Morgunblaðið - 28.05.1992, Blaðsíða 42

Morgunblaðið - 28.05.1992, Blaðsíða 42
42 MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 28. MAI 1992 frá Jörfa — Minning Fæddur 16. apríl 1892 Dáinn 24. maí 1992 Þorkell Guðmundsson frá Jöfra, Akranesi, lést á Sjúkrahúsi Akra- ness að morgni dags 24. maí sl. Að áliðnum degi fóstudaginn 22. maí kom ég að hvflu hans og sá að komið var að hinstu kveðju- stund. Hann gat ekki mælt, en hann rétti mér höndina og gaf til kynna að hann skynjaði nærveru mína, það brá ljóma á andlitið þessa stuttu stund og hlýtt var hans hinsta handartak, eins og svo mörg frá liðinni tíð. Það mun hafa verið á síðasta hausti sem hann sagði við mig, mig langar til að ná settu takmarki og verða 100 ára, en svo vil ég fara fljótlega úr því, og sú ósk er nú uppfyllt. Ég hygg að Þorkell hafi verið sá lánsmaður í lífinu að fá margar óskir sínar uppfylltar. Hann var ákveðinn og stefnufastur og hamingjan var honum oft hliðholl. Ég skrifaði afmælisgrein um Þorkel 100 ára 16. apríl sl. þá grein fékk hann að heyra og virt- ist ánægður. Ég ætla ekki að endurtaka þá grein. En mér er bæði skylt og ljúft að senda nokk- ur kveðjuorð þegar þess er óskað til þessa mæta manns, sem veitt hefur ótaldar ánægjustundir á liðnum árum. Þorkell er mikill ís- lendingur í sér. Hann elskaði land- ið sitt fagra, auðlegð þess, fegurð og hreinleika. Hann naut þess að ferðast 'um landið og sjá náttúrufegurðina, stórtækar fram- kvæmdir, uppbyggingu til sjávar og sveita. Hann var hygginn fjár- málamaður, einnig framfaramað- ur á mörgum sviðum. hann fylgd- ist mjög vel með öllu sem er að gerast í íslensku menningarlífi og athafna, einnig af erlendum vett- vangi. hann var á sínum tíma mjög glaður yfir að heimsækja Vestur-íslendinga í Kanada, hann hreifst af gestrisni þeirra, menn- ingu og dugnaði og þá ekki síður af ást þeirra á íslandi. Þorkell hafði frá mörgu að segja, reyndar ævibrautin löng og viðburðarík. Þorkeli veittist sú ánægja að fá Sigrúnu Stefánsdótt- ur sjónvarpsstjömu í heimsókn á sl. vetri til upptöku á sjónvarps- þættinum „Fólkið í landinu", allt fór það að óskum. Nú svo leið tíminn og 100 ára afmælið gekk í garð, undir það síðasta fór heils- an að gefa sig, en vegna hans sterka vilja var settu takmarki náð, með sóma. Það sem var honum efst í huga var þakklæti til starfsfólksins á dvalarheimilinu Höfða. Þeirra sem í forustu fara og allra hinna sem þar gegna störfum. Hann gat aldr- ei, að honum fannst, lofað þjón- ustu og viðkynningu þessa fólks sem vert var, svo var þakklætið honum ofarlega í huga. Þess vegna hélt hann þessum vinum sínum glaða samverustund kvöldið fyrir afmælisdaginn. Þótt lasinn væri var hann alsæll eftir þessa góðu samverustund, sem var sú síðasta að sinni. Hann var líka alsæll yfír að fá systkini sín öll í heimsókn. Ánægjan var mikil yfir hve afkom- endur hans og fjölskyldur veittu vinum og vandamönnum vel, þeim sem komnir voru langt að vegna þessara merku tímamóta í lífi hans. Það er harmur í hugum margra hér á Höfða og nágrenni, sem þekktu þennan hugprúða höfðing- lega heiðursmann, sem fallinn er frá 100 ára, engu að síður má samfagna honum yfir að þrautum öllum er lokið, og þeir verða marg- ir sem biðja honum fararheill á eilífðarlandið og þakka góð kynni, drengskap og vináttu til margra samvistarára. Þá segir fólkið í dag, það er sjónarsviptir að