila á Suðvesturlandi, 12 styrkjum til Vesturlands, 12 styrkjum til Vest- fjarða, 15 styrkjum til Norðurlands vestra, þar af 600 þúsund kr. til frið- unar lands í eigu 20 lögbýla í Kinnar- felli í Ljósavatnshreppi og 500 þúsund kr. til lagfæringa á göngustígum í Dimmuborgum, 9 styrkjum til Aust- urlands og 16 styrkjum til Suður- lands, þar af hæsta einstaka styrkn- um, 1,5 milljónum kr., til Vestmanna- eyjabæjar til að hefta sandfok úr hlíð- um Eldfells. Fimm styrkjum var veitt til fræðslu, samtals 970 þúsund kr. og sjö styrkjum til rannsókna, sam- tals 1.680.000 þúsund kr. Frá 1989 hefur verið úthlutað styrkjum til 233 verkefna úr Poka- sjóði Landverndar, þar af hafa 43 verið vegna verkefna á Suðurlandi, 34 á Norðurlandi eystra, 31 á Vest- urlandi, 25 á Suðvesturlandi, 23 á Vestfjörðum og Norðurlandi vestra og 20 á Austurlandi, auk fjölda styrkja til frasðslu og rannsókna. Meðal verkefna sem úthlutað var til að þessu sinni er gerð göngustíga og sáning í svæði í landi Fossár í Kjós, lagning vegar í nágrenni hraun- hellisins Víðgelmis í FHótstungu í Hvítarsíðuhreppi, lagning göngustíga í Kálfanesborgum í Hólmvíkurhreppi, uppsetning 5 km Iangrar rafmagns- girðingar í Ásbyrgi, gróðursetning skjólbelta fyrir ofan Fáskrúðsfjörð og uppgræðsla á landsvæði innan við Gullfoss austan Hvítár. Þá var Náttúrugripasafni Vestmannaeyja veittur styrkur til merkingar á steina- safni og styrkur veittur til könnunar á stofnstærð og útbreiðslu flórgoða. Fiskeldi Eyjafjarðar faf.: 200 millj. verði settar í tilraunaeldi á lúðu Alitlegt segir sjávarútvegsráðfaerra „ÞAÐ er mat þeirra, sem að eldisrannsóknum standa, að frekarí rann- sóknir á matfiskeldi þurfi að fara fram áður en faríð sé í miklar fram- kvæmdir í uppbyggingu lúðueldis. Stöðin ísþór í Þorlákshöfn hentar ágætlega í tilraunaeldi á lúðu en slík tilraun kostar 200 miltjónir króna á næstu 5 árum," sagði Ólafur Halldórsson, framkvæmdnstjóri Fisk- eldis Eyjafjarðar hf., á fundi, sem Fiskeldi Eyjafjarðar, Samherji hf. og Útgerðarfélag Akureyringa hf. stóðu/yrir í Þorlákshöfn á þríðjudag um tilraunaeldi á lúðu fiskeldisstöðinni Isþór en stððin varð gjaldþrota í fyrra. Reiknað er með að í tilrauninni verði framleidd 100-150 tonn. Á fundinn í Þorlákshöfn mættu m.a. Þorsteinn Pálsson sjávarútvegs- ráðherra, fulltrúar nokkurra sjávar- útvegsfyrirtækja, Eimskips hf. og Sjóvár-Almennra hf. Sjávarútvegs- ráðherra sagði á fundinum að þetta verkefni geti verið mjög álitlegt en brýnt sé að rasa ekki um ráð fram. staða lifað innar enda segir hann að það skipti ekki öllu máli því Landgræðslan fái örugglega 40 milljónir. Engu að síð- ur sé gjöfin hvetjandi því ef meira seljist komi meira í hlut hennar. Hann minnist þess að tilkynning- in um gjöfina hafi borið upp á 100 afmæli Héðins Valdimarssonar, fyrsta forstjóra fyrirtækisins. „Ég vissi þetta ekki fyrr en hringt var í mig í gærkvöldi. Hér er um að ræða alveg sérstaka tilviljun og ég hefði örugglega getið þess hefði ég vitað af þessu því Héðinn var mikill náttúruunnandi og varð frægur fyr- ir það sem hann ræktaði til dæmis í Mývatnssveitinni. Ég held að hér hafi forlögin verið að verki því ég ætlaði að kynna framlagið degi seinna," segir Óli. Hann segist mikið ferðast um landið og varla sé til sá staður á íslandi sem hann hafí ekki komið á. „Það byrjaði strax þegar ég var ungur maður því að ég var sölumað- Óli Kr. Sigurðsson, forstióri OIís. ur og ferðaðist út um allt land. Síð- an hefur lítið breyst því ég fer frek- ar keyrandi en fljúgandi um landið vegna þess að ég er alltaf svo flug- hræddur. Maður sér ýmislegt sem betur mætti fara einn á ferð í bíl," segir Óli. „Annars held ég að við séum að vakna upp við það að við höfum farið illa með landið okkar og tími sé kominn til að lagfæra það. Þá finnst mér ekki óeðlilegt að fyrirtæki af þessari stærðargráðu taki einhver verk að sér," segir hann. Vorið Óli er þungur á brún þegar hann talar um neikvæða umræðu í þjóðfé- laginu. Yfir svip hans birtir hins