Morgunblaðið - 28.05.1992, Blaðsíða 40

Morgunblaðið - 28.05.1992, Blaðsíða 40
40 MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 28. MAI 1992 Eru börn einstæðra for- eldra eingetin á Islandi? eftir Ásthildi Sveinsdóttur íslendingar vilja ógjarnan vera eftirbátar annarra þjóða en á einu sviði eru þeir það svo um munar. Á íslandi er foreldri gert að greiða kr. 7.425,- á mánuði sem framfærslu- eyri með barni sínu til þess sem hef- ur forræðið. í öðrum löndum (þar sem ég þekki til) er þessi upphæð tekjutengd og/eða metin eftir kring- umstæðum í hverju tilfelli. Þess misskilnings hefur orðið vart, nú í nokkur ár, að einstæðir foreldr- ar hafi það harla gott og njóti alls- konar hlunninda. Mæðralaun^ með einu barni eru kr. 4.653,-. Ósköp væri gaman áð vita í hverju þessi hlunnindi felast. Liggja drög að þeim e.t.v. á borðum viðskipta- og hag- fræðispekúlanta sem skilja ekki að það er jafndýrt, ef ekki dýrara, að sjá fyrir heimili sem hefur aðeins eina fyrirvinnu? Á Islandi er það opinber staðreynd að tvær fyrirvinn- ur þurfi til að framfleyta heimili. Einstæð móðir, sem rekur heimili á u.þ.b. 60-70 þús. kr. mánaðarlaun- um, á skilið riddarakross fálkaorð- unnar. En þeir eru víst ekki fj'ölda- framleiddir. Ég segi móðir því konur eru frekar í láglaunastörfum en karl- ar og er þessi upphæð, 60-70 þús. kr. ríflega áætluð í mörgum tilfellum. Sl. sumar var ég stödd hjá vina- fólki í Þýskalandi. Þár bar þessi mál á góma í samkvæmi og sagði ég við- stöddum að lögbundið framlag feðra til barna sinna á íslandi væri um 7 þúsund krónur á mánuði. Ég þurfti að vísu að útskýra það nánar því útlendingar eru yfírleitt ekki vel heima í gengi íslensku krónunnar. Ég sagði þeim að fyrir þessa upphæð væri hægt að fá matvörur í 3-4 plast- poka í stórmarkaði. Menn hváðu og vissu ekki hvort þeir ættu að hlæja eða gráta. í Dusseldorf ber foreldri, sem ekki hefur barnið í sinni umsjá, að greiða allt að 600 mörkum á mánuði (21.600 ÍSK) og er það metið eftir kringumstæðum og tekjum viðkom- andi. Raunar hækkar sú upphæð í 730 DM til barna frá 7-12 ára og í 860 DM (30.960 ÍSK) til barna á aldrinum 13-18 ára. Of langt mál er hér upp að telja reglur þeirra í Dusseldorf en þess má geta að eftir 18 ára aldur eiga börn líka rétt á verulegum framfærslueyri. Sé barn sjúkt eða fatlað er upphæðin metin sérstaklega í hverju tilfelli. Svo vitum við að margfalt ódýrara er að kaupa lífsnauðsynjar í Þýskalandi en hér á landi. í Bandaríkjunum er meðlag metið af dómara í hverju tilfelli, með hlið- sjón af tekjum. Þó munu reglur vera mismunandi eftir fylkjum. I Noregi eru meðlagsgreiðslur tekjutengdar. Að vísu er ákveðin lág- SUMARFATNAÐUR FRÁ Sfti£»4* DRAGTIR - STAKIR JAKKAR - BLÚSSUR PILS - BUXUR, STUTTAR OG SÍÐAR. QLÆSILEOT ÚRVAL AF SILKIFATNAÐi SILKIKJÓLAR - DRAGTIR - JAKKAR - BUXUR OG PILS. %^ LAUGAVEGI 84, SÍMI 10756 marksupphæð sem miðað er við að þeir greiði sem eiga í félagslegum vanda, t.d. atvinnuleysi. Sú upphæð er samt hærri en lögbundið meðlag á íslandi, eða 930 Nkr. (8.556,- ÍSK) og hækkar sú upphæð 3. júní nk. í 950,- (8.740,- ÍSK). Að öðru leyti er meðlag tekjutengt