heimilishöfðingj- anum látnum, hann átti hlýjan hug hjá öllu fólkinu sem hér lifir sitt ævikvöld og mörgum fleirum. Þorkell var maður hress, virðu- Iegur, hispurslaus, ákveðinn og glaður í daglegu viðmóti. Hann ★ GBC-Pappírstætarar Þýsk framleiðsla Ýmsar stærðir og gerðir fáanlegar OTTO B. ARNAR HF. Skipholti 33-105 Reykjavík Símar 624631 / 624699 FAKAFEN111 SÍMI: 68 91 20 Opið alla daga frá kl. 9-22 vár. maður .prúður loglkúrtéis, ;þó J gamansamur og grallari þegar til- efni gafst til. Hann var enginn lognmollumaður, skoðanir hans voru skýrar, hann var ófeiminn við að segja meiningu sína. hann var umtalsfrómur, góðgjarn mað- ur og vinur vina sinna, minnugur og sagði vel frá, greindur maður og gegn, sem eftir var tekið hvar sem leið hans lá. Ég mun geyma minningu góða um þennan aldna vin minn, sem stóð upp úr sæti sínu og gekk mér í mót, þegar ég kom út á Höfða, með útrétta vinarhönd og hýr á brá. Sæll og blessaður, gaman að sjá þig, þetta var hans venjulega viðmót og bætti við, komdu nú inn til mín og segðu fréttimar. Hann bar fyrir mig öl og sælgætisskál og sagði: Þú verður að þiggja þetta lítilræði, það gleður mig alltaf að sjá þig. íslensk gestrisni var honum í blóð borin, þessi virðulega þjóðar- hefð er menningarlegt atriði varð- andi gó_ð kynni, sambúð og vináttu fólks. íslenskt sveitafólk er alið upp við þessa virðulegu þjóðar- hefð, og það eru fleiri. Vonandi lifir gestrisnin sem lengst með ís- lensku þjóðinni. Við þessi þáttaskil fækkar ferð- um til vina, ég mun sakna Þor- kels, en einnig samgleðjast honum yfir að vera komin í þann áfanga- stað sem okkar allra bíður. Úr því . iemJcomið _var, þá var-þetta.besta - lausnin. Við geymum góða minningu um mætan samtíðarmann, sem lífgaði upp á umhverfi sitt og veitti gleði inn í hvers manns hjarta sem var í hans umhverfi. Ég tek mér það vald að flytja hér kæra þökk fyrir góð samvistarár á Höfða, fyrir hans dagfarsprúða viðmót og vin- arhug. Ég þykist vita að undir þá kveðju til vina sinna á Höfða vildi hann glaður taka. Á Höfða leið Kveðja: Fæddur 24. júní 1938 Dáinn 10. maí 1992 Manni þykir það einkennilegt að vinur skuli kveðja og það er ekkert við því að gera. Hann fer og kemur aldrei aftur, en lifir þó áfram í hjarta manns og huga. I mínum huga kemur hann ekki til með að deyja. Þessi maður var góður maður og þó að hann segði ekki margt var alltaf hægt að finna fyrir gæsku sem bjó innra með honum, á hlýju handtaki og augntilliti þegar hann kvaddi. Ámi Laugdal var fordóma- honum 4/el-og-það kunni hannÆel að meta. Hann bar hlýja þökk í bijósti til allra á þeim mæta stað. Okkar hinsta kveðja, hjónanna og ferðafélaganna, til þessa heið- ursmanns er hugljúf og af hjartanu gefin, fyrir ómældar ánægjustundir, drengskap og vin- áttu, megi hann vera umvafínn örmum þess sanna frelsara sem hann treysti ævinlega best. Blessuð sé minning heiðurs- mann- s. Valgarður L. Jónsson. laus og skapandi listamaður, hann var og hann verður alltaf. Þrátt fyrir mikla erfiðleika og veikindi á lífsleiðinni, virtist hann hafa upp- runalegu sálina inni í sér, barnssál- ina, sál Guðs. Ég kann hvorki né kæri mig um að skil- greina fólk samkvæmt lærðri þjóðfélags- legri sundurhlutan, heldur hvem og einn eftir þeirri mannúð sem býr innra með honum. (Halldór Laxness) Margrét H. Gústafsdóttir, vinur. * Ami Laugdal Minning: Þorbjörg Þórhalls- dóttir - Kveðjuorð Fædd 