Morgunblaðið - 28.05.1992, Blaðsíða 45

Morgunblaðið - 28.05.1992, Blaðsíða 45
HUDAauTiÆMn aia^mv.'jQHou MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 28. MAI 1992 45 af henni ömmu minni í þeirri ferð, hvítklæddri með svartan vikurinn í baksýn. Ömmu Kristínu fannst gaman að ferðast. Ung fór hún til Danmerkur og dvaldi þar í 5 ár við ýmis störf. Þar kynntist hún afa. Þau giftu sig 1928 og settust að í Reykjavík. Æ síðan hefur Danmörk verið drauma- landið. Hún talaði oft um dvölina í Danmörku, heimsóknirnar til mömmu og pabba til Kaupmanna- hafnar og Austurríkis og Sviss, að ég tala nú ekki um siglinguna í kringum landið með systrum sínum, Möggu og Kiddu. Það voru mikil ævintýri. A seinni árum urðu ferða- lögin styttri en ekki síður ánægju- leg. Hamelý, vinkona mömmu, sá til þess að hún kæmist út úr bænum í heimsókn til skyldmenna í Flóanum og á Laugarvatni. Ég vildi þakka Hamelý fyrir að vera ömmu sem dóttir í áratugi. Hún mat trygglyndi hennar mikils og þótti mjög vænt um hana. •Margir af kunningjum mínum hafa laðast að ömmu og alltaf hef ég verið spurð hvernig henni liði þegar ég hitti þá. Þetta á jafnt við um landa sem útlendinga. Þegar við Bernie giftum okkur var heldur en ekki hallað á hann hvað ættingja snerti, því einungis dætur Bernies voru viðstaddar en öll mín fjölskylda og kunningjar. Þegar kom að því að velja svaramann fyrir hann stakk ég upp á að bræður mínir, frændur eða kunningjar kæmu til greina. En Bernie fannst einungis ein mann- eskja sem hann hafði hitt vera sú rétta, það var hún amma Kristín. Mikið var hún glöð að fá að vera svaramaður prófessorsins. Það var Siga og Möggu Dóru, yngri systkinum mínum, mikils virði að hafa ömmu á heimilinu. Þeim þótti afar vænt um hana og töldu ekki eftir sér sporin ef amma þurfti á aðstoð að halda. Ömmu Kristínu langaði mikið í brúðkaup Sigga bróð- ur og Kristínar. Þegar ég kom heim frá Englandi um páskana vildi hún sig ekki hreyfa til að hvíla sig fyrir brúðkaupsdaginn. Þar var hún, 25. apríl síðastliðinn, hvítklædd og reisnarleg að venju. Hún hafði beðið Drottin um að fá að fara og þar var hún bænheyrð eins og svo oft áður og þótti mikið gaman að geta komið. . Amma laðaði alltaf að sér börn. Hún var blíð og hjartaheit og hafði ætíð tíma til að spjalla og segja sög- ur. Frá henni heyrðust aldrei nokkur óþreyju- eða skammarorð. Eg hef oft hugsað til hennar þegar ég er óþolinmóð við börnin mín, Tómas og Katrínu. Þá reyni ég í anda ömmu að sýna umburðarlyndi. Því „þolin- mæðin þrautir vinnur allar" var máltæki ömmu. Börn ömmu Kristín- ar, tengdabörn, barnabörn og barna- barnabörn hafa sýnt ömmu mikið trygglyndi í gegnum tíðina. Öll sem vettlingi hafa getað valdið hafa keyrt hana á samkomur og litið inn til hennar til að stytta henni daginn. Það var gott að Hannes og Axel og fjölskyldur þeirra voru hjá henni þegar hún kvaddi þetta jarðlíf. Nú nýtur hún þess að vera ung aftur á grænum og blómum þöktum engjum í himnaríki. Ég sakna hennar mikið en samgleðst henni af ðllu hjarta að hafa fengið að fara til fyrirheitna landsins. I huganum sé ég ömmu fyrir mér hvíthærða, hvítklædda, brosandi og raulandi sálma. Amma Kristín kenndi mér méira en nokkur önnur manneskja sem ég hef kynnst á lífs- leiðinni. Fyrir það er ég þakklát. Blessuð sé minning hennar. Kristín Vala Ragnarsdóttir. Nú er hún amma litla orðin ung aftur. Nú hleypur hún léttfætt um á grænum engjum hjá Guði, alveg Birting afmælis- og minningargreina Morgunblaðið tekur afmæl- is- og minningargreinar til birtingar endurgjaldslaust. Tekið er við greinum á rit- stjórn blaðsins á 2. hæð í Aðal- stræti 6, Reykjavík og á skrif- stofu blaðsins í Hafnarstræti 85, Akureyri. Athygli skal á því vakin, að greinar verða að berast með góðum fyrirvara. eins og hún hafði svo lengi talað um og hlakkað til. Auðvitað eigum við að samgleðjast henni, en í þessu eins og öðru erum við sjálfselsk. Óskum þess að við hefðum hana ennþá hjá