Morgunblaðið - 28.05.1992, Blaðsíða 20

Morgunblaðið - 28.05.1992, Blaðsíða 20
20 MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 28. MAÍ 1992 Verstöð íslands Nokkrar hugleiðingar um þessa frábæru heimildarkvik- mynd um íslenskan sjávarútveg eftir Hjálmar R. Bárðarson Það kann að vera óþarfi að orð- lengja það, sem allir virðast vera sammála um; sem sé að heimildar- kvikmyndin Verstöðin ísland sé frá- bært afrek og öllum aðstandendum myndarinnar til mikils sóma. Þó tel ég að enn sé tímabært að koma á framfæri þökkum til Kristjáns Ragnarssonar formanns Landssam- taka íslenskra útvegsmanna og stjórnarmanna samtakanna, fyrir þá snjöllu hugmynd að standa að og fjármagna gerð þessarar kvik- myndar til að minnast 50 ára af- mælis Landssambandsins árið 1989. Með þessari framkvæmd hef- VÁKORT Eftirlýst kort nr.: 4507 3900 0002 2355 4507 4300 0014 1613 4543 3700 0003 6486 4543 3700 0005 1246 4543 3700 0007 3075 4548 9000 0033 0474 4548 9000 0035 0423 4548 9000 0033 1225 4548 9000 0039 8729 Algreiöslulólk vinsamlegast takiö qtangreind kort úr umferö og sendið VISA íslandi sundurklippt. VERÐLAUN kr. 5000,- fyrir að klófesta kort og visa á vágest. ur LÍÚ reist sér óbrotgjarnan minn- isvarða, með því að bjarga frá glöt- un sögulegum verðmætum um ís- lenskan sjávarútveg frá upphafi árabátaútgerðar í verstöðvum á útnesjum til númíma vélvæddra úthafsveiða. Það var vel ráðið hjá LÍÚ að veita framleiðanda myndarinnar, Lifandi myndum hf., frjálsar hendur um alla handritagerð, gagnasöfnun, og framkvæmd verksins. Þar hafa þeir Erlendur Sveinsson kvik- myndagerðarmaður, Sigurður Sverrir Pálsson kvikmyndatöku- maður og Þórarinn Guðnason hljóð- upptökumaður lagt fram ómælda vinnu og metnað við gerð myndar- innar. Frábærlega vel hefur þeim tekist að flétta gamalt og nýtt myndefni saman í eina órjúfandi heild í söguþráðinn. Með rólegu og skýru tali kemur þulurinn Vilhelm G. Kristinsson frásögninni vel til skila, þannig að sjón og heyrn eru samtímis fullnýtt við að njóta gæða myndarinnar á breiðtjaldi í sýning- arsalnum. Greinilegt er að verkið nýtur þess að sagnfræðilegrar ráðgjafar hefur verið leitað hjá viðurkenndum sérfræðingi, Helga Skúla Kjartans- syni. Þar kemst vel til skila sú stað- reynd, að það er ekki einokunar- verslun Dana heldur fyrst og fremst tregða og fastheldni gamla íslenska bændasamfélagsins, sem veldur því að útgerð opinna árabáta frá hafn- lausum verstöðum á útnesjum landsins heldur áfram, löngu eftir að erlend þilskip höfðu hafið ábata- samar veiðar á djúpslóð utar en íslenskir vermenn á opnum fleytum gátu sótt. Sú árabátaútgerð var stunduð sem aukabúgrein gamla bændasamfélagsins, einkanlega á þeim tíma árs, þegar ekki var þörf vinnumanna við búskapinn. Þetta fyrirkomulag fiskveiða hefur greini- lega tafið fyrir' myndun þéttbýlis útvegsþorpa, þar sem íbúar væru óháðir búskap. Meðan einokunar- verslunin var við líði, var hagnaður kaupmanna