vegar þegar talið berst að vorinu. „Hefur þú tekið eftir því hvernig þú breytist þegar vorar og þú sérð allan græna litinn koma í náttúr- unni, trén blómgast, grasið grænk- ar, þú lyftist upp, vaknar fyrr á morgnanna og vilt fara seinna að sofa. Þess vegna er svo mikið atriði að fara vel með náttúruna í kringum okkur. Hún er undirstaða þess að við getum raunverulega lifað í þessu þjóðfélagi og þessu landi og hlutirn- ir gangi ekki alltaf út á gróðasjón- armið og pólitískt dægurþras," segir Óli., „Á vorin megum við heldur ekki gleyma að gera fínt hjá okkur. Mér finnst gaman að sjá hvernig ungu krakkarnir koma hér öllu í fínt lag á vorin, mála og snurfusa. Maður sér hvernig gamalt þak verður nýtt og breytir svipnum á umhverfinu. Mér finnst þeir stórkostlegir, maí og júní. Ekki er hægt að bera þessa mánuði saman við neitt annað. ís- lendingar eru líka þannig gerðir að vorið er sá tími sem allir vilja vera til og fáum dettur í hug að fara til útlanda. Maður verður líka var við að miklu minna verður um rifrildi og menn tala í miklu meiri gleði- tón," segir hann. Fundum blaðamanns og forstjóra ber saman í fundarherbergi OIís. Úti í glugga liggur lítil bók með Hávamálum og Völuspá. Óli brosir lítið eitt hugsi þegar spurst er fyrir um hlutverk hennar. „Ég hef kannski ekki mikinn tíma til að lesa en mér þykir gaman að Ijóðum. Ef þungt er í mér loka ég mig stundum af og les ljóð eftir Stein Steinarr eða Einar Ben. Ég þarf ekki mörg ljóð eftir þessa kumpána til að kom- ast í gott skap," segir hann og vik- ur talinu að samstarfsmönnum sín- um í stjórninni. „Ég man ekki til þess að nokkurn tíma hafi verið rif- ist í þessu herbergi," segir hann. „Strákarnir eru orðnir mínir bestu vinir og hér er rætt um miklu meira en olíuviðskipti. Oft glatt á hjalla og mikið skrafað um lífið og tilver- una." Að lokum leiðist talið aftur að landgræðslunni og Óli segir að margt myndi breytast ef meira fjár- magn rynni til þeirra sem græddu upp landið. Ein af afleiðingunum yrði sú að fólk yrði heilbrigðara og veikindum fækkaði. Hann vill líka að ríkið ráði unglinga til að græða upp landið. Nóg væri að gera og unglingarnir myndu ekki hópast saman niður í bæ. Viðtal: Anna G. Ólafsdóttír. Milljarðar króna liggja nú í strandeld- isstöðvum hér á landi, sem verða ónýtar eftir 4-5 ár ef þær verða ekki nýttar undir t.d. lúðueldi, að sögn Harðar Jónssonar hjá Rannsóknaráði ríkisins. „Ég tel að hægt sé að auka framboð af lúðu verulega án þess að verðið hrynji," sagði Friðrik Pálsson, forstjóri SH. „Við eigum ekki að líta svo á að fjárfestingar í fiskeldisstöðv- um víða um land séu tapað fé." Ólafur Halldórsson leggur til að tilraunir með lúðueldi í Þorlákshöfn verði fjármagnaðar með hlutafé frá fyrirtækjum { sjávarútvegi að hálfu og opinberu rannsóknafé að hálfu. Einungis hefur tekist að halda lúðuseiðum lifandi í þremur löndum, íslandi, Noregi og Skotlandi. í fyrra framleiddi Fiskeldi Eyjafjarðar hf. 5 þúsund lúðuseiði en Norðmenn 150 þúsund og Skotar 1.100. Rannsóknir á lúðueldi hófust hér á landi á vegum Hafrannsóknastofn- unar um áramót 1985-'86 og Fiskeldi Eyjafjarðar var stofnað um um mitt ár 1987. Hluthafar eru um 60 en reksturinn er eingöngu fjármagnaður með hlutafé og rannsóknastyrkjum. Niðurstöður þessara rannsókna bénda til að vaxandi líkur séu á hægt verði að framleiða umtalsverðan fjölda lúð- useiða á næstu árum en það er grund- völlur matfiskeldis á lúðu. Meginmarkmið tilraunarinnar í Þorlákshöfn er að fá mat á fram- leiðslukostnað og markaðsverð til að séð verði hvort um arðbæran atvinnu- rekstur að ræða en búist er við að mjög hátt verð fáist fyrir ferska eldis-- lúðu. Hafrannsóknastofnun hefur fengið 600 krónur fob fyrir ferska lúðu, sem seld hefur verið á mörkuð- um í Evrópu og Bandarikjunum, en með stöðugri framleiðslu má gera ráð fyrir að enn hærra verð fáist fyrir eldislúðu, þar sem eftirspurn er meiri en framboð, að sögn Ólafs Halldórs- sonar.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.