Morgunblaðið - 28.05.1992, Blaðsíða 27

Morgunblaðið - 28.05.1992, Blaðsíða 27
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 28, MAI 1992 27 Munaðarlaus börn í Kambódíu: Söfnun í beinni útsendingu ABC hjálparstarf mun á laugardag, standa fyrir fjáröflun vegna hjálparstarfs í Kambódíu. Söfnunin hér á landi er i tengslum við stærri og viðameiri söfnun á vegum kristilega hjálparstarfsins Missi- on of Mercy í Bandaríkjunum, og mun hún fara fram i gegnum útvarpsstöðina Stjörnuna. „Við vonumst til að geta safnað fyrir byggingu sem hýsir 65 munað- arlaus börn, en það kostar um 1,5 milljónir," sagði Guðrún Margrét Pálsdóttir í samtali við Morgunblað- ið. Hún er ein af stofnendum ABC hjálparstarfsins. Guðrún Margrét sagði að ýmsir aðilar á Vesturlönd- um tækju þátt' í stóru átaki til hjálp- ar 160 þúsund munaðarlausum börnum í Kambódíu. Söfnunin er alfarið unnin í sjálf- boðavinnu. „Til að búa einu munað- arlausu barni heimili þarf 24 þúsund krónur. Auk þess kostar um þrjú þúsund krónur að kaupa tvo alfatn- aði fyrir sama barn, rúm, stól, borð, rúmfatnað og aðrar brýnustu nauð- synjar," segir Guðrún Margrét. „Söfnunin hefst klukkan 10 á út- varpsstöðinni Stjörnunni og stendur fram á kvöld. Fólki er boðið að hringja inn og kaupa Mozart-kon- fekt og/eða leggja til frjáls framlög. Konfektinu verður síðan ekið ókeyp- is heim til fólks. Við höfum þegar greitt konfektið, svo hver einasta króna sem greidd er, fer beint til hjálparstarfsins. Allir sem hringja inn, taka sjálfkrafa þátt í happ- drætti, sem dregið er í öðru hvoru allan daginn." Mission of Mercy hefur umsjón með verkefninu í heild og var Dani- el C. Vagle varaforseti þess staddur hér á landi fyrir skömmu til að kynna áætlanir um hjálparstarfið. „Við vinnum um þessar mundir að söfnun fyrir Kambódíu, Laos og Víetnam, og báðum ABC á Islandi að taka þátt í átakinu fyrir Kambód- íu," sagði hann í samtali við Skólakór Kársness ásamt stjórnandanum Marteini H. Friðrikssyni. Morgunblaðið. Hin bandaríska hjálparstofnun hefur þegar byggt heimili fyrir munaðarlaus börn í Kambódíu og vinnur ennfremur að byggingu sjúkrahúsa. Þá hefur hún stuðlað að menntun lækna í landinu. Auk þess er unnið trúboðastarf þar á vegum stofnunarinnar. „Fáir gera sér grein fyrir hinu raunverulega ástandi á þessum slóðum," segir hann. „Eftir innrásir Rauðu khmer- anna 1975 var eins og klukkunni hefði verið snúið við í Kambódíu. Þeim tókst ætlunarverk sitt, að eyði- leggja efnahag landsins, stjórnsýslu og menningu, og knésetja þjóðina þannig að nú er hún verr á sig kom- in en fyrir 100 árum." Daniel segir að í Kambódíu sé aðeins einn menntaður læknir á hverja 36 þúsund íbúa. „Eftir fall Rauðu kmeranna, var nánast engin heilbrigðisþjónusta í boði fyrir aðra en þá sem gátu greitt fullt verð fyrir hana. Um tvær milljónir manna féllu átímabilinu 1975-79 og afleið- ingin er meðal annars þessi stóri hópur barna sem misst hefur for- eldra sína. Okkur finnst þetta fólk hafa látið lífið að ástæðulausu en ofstækismennirnir fundu til ástæður eins og að viðkomandi töluðu ensku eða önnur tungumál, voru ríkis- starfsmenn eða notuðu gleraugu. Þeir sem notuðu gleraugu voru nefnilega oftast menntamenn, sem Rauðu kmerarnir vildu útrýma. Við höfum