Morgunblaðið - 28.05.1992, Blaðsíða 59

Morgunblaðið - 28.05.1992, Blaðsíða 59
___ « s*m-i\/xi SeSj ÍAM ,8S HúnA(.nfTl/ll/J''I^tl^ÖI^I (iíq/-.JilMUÍJHQM OKGUNBLAÐIÐ IÞROTTIR FIMMTUDAGUR 28. MAÍ 1992 82 59 KNATTSPYRNA /; 1. DEILD - SAMSKIPADEILD Annað tapÍBV heima MeistararVíkings burt með stigin þrjú EYJAMENN fara ekki vel af staö á íslandsmótinu. Hafa nú tapaðtveimurfyrstu leikjunum á heimavelli, fyrst fyrir bikar- meisturum Vals og í gærkvöldi fyrir íslandsmeisturum Vík- ings, 1:2. Cyjamenn voru afspyrnu slakir í Sigfús Gunnar Guðmundsson skrifar fyrri hálfleik. Fengu þá aðeins eitt færi og það kom eftir 25 sek- úndur. Einn Víking- urinn átti glæfra- lega sendingu að marki sínu, Guð- mundur hikaði í út- hlaupinu og þeir Tómas Ingi og Sindri fylgdu fast eftir. Sindri náði boltanum og var í ákjósanlegu færi en brást bogalistin og skaut yfir. Víkingar skoruðu úr fyrsta umtals- vera færi sínu þegar markakóngur- inn frá í fyrra, Guðmundur Steins- son opnaði markareikning sinn á þessu Islandsmóti eftir góðan undir- búning Atla Einarssyni. Víkingar fengu nokkur ágæt færi eftir það. Guðmundur Steins- son fékk fljótlega boltann aftur frá Atla en varnarmenn ÍBV náðu að komast fyrir skotið. Aðalsteinn Aðalsteinsson átti gott skot úr aukaspyrnu af um 25 m færi en Friðrik náði að blaka boltanum yf- ir. En það var svo rétt fyrir leikhlé sem Víkingar komu sér í þægilega stöðu þegar fyrirliðinn Atli Helga- son skoraði í autt markið, einnig eftir sendingu Atla Einarssonar. Eyjamenn gerðu breytingar á liði sínu í leikhléi, Nökkvi Sveinsson kom inná fyrir Sindra Grétarsson og fækkuðu Eyjamenn því um einn í sókn og þéttu miðjuna. Eftir þetta var allt annað að sjá til liðsins og fljótlega hafði Ingi Sigurðsson minnkað muninn og eftir markið gerðu Eyjamenn oft harða hríð að marki Víkinga. Til að mynda átti Tómas Ingi þrumuskot í stöng og síðan buldu skotin að marki Vík- ings; fyrstu átti Huginn Helgason skot í varnarvegginn og Guðmund- ur Hreiðarsson náði að bjarga vel í þrígang — skotum frá Jóni Braga og síðan tvívégis frá Leif Geir. En allt kom fyrir ekki og Víkingar fóru því mjög kátir með sigur af hólmi. 0:1 Atli Einarsson braust upp hægri kantínn á 11. mfn., gaf fyrir á Guðmund Steinsson sem var dauðafrír á vítapunkti. Friðrik Friðriksson náði fyrst að verja með góðu úthlaupi en hélt ekki boltanum sem barst aftur til Guðmundar og þá urðu honum ekkí á nein mistök. 