prósentvís og ber að greiða 11 prósent af tekjum með einu barni, 18% með tveimur börnum og upp í 28% með 4 börnum eða fleiri. í einstaka tilfellum 30%. Laun munu almennt vera hærri í Noregi en á íslandi. Tel ég að frænd- ur okkar Norðmenn gætu verið okk- ur fyrirmynd í því að bera hag upp- vaxandi kynslóðar fyrir brjósti. FyrJr skömmu orðaði ég þessi mál við konu sem mikið hefur borið á í stjórnmálum hér á landi. Svarinu, sem hún hafði á takteinum, get ég ekki gleymt. „Það má nú ekki mism- una börnunum," sagði hún. Getur verið að stefnan sé sú á íslandi að draga börn einstæðra foreldra í ein- hvern fátæklingadilk? Mega börn ekki njóta þess ef þau eiga vel stæða foreldra hvort sem er innan hjóna- bands eða utan? Það ríkir nefnilega heilmikill stéttamunur á íslandi hvort sem okkur líkar betur eða verr. Það kemur m.a. fram í því að sum börn hafa efni á að stunda tónlistarnám og önnur ekki. Mánaðardvöl í sumar- búðum sl. sumar kostaði á bilinu 50-60 þúsund kr. og tel ég ekki að þar hafi verið rekin nein gróðafyrir- tæki þótt í þessu fælist eingöngu húsaskjól, fæði og tómstundagaman. Nýlega var mikið fjallað um söfn- un til handa vegalausum börnum á íslandi. Það er gott og blessað svo langt sem það nær. En hvers vegna lenda börn á vergangi í allsnægta- þjóðfélaginu okkar? Getur ekki verið að einstæðum mæðrum á lágum launum sé það hreinlega um megn að geta séð sómasamlega fyrir börn- um sínum og leita því á náðir vímu- efna af einhverju tagi? Móðirin sinnu- laus og faðirinn oftast laus allra mála. Þá kemur til kasta ríkisins (okkar allra) að leysa vandann og greiða umtalsverðan kostnað, sér- fræðiþjónustu, vistun á stofnunum o.s.frv. Víst dreg ég upp ófagra mynd en ég efast um að í mörgum tilfellum sé hún svo fjarri sanni. Ásthildur Sveinsdóttir „Er ekki Yóngu tíma- bært að einstæðar mæður og feður á ís- landi taki sig saman og auglýsi í fjölmiðlum eft- ir Félagi einstæðra for- eldra, sem barðist af einurð hér á árum áður við að halda kjörum einstæðra foreldra í mannsæmandi horfi?" Lengi hef ég tekið eftir því að þá sjaldan þessi mál hefur borið á góma, hefur umræðan jafnharðan verið kveðin niður af konum sem hafa tek- ið upp sambúð við fráskilda feður. Vissulega er það oft súrt í brotið að hluti af tekjum mannsins fari í meðlagsgreiðslur með börnum úti í bæ. Þó tel ég að fyrir því sé hefð að ekki sé tekið meðlag með fleiri börnum en þremur. Raunar skil ég ekki hvaða rök mæla gegn því að þessr konur taki börn mannsins með í reikninginn. Enn sem komið er eru börn ekki eingetin. Venjuleg laun á íslandi eru ekki há, en skv. lögum ber föður að framfleyta barni. sínu til jafns við móður. Mér skilst að árið í ár heiti Vinnu- verndarár. Er það ekki kaldhæðni á sama tíma og vinnuálag er að sliga stóran hóp uppalenda næstu kynslóð- ar? Börn og ekki síst unglingar, þarfnast umhyggju sem kostar tíma. En tími er peningar. Hvernig getur Brids Umsjón Arnór G. Ragnarsson Bridsdeild eldri borgara í Kópavogi Spilaður var tvímenningur 19. maí sl. og urðu úrslit þessi: HelgaÁmundadóttir-HermannFinnbogason 141 Garðar Sigurðsson - Stefán J. Jóhannsson 139 Jón Hermannsson - Páll Sigurbjörnsson 117 Ingiríður Jónsdóttir - Jóhanna Sigurðardóttir 109 Stefán Björnsson - Bjami Guðmundsson 109 Ásta Sigurðardóttir - Margrét Sigurðardóttir 108 Spilað er alla þriðjudaga og annan hvern föstudag í Framsóknarhúsinu við Digranesveg. Sumarbrids í Reykjavík Ágæt þátttaka var í Sumarbrids síðasta laugardag. 