Morgunblaðið - 28.05.1992, Blaðsíða 22

Morgunblaðið - 28.05.1992, Blaðsíða 22
22 mí ÍAM ,88 j\ ÍDAaUTMMII 0IQA48HUÍ MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 28. MAI 1992 ________ ........ Fögnum engum sigri því það hefur eng- inn sigur unnist enn - sagði EinarOddur Kristjánsson íræðu á aðalfundi VSÍ Morgunblaðið birtir hér á eftir i heild ræðu Einars Odds Krist- jánssonar, fráfarandi formanns VSÍ, á aðalfundi samtakanna í síð- ustu viku. Það er undantekning en ekki regla, að blaðið birti ræð- ur í heild. Hins vegar telur Morgunblaðið tilefni til að koma á framfæri þeim sjónarmiðum, sem Einar Oddur Krisrjánsson lýs- ir í þessari ræðu: „Strax á síðastliðnu sumri varð ljóst að ekki blési byrlega fyrir ís- lenskum atvinnuvegum á næstunni og að á árinu '92 mundu tekjur þjóð- arinnar ekki vaxa heldur minnka. Þjóðhagsstofnun gaf á haustdög- um út spá sína um framvindu efna- hagsmála á næsta ári. Þó fátt væri þar urh ljósa punkta, mat VSÍ horf- urnar enn verri. Okkur var því nokk- ur vandi á höndum. Það varð að ráði að við gáfum út okkar eigin spá. Þar var dregin upp mun dekkri mynd. Mestu munaði, að VSÍ taldi að því miður mundi bygging nýs álvers enn frestast um óákveðinn tíma. VSÍ hlaut ámæli margra fyrir þessa svartsýni. Við töldum okkur ekki eiga annan kost, en að segja söguna eins og við vissum hana réttasta, hvorki of eða van. Þetta gekk eftir. Mat VSÍ frá sl. hausti reyndist mjög raunsætt. Það var við þessar aðstæður sem vinnuveitendur mættu viðsemjendum sínum í september síðastliðnum til að undirbúa nýja kjarasamninga. Frá upphafi lögðum við megin áherslu á að umfram allt yrðu kjarasamingar að tryggja svo vel sem auðið yrði áframhaldandi stöðugleika efna- hagslífsins. Þetta markmið, ásamt því að tryggja hér kaupmátt og at- vinnu, næðist helst með því að fram- lengja alla kjarasamninga óbreytta. Með óbreyttum launagreiðslum væri möguleiki á að framleiðslufyrirtækin héldu velli, verðbólgan yrði engin og rýrnun kaupmáttar lítil. Hagsmunir fólks og fyrirtækja færu saman. Aðstæður yrðu að sjálf- sögðu mjög erfiðar, en þó lang skásti kosturinn sem völ væri á. A þessu hömruðum við sýknt og heilagt, bæði í ræðu og riti, fjölmiðlum og á fundum, allsstaðar þar sem því varð við komið, allan tímann, sem á samningastappinu stóð, þ.e.a.s. í nær átta mánuði. Viðsemjendur okkar, verkalýðs- hreyfingin, átti erfitt með að sam- þykkja þetta. Þó sýndi hún mikla stillingu þennan langa samningstíma og í raun kom margsinnis fram, að hún gerir sér ljósa grein fyrir þeim mikla vanda, sem þjóðfélagið á við að stríða. Engra tilhneiginga var heldur vart í þá veru að pólitísk öfl reyndu að spilla fyrir samningaum- leitunum. Þetta er bæði framför og fagnaðarefni svo oft á Hðnum árum og áratugum, sem pólitísk skamm- sýni við gerð kjarasamninga hefur valdið tjóni. Niðurstaðan varð sú, sem öllum er vel kunnug, að ríkis- sáttasemjari lagði fram miðlunartil- lögu, sem nú hefur verið samþykkt nær alls staðar. Raunar náðist sam- komulag um alla þætti, nema launa- liðinn, 1,7 prósent kauphækkun. Við samþykktum þessar kauphækkanir þrátt fyrir að í þvf fælist nokkur uppgjöf frá þeim skýru markmiðum, sem við höfðum sett okkur. Mikilvægir kjarasamningar í þessum kjarasamningum eru mörg mikivæg atriði, sem ég vil nefna: í fyrsta lagi, að í samningnum er engin kaupmáttartrygging, enda ekki hægt að tryggja kaupmátt með neinu móti öðru en verðmætasköp- uninni sjálfri. Slíkar