Morgunblaðið - 28.05.1992, Blaðsíða 2

Morgunblaðið - 28.05.1992, Blaðsíða 2
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 28. MAI 1992 I I f; I I I 1 I Evrópubandalagið: Evrópubandalagið hefur haf- ið rannsókn á innflutningi á járnblendi sem framleitt er í lýðveldum fyrrum Sovétríkj- anna og Júgóslavíu, auk Svíþjóð- ar, Noregs, Venesúela, Brasilíu og íslands, vegna kvartana frá framleiðendum innan Evrópu- bandalagsins um undirboð. Jón Gengur í hús og býður hjónabandsmiðlun: ítrekaðar kvartanir til lögreglu MAÐUR nokkur hefur stundað þá iðju í ýmsum borgarhlutum að undanförnu að ganga í hús og bjóða hjónabandsmiðlun af ýmsum toga. Hefur fólk ítrekað kvartað undan manninum við lögreglu sem hefur nú mál þetta í athugun. Maður þessi var dæmdur fyrir hórmang fyrir um tveimur árum síðan. Maðurinn hefur boðið tvö ólík dreifibréf eftir því hvort um konu eða karl er að ræða sem svarar honum. Konunum er boðin ókeypis þjónusta við að finna maka eða vini en körlum er gert að borga 300 krónur fyrir að fá sendan upplýs- ingabækling um konur sem eru í leit að vinskap, sambúð eða gift- ingu. Fullum trúnaði er heitið í báðum tilfellum. Samkvæmt upplýsingum lögregl- unnar hefur hún áður þurft að hafa afskipti af manni þessum vegna svipaðra mála en þessar kvartanir nú eru til athugunar hjá embættinu. ----» ♦ » Sigurðsson, framkvæmdastjóri íslenska járnblendifélagsins, segir að þetta sé framhald á rannsóknum sem hafi komið upp annað slagið allan síðasta ára- tug. Jón sagði að þetta væri gömul saga því Evrópubandalagið hefði fyrst fyrirskipað rannsókn í þess- um efnum 1982-83. Sú rannsókn hefði beinst gegn þessum sömu löndum að frátöldum Sovétríkjun- um og Brasilíu. Niðurstaðan hefði verið sú að samið hefði verið við Evrópubandalagið um lágmarks- verð. í kjölfarið hefðu komið fram undirboð frá öðrum löndum eins og Brasilíu og þessi rannsókn hefði verið endumýjuð 1988-89. Nú hafí fyrrum lýðveldi Sovétríkjanna komið inn á þennan markað með undirboð af miklum krafti og skap- að öllum framleiðendum í Vestur- Evrópu óskaplega erfíðleika og enn ein rannsóknin verið sett af stað. Þetta skipti okkur engu máli því þess væri að vænta að samkomu- íag um Evrópska efnahagssvæðið yrði komið til framkvæmda þegar niðurstöður rannsóknanna lægju fyrir. Morgunblaðið/KGA Geysisterkt bridsmót hafið Eitt sterkasta bridsmót sem haldið hefur verið á íslandi hófst á Hótel Holiday Inn í gærkvöldi. Mjög sterkar erlendar sveitir eru mættar til leiks, m.a. landslið Pólvetja, sem keppa mun við heimsmeistara- sveit íslands. Þjóðimar hafa ekki mæst við græna borðið síðan í fyrra, þegar ísland vann Pólland í eftirminnilegum úrslitaleik í Heimsmeistarakeppninni í Japan. Mótið er haldið í tilefni af 50 ára af- mæli Bridsfélags Reykjavíkur. Kvótasala gæti þýtt meiri rösk- un byggða en áður hefur þekkst - segir Dagbjartur Einarsson, formaður SÍF Enn heitast á Vopnafírði ENN er heitt á Norð-Austurlandi og komst hitinn í 22,7 stig á Vopnafirði í gær. Spáð er áfram- haldandi hita þar í dag, en á föstudag kólnar með hægri breytilegri átt um allt land. A Raufarhöfn komst hitinn í 22 stig í gær og 21,3 stig á Mánár- bakka á Tjörnesi. Á Egilsstöðum komst hitinn í 20,6 stig. í SETNINGARRÆÐU sinni á aðalfundi Sambands íslenskra fiskfram- leiðenda á Hótel Sögu í gær sagði Dagbjartur Einarsson, formaður SÍF, að átt hefði sér stað stórkostleg eignatilfærsla í formi kvóta- sölu til stærri fyrirtækjanna sem yrðu sífellt stærri. „Sumir kalla þetta hagræðingu en ég tel að þetta gæti leitt til meiri byggðarösk- unar en átt hefur sér stað á þessari öld og ef við ætlum að halda uppi atvinnu í landi verðum við ekki aðeins að stöðva þessa þróun, við verðum að snúa henni við,“ sagði Dagbjartur. Dagbjartur sagði að enginn mætti skilja orð sín sem svo að hann væri alfarið að kenna kvóta- kerfinu um þetta hörmulega ástand. „En við hljótum að spyija okkur hvort við höfum gengið til góðs götuna fram eftir veg,“ sagði hann. Sjá nánar um aðalfund SÍF á miðopnu. Dagbjartur Einarsson gerði kvótakerfið m.a. að umtalsefni í ræðu sjnni. Um það sagði hann m.a.: „Á sama tíma og vertíðarbát- amir sigla kvótalausir í land eftir að hafa verið að dóla þetta með örfáar trossur í nokkrar vikur flýst sífellt meira af kvótanum yfir á togarana og einkum frystitogar- ana. Nú hefur myndast ný atvinnu- grein í útgerðinni, vertíðarbátar eru famir að veiða fyrir stóru frystihúsin sem eiga það mikinn kvóta að