Morgunblaðið - 28.05.1992, Blaðsíða 26

Morgunblaðið - 28.05.1992, Blaðsíða 26
26 MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 28. MAI 1992 Hringurinn gefur stórgjöf: Öskað eftir 420 milljónum til byggingar barnaspítala KVENFÉLAGIÐ Hringurinn hefur afhent Barnaspítala Hringsins tækjabúnað að andvifði 8,4 milljóna króna. Þessi útbúnaður er til eftirlits með liðan nýbura. Við sama tækifæri kynnti Árni Gunnars- son, formaður sljórnar Rikisspítalanna, að á fjárhagsáætlun Ríkis- spítalanna fyrir næsta ár væri óskað eftir 420 milljónum króna fyr- ir árin 1994-97 vegna smíði nýs barnaspítala. í fyrradag afhenti Elísabet G. horfa fram á við; hafa í sjónmáli Hermannsdóttir, formaður kvenfé- lagsins Hringsins, prófessor Víkingi H. Arnórssyni, yfirlækni barnadeild- ar Landspítalans, nýjan tækjabúnað að verðmæti 8,4 milljónir. Að þessu sinni gefa þær kvenfélagskonur eft- irlitskerfi til að fylgjast með líðan nýbura, öndun, hjartslætti, súrefnis- innihaldi í blóði o.s.frv. Kvenfélagskonum hefur ávallt verið mjög umhugað um velferð sjúkra barna og hefur kvenfélagið Hringurinn komið verulega við sögu barnadeildar Landspítalans og er deildin í þakklætis- og virðingar- skyni nefnd Barnaspítali Hringsins. Kvenfélagið Hringurinn hefur á hverju ári keypt meira og minna af tækjum og búnaði, auk þess að leggja fé og fjármuni til annarra líknarmála. Elísabet G. Hermanns- dóttir greindi í sinni ræðu m.a. frá því stórverkefni félagsins að taka þátt í byggingu nýs og fullkomins barnaspítala og væri þegar hafm fjársöfnun í þeim tilgangi. Árni Gunnarsson, formaður stjórnarnefndar Ríkisspítalana, þakkaði kvenfélaginu Hringnum fyr- ir fórnfúst starf og lagði áherslu á mikilvægi þess að lyfta sér upp úr vandamálaumræðu hversdagsins og framtíðarmarkmiðin. Árni greindi frá því að á fjárhagsáætlun Ríkis- spítalanna fyrir næsta ár væri óskað eftir 420 milljónum króna fyrir árin 1994-97 vegna byggingar barnasp- ítala. Það væri von stjórnarnefndar- innar að fj'árlaganefnd Alþingis yrði við þessari beiðni. Aðalatriðið væri að fá viðurkenningu fjárveitinga- valdsins á þörfínni og að í fjárlög fengist bundin upphæð til barnaspít- ala. Öll umræða og stuðningur á opinberum vettvangi við barnaspítal- ann gæti hjálpað mikið við að ýta þessu máli áfram og myndi hann innan stjórnarnefndar Ríkisspítal- anna ljá þessu máli lið sem framast hann gæti. - Víkingur H. Arnórsson, yfirlæknir barnaspítalans, þakkaði kvenfélags- konum þessa gjöf sem og allar aðrar sem þær hefðu gefið í gegnum árin. Frá stofnun barnadeildarinnar árið 1957 hefðu þær miðað við verðlag hvers ár gefíð um 65 milljónir og væri þessi tala í milljónahundruðum framreiknuð til núvirðis. Morgunblaðið/KGA Elísabet G. Hermannsdóttir, formaður kvenfélagsins Hringsins, og Víkingur H. Arnórsson, yfirlæknir Barnaspítala Hringsins. Skólagjöld í Bandaríkjunum og Bretlandi: Algengt að námsmenn þurfi að greiða 450-600 þúsund kr. á ári ALGENGT er að ísienskir náms- menn sem leggja stund á nám við háskóla í Bandaríkjunum, Kanada og Bretlandi greiði árlega 450-600 þúsund krónur í skólagjöld. Sam- kvæmt upplýsingum upplýsinga- stofu Háskóla Islands um nám • • Oflug stjórn verði á stærð flotans - segir Einar Oddur Kristjánsson EINAR Oddur Kristjánsson, framkvæmdastjóri Hjálms hf. á Flat- eyri og fyrrverandi formaður Vinnuveitendasambands íslands, sagði á fundi um stjórn fiskveiða, sem ungir framsóknarmenn efndu til á laugardaginn, að hann hefði trú á að núverandi kvótakérfi gæti gefið byggðum landsins möguleika á að keppa um afla eftir nokkuð eðlilegum leikreglum, ef öflug stjórn yrði höfð á stærð fiskiskipaflot- ans. Þá lýsti hann jafnframt andstöðu sinni við hugmyndir um sér- stakan