tryggingar hafa heldur aldrei verið nema til að blekkja. Þær eru í raun gagnslausar eins og allar aðrar verðtryggingar. Á ég þá ekki hvað síst við verðtrygg- ingu fjárskuldbindinga. Þetta er í raun allt uppfinning manna sem heldur vilja lifa með yerðbólgu en berjast gegn henni með oddi og egg. Það var því afar mikilvægt í þessum samningum að fá launþega í raun til að staðfesta, að það er verðmæta- sköpunin sjálf, sem er eina trygging- in sem völ er á. Vonandi verður þetta til þess, að aðrar slíkar verðtrygging- ar verða afnumdar og upp ljúkist augu þeirra sem haldnir eru verð- tryggingarblindunni. Annað atriði, sem ég vil nefna varðandi þessa kjarasamninga, er láglaunabæturnar, sem nú eru mið- aðar við áttatíu þúsund króngur. Þannig er tryggt, að kaupmáttur þeirra, sem lægstar hafa atvinnutekj- urnar rýrnar alls ekki heldur mun hann örugglega aukast á samnings- tímanum. 011 þekkjum við þær heit- strengingar, sem gerðar hafa verið í kjarasamningum á liðnum árum, þ.e. að nú skyldi hagur þeirra, sem verst eru settir, hafa allan forgang. Og öll þekkjum við líka þá sorgar- sögu hvernig þessi góðu áform hafa alltaf runnið út í sandinn og orðið að engu. Við skulum vona, að þetta form haldi og hér sé fundin aðferð, sem dugar þannig að kjarabætur til þeirra lægst launuðu hlaupi ekki upp allan launastigann, eins og alltaf hefur gerst áður. í þriðja lagi vil ég nefna það at- riði, sem í raun er þungamiðja þess- ara samninga, en það er að gengi íslensku krónunnar verði óbreytt á samningstímanum. Samkeppnisat- vinnuvegunum er með þessu skorinn mjög þröngur stakkur. Öllum má vera ljóst að með 1,7 prósent hækk- un launa og óbreyttu gengi er teflt á tæpasta vað. Allir atvinnuvegir landsmanna eiga við verulega erfiðleika að etja þessa stundina. Taprekstur í físk- vinnslu er umtalsverður, margar greinar iðnaðarins eru í heljargreip- um og samdráttur sverfur að allri byggingar- og verktakastarfsemi, verslun og hinum margvíslegu þjón- ustugreinum. Allt er þetta á ystu nöf. Þrátt fyrir þessa stöðu sam- þykktum við miðlunartillöguna. Það var fyrst og fremst ein ástæða fyrir þessari afstöðu. Hún var sú að með því að framlengja samningana á þennan hátt héldu atvinnuvegirnir þó einu eftir — en það er vonin. Að eiga von í framtíðinni er heilmikið: Við eigum von um að hér skapist það efnahagsumhverfi, að fyrirtækin gqti bætt hag sinn innan frá, við eigum þá von, að verðbólga geti hér orðið sú lægsta í Evrópu og þannig lækki raungengið smátt og smátt og samkeppnisstaða íslenskra fyrir- tækja batni að sama skapi. Við eigum þá von, að hér myndist skilyrði til hagvaxtar þegar fram líða stundir og kjör allra geti batnað og að sá bati verði byggður á nýrri verðmæta- sköpun. En til að þessar vonir ræt- ist.leyfist engum að skorast úr leik. Samkeppnishæfni atvinnurekstrar Samkeppnishæfni íslensks at- vinnurekstrar er ekki einvörðungu mál þeirra fyrirtækja, sem keppa á hinum harða markaði, hvort heldur erlendis eða hér innanlands. Sam- keppnishæfnin ræðst af verðmynd- uninni í þjóðfélaginu, af sérhverjum kostnaðarþætti. Því eiga hér allir hlut að máli. Margir líta á kostnaðar- hækkanir hér, langt umfram kostn- aðarhækkanir erlendis sem vanda- mál útfiutnings og samkeppnisgrein- anna sem sér komi ekkert við. Fjöldi aðila bæði í opinberum, hálfopinber- um og í einkarekstri hafa í skjóli lögverndaðrar einokunnar eða ákaf- lega takmarkaðrar samkeppni kom- ist upp með