Morgunblaðið - 28.05.1992, Blaðsíða 43

Morgunblaðið - 28.05.1992, Blaðsíða 43
__________________________MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 28. MAÍ 1992 Jón Þór Einars- son — Minning Fæddur 6. apríl 1927 Dáinn 19. maí 1992 Fallinn er frá vinur mirin og fé- lagi um meira en hálfrar aldar skeið eftir áralanga baráttu við ósigrandi andstæðing, Jón Þór Einarsson loft- skeytamaður, og hefur verið jarð- settur í kyrrþey að eigin ósk. Skarð er fyrir skildi. Enn einn úr samhenturr) hópi okkar sem útskrif- uðumst frá Loftskeytaskóla íslands árið 1946 er burtu kvaddur úr þess-' um táradal. Býður mér í grun að þegar við félagarnir verðum allir á braut muni hans ekki skemur minnst af eftirlifandi en okkar hinna sem ekki vorum jafn litríkir. Jón Þór var fyrir marga hluti minnisstæður persónuleiki, þótt ekki væri fyrir líkamlegan ofurvöxt, enda oft kallaður Jón litli, er um hann var rætt, en að sjálfsögðu hefði eng- inn dirfst að ávarpa hann svo aug- liti til auglitis, enda hann stórlyndur og hefði tekið slíkt óstinnt upp. Líkast til verður Jón lengst í minn- um hafður fyrir sakir frábærs skops- kyns og einstæðrar frásagnargáfu. Á sínum yngri árum meðan heilsan var í góðu lagi, hann starfandi til sjós í sínu fagi, með ferska reynslu úr hveijum túr — og hverri landlegu ekki síður — og hann hafði því um nóg að spjalla, hver vina og kunn- ingja og apnarra sem við hann áttu mót man ekki hve fádæma skemmti- legur hann gat verið? Ekki var nóg með að hann með sitt stálminni á menn og málleysingja ætti auðvelt með að haga frásögn sinni þannig að unun var á að hlýða, heldur var hann snjallasta eftirherma sem ég hefi heyrt og séð á langri ævi. Tjáði móðir hans mér eitthvert sinn að hann hefði oft á tíðum sem barn verið hafður með í heimsóknir til þess að herma eftir samborgurunum, til skemmtunar hinum fullorðnu. Til marks um lítillæti Jóns hvað hann sjálfan varðaði, þá heyrði ég hann aldrei fara orðum um þennan mikla og sérstæða hæfileika sinn, hvað þá hann hreykti sér af honum. Næmi Nonna á hárfín tilbrigði talaðs máls, sem var að sjálfsögðu af sama meiði og hermigáfa hans, kom manni stundum í opna skjöldu. Til að mynda er við sátum saman á veitingastað og við næstu borð voru útlendingar, er ræddu saman á eigin tungumálum, er við heyrðum ávæn- ing af. Gat Nonni þá iðulega frætt mig um ekki aðeins frá hvaða landi þeir voru, heldur úr hvaða sýslu landsins. Fékk ég oftar en einu sinni stað- festingu á þessu með því einfaldlega að spyija viðkomandi. Urðu hinir útlenzku ekki síður furðu lostnir en undirritaður, er hann gat sagt þeim frá hvaða skíri í Bretlandi eða úr hvaða sýslu Noregs þeir væru upp- runnir, með því einu að hlýða á mál þeirra úr fjarska. Annan eiginleika hafði Jón og í ríkara mæli en aðrir þeir er ég hefi kynnst, en það var ást hans á dýr- um. Sama var hvar Jón bar að garði, ef eitthvert dýr var nærri, sama hvert var, gleymdi hann mannfólk- inu samstundis, en hvarf á vit dýrs- ins. Lá við að maður viknaði af að sjá hve blíðlega hann umvafði fer- fætlinginn örmum. Er ég þess full- viss, að fáir ferfætlingar hafa hlotið hlýrri umönnun en eftirlifandi vinir hans, Filippus og Skotta, heimilis- kettimir