auðlindaskatt á sjávarútveginn, en sagðist teh'a að atvinnu- greinin ætti að borga af arði sínum til samfélagsins í gegnum skatta- kerfið. erlendis krefjast breskir háskólar yfirleitt svipaðra skólagjalda af nemendum siuuni eða á bilinu 500-600 þúsund kr. en í Bandaríkj- unum geta skólagjöld numið allt frá rúmlega 200 þúsund krónum og upp í um 1.200 þúsund krónur árlega, þó algengasta upphæð skólagjalda þar í landi sé i kring- um hálfa miiljón króna. Skólagjöld í Bandaríkjunum eru mjög mishá bæði eftir einstökum stólum og svæðum en dýrustu há- skólasvæðin eru í kringum stórborg- ir á austur- og vesturströndinni, þar sem skólagjöid eru hærri en annars staðar en þar er framfærslukosnaður jafnframt meiri. Upphæð skólagjalda í bandarískum háskólum getur verið allt frá 4-5000 bandaríkjadöium á ári (230.000-300.000 ísl. krónur) og upp f 14-20 þúsund dali (800.000- 1.200.000 ísl. kr.). Algengt er að íslenskir námsmenn í Bandaríkjunum greiði skólagjöld að upphæð 8.000- 9.000 dalir eða 450.000-550.000 ísl. krónur. Skólagjöld við háskóla í Bretlandi eru yfirleitt mjög svipuð eða 5.000- 6.000 sterlingspund á ári (500.000- 620.000 ísl. kr.). Hins vegar eru skólagjöldin hærri í raunvísindanámi þar sem nemendur hafa aðgang að rannsóknarstofum. Þannig geta t.d.skólagjöld í dýralækningum í Bretlandi numið tæplega einni millj- 6n króna á ári. í Kanada er algengast að háskólar krefji námsmenn um 500-600 þús. kr. í skóiagjöid árlega. Samkvæmt gildandi úthlutunar- reglum Lánasjóðs íslenskra náms- manna var hámarkslán á síðasta skólaári vegna skólagjalda í fyrri- hlutanámi við erlenda háskóla um 290.000 krónur Námsmenn í fram- haldsnámi hefur hafa hins vegar fengið lánað fyrir öllum skólagjöldum sínum upp að ákveðnu marki. Eru samanlögð lán til námsmanns vegna skólagjalda á öllum námsferli hans aldrei hærri en 27.000 bandaríkja- dalir eða um 1.560.000 krónur. Samkvæmt tillögu meirihluta stjómar LÍN að nýjum úthlutunar- reglum fyrir næsta skólaár er al- mennt lán vegna skólagjalda aðeins veitt til framhaldsskólanáms en gert er ráð fyrir óbreyttri hámarksfjár- hæð í samanlögð skólagjaldalán sem námsmaður getur fengið á meðan á námstíma stendur. Á skólaárinu 1990-1991 fóru um 400 milljónir kr. til skólagjaldalána, sem var nálægt 10% af heildarútlán- um sjóðsins. Alls voru lánþegar er- lendis þá um 2.500 talsins og fékk rúmlega þriðjungur þeirra eða um 900 námsmenn 'lán vegna skóla- gjalda. Meirihluti þeirra stundaði nám í Bandaríkjunum. Einar Oddur Kristjánsson sagði meðal annars í ræðu sinni, að hann hefði eins og aðrir Vestfírðingar verið afar ósáttur við kvótakerfið þegar því var fyrst komið á, enda hefði hann litið svo á, að það skerti möguleika Vestfjarða í samkeppn- inni um sjávaraflann. Fylgismenn kvótakerfis hefðu hins vegar orðið ofan á; það væri staðreynd og hefði I athugun að útvarpa sjón- varpsfréttum HJÁ RÍKISÚTVARPINU er verið að kanna möguleika á því að út- varpa áttafréttum Sjónvarpsins á Rás 2. Samkvæmt heimildum Morgunblaðsins var fyrirhugað að breytingin kæmi til fram- kvæmda um Ieið og sumardag- skrá Ríkisútvarpsins tæki gildi nú um mánaðamótin. Stefán J6n Hafstein dagskrár- stjóri Rásar 2 staðfesti að þetta mál væri í athugun, en sagði að ekki væri búið að ganga frá öllum endum ennþá og því væri ekki ákveðið hve- nær eða hvort fréttunum yrði út- varpað. Pétur Guðfínsson framkvæmda- stjóri Sjónvarpsins sagði í samtali við Morgunblaðið að það hefði lengi verið ósk þeirra hjá Sjónvarpinu að bæta þjónustuna við áhorfendur. haft veruleg áhrif á fjármunamynd- un í samfélaginu og til dæmis á veðhæfni fyrirtækja í sjávarútvegi. Því þyrfti í umræðum um kvótakerf- ið að leiða hugann að því hvað gerð- ist ef