að starfa af miklu ábyrgðarleysi. Þetta, ásamt stjórn- leysi í fjármálum ríkis og sveitarfé- laga hefur valdið hér viðvarandi óða- verðbólgu í nærri tvo áratugi og tjóni, sem aldrei verður hægt að meta til fulls. Allt þjóðfélagið reyndi smám saman að aðlagast þessari endileysu og framtak einstaklinganna hefur í allt of mörgum tilfellum fyrst og fremst beinst að fánýtri spákaup- mennsku í stað þess að byggja hér upp trausta og varanlega atvinnu- vegi. Þannig höfum við kastað mögu- leikum okkar á glæ, þeim möguleik- um að byggja hér upp íslenskt at- vinnulíf, sem jafnvel myndi færa þjóðinni bestu lífskjör, sem þekkjast. En við verðum að trúa því að mik- ill og almennur skilningur sé að vakna fyrir því, að þessari vitleysu verður að linna. Við skulum trúa því, að íslenskum stjórnvöldum sé mikil alvara í að hemja útgjöld hins opinbera og þó sitthvað sýnist hverj- um um aðgerðir stjórnvalda nú sem endranær þá er eitt öðru fremur sem ég vil nefna til marks um að stjórn- völdum sé alvara. En það er frum- varp það, sem lagt hefur verið fyrir Alþingi um ný lög um Seðlabanka íslands þar sem skýrt og skorinort er fram tekið, að markmið Seðla- bankans skuli aðeins vera eitt, þ.e. að varðveita með öllum ráðum verð- gildi íslensku krónunnar. Og við verðum einnig að trúa því að þær miklu breytingar í verslun, viðskipt- um og öllum samskiptum milli þjóða, sem nú eru að eiga sér stað færi okkur aukna samkeppni allsstaðar, svo að allskyns einbkun og fákeppni verði brotin á bak aftur. Að sjálf- söðgu er ég hér að tala um EES- samninginn og GATT-viðræðurnar. VSÍ lýsti frá upphafi fullum og óskoruðum stuðningi við EES-við- ræðurnar. Fyrir tveimur árum helg- uðum við aðalfund samtakanna þessu máli og ítrekuðum rækilega og heils hugar stuðning okkar. Nú er evrópskt efnahagssvæði að verða að veruleika á næsta ári og er full ástæða að óska til hamingju þeim, sem best og ötulast hafa barist fyrir framgangi málsins. Mín skoðun er sú að með tilkomu Evrópska efna- hagssvæðisins sé komin á framtíðar- skipan mála í öllu samneyti og sam- skiptum íslands við Evrópuþjóðir- og það álit breytist í engu hvort sem þær þjóðir í EFTA, sem með okkur eru í dag, verði í framtíðinni fleiri eða færri. Jafnvel þó að ísland verði bara eitt eftir ásamt Liechtenstein, ætti þessi samningur að vera asætt- anlegur kostur. Þessi samningur gef- ur okkur óteljandi tækifæri. En í hendurnar fáum við ekkert ókeypis eins og fjölmargir hafa bent á. Is- lendingar verða að sækja allan hugs- anlegan ávinning með eigin ramm- leik. Engin þjóð mun hafa minnsta ávinning af slíkri samningagerð, nema sú þjóð sem heldur uppi aga og stöðugleika á öllum sviðum efna- hagsmála, varðveitir verðgildi mynt- ar sinnar, hemur útgjöld hins opin- bera og heldur verðbólgu í skefjum. Það má því fullyrða að viðleitni aðila vinnumarkaðarins á undanfónum árum til að skapa hér verðbólgulaust samfélag hafí verið einskonar for- vinna til þess að við getum í framtíð- inni notið ávinnirigs í n£jum og frjáls- um samskiptum við aðrar þjóðir. Viðræðurnar um GATT munu von- andi hefjast aftur og nýtt samkomu- lag mun líta dagsins Jjós fyrr en síð- ar. Það mun hafa áhrif á fjölmarga þætti þjóðlífsins en þó langmestan á íslenskan landbúnað, sem lengi hefur notið algjörar verndar. Sú vernd mun minnka verulega og því mikils um vert, að íslensk landbúnaðarfram- leiðsla fái tækifæri til að þróast og aðlagast nýjum heimi. Offarar í