0«3>( mttmfi (Guðmundur Steins- ison sendi laglega inn á Atla Einarsson sem komst í gegnum vorn ÍBV á 44. mín. Hann var í dauðafæri en nafni hans Helgason t enn betra færi og til hans sendi Einarsson knöttinn. Atii Helgason skoraði af öryggi í autt markið. IH^^Brotið var á Bojan ¦ ¦¦¦Bevc vinstra megin við vítateig á 50. min. Ingi Stg- urðsson tók aukaspyrnuna, snéri boltann fallega innað marki og í netinu lenti hann án þess að Guðmundur Hreiðarsson fengi rönd við reist. Lfklega hefur Tómas Ingi Tómasson, sem fylgdi skotinu eftir, truflað Guðmund með því að þykjast ætla að pota í boltann. . Morgunblaöiö/RAX Brœðurnir Steinar Valsari og Olafur Skagamaður Adolfssynir takast á í leiknum í gærkvöldi. Sigurður Jónsson er til hæeTÍ. Rautt og guK á Valsvelli ValurB. Jónatansson skrifar VALUR og Akranes skildu jöf n, 1:1, í fjörugum leik þar sem dómarinn hafði spjöldin mjög á lofti. Alls fengu f imm leikmenn að sjá gula spjaldið og Skaga- maðurinn Sigurður Jónsson var rekinn af leikvelli þegar 15 mínútur voru til leiksloka. Valsmenn voru mun sterkari í fyrri hálfleik og réðu þá gangi leiksins. Þeir náðu þó ekki að ógna marki Skagamanna nema tvívegis en Kristján Finnboga- son markvörður varði lúmsk skot frá Porca og Gunnlaugi. Skagamenn áttu í vök að verjast og náðu ekki upp spili, voru of fljótir að losa sig við boltann er þeir unnu hann. Þeir fengu tvö færi og komu þau bæði eftir aukaspyrnur Sigurðar Jóns- sonar. Þórður Guðjónsson skallaði framhjá í fyrri skiptið og Alexander Högnason í síðara. Síðari hálfleikur var mun jafnari til að byrja með. Bjarki komst í dauðafæri strax á fyrstu mínútun- um en í stað þess að skjóta sjálfur frá vítapunkti gaf hann inn á Þórð sem var rangstæður. Skömmu síðar átti Gunnlaugur Einarsson hörku- skot sem Kristján varði meistara- lega. 0B tffi Aukaspyma var dæmd á Sævar Jónsson rétt utan víta- ¦ I teigs. Haraldur Ingólfsson tók spymuna lyfti knettinum með snúningi yfir varnarvegg Vals með vinstri fæti og setti hann í hægra hornið á 64. mínútu. Giæsilegt mark. 1B «9 Baldur Bragason vann boltann hægra megin í vítateig ÍA, ¦ 1 snéri laglega á vamarmann og renndi á Saiih Porca sem tók boitann viðstöðulaust á markteig og skoraði í vinsta hornið - óverjandi fyrir Kristján Finnbogason á 88. mínútu. Skagamenn fengu aukaspyrnu á 64. mínútu rétt utan vítateigs er Sævar braut á einum Skagamanni. Haraldur Ingólfsson, aukaspyrnu- sérfræðingur Skagamanna, tók spyrnuna og sendi boltann með snúningi yfir varnarvegginn og í hægra hornið hjá Bjarna. „Ég var ákveðinn í að skora. Núna setti ég hann í hægra hornið en í vinstra hornið á móti KR. Maður verður að laga sig að aðstæðum," sagði Haraldur. Eftir markið bökkuðu Skagamenn og freistuðu þess að halda fengnum hlut. Það gekk vel þar til Sigurði Jónssyni var vikið af leikvelli þegar 15 mínútur voru til leiksloka. Sókn Vals þyngdist stöðugt og varð Kristján markvörð- ur tvívegis að taka á honum stóra sínum er hann varði vel þrumuskot frá Gunnlaugi og Porca. Jöfnunar- markið kom þegar aðeins tvær mín- útur voru til leiksloka og var Júgó- slavinn Porca þar að verki eftir góðan undirbúning Baldurs Brag- sonar. Valsmenn voru sterkari í heildina en Skagamenn