það yrði afnumið. Til dæmis, hvað yrði um skuldir sjávarútvegs- ins. Einar Oddur sagðist hafa þá trú, að þetta kvótakerfi, eins óréttlátt og andstyggilegt eins og það hafí verið þegar því var komið á, gæti komið byggðum landsins í þá að- stöðu, að þær gætu keppt um afla eftir nokkuð eðlilegum leikreglum, ef öflug stjórn yrði höí'ð á stærð fískiskipaflotans. Til þess að ná árangri væri nauðsyn á að horfa til stærðar flotans en brýnt væri að færa sóknarmátt hans til samræmis við_ leyfilegan hámarksafla. I máli Einars Odds kom einnig fram, að hann teldi frjálst framsal kvóta nauðsynlegt svo kerfið næði tilgangi sínum. Sumir hefðu áhyggj- ur af því að kvótinn safnaðist á fáar hendur en af því hefði hann ekki áhyggjur. Meðan það væru íslend- ingar og íslensk fyrirtæki sem eign- uðust kvótann nytu allir landsmenn afrakstursins af auðlindinni og nauð- synlegt væri fyrir þjóðina að hér væri stór og öflug fyrirtæki sem væru í stakk búin að keppa við er- lenda aðila. Hann sagði að menn gætu enda- laust deilt um hvað réttlátt væri að útgerðin borgaði til samfélagsins. í sínum huga væri það fyrst og fremst tæknilegt atriði hvernig leysa ætti það mál í gegnum skattakerfið. Námsmenn um breytingar á úthlutunarreglum LIN: Gæti komið niður á þeim sem ekki eiga það skilið BREYTINGAR þær á úthlutunarreglum Lánasjóðs íslenskra námsmanna, sem tillögur eru um, gera meðal annars ráð fyrir því, að námslán verði veitt í hlutfalli við námsárangur að aflokn- um prófum. Til að hljóta fullt lán þarf að ná 100% námsárangri og aðeins eru greidd 80% af heildarupphæð námslána ef námsmað- ur nær ekki 20% námseininga annarinnar, svo dæmi sé tekið. Morgunblaðið innti tvo háskólastúdenta skoðana á þessum breyt- ingum. Krafa um námsframvindu engin nýmæli Elfa Björk Ellertsdóttir var að ljúka námi frá Kennaraháskólan- um, og hefur í bígerð að halda utan til frekara náms ásamt manni sínum og \~ barni. „Mér líst illa á að krafa verði gerð um 100% námsframvindu — það er til dæmis aldrei að vita hvenær barn veikist og gerir manni ókleift að ljúka öllum námseiningum. Þar að auki virðist sem fólk haldi að engin krafa um námsframvindu hafi verið í gildi áður, en það er ekki rétt. Krafa um 75% árangur Elfa Björk Ellertsdóttir. hefur verið í gildi lengi," sagði Elfa. „Eg skil hreinlega ekki hvernig fólk fer að, sem ekki fær ein- hverja hjálp frá foreldrum. Það að auki held ég að þetta nýja kerfí geti bitnað á þeim sem fara rétt að í öllu, en eiga erfítt af einhverjum ástæðum. Ég held að það séu fáir í námi bara til að vera í námi — ég þekki til dæmis ansi marga í námi erlendis, og sé ekki að þeir lifi í vellystingum." Vegið að þeim sem lenda í ófyrirséðum vanda „Ég var í stærðfræði í Banda- ríkjunum, og hafði nú hug á að leggja stund á tölvunarfræði við Háskóla íslands," sagði Davíð Hermann Brandt, sem kvaðst ekki sjá fram á að geta það eins og málum væri nú háttað. Davíð Hermann Brandt. „Ég þurfti að taka bankalán sem ég verð nú að greiða af auk þess sem ég bý í leiguhúsnæði. Það er því fyrst og fremst tekj- utillitið sem gerir það að verkum, að ég býst ekki við að geta hafíð nám í haust." Davíð sagðist búast við að þurfa að vinna nokkurn tíma áður en hann gæti haldið áfram. „Varðandi kvöð um 100% námsframvindu fínnst mér að kanna þurfí þann möguleika að breyta námslánum þeirra, sem ekki standast allar einingar, í venjuleg bankalán í stað þess að skerða greiðslurnar," sagði Davíð. Hann telur auk þess að þeim veg- ið, sem alla jafna gengur vel í námi, en eitthvað óvænt kemur upp hjá. Svona kerfí sé heldur eklri vel til þess fallið að halda þeim frá háskólanámi sem ekki eigi þangað erindi.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.