landbúnaðarmálum VSÍ hefur alltaf talið sér skylt að stuðla að því að íslenskur landbúnað- Einar Oddur Kristjánsson „ Við skulum hvorki van- treysta né vanmeta verkalýðshreyfinguna, heldur gera ráð fyrir að þar á bæ viti ménn sínu viti. Og ef við teljum, að einhver árangur hafi náðst, þá var það fyrst og fremst vegna frjálsra samninga við verkalýðs- hreyfinguna." ur þróist þannig, að hann megi halda velli í framtíðinni í þeirri vaxandi samkeppni, sem mun óhjákvæmilega bíða hans, líkt og annarra atvinnu- vega. Og að sú þróun eigi sér stað í sem mestri sátt við sem flest, þ.e. bæði íslenska bændur og neytendur. Því hefur Vinnuveitendasambandi, ásamt Alþýðusambandi Islands, BSRB og Stéttasambandi bænda tekið þátt í þeirri vinnu að reyna að móta nýja og breytta landbúnað- arstefnu. Þetta hefur verið ákaflega erfitt og tímafrekt verk. Fyrstu til- lögurnar voru lagðar fram í febrúar 1990, um nýjan búvörusamning vegna sauðfjárbúskapar. Nú nýlega hafa svo litið í dagsins ljós nýjar til- lögur um skipan mála í mjólkuriðnað- inum. Mönnum hefur sýnst sitt hvað um ágæti þessa starfs og margir orðið til að gagnrýna það að hér séu stigin alltof stutt skref í þá átt að auka hagkvæmni landbúnaðarfram- leiðslunnar. Þeir, sem þetta segja, kunna að hafa margt til síns máls. En á hitt ber þó að líta að hér er við ramman reip að draga og vanda- málin mýmörg og margslungin. Það er sannfæring okkar að íslensk land- búnaðarframleiðsla verði svo sannar- lega að eiga sér framtíð og að því eigi að vinna með öllum ráðum. ís- lenskur landbúnaður er snar þáttur í atvinnulífi okkar og okkur ber að treysta grundvöll hans, ekki síður en annarra atvinnugreina. Landbún- aðurinn mun ná umtalsverðum árangri þegar bestu landbúnaðar- héruðin fá að njóta landgæða sinna, verðmyndunin er frjáls og bóndinn nýtur sjálfur þekkingar sinnar, dugn- aðar og gerhygli. ' Við búum við alltof hátt matvæla- verð og neytendur munu ekki una því endalaust. En þeir, sem vilja eyða þeim vanda með frjálsum innflutn- ingi á niðurgreiddum matvælum eru offarar, sem örugglega munu færa þjóðinni fleiri og erfíðari vandamál en þeir leysa. Við eigum í dag örugg- lega við nógu mörg félagsleg og efnahagsleg vandamál að stríða þó ekki bætist við sú upplausn, sem óhjákvæmilega hlytist af því, að sveitir landsins færu í auðn á skömm- um tíma. í mínum huga er engum vafa undirorpið að sú mikla vinna, sem Vinnuveitendasambandið hefur lagt fram við þessi erfiðu mál á full- komlega rétt á sér og mun skila okkur miklum árangri og þó rétt sé að skrefin séu of stutt og árangurinn sé enn sem komið er of lítill, þá hef- ur öðrum ekki gengið betur að losa þessa miklvægu atvinnugrein úr þeim frumskógi fáranlegra reglna og laga, sem svo lengi hafa hrjáð hana og komið í veg fyrir að fyllstu hagkvæmni yrði náð. Því tel ég, að þeir sem að þessu hafa unnið eigi lof skilið en ekki last. Fjárfestingar Landsvirkjunar Mér hefur orðið tíðrætt um land- búnaðinn vegna þeirra miklu breyt- inga, sem þar eru framundan. En það sama á við um alla aðra þætti atvinnulífsins, sem með einum eða öðrum hætti hafa búið við fákeppni eða lögskipaða vernd. Þeir verða all- ir að búa sig undir meiri kröfur um meiri hagkvæmni og lægra verð. Enginn er hér undanskilinn, innflutn- ingsverslunin mun missa sín einka- umboð og á að missa þau. Útflutn- ingsleyfi hverfa og eiga að hverfa. Hárbeitt verðvitund fólks ein getur útrýmt því okri sem allt of lengi hefur