þau komast ekki yfir hann sjálf. Þegar við samþykktum kvótann yfír okkur á sínum tíma var það talin neyðarráðstöfun til þess að vemda fískistofnana. Enginn árangur virðist hafa orðið af þeim vemdaraðgerðum því í ár hefur kvótinn verið minnkaður, fímmta árið í röð. Eftir stendur að átt hef- ur sér stað stórkostleg eigna- tilfærsla í formi kvótasölu til stærri fyrirtækjanna sem sífellt verða stærri og einkum hefur kvótinn farið yfír á frystitogarana." Norræni kvikmynda-og sjónvarpssjóðurmn: Karlakórínn Hekla fær 18 milijónir kr. NORRÆNI kvikmynda-og sjón- varpssjóðurinn mun veita kvik- myndinni Karlakórinn Hekla styrk að upphæð 18 mityjónir króna. Þessi ákvörðun var tekin á fundi sjóðssins í Stokkhólmi í Vitavörðurinn á Hombjargsvita meðal nýstúdenta: Varðskipsmenn sátu yfir í prófunum - sagði Ólafur Jónsson vitavörður ÓLAFUR Jónsson, vitavörður á Hombjargsvita, var meðal nýstúd- enta frá Fjölbrautaskólanum á Selfossi í vor. Námið hefur tekið hann fimm ár og hafa prófin ýmist verið tekin í vitanum eða á Selfossi. Þegar prófin hafa verið í vitanum hafa varðskipsmenn setið yfir Ólafi og gætt þess að allt færi fram eftir bókinni. í sumar mun Þór Vigfússon skólameistari gera sér ferð í vitann og afhenda Ólafi prófskírteinið, en það var hann sem rak Ólaf í námið. „Það urðu nú fleiri þúsundir stúdentar," sagði Ólafur, sem er kominn í vitann á ný að loknum prófum og vildi lítið gera með áfangann og þá staðreynd að hann stundaði námið utanskóla. „Fjölbrautaskólinn á Selfossi var næstur," sagði hann. „Það var eiginlega Þór Vigfússon sem rak mig í námið. Ég fékk þær bækur sem um var að ræða, nú svo las ég þetta í rólegheitum. Sum próf- in tók ég héma. Þeir komu með þau stýrimennirnir á varðskipun- um og sátu yfír mér og tóku próf- ið til baka. Sumt tók ég á Sel- fossi þegar ég kom þangað í frí á vorin og ég var einmitt að klára þetta núna og er nýkominn hingað aftur. Auðvitað fékk ég nokkuð metið í byijun. Ég er með iðnrétt- indi. Var skipasmiður. Svona gekk þetta fyrir sig einhvern veginn og svo einn góðan veðurdag var þetta búið. Nú, ég verð að halda áfram og ná mér í réttindi til að- fara í verk- fall og ætla ég í sagnfræði í Há- skólanum í haust. Ég get þá kannski betur skilið þann boðskap sem Morgunblaðið ber þegar nám- inu er lokið.“ Ólafur sagðist hafa gott næði til að lesa en það gætu komið upp vandamál þegar í Háskólann væri komið, þar sem langt væri á bóka- söfn. „Það er alveg sama. Það verður leyst einhvem veginn,“ sagði hann. „Ég er nú búinn að dunda við stúdentsprófið í fímm ár og ég les mikið hvort sem er og það er þá allt í lagi að lestur- inn hafí tilgang. Svo er hugsan- legt, ef ég hætti einhvern tíma þessu vitavarðarstarfí, að ég gæti notað prófið. Það eru fímm ár síð- an ég kom hingað. Alkar taka einn dag í einu en ég tek eitt ár og er að byija sjötta árið hérna." Mjög erfíðlega gekk að ná sam- bandi við Ólaf fram eftir degi og það var ekki fyrr en komið var undir kvöld að farsíminn hans svaraði. „Þér tókst að ná þessu í fímm tilraunum en þetta verð ég að búa við,“ sagði hann. „Ef þeir fara að einkavæða símann þá hlýt ég að fá einhveija úrlausn." vikunni. Það er kvikmyndafélag- ið Umbi sem framleiðir myndina en leikstjóri er Guðný Halldórs- dóttir. Að sögn Ólafs Ragnarssonar, sem sæti á í stjórn sjóðsins fyrir íslands hönd, var alls tekin ákvörðun um styrkveitingar að upphæð 70 milljón- ir króna á þessum fundi sjóðsins. Auk Karlakórsins Heklu hlutu myndimar Kalli og englamir frá Noregi, Heima hjá mér frá Dan- mörku og Lengi lifi Eistland frá Finnlandi styrki. Ólafur Ragnarsson segir að á fundinum hafi verið til meðferðar 17 mjög vænleg kvikmyndaverkefni en því miður hafí ekki verið unnt að styrkja fleiri. „Það er ljóst að þörfin fyrir fjármögnun á norrænum samstarfsverkefnum á þessu sviði er mikil og þó sjóðurinn hafi úr 400 milljónum króna að spila í ár dugir það hvergi nærri til að anna eftir- spum eftir fjármagni," segir Ólafur. Norræni kvikmynda-og sjón- varpssjóðurinn var stofnaður 1990 en með þessum styrkveitingum nú hefur hann veitt fé til yfir 100 kvik- mynda- og sjónvarpsverka á starfs- ferli sínum. Þar af eru 37 kvikmynd- ir, 11 sjónvarpsmyndir og 54 heim- ildar- og stuttmyndir. Sjóðnum var komið á fót af Norðurlandaráði og er ætlað að starfa í fímm ár frá stofnun. Undirboð á jám- blendi athuguð Island á meðal þeirra landa sem eru í athugun
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.