Morgunblaðið - 28.05.1992, Blaðsíða 60

Morgunblaðið - 28.05.1992, Blaðsíða 60
f MORGUNBLAÐID, ADALSTRÆTI 6, 101 REYKJAVÍK SÍMI 691100, StMBRÉF 691181, PÓSTHÓLF 1555 / AKURF.YRÍ: HAFNARSTRÆTl 85 FIMMTUDAGUR 28. MAI 1992 VERÐ I LAUSASOLU 110 KR. Stjóm LÍN; Meirihluti legg- ur fram ný drög MEIRIHLUTI stjórnar Lánasjóðs íslenskra námsmanna hefur sam- þykkt að leggja fram ný drög að úthlutunarreglum sjóðsins á næsta fundi stjórnarinnar á laugardag þar sem komið verður til móts við kröfur fulltrúa námsmannahreyfinganna í stjórninni. Þetta varð m.a. niðurstaða fundar í stjóm lánasjóðsins í gær. Samkvæmt upplýsingum Morgunblaðsins er m.a. rætt um að hækka frítekjumark úr 145 þúsund krónum á mánuði í 165 þúsund kr. „Það liggur fyrir að þeir munu leggja fram ný drög þar sem koma mun í ljós með hvaða hætti verður brugðist við athugasemdum okkar,“ sagði Pétur Þ. Óskarsson fulltrúi Stúdentaráðs eftir fundinn í gær. Pétur sagði að fulltrúar námsmanna hefðu lagt fram tillögur á mánudag um að í stað þess að tekjutillit verði lækkað eins og tillögur meirihlutans gerðu ráð fyrir verði frítekjumark hækkað, sem hann segir að komi betur út fyrir námsmenn með lágar og meðaltekjur. „Við lögðum einnig áherslu á að bamastuðlar verði Verðhrun á tómötum oggúrkum VERÐHRUN hefur verið á tóm- ötum og gúrkum undanfarið að sögpi Kolbeins Ágústssonar, sölu- stjóra hjá Sölufélagi garðyrkju- manna. Skráð heildsöluverð á gúrkum er nú 165 kr. kilóið og 325 kr. á tómötum, en að sögn Kolbeins eru allskyns tilboð og afslættir í gangi. Sagðist hann eiga von á enn auknu framboði tómata eftir næstu helgi og lækk- andi verði í kjölfarið. Kolbeinn sagði að lituð paprika væri að koma á markaðinn þessa dagana, og einnig væri komið tölu- vert af kirsubeijatómötum, eggald- inum og bufftómötum. Hann sagði að uppskeran hefði farið hægt af stað og þá sérstaklega hvað gúrk- umar varðar. „Menn hafa ekki verið neitt sér- staklega ánægðir með plöntumar því þær hafa greinilega þjáðst eitt- hvað í dimmviðrinu í vetur. Af þeim sökum verða nokkrir bændur að skipta plöntunum út þannig að eitt- hvað bakslag kemur í þetta í júní og þá má reikna með hækkandi verði á gúrkum aftur. ekki skertir og lögðum til að þeir verði skoðaðir upp á nýtt og verði breytilegir eins og þeir voru sam- kvæmt reglum sem giltu fyrir 1987.“ Einar Sveinn Hálfdánarson, full- trúi fjármálaráðherra í stjóm LÍN, staðfesti að endurskoðuð drög verði lögð fram á fundinum á laugardag þar sem reynt verði að samræma sjónarmiðin. „Þetta voru tillögur okkar og voru aldrei lagðar fram sem úrslitakostir. Aðalatriðið er að ná fram þeim spamaði sem fjárlög gera ráð fyrir," sagði Einar. Pétur sagði að stærsta athuga- semd námsmanna við tillögum meiri- hlutans hefði þó snúið að kröfunni um 100% námsframvindu. Ólafur G. Einarsson menntamálaráðherra sagði í samtali við Morgunblaðið að sú tillaga meirihluta stjómar sjóðsins væri í samræmi við ákvæði nýrra laga um Lánasjóðinn. „Það á ekki að koma neinum á óvart að þetta sé fært út í úthlutunarreglum," sagði hann. Sjá einnig fréttir og viðtöl á bls. 26. Kátt í Höllinni Morgunblaðið/KGA Þótt Listahátíð hefjist ekki formlega fyrr en á laugardag var fyrsta atriði hátíðarinnar í gærkvöldi. Sígauna- hljómsveitin Gipsy Kings skemmti í Laugardalshöll. Mikill fjöldi var á tónleikunum og geysimikil stemming. Annar áfangi einkavæðingar hafinn: Ákveðið að bjóða út rekst- ur fríhafnarverslunariimar Til greina kemur að ríkið taki út hluta af eign sinni í íslenskum aðalverktökum Einkavæðingarnefnd ríkis- stjórnarinnar hefur ákveðið að bjóða út rekstur