hans tveir, sem hann deildi með tilveru sinni í blíðu og stríðu síðustu árin. Mér verður hugsað til þess eftirá, hversu hann Nonni minn hlýtur að hafa þjáðst síðustu vikumar, er hann þrátt fyrir fulla andlega reisn mátti vart lengur mæla svo að skilið yrði, né gat hann lengur horft á „leikina sína“, en svo nefndi hann sjónvarps- knattspyrnuna, sakir höfuðkvala. „Sjávardýrið" sem hann kallaði ógn- vætt sinn, krabbann, í hálfkæringi reyndist honum þungt í skauti. — Knattspyman var ætíð mál málanna og átti huga hans allan allt frá því við nokkrir strákar í Skuggahverfínu í Reykjavík stofnuðum svolítið knatt- spyrnufélag fyrir stríð og kölluðum Geysi. Jón fékk að fljóta með, þótt stuttur væri í annan endann og nokkm yngri en við hinir. Ur Geysi lá leið Jóns, eins og flestra hinna, í Val, enda Grímar í Varmá og Frí- mann í ísaga, máttarstólpar knatt- spymufélagsins Vals á þeim árum, skammt undan. Nonni litli reyndist hinn snaggaralegasti leikmaður, sprettharður og fylginn sér, en nokk- uð hávær á stundum, enda ör í lund og áhuginn eldlegur. Alla tíð síðan átti Valur hug hans og hjarta og allt til hinsta dags reyndi hann að fylgjast með öllu því sem viðkom félaginu hans. Ekki er ætlan skrifara þessara fátæklegu orða um látinn vin að skrá-hér hans æviferil. Lifði Jón þó lengst af óvenjulegra og viðburðarík- ara lífi en aðrir menn og kynntist ýmsum hliðum mannlegrar tilvem sem öðrum em huldar og rennir jafn- vel ekki minnsta gmn í að fyrirfinn- ist á okkar dögum. Reyndi ég marg- sinnis að fá Jón til þess að láta skrá a.m.k. hluta endurminninga sinna, en hann reyndist ófáanlegur til og kvað ekki nógu merkilegt til að koma fyrir almenningssjónir á bók. Er það mikill skaði og hverfur með honum vitneskja um svið mannlegrar til- veru, sem ekki verður endurvakin. Jón stundaði, meðan heilsan ent- ist, loftskeytastörf til lands og sjáv- ar, lengst af á íslenskum togurum, en var í siglingum á skandinavískum fragtskipum um allmörg ár. Eigi mun ég hér heldur reyna að rekja ættir Jóns Þórs, enda ekki maður til. Aðeins vil ég geta þess að hann var af traustu bergi brotinn. Faðir hans var Einar Markús Einarsson, hinn þekkti skipherra hjá Landhelg- isgæslunni; sem kunnur var af því að láta sinn hlut hvorki fyrir háum né lágum, og hlaut stundum ekki lof fyrir. Hann var hálfbróðir Markans- systkinanna, en María söngkona mun nú ein á lífi þeirra. Þau settu svip sinn á höfuðborgina um áratuga skeið. Móðir Jóns var Margrét Jóns- dóttir, síðar eiginkona Þórbergs Þórðarsonar rithöfundar, merk kona og hæfileikarík, látin fyrir fáum árum, en Jón ólst upp hjá foreldrum Margrétar, afa og ömmu á Hverfís- götunni. Votta ég að lokum ættingjum öll- um og vinum Jóns mína innilegustu hluttekningu vegna fráfalls hans, ekki síst Helgu móðursystur hans, sem lét sér alla tíð annara um hann en flestir aðrir. Kveð síðan vin minn að hætti loftskeytamanna: TKS OB SU LTR. Einar Þ. Einarsson. Þú ert öruggur með FRAM smur- og loftsíur. !jjnaust Borgartúni 26 Sími: (91) 62 22 62 allir lagt sitt af mörkum til aö efla forvarnarstarf, ráðgjöf og meðferð fyrir ungt fólk. Það er góð fjárfesting í framtíðinni. sAA
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.