áttu sín færi. Mikil barátta var í leikmönnum, kannski full mikil á köflum. Júgóslavarnir hjá Val, Dervic og Porca, komust vel frá leiknum og eins Sævar, Jón Grétar, Steinar og Baldur. Kristján Finnbogason var besti leikmaður ÍA og bjargaði oft meistaralega. Luca Kostic og Ólafur Adólfsson vom sterkir í vörninni og miðjumennirn- ir Alexander, Bjarki og Þórður léku vel. Porca var settur á Sigurð Jóns- son og hélt honum niðri lengst af. Steinar Adólfsson meiddist á 51. mínútu eftir samstuð við Sigurstein Gíslason. Hann fékk högg á annað lærið og var borinn af leikvelli. „Ég held að þetta verði allt í lagi og vonandi verð ég búinn að jafna mig fyrir næsta leik," sagði Steinar. Sparkað í línuvörd Þegar Valsmenn jöfnuðu gegn Skagamönnum rétt fyrir leikslok kom áhorfandi hlaupandi að Kristjáni Guðmundssyni línuverði og sparkaði í hann. „Hann var með gulan ÍA-trefil svo það hlýtur að hafa verið stuðn- ingsmaður Skagamanna," sagði Kristján um atvikið. Dómari og línuverðir urðu einnig fyrir aðkasti áhorfenda er þeir gengu inn Valsheimilið eftir leikinn. Atvik sem þessi eiga ekki að geta átt sér stað. Öryggisgæsla var ekki nægileg, en heimaliðið á að sjá um að dómaratríóið komist óhindrað inní búningsklefa. Töluverð ölvun var á meðal áhorfenda. Rauða spjaldið réttilega á loft Sigurður Jónsson var rekinn af leikvelli þegar stundarfjórðungur var til leiksloka fyrir að taka aukaspyrnu áður en dómarinn var búinn að gefa honum merki um að hann mætti framkvæma hana. Margir vora ósammála þessum dómi en skv. knattspyrnulögunum er hann hárréttur. 13. grein knattspyrnulaganna hljóðar svo: „Leikmanni sóknarliðs sem færir knöttinn úr stað til að breyta afstöðunni gagnvart varnarveggnum ber að sýna gula spjaldið. Sama gildir um ef leikmaðurinn tekur spyrnuna áður en dómarinn gefur honum merki um að slíkt sé heimilt, þrátt fyrir að dómar- inn hafi sagt honum að bíða." Tilvitnun lýkur. Þar sem Sigurður hafði áður fengið gula spjaldið var ekkert um annað að ræða en rauða spjaldið. Sigurður verður í leikbanni gegn Fram í 3. umferð 8. júní. Júgóslavar ekkimeð? Knattspyrnusamband Evrópu, UEFA, íhugar nú alvarlega að banna knattspymulandsliði Júgóslavfu að leika i úrslitum Evrópukeppninnar f Svíþjóð í næsta mánuði, vegna alþjoðlegra refsiaðgerða á hendur Serbíu. Ákvörðun í málinu verður tekin á morgun. Dánir eru f viðbragðs- stöðu ef Júgóslövum verður bann- að að leika. Forsvarsmenn júgóslavneska landsliðsins eru þrátt fyrir allt sannfærðir um að þeir fái að leika í Svíþjóð. „Við búumst við þvi að það verði tekið kurteislega á moti okkur þegar við komum tii Sví- þjóðar," sagði Milian Miljanic, framkvæmdastjóri júgóslavneska knattsþyrnusambandsins. Valur-IA 1:1 Valsvöllur, íslandsmótið í knattspyrnu, 1. deild - Samskipadeild - miðvikudaginn 27. |maí 1992. Aðstæður: Völlurinn var blautur og þung- ur. Hæg sunnan átt og rigning öðru hverju, hiti 8 stig. Mark Vals: Salih Porca (88.) Mark ÍA: Haraldur Ingólfsson (63.) Gult spjald: Steinar Adólfsson (37.), Sævar Jónsson (63.), Izudin Dervic (75.), Val. Sig- urður Jónsson (21.), Sigursteinn Gíslason (77.), ÍA. Allir gult fyrir brot. Rautt spjald: Sigurður Jónsson, ÍA (76.). Fyrir að taka aukaspyrnuna áður enn hann fékk heimild til þess frá dómara. i— Dómari: Egill Már Markússon. Var heldur spjaldaglaður og vöktu margir dómar hans furðu. Línuvcrðir. GSsli Björgvinsson og Kristján Guðmundsson. Áhorfendur: 1.104 greiddu aðgang. Valun Bjarni Sigurðsson — Jón Grétar Jónsson Izudin Dervic, Sævar Jónsson — Jón Arnljótur Davíðsson, Ágúst Gylfason, Gunnlaugur Einarsson, Steinar Adólfsson (Bergþór Magnússon 51.), Salin Porca — Baldur Bragason, Antony Karl Gregory. IA: Kristján Finnbogason — Brandur Sigur- jónsson, Luka Kostic, Ólafur Adólfsson — Sigursteinn Gíslason, Bjarki Gunnlaugsson, Sigurður Jðnsson, Sigursteinn Gíslason, Haraldur Ingólfsson (Haraldur Hinriksson 85.) — Arnar Gunnlaugsson, Þórður Guð- jðnsson. ÍBV-Víkingur 1:2 Aðstæður: Austan hávaðarok þvert á völl- <• inn, kalt og völlurinn nokkuð háll. Mark ÍBV: Ingi Sigurðsson 50. mín, Mörk Víkings: Guðmundur Steinsson 11. mín., Atli Helgason 44. mín. Gult spjald: Atli Helgason 8. mín. fyrir að brjóta á Tðmasi Inga eftir að flautað hafði verið, Guðmundur Ingi Magnússon 77. mfn. fyrir að spyrna boltanum burt eftir að innk- ast var dæmt. Rautt spjald: Enginn. Dómari: Karl Gunnlaugsson. Hafði góð tök á leiknum. Lfnuverðir: Einar Sigurðsson og Pjetur Sigurðsson. Áhorfendui". Fékkst ekki uppgefið. ÍBV: Friðrik Friðriksson — Omar Jóhanns- son, Heimir Hallgrímsson, Elías Friðriksson — Huginn Helgason, Jón Bragi Arnarsson Bojan Bevc Rútur Snorrason (Ingi Sigurðs- son 39 mín.) — Leifur Geir Hafsteinsson, Tómas Ingi Tðmasson, Sindri Grétarsson. (Nökkvi Sveinsson 45. mín.). VíkingunGuðmundur Hreiðarsson — Þor- steinn Þorsteinsson, Janni Zilnik, Helgi Bjarnason — Helgi Bjarnason, ólafur Árna- son, Aðalsteinn Aðalsteinsson, Atli Helga- son, Guðmundur I. Magnússon, Hörður Theódórsson — Guðmundur Steinsson (Helgi Sigurðsson 78. mín.), Atli Einarsson (Tomislav Bosjnak 90. mfn.). Kristján Finnbogason, ÍA. Bjarni Sigurðsson, Izudin Dervic, Salih Porca, Sævar Jónsson, J6n Grétar Jðnsson, Steinar Adólfsson, Gunnlaugur Einarsson', Baldur Bragason, Val. Luca Kostic, Alex- ander Högnason, Ólafur Adólfsson, Þórður Guðjónsson, Bjarki Gunnlaugsson, Haraldur Ingólfsson, ÍA. Huginn Helgason, Tómas Ingi Tómasson, Nökkvi Sveinsson, Ingi Sig- urðsson, ÍBV. Guðmundur Hreiðarsson, Þorsteinn Þorsteinsson, Atli Einarsson, Atli Helgason og Aðalsteinn Aðalsteinsson, Vfk- ingi. LJ
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.