Morgunblaðið - 28.05.1992, Blaðsíða 39

Morgunblaðið - 28.05.1992, Blaðsíða 39
 «?> jfQQI 1. )t(3M MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 28. MAÍ 1992 M rffffTFl?! 39 A slóðum Ferðafélags Islands: Nesjavallaveg- ur - Háhryggur eftir Sigurð Kristinsson Með nýja Nesjavallaveginum urðu aðgengilegar fjölmargar gönguleiðir um Mosfellsheiði, Dyrafjöll og á Hengil, sem gnæfír yfir á leið austur og er mikið eftiríæti fjallgöngu- manna suðvestanlands. Hér verður þó ekki um hann fjallað en vikið að fylgifjöllum hans til landnorðurs, Dyrafjöllum, en þar ber hæst Kýr- dalshrygg og Háhrygg. Stuðst er við upplýsingar frá kunnugum manni, Guðmundi Jó- hannessyni, sem bjó á Nesjavöllum árin 1924-1928 og síðan 30 ár í Króki í Grafningi. Hann dvelur nú í hárri elli í Reykjavík, er vel ern og hefur trútt minni. Til landnorðurs frá Hengli ganga Dyrafjöll, sem eru móbergshryggir með dalaskorum á milli. Næst Hengli er Kýrdalshryggur og ber einna hæst. Austan hans er Kýrdalur, sem nær upp undir austanverð kletta- belti Hengils. Austan Kýrdalsins er svo hálendisbrúnin fyrir ofan gufu- virkjunarsvæðið, sem kennt er við Nesjavelli. Þar er frábær útsýn til austurs og norðausturs, sem einnig er nefnt landnorður hér um slóðir. Háhryggur er í framhaldi af Kýr- dalshrygg. Milli þeirra er allmikill slakki og þar er gamli Dyravegurinn nærri Háhryggnum. Nesjavallaveg- ur er þar einnig en nokkru nær Kýrdalshrygg. Austan við Háhrygg eru Svínahlíð og Rauðuflög, þar sem Dyravegur liggur niður rétt hjá Hjallatorfu, sem var fornt skógarí- tak Hjallakirkju í Ölfusi. Skógurinn er nú eyddur. Neðan Hjallatorfu og Rauðuflaga kemur svo láglendið við Nesjavelli. Vestan Kýrdalshryggjar er Skeggjadalur, sem gengur inn og þrengist að Vörðuskeggja á norður- brún Hengils. í framhaldi dalsins er Sporhelludalur með móbergsklöpp, sem hestafætur hafa um aldir mótað í svo glðgga götu að hún er nú hné- djúp og vel það. Þarna er Dyravegur- inn. í framhaldi til landnorðurs er alllangur dalur, sem heitir Vatns- stæði en er ranglega^ nefndur Spor- helludalur á kortum. í Vatnsstæðum er tjörn a einum stað. í framhaldi Vatnsstæða er Illagil og Vegghamr- ar vestan þess. Er þá skammt niður að Grafningsvegi fyrir ofan Hestvík. Vestan Sporhelludals hallar vest- ur í Dyradal og liggur gamli vegur- inn um þröngt skarð eða gljúfur niður í dalinn. Þarna heita Dyr og bera vegurinn, dalurinn og fjöllin nafn af þeim. Vestan Dyradals er miklu lægri og flatari háls að víðum flæmum Mosfellsheiðar. Þarna er Sköflungur í hánorðri en Dyradals- hnúkur til hægri við hann og miklu nær. Rismesti hnúkur Hengils, Vörðu- skpggi, nýtur sín vel héðan séð, þar sem hann trónir eins og tröllaukin nautskrúna gegn norðanáttinni. Nefndar verða nokkrar gönguleið- ir, fyrst til suðurs upp að háfjallinu: 1. Eftir Kýrdal upp undir kletta í Hengli. Útsýn er til norðurs og austurs. 2. Eftir Kýrdalshrygg upp að Hengli. Útsýn er til vesturs, norð- urs og austurs. 3. Eftir Skeggjadal, sem þrengist Áslóðum Ferðafélags íslands inn að Hengli, klettar til beggja handa. 4. Eftir hryggnum vestan Skeggjadals. Utsýn vestur og norður. Leiðir til norðurs: a) Norður eftir háhrygg og er glæsileg sýn til flestra átta. Ganga má eftir endilöngum hryggnum og að Grafningsvegi. b) Norður eftir Vatnsstæðum og síðar austan eða vestan Illagils. Er þá skammt á Grafningsveg fyrir ofan Hestvík. Mikill gróður er í Vatnsstæðum og skýlt í aust- an- og vestanáttum. c) Eftir hálsinum vestan Dyra- dals norður í Folaldadali austan Sköflungs og eftir glöggri götu norðan Jórutinds og niður í Hest- vík. Gatan er gamall heybands- vegur meðan heyjað var í Fol- aldadðlum. Hér má velja um fjölda leiða eftir áhuga og aðstæðum. Ekki treystir undirritaður sér til að dæma um hver þeirra sé best eða skemmtileg- ust. Þó má nefna að hvergi er styttra að ganga á Hengil en frá Dyrafjöll- um, þar sem Nesjavallavegur liggur yfir þau. Brottför er 28. maí kl. 13. Njótum samfylgdar á fögru land- svæði. Höfundur er fyrrverandi kennarí. Fj ölskyldudagur á Pizza Hut I dag er upplagt fyrir fjölskylduna að koma á Pizza Hut og gæða sér á gómsætri fjölskyldupizzu. Börnin fá frían íslurk frá Emmess. Fjölskyldupizzan er heil máltíð fýrir 4-6 manns. Cerðu þér dagamun og komdu með fjölskylduna á Pizza Hut í dag. pi^ga •*» 4lut . Hótel Esju^ími 68 08 09 • Mjódd, sími 68 22 08 5 Tækifæri til að gera góð bílakaup fyrir sumarið! NOKKUR DÆMI: Tegund Árgerð Staðg. verð Afsl.verð 1 SubaruSédan 1988 750.000,- •; 690.000,- Nissan March GL 198-7 370.000,- 320.000,- 1 SuzukiFox410 1988 630.000,- 530.000,- V Mazda626GLX2,0 1985 390.000,- 290.000,- 1 MMC Lancer ST 1986 400.000,- 290.000,- BMW316 1986 650.000,- 530.000,- Ford Escord XR3I 1984 490.000,- 410.000,- FíatUno45 1987 250.000,- 190.000,- Peugot 205 GR 1987 390.000,- 320.000,- Lada Safír 1987 150.000,- 95.000,- ;;' Lada Sport 1987 330.000,- 270.000,- OPIÐ: Fimmtudaginn 28. maí kl. 13-17, Virka daga kl. 10-19 og laugardaga kl. 13-17 ENGIN ÚTBORGUN RAÐGREfÐSLUR TIL ALLT AÐ18 MÁNAÐA SKULDABRÉF TIL ALLT AÐ 24 MÁNAÐA Bílaumboðið hf Krókhálsi 1-3, Reykjavík, sími 686633 og 676833 í notuðum bílum
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.