okkur, gætum heyrt hana biðja, syngja sálmana sína og gantast við börnin sín, okkur öll. Amma litla bjó hjá okkur síðustu 15 árin. Hún passaði mig mikið þeg- ar ég var yngri og átti stóran þátt í uppeldi mínu og mótun persónu- leika míns. Nú þegar ég stend með malpokann minn við upphafið á vegi lífsins sé ég að hann er hlaðinn af veganesti sem hún útbjó mér í gegn- um árin. Amma Iitla kenndi mér svo margt. Þau eru nokkur þúsundin sem fyrir mig hafa verið greidd til menntastofnana í landinu en engin þeirra hefur kennt mér meira í Iist- inni að lifa en amma litla. Amma litla var alltaf öllum góð, hún hreytti aldrei styggðaryrði að nokkrum manni og kunni alltaf ráð til huggunar þegar skyndilega dró fyrir sólu á æskuhimni mínum. Þó að á þeim stundum hafi verið erfitt að skilja að sárið greri áður en ég gifti mig, að maður ætti ekki að láta mótbyrinn buga sig og að Guð réði framúr öllu best, þá hefur skiln- ingurinn aukist með árunum og gert mig snjallari en áður. Amma litla kenndi mér ungri hver Guð var og sagði mér frá dýrðleika hans. Við lásum saman bænirnar á kvöldin og sungum sálma og hún hélt barnstr- únni í mér þannig að hún nær ekki að týnast þó ég verði fullorðin. Hún kenndi mér líka að varðveita í mér barnið, sagði það vera mikilvægt að kunna að gantast, leika sér og brosa framan í tilveruna. Ekkert var erfitt fyrir ömmu litlu, hún leit á málin bjartsýnum augum og fól þau Drottni. Þar með voru þau afgreidd og hún treysti því að þau myndu fara á besta veg. Og það gerðu þau alltaf. Heilræðin hennar sitja líka efst í malpokanum mínum og koma til með að létta mér yfirferðina. Ég vona að ég nái að ferðast svo lengi eftir mínum lífsins vegi að ég geti sagt mínum börnum og barnabörn- um frá ömmu litlu og geti jafnvel miðlað einhverju af því sem hún kenndi mér til þeirra. Hæfileiki hennar til að vera alltaf brosandi og alltaf góð, reiðubúin til hjálpar og órlát varð til þess að hún var mjög vinsæl. Hún átti sæg af kunn- ingjum og vinum og ef hún fór út úr húsi var alltaf einhver að koma hlaupandi til að smella á hana kossi. Hún var líka vinsæl af yngri kynslóð- um og sem dæmi um það er að hún var amma langflestra vina minna og átti því fleiri ömmubörn en lög gera ráð fyrir. Dæmi voru þess að vinir mínir kæmu sérstaklega til hennar og bæðu hana um að vera amma sín. Það var ekki nema sjálf- sagt. Við sátum oft og spjölluðum við hana og hún sagði okkur frá því þegar hún var ung. Hún var þeirrar skoðunar að hún hefði verið mikið villtari en við þegar hún var ung stúlka. Þá fór hún á sveitaböll og kom ekki heim fyrr en 8 morguninn eftir, eftir að hafa dansað alla nótt- ina við alla strákana í sveitinni. Þeg- ar ég fór svo á böll hlakkaði hún alveg jafn mikið til og ég og dáðist að þegar ég var komin í fínu fötin. Henni fannst allt fínt svo fallegt og skildi ekkert í þeirri áráttu minni að ganga í gallabuxum, sem henni þóttu verulega ófínar. Hún átti það líka til að stinga að okkur góðgæti og ef það var ekki til þá laumaði hún peningum að okkur með þeim orðum að við gætum kannski keypt okkur Ópal fyrir þá. Dugðu pening- arnir venjulega til þess og vel það. Það er merk kona sem við kveðj- um í dag og hennar verður saknað af öllum þeim sem nutu þeirra for- réttinda að fá að kynnast henni. Margur mun reynast hryggur í hjarta þegar hennar síðasta messa verður sungin en við megum ekki gleyma því að hún er nú á himnum hjá Guði, því ef einhver á skilið að vera þar þá er það hún, örugglega klædd í hvítt og líður eins og blóma í eggi. Við skulum því samgleðjast henni og þakka fyrir að hafa átt hana að. Magga Dóra. Nú eldum við Vikuna 25.-30. maí bjóðum við staðgreiðsluafslátt af öllum eldunartækjum frá Ofnar Helluborð Eldavélar Viftur Tilboðið ildir aðeins þessa viku Grípið einstakt tækifæri Greiðslukjör eru einnig í boði. BRÆÐURNIR DJOKMSSONHF Lágmúla 8. Sími 38820 Umboðsmenn okkar eru um land allt.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.