20 pör mættu til leiks, en þetta er í fyrsta skipti sem Sumarbrids er reyndur á laugardegi. Úrslit urðu (efstu pör). N-S: GylfiBaldursson-ÓlafurLárusson 304 HjálmarS.Pálsson-ÓliBjörnGunnarsson 247 MagnúsSverrisson-GuðjónJónsson 241 A-V: ÞórirMagnússon-EinarGuðmannsson 258 Halla Ólafsdóttir - Sæbjörg Jónasdóttir 249 AndrésÁsgeirsson-AronÞorfinnsson 233 Skor þeirra Gylfa og Ólafs er eitt- hvað yfír 70%. sem truletra verður erfitt að slá í Sumarbrids þetta árið. Á mánudaginn var geysilega góð aðsókn, enda Mitchell-tvímenningur með tölvuútreikningi. 42 pör mættu til leiks. Úrslit urðu (efstu pör): N-S: Þrösturlngimarsson-ÞórðurBjörnsson 508 Guðjón Bragason - Björn Arnarson 485 Guðrún Jóhannesdóttir - Ragnheiður Tómasd. 471 Hanna Friðriksdóttir - Inga Lára Guðmundsd. 464 Erla Sigurjónsdóttir - Óskar Karlsson 462 Ólína Kjartansdóttir - Hulda Hjálmarsdóttir 449 A-V: EyjólfurMagnússon-HólmsteinnArason 521 Björn Theódórsson—Gísli Hafliðason 483 Vilhjálmur Sigurðsson - Þráinn Sigurðsson 461 DanHansson-ElvarGuðmundsson 459 Erlendur Jónsson - Jón Steinar Ingólfsson 457 GuðmundurSamúelsson-ÞórarinnBech 447 Eftir 5 kvöld í Sumarbrids hafa 58 spilarar hlotið stig. Efstir eru Þröstur Ingimarsson og Þórður Bjðrnsson með 106 stig. Þá koma Björn Theódórsson og Gísli Hafliðason með 64 stig og Lárus Hermannsson og Guðlaugur Sveinsson með 51 stig. Sumarbrids verður spilaður í dag (fimmtudag) og verður húsið opnað kl. 16.30. Spilamennska hefst svo frá kl. 17 og síðsti riðill fer af stað kl. 19. Allt spilaáhugafólk velkomið. Ekki verður spilað næsta laugardag vegna afmælismóts Bridsfélags Reykjavíkur í Perlunni. Tölyusumarskólínn PC eða Macintosh námskeið fyrir 10 -16 ára 2ja eða 3ja vikna námskeið í júni, júlí eða ágúst. Kennt frá 9-12 eða 13-16 fimm daga vikunnar. Mj&g hagstaatt v«r6 - Tölvu- 09 verkfræðiþjónustan *$> Verkfræðistofa Halldórs Kristjánssonar /f\" Grensásvegi 16 • stofnuð 1. mars 1986 «' einstætt foreldri unnið tvöfalda vinnu, utan heimilis og innan, en samt haft tíma til að sinna þessum mikilvæga þætti sem uppeldið er? Kannski misskil ég orðið „vinnu- vernd" en í því ætti að felast að fólk þyrfti ekki að vinna sér til óbóta fyrir lífsnauðsynjum. Það er ekki nema vona að víða sé pottur brotinn í uppeldi barna og fjölskyldutengsl- um. I uppvextinum bjó ég í nábýli við skógarþrestina í vesturbænum. Faðir og móðir ólu bæði önn fyrir ungun- um, þótt eins og vill verkast í ríki náttúrunanr, mér virtist móðirin hugsa meira um líkamlegar þarfir afkvæmanna á meðan faðirinn hreykti sér í hæsta tré og hélt vörð um fjölskylduna. En ábyrgðin var jöfn. Við erum ekki aðeins eftirbátar annarra þjóða heldur eru villtir smá- fuglarnir okkur fremri. Að mínu mati gætu samtök for- eldra, sem hefðu hagsmuni barna að leiðarljósi, verið