2. júní 1919 Dáin 15. maí 1992 Mig langar með örfáum orðum að minnast elskulegrar tengdamóð- ur minnar, Þorbjargar Þórhallsdótt- ur, sem lést á hjartadeild Landspít- alans aðfaranótt 15. maí sl., eftir stutta sjúkralegu. Er ég kom inn á heimili hennar fyrir nákvæmlega 10 árum, ásamt ungri dóttur minni, fann ég strax hvílíkur mannvinur og stórbrotin persóna hún var. Við mæðgurnar nutum sömu hlýjunnar og höfðings- skaparins og allir hinir Qölskyldu- meðlimirnir frá fyrsta degi. Obba, eins og hún var jafnan kölluð, átti stóra fjölskyldu sem hún gerði sér far um að halda saman. Í fyrstu fannst mér dálítið undarlegt að öll fjölskyldan skyldi koma saman hjá henni alla sunnudaga, þar sem hún var jafnan búin að útbúa góða veislu með heitu kakói og heimabökuðu meðlæti, en seinna fann ég hve þetta var ótjúfanlegur hluti af til- verunni, þessar Ijölskyldustundir á Skeiðarvoginum. Hún þeyttist um með veitingamar og sá til að böm- in og tengdabömin hefðu nóg lestr- arefni og bamabömin næðu vel saman við Ieiki. Eins og gefur að skilja var oft glatt á hjalla, því fjölskyldan telur 30 manns. Rædd voru málefni líð- andi stundar og tók Obba jafnan fullan þátt í þeim umræðum. Aðdáunarvert er hvernig þessari litlu, kviku, dugmiklu konu tókst að koma börnunum sínum 8 til mennta, því þau em öll háskóla- gengin, en Obba varð einstæð móð- ir árið 1964, er ástkær eiginmaður hennar, Ari Kristinsson, féll frá aðeins 42 ára að aldri. Varð sami sjúkdómur þeim hjónum báðum að aldurtila. Aldrei heyrðist hún kvarta og virtist sátt við sitt hlutskipti. Fjölskyldan sat í fyrirrúmi og ekk- ert mannlegt var henni óviðkom- andi. Hún gaf svo mikið, bæði í andlegum og veraldlegum skilningi, en þáði svo lítið. Ég vil þakka henni samfylgdina, sem varð allt of stutt og þakka henni allt sem hún var okkur. Hvíl kæra vina í friði. Helga. Grein þessi hafði mislagst er birt voru minningarorð um hina látnu á dögunum. Er beðist velvirðingar á því. Dagnr aldraðra: Messur í dag HATEIGSKIRKJA: messa ídag kl. 11. Sr. Arngrímur Jónsson. LAUGARNESKIRKJA: Messa í dag k. 14. Sr. Guðlaug Helga Ásgeirsdóttir, prestur aldr- aðra, prédikar. Sóknarprestur þjónar fyrir altari. Valgerður Jónsdóttir les ritningarorð. Sóknarnefnd býð- ui* upp á kaffiveitingar í safn- aðarheimilinu eftir guðsþjón- ustu. AKRANESKIRKJA: í dag kl. 14. Karl Gfslason kristniboði flytur ávarp. Sóknarnefndnin býður til kaffidrykkju eftir messu. Organisti Jón Ólafur Sigurðs- son. Fyrirbænaguðsþjónustá í dag k. 18.30. Beðið fyrir sjúk- um. Kjörvari og Þekjukjörvari — kjörín viðarvörn utanhúss Þurfir þú að mála við utanhúss, hvort sem um er að raeða sumarhús, glugga eða grindverk, þarftu fyrst að ákveða hvers konar áferð þú óskar eftir. Sé ætlunin að halda viðaráferðinni skalt þú nota Kjörvara sem er gegnsæ viðarvöm og til í mismunandi litum. Ein til þrjár umferðir nægja, allt eftir ástandi viðar. Kjósir þú aftur á móti hálfhyljandi áferð, sem gefur viðnum lit án þess að viðarmynstrið glatist, mælum við með Þekjukjör- vara sem einnig fæst í mörgum litum. Tvær umferðir eru í flestum tilvikum nóg. Sé viðurinn mjög gljúpur skal grunna hann fyrst með þynntum glær- um Kjörvara og mála síðan yfir með Þekjukjörvara. málninghf Næst þegar þú sérð fallega málað hús - kynntu þér þá hvaðan málningin er — það segir sig sjálft —
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.