fyrst og fremst af verslun með fiskinn, en landbúnað- arafurðirnar voru oftar en ekki seld- ar með tapi. Þess vegna voru kaup- menn meira að segja áhugasamir um auknar fiskveiðar, og að þeirra frumkvæði hófst saltfiskverkun i landinu, en með henni jókst veru- lega verðmæti útfluttra fiskafurða. Þegar kaupmenn létu duggur sínar halda til fiskveiða meðan beðið var eftir landbúnaðarafurðum til út- flutnings að hausti, þá litu bændur þetta frumkvæði óhýru auga. Þeir óttuðust að með auknum fiskveið- um á öllum tímum árs og störfum þurrabúðamanna í sjávarþorpum myndu þeir missa nauðsynlegt ódýrt vinnuafl við landbúnaðinn. Þessari tortryggni og andstöðu gamla rótgróna bændasamfélagsins gegn uppgangi fiskveiða sem sjálf- stæðrar atvinnugreinar eru gerð mjög góð skil í kvikmyndinni. Þar eru leiknu þáttungarnir mjög sann- færandi innlegg, og þeir hafa heppnast sérlega vel. Þannig hefur algjörlega verið komist hjá viðtölum við einstaka menn, sem hefði rofið söguþráðinn og gert myndina þunglamalega. Einkanlega þrír þessara leiknu þátta eru eftirminnilegir. Upphafs- atriðið í Ósvör í Bolungarvík þar sem lýst er á sannfærandi hátt út- ræði frá árabátaverstöð, bæði að- stöðu og vistarverum á verbúðar- loftinu, gömlu sjóklæðunum og þeg- ar lagt er í róður út á ísafjarðar- visa IVLT imm Höfðabakka 9 • 112 Reykjavík Sími 91-671700 Þú svalar lestrarþörf dagsins ás|öum Moggans! ' Bílaleigubílar ó íslandi og í 140 öðrum löndum ú mjög hagsfæðu verði. DAGAR 29. maí-6. júní L.A. SKOR OG BOLUR MEÐ Blöörur, glens og gaman Póstsendum Skóverslun Kópavogs Skór og sportvörur Hamraborg 3 sfmi 41754 Úr Ósvör í Bolungarvík. Sjósetning á árabát frá verbúð. djúp. Lýsing, myndataka og klipp- ing myndarinnar um morguninn í verðbúðinni er sérstaklega vel unn- in. Áhorfandinn kemst í náin kynni við verðbúðarlífið. Það er nærri því eins og að hafa verið þarna staddur sem ósýnilegur áhorfandi þessarar svipmyndar. Þá er einnig skemmti- leg svipmyndin af saltfiskverkun- inni við Turnhúsið á ísafirði, sem er hluti Byggðasafns Vestfjarðar. Þar eru fiskreitar og vagnar á tein- um varðveittir. Leikinn þáttur frá skútuöld á ísafirði er líka sannfærandi og vel gerður. Stássstofan í Faktorshúsi, húsgögn, gluggatjöld, kaffibollar, kaffikanna og kökudiskar á borði gera umhverfið eðlilegt, þegar kaupmaðurínn Ásgeir G. Ásgeirs- son (Ásgeirsverslun) nýkominn frá Danmörku er að ræða þar við mág sinn og sameignarmann Árna Jóns- son á staðnum, og sýnir honum mynd af gufuskipi, sem nota mætti til utanlandssiglinga með fiskiaf- urðir út og nýlenduvörur heim. Ásgeir er bjartsýnn og hugmynda- ríkur, greinilega áhugasamur um framfarir, en Árni, sem heima sit- ur, er raunsær og varkár, ekki eins sannfærður um að ráðlegt sé að festa kaup á slíku skipi. Svipmynd sem þessi þáttur og rólegt og skýrt tal sögumanns (þularins), sem myndinni fylgir heillar áhorfand- ann, sem aftur hefur á tilfinning- unni að vera