fríhafnarversl- unarinnar auk annarra versl- anna á Keflavíkurflugvelli. Til að ná markmiðum fjárlaga árs- ins, um sölu ríkisfyrirtækja fyrir 1.075 milljónir króna, kemur til greina að ríkið taki út hluta af eign sinni í íslenskum aðalverk- tökum og að Fiskveiðasjóður selji 370 milljóna króna hlut sinn í íslandsbanka. Að sögn Hreins Loftssonar, formanns fram- kvæmdanefndar um einkavæð- ingu, hefur einnig verið ákveðið að selja hlut ríkisins í Þróunar- félagi íslands, Steinullarverk- smiðjunni, Islenskri endurtrygg- ingu og Lyfjaverslun ríkisins. Einkavæðingarnefnd ríkisstjórn- Samstarfsnefnd Reykjavíkur og Kópavogs: Utivistarsvæði verði tilbú- ið í Fossvogsdal eftir tvö ár Lögsögu bæjarfélaganna verði breytt við Blesugróf Samstarfsnefnd Reykjavíkur og Kópavogs gerir ráð fyrir útivist- arsvæði í Fossvogsdal og að framkvæmdum verði lokið árið 1994. Áætlaður kostnaður er tæpar 40 milljónir króna. Jafnframt að leit- að verði til Vegagerðar ríkisins um lagningu neðapiarðarbrautar í dalnum og sagði Vilhjálmur Þ. Vilhjálmsson, forsvarsmaður full- trúa Reykjavíkur í nefndinni, að vegurinn yrði að öllum líkindum ekki lagður eftir botni dalsins, heldur til híiðar. Gert er ráð fyrir breytingum á Iögsögu bæjarfélaganna við Blesugróf og að þegar í stað verði gerð undirgöng undir Kringlumýrarbraut við Fossvogs- læk. Samstarfsnefnd Reykjavíkur og að framtíðarskipulagi í Fossvogs- Kópavogs hefur samþykkt tillögur dai, sem lagðar verða fyrir borgar- ráð og bæjarráð til umfjöllunar og samþykktar. Lagðar eru til breytingar á lögsögu Kópavogs og Reykjavíkur við Víkingssvæðið í Fossvogsdal og Blesugróf. „Það er gert ráð fyrir að Víkingssvæðið stækki örlítið og að lögsögumörkin verði skýrð gagnvart byggð í Blesu- gróf. Lenda við það nokkur hús yfir í Kópavogi," sagði Vilhjálmur. „Varðandi vegtengingu milli austurs og vesturs í Fossvogi er gert ráð fyrir að halda opnum möguleika á vegtengingu milli Reylqanesbrautar og Kringlumýr- arbrautar í samræmi við Aðalskipu- lag Reykjavíkur og Aðalskipulag Kópavogs,“ sagði Vilhjálmur. „Ver- ið er að tala um jarðgöng á milli og er síður gert ráð fyrir að þau verði eftir miðjum dalnum. Þetta er forsögn að deiliskipulagi og ef borgarráð og bæjarráð samþykkja þessar tillögur þarf að vinna áfram að skipulagi og útfærslu í samræmi við það.“ arinnar hefur nú hrint að stað öðr- um áfanga í einkavæðingaráformun ríkisins. í honum felst að leitað hefur verið eftir aðstoð verðbréfa- fyrirtækjanna við verðmat og undir- búning á sölu á eignarhlutum ríkis- ins í Þróunarfélagi íslands, Steinull- arverksmiðjunni, íslenskri endur- tryggingu og Lyfjaverslun ríkisins.' Auk þess hefur verið ákveðið að kalla til ráðgjafa til að undirbúa með hvaða hætti rekstur fríhafnar- innar og annarra verslana í flug- stöðinni megi bjóða út. Að sögn Hreins Loftssonar þarf ríkið þó að selja hlut sinn í fleiri fyrirtækjum til að áætlanir fjárlaga ársins standist. „Það sem kemur til greina er að minnka hlut ríkisins í Islenskum aðalverktökum með sama hætti og ríkið jók sinn hlut þar á sínum tíma. Þá tóku hinir eigendurnir út fjármagn í félaginu og skildu ríkið eftir með aukinn hluta. Þar sem fjárhagsleg staða íslenskra aðalverktaka er mjög sterk ætti ríkið að geta tekið út fjármagn og skert sinn hlut sem því nemur," segir Hreinn. Einnig kemur til greina að hlutur Fiskveiðasjóðs í íslandsbanka, að nafnverði 370 milljónir króna, verði seldur á almennum markaði og andvirðið renni í ríkissjóð. Sjá nánar viðtal við Hrein Loftsson í viðskiptablaði, C8.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.