öflugur félagsskapur sem veitti stjórnvöldum aðhald í þessum efnum og krefðist þess að hagsmunir barna og unglinga væru ekki fyrir borð bornir eins og er því miður núna. Dæmi um það er niður- skurðurinn í skólakerfmu. Er ekki löngu tímabært að ein- stæðar mæður og feður á íslandi taki sig saman og auglýsi í fjölmiðl- um eftir Félagi einstæðra foreldra, sem barðist af einurð hér á árum áður við að halda kjörum einstæðra foreldra í mannsæmandi horfi? Árið 1986 var gerð könnun á veg- um FEF til að varpa ljósi á hvað það kostaði að framfleyta barni á aldrin- um 0-18 ára. Ég man eftir klausu í fréttabréfi félagsins þess efnis að einhver ósköp vantaði upp á að meðlagsgreiðslur dygðu fyrir helm- ingi framfærslukostnaðarins. En hvað svo? Eiga börn einstæðra for- eldra að lifa á tölum í fréttabréfi? Ég minnist þess ekki að félagið hafí gert róttækar aðgerðir til að koma þessum málum í viðunandi horf. Fyrir skömmu var örstutt frétt í Morgunblaðinu þess efnis að félagið væri nú að gera aðra slíka könnun. Hvað hyggst félagið taka til bragðs í þetta sinn þegar í ljós kemur að kr. 14.850,- (framlag beggja for- eldra) dugar engan veginn? Vissulega er góðra gjalda vert að kaupa hús og hýsa foreldra sem hvergi eiga höfði sínu að að halla. En hvað um alla hina sem vinna daglangt í illa launuðum störfum og fá kr. 7.425,- á mánuði sem fram- færslueyri frá hinum aðilanum? Er ekki skylda félagsins að berjast fyrir bættum hag þessara foreldra og barna þeirra? Því miður held ég að í augum almennings séu flóamarkað- ir FEF eina tákn þess að félagið hafi ekki fyrir löngu lagt upp laup- ana. Tryggingalögfjöfin á íslandi er í mörgu orðin úrelt. Skv. henni mætti ætla að börn einstæðra foreldra væru eingetin. Í það minnsta að of mörg þeirra skuli lifa langt undir fátæktar- mörkum. Hvernig væri að taka mið af öðrum þjóðum og koma á kerfi svipuðu því sem þar tíðkast? Á ís- landi þýðir víst ekki að miða við skattaframtöl, en við gætum farið að dæmi Þjóðverja og tekið mið af kringumstæðum beggja foreldra. Fyrst og fremst er brýnt að gera meðlög tekjutengd. Að mínu mati er þessi þáttur undirrót mikils vanda í þjóðfélaginu. Það er mein sem vex ef ekkert er að gert og ætti FEF að ganga þar fram í broddi fylkingar. Eg tel ekki að þeim peningum yrði illa varið sem notaðir yrðu til að koma á fót sérstakri deild, t.d. innan Félagsmálastofnunar eða dómsmála- ráðuneytisins, sem sæi um afgreiðslu þessara mála í hverju tilfelli fyrir sig. Það yrði liður í fyrirbyggjandi aðgerðum og myndi fljótt skila sér í minnkandi kostnaði vegna neyða- raðgerða. Eg vona að þessi orð mín opni augu sem flestra fyrir því hve fár- ánlega er staðið að þessum málum hér á landi. Samanburðurinn við aðr- ar þjóðir ber þess gleggst vitni. Svo væri afskaplega ánægjulegt ef þing- menn gerðu minna af því að eyða tíma háttvirts Alþingis í innbyrðis karp og beittu í staðin kröftum sínum til að gera lagabreytingar er stuðluðu að því að einstæðum foreldrum yrði kleift að sjá börnum sínum faraborða á mannsæmandi hátt. Hðfundw er sjónvarpsþýðandi. i í < í
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.