byggt upp sjúkra- stofnanir og kennum læknanemum ensku, svo þeir geti lesið erlend fræðirit og námsbækur. Ennfremur höfum við byggt svefnskála og heimili fyrir hluta af þeim munaðar- lausu börnum sem búa í landinu, en betur má ef duga skal og ég vonast til að íslendingar sýni að- stæðum þessa fólks skilning." SS Söfnunin fer fram í beinni útsend- ingu. 160 þúsund munaðarlausum börnum verður byggt heimili. ís- lendingar geta lagt sitt af mörkum með því að kaupa konfekt. Guðrún Margrét sagði að bygging heimilanna í Kambódíu tæki um þrjá til fjóra mánuði og síðan yrði fóíki gefinn kostur á að styrkja ákveðin börn til framfærslu og náms. Fjölbreytt efni í Mál- fregnum VORHEFTI Málfregna, tíma- rits íslenskrar málnefndar, er komið út. Þetta er fyrra hefti 6. árgangs. Helstu greinar þessa heftis eru íslenskt mál og umheimur- inn eftir Jónas Kristjánsson og Þýðingar og staða þýðenda eftir Heimi Pálsson. Af öðru efni má nefna greinina Hvað heitir höf- uðborg Finnlands? eftir Baldur Jónsson og Um nýyrði eftir Ara Pál Kristinsson. Enn fremur er sagt frá nýjum stafrófsvísum, mörgun nýjum fræðsluritum um íslenskt mál og þátturinn Spurn- ingar og svör heldur áfram. Málfregnir koma út tvisvar á ári. Árgjald er 600 krónur. Nýir áskrifendur geta snúið sér til íslenskrar málstöðvar, Aragötu 9, Reykjavík. Ritstjóri Mál- fregna er Baldur Jónsson próf- essor. (FréttatHkynning) Skólakór Kársness syngur í Skálholti og Þykkvabæ SKÓLAKÓR Kársness heldur tónleika í Skálholtskirkju laugardaginn 30. maí. Á efnisskrá eru verk eftir innlend og erlend tónskáld, m.a. Jón Ásgeirsson, Atla Heimi Sveinsson, Þorkel Sigurbjörnsson, W.A. Mozart og Cesar Frank. Auk þess syngur kórinn kantötuna Rejoice in the Lamb eftir Benjamin Britten. Organleikari er Marteinn H. Frið- kl. 14.00, prestur er frú Auður Eir riksson. Einsöngyarar eru úr röðum kórfélaga, Björg Ragnheiðar Páls- dóttur, Maríu Nordahl, Dagrúnar Leifsdóttur og Alexandru Gunn- laugsdóttur. A sunnudag, 31. maí, syngur kórinn í messu í Þykkvabæjarkirkju Vilhjálmsdóttir en Kolbrún Öskars: dóttir leikur undir söng kórsins. í skólakór Kársness eru 40 grunn- skólanemendur úr Kársnesskóla og Þinghólsskóla Kópavogs. Stjórn- andi kórsins er Þórunn Björnsdóttir. WOODEX VIÐARVORN FYRIR AIKAÍ-fYnln VIDINN WOODEX viðarvörnin frá Hygæa er frábærlega endingargóð og áferðarfalleg auk þess sem hún fellur vel að íslenskum aðstæðum. Woodex fæst bæði sem grunn- og yfirborðsefni úr acryl- eða olíuefnum. WOODEX MULTITRÉGRUNNUR er vatnsblendin grunnviðar- vörn á allt tréverk. Hann gengur vel inn í viðinn og eykur stöðugleika hans og endingu. WOODEX HYDRA er hálfþekjandi, vatnsblendin, lyktarlítil viðar- vörn með Ijósþolnum litarefnum sem nota má úti sem inni. (u^ WOODEX ACRYL er yfirborðsefni á allt tréverk. Það myndar þunna en seiga og mjög veðrunarþolna húð. WOODEX ACRYL þekur mjög vel og er létt að vinna með. WOODEXINTRA smýgur djúpt í viðinn og veitir góða vörn gegn fúa, sveppum og raka. Góð grunnvörn. WOODEX ULTRA er lituð en gagnsæ viðaravörn úr olíuefnum sem nota má innanhúss sem utan. Fæst íflestum málninga- og byggingavöruverslunum um allt land. Rétti liturinn! Iltmlnn Síöumúla15, sími 33070
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.