Morgunblaðið - 28.05.1992, Blaðsíða 23

Morgunblaðið - 28.05.1992, Blaðsíða 23
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 28. MAI 1992 23 en nokkurn varir? En jafnvel þó að hin verstu ótíðindi dynji yfir okkur, er brýnt að hvika hvergi frá settum markmiðum um stöðugleika og alls ekki að grípa til gömlu gengisfelling- anna. í flestum hagkerfum eru breyt- ingar á gengi eðlilegt hagstjórnar- tæki, en á Islandi eru þær löngu orðnar gagnslausar. Gengisfellingar hafa verið ofnotaðar svo lengi og svo mikið, að allir ættu að kunna að bregðast við þeim. Kostnaðurinn æðir upp og samkeppnisgreinarnar, sem áttu að njóta góðs af breyting- unni sitja í sömu súpunni fyrr en varir, bara enn skuldugri en áður. Við eigum því að forðast gengisfell- ingar líkt og brennt barn forðast eld- inn. Vandamálið er í hnotskurn að ísland er of dýrt. Brýnasta verkefnið er því að lækka kostnaðinn á öllum sviðum. Ef tekjur þjóðfélagsins minnka ehn, verður að lækka kostn- aðinn enn meira. Þegar allt um þrýt- ur er ekki annað að gera en að setj- ast niður með launþegasamtökunum og freista þess að semja um lækkun launa. Þetta er ekki fjarstæða. Það er vel hægt að sýna fram á það með óyggjandi rökum að, ef tekjur þjóð- arinnar skerðast er það af tveimur slæmum kostum mun skárra fyir launþega landsins að lækka laun beint heldur en að þola kaupmáttar- skerðingu af völdum gengisfellingar. Við skulum hvorki vantreysta né vanmeta verkalýðshreyfinguna, heldur gera ráð fyrir að þar á bæ viti menn sínu viti. Og ef við teljum, að einhver árangur hafí náðst, var það fyrst og fremst vegna frjálsra samninga við verkalýðshreyfinguna. Hægt og bítandi komist íslenskt efnahagslíf út úr þeim ógöngum sem það nú er í. Þegar betur árar, þegar batnandi tíð fer í hönd þá skulum við ekki heldur deila við verkalýðs- hreyfinguna heldur semja við hana um skynsamlega skiptingu þess ávinnings. Við verðum alltaf að fara framan að viðsemjendum okkar ekki aftan að þeim. Menn treysta best þeim sem þeir þekkja og án gagn- kvæms traust semja menn trauðla. Umfram allt megum við ekki fagna neinum sigri Jþví engin sigur hefur enn unnist. Eg minnist þess, sem Jóhannes Nordal hafði einu sinni eftir vini sínum útlenskum. Sá taldi, að íslendingar væru allra þjóða seig- astir við að koma sér út úr efnhags- klípum, en því miður virtust þessir hæfileikar nýtast jafn vel til þess að koma sér í sömu klípuna aftur. Þurfum frið og sátt Góðir fundarmenn, hjá Vinnuveit- endasambandi íslands hefur sú skip- an tíðkast lengi, að til áð annast hin margvíslegu og flóknu störf, sem vettfang Vinnuveitendasambandsins tilheyrir er kappkostað að ráða hið allra hæfasta fólk. Hins vegar hafa atvinnurekendur sjálfir skipað fram- kvæmdaráð sambandsis og þannig annast stefnumótun á hverjum tíma. Þessi skipan hefur að allra dómi þótt happadrjúg og því ástæða til að varðveita hana vel. Fyrir þrem árum var ég kosinn formaður þess- ara samtaka og eins og ykkur er öllum vel kunnugt hef ég fyrir löngu sannfærst um að frá og með þessum aðalfundi ætti framandi ferli mínum að ljúka. Enginn á að gegna þessu starfi mjög lengi, hvorki sjálfs síns vegna né samtakanna. Það er for- mannsins á hverjum tíma að vera aðal talsmaður vinnuveitenda og á þeim vettvangi getur enginn verið lengi því að á örskotsstund fara menn að endurtaka sig. Ferskir vind- ar verða alltaf að blása um málflutn- ing Vinnuveitendasambandsins og því er nauðsynlegt að skipta um formann á nokkurra ára fresti. Þegar ég var fyrst kosinn formað- ur þessara samtaka, var það mat mitt að Vinnuveitendasambandið hefði hinum ágætustu