staddur þama og vera i vitni að atburðarásinni. Skemmtileg er líka sviðsmyndin af gangsetningu nýrrar glóðarhaus- vélar í skarsúðum fiskibáta í fjöru á Álftanesi í upphafi vélbátaaldar. Þar kemur við sögu sjálfmenntaður tæknimaður (einskonar „Jón prím- us“), sem hugsar og skoðar, þreifar á rörum og kannar hlutverk þeirra þar til honum verður ljóst hvernig koma má vélinni í gang. (c Þróun skipagerða og búnaðar allt til útgerðar á okkar dögum er engu síður áhugaverð en þau sögu- legu upphafsatriði, sem hér hafa verið lítillega gerð að umtalsefni. Hinsvegar eru þau okkur ennþá svo £ nálæg og vel kunn að ekki er ástæða til að tíunda þau náið. En tíminn líður hratt, og þróunin er ör. Eftir nokkur ár verða mörg þeirra atriða, sem við nú þekkjum svo vel orðin söguleg, og þeir þætt- ir kvikmyndarinnar geyma ómetan- legar heimildir fyrir komandi kyn- slóðir um þróun íslenskrar útgerðar. Það er því full ástæða til að end- urtaka þakkir til forráðamanna Landssambands íslenskra útvegs- manna fyrir að hafa átt frumkvæði að gerð þessarar heimildarkvik- myndar. Nú mun kvikmyndin vera sýnd á ýmsum stöðum á landinu í hringferð milli kvikmyndahúsa utan Reykjavíkursvæðisins. Það var hins " vegar vel ráðið að sýna myndina samtímis aftur tvær helgar til við- r.* bótar í Háskólabíói. Mig grunar * nefnilega að ýmsir hafi ekki gert sér ljóst hvílíkur kjörgripur þessi ^ heimildarmynd er og því misst af ™ því tækifæri sem bauðst í upphafi til að sjá myndina á stóru sýningar- tjaldi í Reykjavík. Höfundur er fyrrverandi siglingamálastjóri. Til frambúðar þakrennur Litir: Hvítt, svart, rautt, brúnt Sænsk gæða framleiðsla Galvanhúðað stál gefur styrkinn og litað plasthúðað yfirborð ver gegn ryði og tæringu. Fagmenn okkar veita ráðleggingar. Hagstætt verð. Sölu- og þjónustuaöilar: KK. Blikk. Auöbrekku 23. sími 45575. Blikksmiöjan Funi af., Smiöjuvegi 28, Kóp. S. 91-78733 Blikksmiöjan Vík hfM SmiÖjuvegi 18c, Kóp. S. 91-71580 Blikkamiöja Einars sfM Smiöjuvegi 4b, Kóp. S. 91-71100 Blikksmiðjan Höföi, Eldshöföa 9, Rvk. S.686212 Borgarblikksmiðjan hf., Álafossvegi 23, Mosfellsb. S. 91-668070 Stjörnublikk hf., Smiöjuvegi 1, Kóp. S. 91-641144 Blikkás hffM Skeljabrekku 4, Kóp. S. 91-44040 Blikk8miðja Erlendar, Hnifsdalsvegi 27, ísaf. S. 94-4488 Blikkrás hf., Hjalteyrargötu 6, Akureyri. S. 96-27770 Blikk og bflar, Túngötu 7, Fáskrúösfiröi. S. 97-51108 Blikk hf., Gagnheiöi 23, Selfossi. S. 98-22040 Blikksmiöja Agústs Guöjónssonar, Vesturbraut 14, Keflav. S. 92-124' BlikksmiÖjan Eintækni, Bygggöröum 4, Seltjarnesi. S. 91-611665. BllkkiÖjan sfM lönbúö 3, 210 Garöabæ, simi 46711. Blikkverk, Ægísbraut 23, Akranesi, sími 93-11075. Gylfl Konráösson hf., Vagnhöfða 7, Reykjavík, sími 91-674222. Vólaverkstæöl Björns og Krlstjáns, Reyöarfiröi, sími 97-41271. Dalvegur 20. Box 435 202 Kóp. Sími 641255, Fax 641266 ÍSVÖR BYGGINGAREFNI > » » » » >
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.