Morgunblaðið - 28.05.1992, Blaðsíða 16

Morgunblaðið - 28.05.1992, Blaðsíða 16
pr1 T11 16 3£ JíUtiAirjiMKni flifl/jaii'joíjQM MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 28. MAI 1992 f HUGRENNINGAR UM FÆÐING- UNA OG FÆÐINGARHEIMILII) eftír Guðrúnu Magnúsdóttur í dag á hver kona á barnseignar- aldri að meðaltali 2-3 börn á ævi sinni. Fæðing afkomenda okkar er sú stund sem enginn gleymir, ekk- ert er hægt að bera saman við og ber hæst í huga okkar í starfslok. Á undanförnum áratugum hefur nútímatækni breytt hugarfari kvenna til fæðingarinnar með Bílamarkaburinn Smiðjuvegi 46E v/Reykjanesbraut, Kopavogi, sími 671800 OPIÐIDAG KL 14-18 Núerfjörí bílaviðskiptum! Vantar á skrá og á staðinnallargerðir af nýlegum bílum. Honda Prelude 2,01-18v, 4ws '88, gullsans, m/öllu, 5 g., ek. 60 þ. Glæsilegt eintak. V. 1080 þús. stgr. „Mikið breyttur" Toyota Hilux Double Cap diesel '92, ek. 5 þ„ lengdur á grind, upp- hækk., lækkuð hlutf., o.fl. o.fl. Reikn. f/öllum breytingum. Vask-bíll. V. 2.7 millj., sk. á ód. hræðsluáróðri. Mér hefur fundist að í stað þess að byggja konuna upp fyrir fæðinguna með því að kenna henni að hlusta á líkama sinn og fara eftir sinni eðlishvöt í fæð- ingunni, hefur henni verið sagt að hún eigi í einu og öllu að hlýða því starfsfólki sem hefur lært á allan tæknibúnaðinn og þá verði henni einnig séð fyrir ýmsum deyfilyfjum til að komast yfír fæðinguna. Það er ótrúlegt til þess að hugsa að það hafi verið einhver franskur kóngur sem í raun og veru var upphafsmaður þess að konan lægi á bakinu í fæðingunni en sæti ekki á hækjum sér eins og konur höfðu gert öldum saman. Það er í raun enn ótrúlegra að nú nokkrum öldum síðar skuli konur þurfa að klöngr- ast uppá mjóan og harðan fæðing- arbekk til þess að læknar geti fylgst sem best með framgangi fæðingar- innar, í stað þess að hlusta á líkama sinn og hegða sér eins og hann segir okkur. Fæðingin er mjög persónuleg reynsla konu. Reynsla sem margar konur vilja upplifa aðeins með maka sínum og ljósmóður sem aðstoðar, en ekki hópi nema eða annarra ut- anaðkomandi aðila sem finnst þeir þurfa að skoða „sjúklinginn". Það er staðreynd að sífellt ráp inn á fæðingarstofur truflar flestar konur - þeim finnst óþægilegt að láta ókunnuga aðila skoða sig og vilja helst fá að vera í friði. Eina leiðin sem ég sé til þess að láta karlkyns lækni skilja þessa truflun er sú að spyrja hann hvernig honum þætti ef að við getnað væri sífellt verið að trufla hann - alltaf einhver að koma inní herbergið, verið að at- huga púlsinn, hvort það sé langt í sáðlát og þess háttar. Skyldi eng- ann undra þó allt dytti nú niður á þeim bæ, eftir þá skoðun!! Konur vilja fá að velja sér fæð- ingarstað hvort sem heldur er á tæknivæddu sjúkrahúsi, á heimili eða stofnun eins og Fæðingarheim- ili Reykjavíkur. I allri umræðunni um Fæðingar- heimilið hefur Fæðingardeild Land- spítalans því miður verið rökkuð niður. Það er auðvitað ekki rétt að segja að allt sé gott á þessum stað en slæmt á hinum. Málið er einfald- lega það að þetta eru mjög svo ólík- ir staðir þótt þeir báðir hafi sinnt þeirri þjónustu að aðstoða fæðandi konur. Fæðingardeild Landspítal- ans er nauðsynleg fyrir allar þær fæðingar þar sem fyrirséð er að grípa þurfi inní með skurðaðgerð og einnig fyrir fyrirburafæðingar og þess háttar. Það er hinsvegar algjörlega út í hött að ætla öllum konum á Reykjavíkursvæðinu að troðast inná þessa deild og segja svo að það sé öryggisins vegna eins og heilbrigðisráðherra sagði á dög- unum. Mér er spurn, hvað þá með allar fæðandi konur á landsbyggð- inni sem hingað til hafa átt börn sín með aðstoð ljósmóður? Hvar er öryggið sem þær verða að hafa? í umraeðunni á Alþingi á dögun- um kom'Árrii Johnsen með ótrúleg- ar tölur um kostnað á meðalfæð- ingu á deildinni annars vegar og hins vegar á Fæðingarheimilinu. Ótrúlegar tölur því að það hlýtur HÚSEIGENDURI STORRÆÐUM Toyota Corlla XL Lrftback '88, rauður, ek. aðeins 46 þ., samlitir stuðarar, o.fl. V. 