Morgunblaðið - 28.05.1992, Blaðsíða 29

Morgunblaðið - 28.05.1992, Blaðsíða 29
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 28. MAÍ 1992 29 Reuter. Sjóliðar í Svartahafsflotanum snæða máltíð undir augliti Leníns. Svartahafsflotinn sagður haugur af fljótandi brotajámi Moskvu. Reuter. v NÝGERT samkomulag Rússa og Úkraínubúa um skiptingu Svarta- hafsflotans er talið draga mjög úr líkum á að herir fyrrum Sovét- ríkjanna verði undir sameiginlegri stjórn, en hefur litla hernaðar- lega þýðingu, að sögn sérfræðinga. Hin 380 skip flotans, sem svo hart var deilt um, eru flest talin úrelt og liggja yfirleitt bundin við bryggju vegna skorts á viðhaldi. „Svartahafsflotinn er að verða fljótandi haugur af dýru brota- járni,“ sagði rússneskur hermála- sérfræðingur í grein í blaðinu Moskvufréttum í gær. „Það væru mikil hernaðarleg, pólitísk og efnahagsleg mistök að reyna að viðhalda honum í núverandi mynd.“ Vestrænir sérfræðingar tóku í sama streng; sögðu að skip flotans væru gömul, þau kæmu að litlum notum í hernaði og viðhald þeirra væri þungur baggi á fjárvana samveldisríkjun- um. Síðustu kjarnavopnin voru fjarlægð úr Svartahafsflotanum í byijun maí, að sögn Jevgeníjs Shaposhnikovs, yfirmanns her- afla samveldisins. Samkomulagið um skiptingu flotans er hins vegar talið hafa mikla pólitíska þýðingu, þar sem Rússar virðast með því hafa horf- ið frá þeirri stefnu að halda her- afla Sovétríkjanna sálugu sem mest undir sameiginlegri stjórn samveldisins. Á hinn bóginn kann samkomulagið að auka lífslíkur samveldisins, þar sem illvígasta deilumál tveggja helstu ríkja þess hefur verið leyst. Borís Jeltsín, forseti Rússlands, sagði í gær að hann kunni að kalla hersveitir sem gættu landa- mæra Sovétríkjanna til að gæta landamæra Rússlands. Sum Mið- Asíu lýðveldin hefðu opnað landa- mæri sín við lönd eins og Iran og þar sem ekki væri landamæra- eftirlit innan samveldisins skap- aði slíkt hættu fyrir Rússland. Jeltsín sagðist nú þegar hafa kallað heim sveitir frá landamær- um Tyrklands og Nakhítsjevan- héraðs í Azerbajdshan, þar sem Azerar og Armenar hafa barist að undanförnu. Sérstök nefnd samveldisríkjanna sest brátt á rökstóla til að ákveða framtíð 200.000 hermanna sem höfðu það sérstaka hlutverk að gæta landa- mæra Sovétríkjanna. Það er engin hætta á, að írakar gleymi því hver ræður í iandinu. Myndir af leiðtoganum má sjá hvert sem litið er. innanríkisráðherra og Hussein Kamel Hassan, frændi hans og tengdasonur, sér um hergagnaiðn- aðinn. Odai, sonur Saddams, verður æ valdameiri og einnig yngri bróðir hans, Qusai, sem er yfirmaður leyniþjónustunnar. Þessi samþjöpp- un valdsins í ættinni gerir valdarán mjög ólíklegt. Ilefndin bíður Kúrda Það er aðeins í Kúrdistan, sem stjórnin í Bagdad hefur beðið póli- tíska og hernaðarlega ósigra síðan í stríðinu. Bannið, sem bandamenn settu við flugi íraskra flugvéla fyrir norðan 36. breiddarbaug, og aukinn hernaðarmáttur Kúrda sjálfra neyddu íraska herinn til að hörfa frá þremur héruðum í norðurhluta landsins, Dihok, Arbil og Sulaym- aniyah. Saddam getur þó vafalaust búið við þetta ástand en hann mun örugglega nota fyrsta tækifæri, sem býðst, til að hefna sín. í Irak er það viðkvæðið, að Sadd- am sé öflugri og nokkru sinni fyrr en það er ekki rétt. Hann er að vísu við völd en stríðið og viðskipta- bannið hafa svigt hann öllum áhrif- um utanlands. Iraski herinn ræður enn yfir 2.000 skriðdrekum af 6.000 fyrir stríð og að öðru leyti er hann ekki nema svipur hjá sjón. Stjómmálaleg einangrun íraks er næstum alger og olíuútflutningur hefur ekki hafist aftur. írak er ekki „ljón í fjötrum“ eins og Saddam sagði fyrir nokkru og verður ekki í bráð. ISLANDSMOTIÐ SAMSKIPADEILD •• KOPAVOGSVOLLUR - AÐALLEIKVANGUR Breiðablik - Þór í dag kl. 16 BYKO Mætum öll! Þyrla færir leikmönnum boltann í upphafi leiks. Stgrverð kr. 773.760 Vsk kr. 152.276 =kr. 621.484 VOLKSWAGEN HENTUGUR FYRIR ALLAR STÆRÐIR FYRIRTÆKJA ÁN VSK SÉRBÚINN SENDIBÍLL ® Sparneytinn ® Gangviss © Þægilegur í notkun © Auðveldur í endursölu Fjöldi fyrirtækja hefur valið YW POLO ÁN VSK
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.