Morgunblaðið - 28.05.1992, Blaðsíða 21

Morgunblaðið - 28.05.1992, Blaðsíða 21
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 28. MAI 1992 21 Hjúkrunarheimilið Sunnuhlíð: Ný deild fyrir alz- heimersjúklinga Miðvikudaginn 20. mai voru lið- in 10 ár frá þvi að Sunnuhlið, hjúkrunarheimili aldraðra í Kópa- vogi var vígt. Það var ákveðið árið 1979 að níu frjáls félagasam- tök byndust samtökum um bygg- ingu hjúkrunarheimilis fyrir aldr- aða í Kópavogi. Staðið var fyrir almennri fjársöfnun meðal Kópa- vogsbúa og lagði nánast hvert heimili fram fjárhæð sem jafngilti hálfu strætisvagnafargjaldi á dag í sérstaka söfnunarbauka sem dreift var. Byggingaframkvæmdum lauk í maí 1982 og verður vígsluhátiðin lengi í minnum höfð, því þar mættu yfir 3.000 manns til að fagna vel unnu verki. Fyrsti sjúklingurinn, sem var Þórður Þorsteinsson á Sæbóli var innritaður 5 dögum síðar, en síðan þá hafa 325 sjúklingar verið innritað- ir og notið hjúkrunar og umönnunar í lengri eða skemmri tíma. Upphaflega voru 38 sjúkrarúm í hjúkrunarheimilinu, en á þessum 10 árum hefur starfsemi verið flutt til í húsinu til að rýma fyrir fleiri sjúkra- rúmum og er nú gert ráð_ fyrir að þau geti verið allt að 54. í október á síðasta áíi tók til starfa ný lang- þráð deild sem innréttuð hafði verið fyrir Alzheimer-sjúklinga og sjúkl- inga með önnur heilabilunarein- kenni. Með opnun þessarar nýju deildar var framkvæmdum við breyt- ingar á hjúkrunarheimilinu, sem staðið höfðu í rúmlega 2 ár að mestu lokið. Einu verkefni er þó ólokið, en það hefur setið á hakanum af ýmsum ástæðum þar til nú, en það er frá- gangur við lóð Sunnuhlíðar. Á aðal- fundi fulltrúaráðsins, sem haldinn var í mars sl., var samþykkt sú til- laga að beina þeim eindregnu tiímæl- um til aðildarfélaganna að þau styddu þetta lokaátak við bygging- una á afmælisárinu, „hvert með sín- um hætti og af sömu mannúðarhug- sjón og dugnaði sem einkennt hefur stuðning aðildarfélaganna frá upp- hafi". Jafnframt var samþykkt að leita eftir stuðningi Kópavogsbúa og annarra velunnarar Sunnuhlíðar við þetta verkefni. Af þessu tilefni er tekið á móti framlögum á hlaupa- reikning 700 í Sparisjóð Kópavogs. I veislu sem haldin var sl. sunnu- dag í tilefni afmælisins kom vel fram sá einhugur og samheldni sem ríkir hjá félögunum og fleiri aðilum um þetta verkefni, en þar gáfu þau flest ásamt Sparisjóð Kópavogs höfðing- legar gjafir sem renna eiga til lóðar- framkvæmdanna. Stjórn og fulltrú- aráð Sunnuhlíðar vill færa öllum þessum aðilum innilegar þakkir fyrir þann mikla stuðning og ræktarsemi sem þessir aðilar hafa enn einu sinni sýnt Sunnuhlíð. Þeir klúbbar og félög sem standa að Sunnuhlíð (Sunnuhlíðarsamtökin) hafa frá fyrstu tíð stutt dyggilega við starfsemina, hver á sinn hátt. Armstrong KERFIS-LOFT Yíir 250 gerðii af loítaplötum. CMC- upphengikeríi oglím. Leitið tilboða EINKAUMBOÐ TEPPABÚDIN BYGGINGAVORUR SUDURLANDSBRAUT 26. SÍMI 91-681950 Þau hafa með fjárframlögum, sjálf- boðavinnu og gjöfum á tækjum og búnaði staðið að baki þeirri uppbygg- ingu sem átt hefur sér stað í hjúkrun- arheimilinu. Aðildarfélög Sunnuhlíð- arsamtakanna eru nú: Soroptimista- klúbbur Kópavogs, Rotaryklúbbur Kópavogs, Rauða kross deild Kópa- vogs, Lionsklúbburinn Muninn, Li- onsklúbbur Kópavogs, Lionessuklúb- burinn Ýr, Kvenfélag Kópavogs, Kiwanisklúbburinn Eldey, Kirkjufé- lag Digranessóknar og JC Kópavog- Almennur lífeyrissjóður VIB starfar sem séreignarsjóður. Framlög sjóðsfélaga eru séreign hans og inneign erfist við andlát. VlB VERÐBRÉFAMARKAÐUR fSLANDSBANKA HF. Ármúki 13a, 108 Roykjavík. Síml 68 15 30. Sumar 1992 LITRIKAR DYNUR & SESSURI SUMARBÚSTADINN Sumarið er framundan með tilheyrandi sumarbústaðaferðum og útivist. Við hjá Lystadún-Sæland hf. erum komin í sumarskap og getum því sannarlega teki vel á móti þeim sem þurfa arThuga'áð sérsniðnum dýnum og sessum fyrir sumarbústaðj^neða.jafnvel bílinn! Dýnur & sessur ó veröndiná Hafðu samband við okkur sem fyrst. LYSTADUN-SNÆLAND hf Skútuvogi 11 12 4 Reykjavík S ími 8 14 6 5 5 I 6 8 5 5 8 8 Sendum f póstkröfu um land ailt.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.