viðgengist í skjóli verðbólgunn- ar. Meira að segja orkufyrirtækin komast ekki hjá því að sinna þeim kröfum, sem til þeirra verða gerðar þ.e., að selja íslenskum iðnaði orku á lægra verði en samkeppnisaðilarnir erlendis eiga völ á. I dag er raforku- verð til íslensks iðnaðar haldið mjög háu í skjóli þess, að virkjanir eru hérlendis afskrifaðar á fjörutíu árum í stað sjötíu til áttatíu ára eins og víðast er gert annars staðar. Lands- virkjun hefur til dæmis á síðastliðn- um fjórum árum fjárfest fyrir rúma þrettán milljarða á sama tíma og orkusala þeirra hefur minnkað. Hún virðist ekki þurfa á því að halda að leita markaðar fyrir vöru sína. Talið er að virkjuð ónotuð raforka sé nú um 600 gígawattstundir. Á sama tíma eru fjárfestingar ónotaðar út um allt og þúsundir manna ganga atvinnulausir. Dýrt bankakerfi Við skulum ekki gleyma bönkun- um og peningastofnunum. Það hefur lengi verið vitað að íslenska banka- kerfið er mjög dýrt í rekstri og mikl- ir möguleikar til að lækka þann kostnað og veita ódýrari þjónustu. Viðskiptalífið allt skiptir miklu að svo verði. I kringum þessa kjarasamn- inga hafa umræðurnar um vexti ver- ið fyrirferðarmiklar. Vinnuveitenda- sambandið ásamt Alþýðusamband- inu lagði mikla áherslu á, að grund- völlur yrði skapaður fyrir verulegri lækkun bæði nafnvaxta og raun- vaxta. Samkomulag tókst milli allra aðila málsins um að gera allt til að svo mætti verða. Það samkomulag var lykilatriði varðandi afstöðu laun- þega til miðlunartillögu ríkissátta- semjara. Ríkissjóður tók frumkvæðið í málinu og vextir hafa lækkað nokk- uð og er afar áríðandi að sú þróun haldi áfram. Vextir eru kostnaður og það mikill kostnaður á framleiðsl- unni. Nú á tímum kreppu og atvinnu- leysis verður því að gera allt sem hægt er til að vextir verði svo lágir sem frekast er unnt. Raunvextir hafa verið mjög háir hér undanfarin ár og það hefur verið mikil gósentíð hjá fjármagnseigendum, en það verð- ur engum raunvöxtum haldið uppi til lengdar, nema það takist að skapa hagvöxt í samfélaginu. Raunvextir, sem brenna upp atvinnulífið, eru skammvinnur gróði. Það er að minnsta kosti hægt að ætlast til þess að stjórnendur lífeyrissjóðanna sjái, að háir raunvextir stoða lítt, þegar engin verða eftir iðgjöldin. Þannig hafa fjármagnseigendur sömu hagsmuna að gæta, þeirra, að at- vinnulífíð fái rými og hér verði stöð- ugur hagvöxtur, ekki minni, helst meiri en hjá öðrum þjóðum Evrópu. Þannig og aðeins þannig bætum við lífskjör hér á landi og það er ekki minna hagsmunamál vinnuveitenda en samtaka launþega að skapa grundvöll fyrir aukinni velmegun til handa íbúum þessa lands. Samkeppnishæfni íslands Hið raunverulega stríð stendur um samkeppnishæfni íslands, um það að við getum keypt og selt. Við skul- um vona að takast megi að skapa efnahagsumhverfí sem í raun sé hægt að byggja á. Eins og ég gat um í upphafi er augljóst að stefnt er á ystu nöf með þeim kauphækkun- um, sem um hefur verið samið. Og þá er ekki nema eðlilegt að spurt sé. Hvað, ef það hörmulega gerist að ytri aðstæður verða áfram andsnúnar okkur? Hvað ef mögru árin verða sjö líkt og í Egyptalandi forðum? Hvað verður, ef afli dregst enn saman og viðskiptakjörin halda áfram að versna? Eru þá ekki allar þessar vonir að engu orðnar, verður þá ekki gengisfelling óhjákvæmileg og verð- bólgan, meða allri sinni vitleysu og sóun, haldi innreið sína á ný áður
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.