Morgunblaðið - 28.05.1992, Blaðsíða 14

Morgunblaðið - 28.05.1992, Blaðsíða 14
14 . MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 28. MAÍ 1992 Peps\ogDfetPepsi2l- iur 500 gr. MattabitaraOOS'. Tekex250gr DALOON Wnarútlur, vorrúliuroggrænmetisrúllur KAUPSTADUR MÍÐVANGf HAFNARRRDf I VESTUR í BÆ (JL-HÚSINU) 9^J}JJÁsí/£ i MJODD ^l^^Xl^^^ Kaupum álf fyr ir unga fólkið eftir Þórarin Tyrfingsson Flestir landsmenn, sem nú eru á miðjum aldri, þekkja þær miklu breytingar sem orðið hafa á högum áfengissjúkra og aðstandenda þeirra á síðustu 15 árum. Þeir muna tímana þegar vonleysið og sorgin fylgdi stöðugt hinum ógæfu- sama óreglumanni og það þurfti kraftaverk til að einhver þeirra sneri lífi sínu til betri vegar. Nú þykir orðið sjálfsagður hlutur að óreglumaðurinn fari í meðferð og nái bót og sundraðar fjölskyldur sameinist að nýju við það. Flestir geta bent á og þekkja dæmi um slíkt hjá vini eða ættingja. Við sem vinnum hjá SÁÁ höfum séð þetta eiga sér stað, fundið þakklæti ást- vina og séð gleði og stolt óreglu- mannsins þegar hann nær aftur tökum á sínu lífi og sýnir hvað í honum býr. Þannig verður starf okkar gefandi og okkur finnst að við séum þátttakendur í einhverju sérstöku. Æ yngra f ólk í meðferð Þrátt fyrir þetta vitum við vel að flestir hefðu mátt koma til með- ferðar fyrr og margir skjólstæðinga okkar hafa það á orði. Það er því ánægjuefni að fólk kemur nú yngra til meðferðar en áður og tekur fyrr á vandanum. Á þann hátt verður skaðinn minni og vonin um bata meiri. Ungt fólk hefur því sett æ meiri svip á sjúklingahóp okkar. .Þannig voru t.d. 358 innritanir á Vog 1991 þar sem í hlut áttu þeir sem voru á aldrinum 15-24 ára. Þó að þannig megi benda á margt sem fer vel og að ástandið í áfeng- is- og vímuefnamálum hafi skánað undanfarin tvö ár ber þó stóran og dökkan skugga á. Þeir yngstu hafa ekki notið þess sem skyldi. Stöðugt fleiri unglingar virðast geta orðið reglulegir neytendur ólöglegra vímuefna eins og kannabis og am- fetamíns og auðveldara virðist fyrir þá að ná í vímuefnin þótt þeir séu kornungir, eða 16-17 ára. Tæpur helmingur þeirra 106 einstaklinga sem leituðu meðferðar hjá SAÁ 1991 og voru 19 ára eða yngri hafði þannig notað kannabisefni vikulega eða oftar í eitt ár eða leng- ur. Við þessu verður að bregðast. Leggjum æskunni lið SÁÁ mun efla þjónustu sína við unga fólkið og reyna að styðja bet- ur við bakið á því að meðferð lok- inni. Komið verður betur til móts við foreldra þess og hugað betur að forvörnum. Unglingarnir tóku sig saman fyrir ári _og stofnuðu félagið Ungt fólk í SÁA og leggur það heildarsamtökunum mikið lið Þórarinn Tyrfingsson „Þó að þannig megi benda á margt sem fer vel og að ástandið í áfengis- og vímuefna- málum hafi skánað und- anfarin tvö ár ber þó stóran og dökkan skugga á. Þeir yngstu hafa ekki notið þess sem skyldi." nu þegar. Þeir munu verða áber- andi í Álfasölunni sem fram fer um næstu helgi. Ágóði af sölunni verð- ur nú allur notaður í þágu unga fólksins. Ég vil fyrir hönd Samtaka áhuga- fólks um áfengis- og vímuefnavand- ann, SÁÁ, skora á alla landsmenn að leggja æsku þessa lands lið. Tökum vel á móti sölufólki Álfsins helgina 29.-31. maí. Með því leggj- um við góðu máli lið og fjárfestum í framtíðinni. Höfundur erformaður SÁÁ. Wterkurog kJ hagkyæmur auglýsingamiðill! 38 dúkategundir meö 38% meðalafslætti í 38 opnunartíma Hefst á föstudag kl. 11 til miðvikudags kl. 18. DÆMI: Aðurkr. 1.730.-.......NÚ kr. 865........-50% Áður kr. 1.298.-.......NÚ kr. 844.-......-35% Teppaland Opiðkl. 9-18 mán. -fös. og 10-14 lau. GRENSASVEGI 13, SIMI813577
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.