Morgunblaðið - 28.05.1992, Blaðsíða 25

Morgunblaðið - 28.05.1992, Blaðsíða 25
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 28. MAÍ 1992 ------------------------------------------------------------------- 2£ Framhaldsaðalfundur Lögmannafélags íslands: Tillaga stjórnar um greiðsl- ur í ábyrgðarsjóð var felld FRAMHALDSAÐALFUNDUR Lögmannafélags Islands felldi á mánu- dag tillögu stjórnar um greiðslur til ábyrgðarsjóðs félagsins sem ætlað er að standa undir greiðslum á því tapi sem gjaldþrot eða fjárþurrð lögmanna veldur viðskiptamönnum sínum. Ragnar Aðalsteinsson, for- maður Lögmannafélagsins, segir þetta þýða að tekjur Lögmannafélags- ins og þar með bæði ábyrðgarsjóðs og námssjóðs félagsins dragist saman um 70-80% frá síðasta ári og þeir verði í raun óvirkir. I tillðgun- um fólust einnig breytingar sem miðuðu að því að skylda lögmenn til að skilja á milli eiginfjár lögmannsstofa og fjármuna viðskiptavina og um eftirlit félagsins og trúnaðarendurskoðenda þess. Lagði Ragnar fram bréf á fundinum frá dómsmálaráðherra þar sem hann lýsir sig reiðubúinn að beita sér fyrir lagabreytingu í haust í samræmi við tillög- ur stjórn.iriiinar. Ragnar segir að með niðurstöðu fundarins stefni að því að sjálfstæði lögmannasléltarinnar verði skert og það leiði til skerð- ingar á réttarðryggi í landinu. Sagði Ragnar að sjóðnum hefðu borist óskir um háar greiðslur yegna gjaldþrota eða á bilinu 10 til 15 millj- ónir króna og farnar væru að berast beiðnir um greiðslur vegna gjald- þrots nýverið sem næmu svipaðri upphæð. Sagði Ragnar að menn ótt- uðust að fleiri gjaldþrot á næstunni. Að sögn Ragnars mun réttarfars- breytingin sem tekur gildi 1. júlí hafa í för með sér að tekjur ábyrgða- sjóðsins minnki verulega. Fálagið hefur auk árgjalda haft tekjur af svokölluðum málagjöldum, sem lögð eru á öll þingfest mál í héraði og Hæstarétti en stjórn félagsins gerði tillögu um að við þá breytingu sem tekur gildi 1. júlí renni málagjöld vegna innheimtu tékka, víxla og skuldabréfa einnig til félagsins. Þá var lagt til að lagður verði sérstakur skattur að upphæð 15.000 krónur á hvern félagsmann á þessu ári sem renni óskipt í ábyrgðarsjóðinn og að helmingur heildartekna félagsins renni til sjóðsins í stað 20% eins og verið hefur. „Á aðalfundi í mars sögðust menn ekki vera reiðubúnir að borga í svona sjóð þar sem lögmannafélagið, sem á að hafa eftirlit, hefur engin virk úrræði til að framkvæma eftirlitið og bregðast við ef stjórnin finnur eitthvað athugavert. Þá var aðal- fundinum frestað og stjórnin samdi tillögur um breytingar á málfundar- lögunum sem kváðu á um að lög- menn skyldu halda aðgreindu fé við- skiptamanna sinna og bókhaldi yrði þannig fyrir komið að hvenær sem. er væri hægt að fá vottorð frá endur- skoðanda lögmannsins þess efnis að viðskiptamannafé hans væri til reiðu," sagði Ragnar. „Því er ekki að leyna- að það er ekki alveg samstæður hópur innan Lögmannafélagsins. Auk lögmanna sem stunda almenn lögmannsstörf RAX Bera Nordal forstöðumaður Listasafns íslands með einn viðhafn- arbúninginn sem verður á sýningunni. Listasafn Islands: Sonur Jórdaníukon- ungs opnar sýning'- una 2.000 ára litadýrð PRINS Feisal Bin Al Husein, sonur Husseins Jórdaníukonungs, mun á laugardaginn opna fyrir hönd Noor Al Hussein drottning- ar Jórdaníu, sýninguna: 2.000 ára litadýrð, mósaikmyndir og búningar frá Jórdaníu og Palestínu í Listasafni íslands en Noor drottning er verndari sýningarinnar. Elstu verkin á sýningunni eru 1.500 ára gömul. Sýningin verður opnuð fyrir almenning sunnudaginn 31. maí kl. 12 og henni lýkur 26. júlí nk. Hún verður opin alla daga nema mánudaga milli kl. 12 og 18. Þetta er í fyrsta skipti sem listaverk frá þessum heimshluta eru sýnd á íslandi. Annars vegar verða sýnd mósaikverk, sem eru hluti klassískrar, rómverskrar menningar og kristinnar býs- anskrar menningar, hins vegar viðhafnarbúningar kvenna, bæði úr hirðinga- og bændasamfélög- um, er rekja má til íslamskrar menningar. Sýningin spannar nær tvö þúsund ára menningu þessa svæðis og lýsir ólíkum menningar- straumum. Mósaikverkin sem sýnd verða á efri hæð safnsins voru fengin að láni frá Þjóðminjasafni Jórdan- íu. Sýningunni á neðri hæð hússins verður skipt í tvo hluta. Annars vegar verða til sýnis búningar, úr einkasafni frú Widad Kawar sem býr í Amman, hins vegar fylgihlutir og skart sem voru ómissandi þáttur búninganna. Frú Widad Kawar kom hingað til lands í gærmorgun en hún hyggst aðstoða við að stilla bún- ingunum upp og vera viðstödd opnun sýningarinnar. eru þar einnig mánaðarkaupsmenn sem starfa hjá bönkum, lánastofnun- um, samstökum og ýmsum fyrirtækj- um. Þeirra afstaða til tillagnanna mótaðist af því að þeirra aðstaða er allt önnur en okkar," sagði Ragnar. Þá sagði hann að lögmenn sem eingöngu fengjust við innheimtu hefðu talið að greiðslur í ábyrgðarstj- óðinn myndu fyrst og fremst lenda á þeim. Þetta sagði Ragnar þó byggt á misskilningi þar sem flestar lög- mannsskrifstofur fengjust við inn- heimtur. Tillögur stjómarinnar þurftu sam- þykki aukins meirihluta fundar- manna eða 66,6% atkvæða til að öðlast gildi. Niðurstaðan varð að til- lögur stjórnar fengu 55-60% at- kvæða og voru því felldar. Ég tel að með þessari aðgerð höf- um við verið að stefna að því að sjálf- stæði lögmannastéttarinnar verði skert. Verði fleiri gjaldþrot á næstu mánuðum tel ég að það verði póli- tískt óhjákvæmilegt að eftirlitinu verði þvingað á okkur og þá hugsan- lega falið utanaðkomandi aðila, sem er óheppilegt," sagði Ragnar. STEINAR WAAGE SKÓVERSLUN fþróítaskór Verð kr. 2.495,- Stærðir: 36-46 Litur: Hvítur. Póstsendum samdægurs. 5% staðgreiðsluafsláttur. Toppskórinn, Veltusundi, sími 21212 Domus Medica, Egilsgötu 3, sími 18519 Kringlunni, Kringlunni 8-12, sími 689212 J. Félagar fá Vaxtalínubol um leið og beir skrá sig - þeim að kostnaðarlausu. ^NBÚNAMRBANKl A/ÍSLANDS
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.