starfskröftum á að skipa, mjög góð regla og reiða væri þar á öllum hlutum og fjárhag- urinn góður. Nú þegar ég læt af störfum ætla ég að starfslið og öll vinnubrögð séu ekki síðri og fjárhag- urinn enn betri. Það sem ég helst færi sjálfum mér til tekna í þessu sambandi er að hafa sem minnst nálægt þessum rekstri komið. Og þegar ég lít til baka þá man ég ekki eftir nokkrum sköpuðum hlut, sem hefur verið breytt. Rekstur samtaka sem þessara verður þó alltaf að endurskoða öðru hverju og eflaust er alltaf hægt að gera betur. Starfsumsvif og kostnað- ur við hagsmunagæsluna á vinnu- markaðnum er eitt af þeim atriðum sem við ætlum að taka fyrir hér á fundinum í dag. En þær breytingar, sem við viljum og teljum að þurfi að gera, bíða framtíðarinnar og nýrra manna. Að vel sé á öllum hlutum haldið hjá samtökum atvinnurekenda er öll- um vel ljóst. Við lifum í örsmáu hag- kerfi og aðstæður okkar íslendinga eru ekki góðar. Umfram allt þurfum við frið og sátt svo atvinnulífið fái notfært sér öll þau tækifæri, sem völ er á. Til þess að halda friðinn þurfum við að semja um kaup og kjör í þessu landi. Það er hið veiga- mikla verkefni Vinnuveitendasam- bandsins sem aldrei verður umflúið. Ég vona innilega að í framtíðinni takist Vinnuveitendasambandinu að stuðla að jafnvægi og friði í heilshug- ar samstarfi við launþegahreyfing- arnar og réttkjörin stjórnvöld á hverj- um tíma. Þegar ég tók við starfi formanns fyrir þremur árum, þá vissi ég mátu- lega lítið hvað ég var að gera. Það hafa skipst á skyn og skúrir í þessu starfi, ég neita því ekki að stundum á dimmum dögum hugsaði ég þeim þegjandi þörfina sem fengu mig til þessara starfa, en nú þegar líður að Íokum er allt að sjálfsögðu fyrirgef- ið. Eg minnist þess þegar ég kom hér fyrst að ég hafði orð á því að ég væri útnesjamaður og þekkti hér fáa, en ég hlakkaði til að kynnast ykkur. Þetta hefur allt gengið eftir og engan skugga borið þar á. Ég vil þakka samstarfsmönnum mínum í samningaráði og fram- kvæmdastjórn fyrir einurð þeirra og einbeitni og sérlega góða samvinnu á liðnum árum. Ég vil einnig þakka öllu starfs- fólki Vinnuveitendasambandsins fyr- ir störf þeirra á liðnum árum og fyr- ir ljúf og elskuleg kynni. Síðast en ekki síst vil ég þakka samstarfið við Þórarin framkvæmdastjóra, en við hann hefur samstarfíð verið nánast og mest. Að lokum vil ég þakka ykkur öllum það traust sem mér hefur verið sýnt í þessu starfi, ég þakka ykkur fyrir einhug og samstöðu í hverju máli og að lokum þakka ég vináttu ykkar, ómetanlega. Höfundur erformaður VSÍ. Snyrtisérfræðingur kynnir sumarlitina frá Christian Diorföstudaginn29. þ.m.frákl. 13-18 og laugardaginn 30. þ.m. frá kl. .12-16. Tímapantanir teknar í síma 689505 ef óskað er. HYGEA, KRINGLUNNI. Meim mþúgeturímynchðþér! Verödæmi: Nissan Primera 2000cc stallbakur SLX 4ra dyra, sjálfskiptur, samlæsingar rafdrifnar rúöur og speglar, vökva-og veltistyri, upphituö sæti, 16 ventla, fjölarma fjöörun bein inhspyting. Staögreiösluverð er kr. 1.422.000 Enginn fólksbíll hefur hlotiö jafn einróma lof og Nissan Prímera, enda hefur hann hlotiö öll þau verðlaun sem prýtt geta einn bíl. Fjöðrunin er tekin nánast óbreytt úr einum fullkomnasta sportbíl samtímans, Nissan 300 ZX, þaö finnur hver sem ekur Nissan Prímera aö hann er sportbíll í aðra röndina. í hina röndina er hann rúmgóður og bjartur fjölskyldubíll. Verðið er í einu orði sagt: Frábært. Gerðu samanburð á verði, búnaði og gæðum. Nissan Primera hefur yfirburði sem þú munt kunna að meta. Sýning um helgina frá kl. 14-17.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.