680 þús. stgr. Peugout 309 XE '88, 5 g., ek. 26 þ. V. 480 þús. stgr. Nú eru áhyggjur af öllu ruslinu sem safnast vio vorverkin úr sögunni, því ao hjá okkur getio þiö fengio stóra og smáa gáma fyrir múrbrot, garðaúrgang og allt annaö sem fellur til af rusli. Nánari upplýsingar eru gefnar í síma 67 68 55. S ¦ f IC mJ I K UMHVtRFISHÓNUSTA Höf&abakka 1,110 Reykjavík sími 67 68 55, telefax 67 32 40 Garðaúrgangur er ekki sorp Úrgangurinn úr garðinum er í raun mikilvæg verðmæti sem tilheyra hringrás náttúrunnar. Fleygjum honum því ekki í sorptunnuna heldur látum náttúruna um að endurvinna hann. Þeir sem ekki hafa aðstöðu til að koma á fót endurvinnslu í garðinum hjá sér geta snúið sér til SORPU sem safnar garðaúrgangi í moldar- banka. Á gámastöðvum SORPU getur þú lagt inn í moldarbankann en mundu að henda umbúð- unum ekki heldur nýta þær aftur! Gámastööin þín er í næsta nágrenni: • Mosfeflsbær: Við hesthúsabyggðina í Mosfellsbæ. • Noröausturhverfi Reykjavíkur, Austurbær, Fossvogur og Árbær: Við Sævarhöfða. • Hafnarfjöröur, Garöabær og Bessastaðahreppur: Miöhrauni 20, Garðabæ. • Seltjarnarnes og Vesturbær: Við Ánanaust. • Kópavogur: Við Dalveg. • Breiöholt: Við Jafnasel. • Gratarvogur: Við Gylfaflöt. Stöövarnar eru opnar alla daga frá 10:00 - 22:00 Tekiö er á móti förmum allt aö tveimur rúmmetrum. S©RFA SORPEYÐING HOFUÐBORGARSVÆÐISINS bs Guðrún Magnúsdóttir „Konur vilja fá að velja sér fæðingarstað, hvort sem er heldur á tækni- væddu sjúkrahúsi, á heimili eða stofnun eins og Fæðingarheimili Reykjavíkur." að vera erfitt að finna út meðalverð á eðlilegri fæðingu á deildinni og bera þær við meðalfæðingu á Fæð- ingarheimilinu (en þar eru eingöngu eðlilegar fæðingar), þarna hefur Árni þurft að taka inn í dæmið kostnað af allri sérfræðiaðstoð á deildinni, fyrirburafæðingar og skurðaðgerðir sem hljóta að kosta meira en eðlileg fæðing með einn starfsmann (ljósmóður) og lækni á vakt. Samkvæmt tölunum hans Árna var mismunurinn á fæðingu ca. 30.000 kr. Ég var meira en lítið hissa á þessari ræðu hans. Ekki bara tölurnar sem hann gat komið með heldur var afstaða hans heldur betur úr takti við hugmyndafræði sjálfstæðismanna, þ.e.a.s. hann vill stuðla að einni „ríkisfæðingu" eins og einhver á Stöð 2 hefði sagt fyr- ir nokkrum árum. Mér finnst líka þessi 30.000 kr. vera „skítur á priki" miðað við þær tugmilljónir sem við skattborgararnir höfum þurft að borga, til þess að náms- maður á Akureyri fái að stunda nám í Háskólanum á Akureyri í stað Háskóla íslands. Ég er einnig sann- færð um að konur sjá ekkert að því að borga fyrir það að vera á þeim stað sem þær kjósa. Þó að ekki væri nema fyrir matinn sem við borðum á staðnum. En ég er ekki bara hissa á Árna Johnsen fyrir sitt innlegg, heldur skil ég ekkert í meirihluta sjálfstæð- ismanna í borgarstjórn að taka ekki gjöfina þeirra til baka frá ríkinu þar sem skilyrðum hennar hefur ekki verið fullnægt. En eins og margir muna þá voru þau skilyrði þau að Fæðingarheimilið yrði rekið áfram með sama sniði. í ljósi þess, að talað er um, að 90% fæðinga hér á landi eru taldar eðlilegar, skil ég ekki af hverju við þurfum hátæknisjúkrahús til þess að sinna aðstoð til allra fæðandi kvenna. Þaðan af síður get ég skil- ið hvernig stjórnarnefnd Ríkisspít- alanna getur séð sparnað í því að útbúa heilan nýjan stofugang ásamt fæðingaraðstöðu í húsnæði kvenna- deildar Landsspítalans í í stað þess að borga einum lækni á vakt við Fæðingarheimilið, þar sem öll að- staða er til staðar. í lokin vil ég benda á að n.k. laugardag, 30. maí, verða stofnuð samtök áhugamanna um náttúru- lega og virka fæðingu. Samtök þessi koma til með að styðja þetta sjálfsagða val kvenna um fæðingar- staði ásamt því að stuðla að betri fræðslu um meðgöngu og fæðingu. Stofnfundurinn verður haldinn í Árnagarði kl.15:00 og er öllum opinn. Höfundur er verðandi móðir og hefur starfað í hópi áhugafólks um Fæðingarheimili Reykjavíkur. I
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.