Morgunblaðið - 28.05.1992, Blaðsíða 30

Morgunblaðið - 28.05.1992, Blaðsíða 30
30 MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 28. MAI 1992 ffairgiistiÞInttfr Útgefandi Framkvæmdastjóri Ritstjórar Fulltrúar ritstjóra Fréttastjórar Ritstjórnarfulltrúi Árvakur h.f., Reykjavík Haraldur Sveinsson. Matthías Johannessen, Styrmir Gunnarsson. Þorbjörn Guðmundsson, Björn Jóhannsson, Árni Jörgensen. Freysteinn Jóhannsson, Magnús Finnsson, Sigtryggur Sigtryggsson, Ágúst Ingi Jónsson. Björn Vignir Sigurpálsson. Ritstjórn og skrifstofur: Aðalstræti 6, sími 691100. Auglýsingar: Aðal- stræti 6, sími 691111. Afgreiðsla: Kringlan 1, sími 691122. Áskriftar- gjald 1200 kr. á mánuði innanlands. i lausasölu 110 kr. eintakið. Banvænt reylgar kóf - drepum í sígarettunni Ognvænlegar fréttir spurð- ust um heimsbyggðina í síðustu viku eftir útkomu hins virta brezka læknablaðs, Lanc- et. Þar voru birtar niðurstöður | í nýrri rannsókn á áhrifum tób- aksreykinga. Hún var gerð á einni milljón manna og stóð yfir í sex ár. Meginniðurstaðan er sú, að skaðsemi reykinga er miklu alvarlegri en áður var talið og þótti víst flestum nóg um fyrir. Samkvæmt rannsókn brezku vísindamannanna deyr fimmti hver maður af völdum tóbaksreykinga. í skýrslunni segir, að af 1.250 milljónum íbúa í þróuðu ríkjunum muni 250 milljónir manna deyja af völdum reyk- inga, eða fimmti hver maður. Þetta er álíka fjöldi og allir íbúar Bandaríkjanna. Einn skýrsluhöfundanna, Richard Peto prófessor, segir: „Flestir vita, að reykingar eru skaðlegar en fáa hefur órað fyrir því, hve hættulegar þær eru. Það skiptir öllu, að fólk átti sig á þessum tölum. Það, sem við stöndum nú frammi fyrir, er barnaleikur hjá því sem verður, ef engin breyting verð- ur á lífsháttum reykinga- manna. Margir halda, að reykingar séu eitthvað, sem geti hugsan- lega leitt til dauða á gamals- aldri, en svo er ekki. Helmingur reykingamanna mun deyja á miðjum aldri, tapa 23-24 árum af ævinni, og þeir, sem deyja aldraðir, hefðu ella lifað átta árum lengur. Góðu fréttirnar eru hins vegar þær, að hætti menn að reykja jafnar líkaminn sig furðu fljótt. Sá, sem hefur verið hættur í tíu ár, hefur næstum eðlilegar lífslíkur." Þetta er niðurstaða brezku vísindamannanna og það er vægt til orða tekið, að hún er hrikaleg. Aðrir vísindamenn eru jafnvel enn svartsýnni á afleiðingar reykinga og í því sambandi má benda á ummæli dr. Aians Lopez, sem starfar hjá Alþjóðaheilbrigðismála- stofnuninni, en hann segir, að þriðjungur reykingamanna, sem hafí reykt árum eða ára- tugum saman, muni láta lífið af völdum tóbaksins eða jafnvel helmingur þeirra. í skýrslu brezku vísinda- mannanna er komizt að þeirri niðurstöðu, að nú þegar deyi um tvær milljónir manna í þró- uðum ríkjum af völdum reyk- inga á ári hverju og mannfallið á þessum áratug er áætlað um 21 milljón. Tóbaksreykingar eru nú taldar valda mun meiri og víðtækari skaða á líkams- starfseminni en áður var álitið. Meðal sjúkdóma, sem reyking- ar valda, eru krabbamein í lungum, munni, koki, vélinda, nýrum og þvagblöðru, en auk þess valda þær hjarta-, heila- og æðasjúkdómum, svo og öðr- um sjúkdómum í lungum og öndunarvegi. Rannsóknin beindist að áhrifum reykinga í svonefndum þróuðum ríkjum. Þar býr fólk í upplýstum þjóðfélögum og flestir hafa notið meiri eða minni menntunar. Samt er ástandið jafn alvarlegt í þess- um efnum og raun ber vitni. Margir læknar og aðrir vísinda- menn hafa einna mestar áhyggjur af stórauknum reyk- ingum í löndum þriðja heims- ins, þar sem fátækt, fáfræði og menntunarskortur ráða ríkj- um. Það auðveldar tóbaksfram- leiðendum að koma vöru sinni á framfæri og ekki bætir það úr skák, að ýmsar fátækar þjóðir eygja einna mesta tekju- möguleika með stóraukinni ræktun tóbaksplöntunnar. Verði ekki snúið við blaðinu er auðvelt að ímynda sér ástandið í þriðja heiminum í framtíð- inni. Sízt af öllu mega íbúar hans taka reykjarkófíð í þróuðu ríkjunum sér til fyrirmyndar. Órækar upplýsingar um skaðsemi tóbaksreykinga hafa hrannast upp síðustu ár og áratugi og reykingamenn geta ekki lengur horft fram hjá þeim. Öllum á að vera ljóst, að heilsan er dýrmætari en allt annað. Án góðrar heilsu nýtur enginn sem skyldi annarra gæða lífsins. Reykingamönnum ber að verðveita heilsuna sjálfra sín vegna og sinna nán- ustu. Það hlýtur að vera illbæri- leg tilhugsun fyrir reykinga- menn og ástvini þeirra, að þeir falli frá í blórria lífsins eða þjá- ist árum saman af hvers kyns sjúkdómum af völdum tóbaks. Það eru þjáningar, sjúkdómar og dauði, sem auðvelt er að koma í veg fyrir með því einu að drepa í sígarettunni. Aðalfundur SIF 1992: Sérleyfi SÍF verði endurn úfflutaingur á saWfiski gefi Jenný Guðmundsdóttir kjörin í stjórn SIF fyrst kvenna AÐALFUNDUR SIF, sem haldinn var í gær, telur þann hátt sem nú er á útflutningsmálum salt- fisks óviðunandi, enda hafi stjórnvöld í reynd fellt niður sér- leyfi SÍf á útflutningi saltfisks frá landinu. Fundurinn harmaði að utanríkisráðherra skuli ekki hafa farið eftir eigin reglum við veit- ingu útflutningsleyfa síðastliðna 12 mánuði. Því skoraði fundurinn á ríkisstjórnina að endurnýja sér- ieyfi SÍF eða ella gefa þennan útflutning frjálsan. Þá var sam- þykkt á fundinum ályktun þar sem nýgerður samningur um Evrópska efnahagssvæðið er sagður til mikilla hagsbóta fyrir íslenzkan saltfiskiðnað. Stjórn SÍF var að mestu endurkjörin á fundinum. Tvær breytingar voru þó gerðar og situr nú kona í stjórn samtakanna í fyrsta sinn, en það er Jenný Guðmundsdóttir frá Ólafsvík. Heildarútflutningsverðmæti salt- fiskafurða Sölusambands íslenskra fiskframleiðenda á árinu 1991 nam 13,6 milljörðum króna, sem er 1,1 milljarði, eða tæplega 9%, meira en fékkst árið áður. Á sama tíma varð 6% samdráttur í heildarútflutningi SÍF í tonnum talið, en alls voru flutt út 46 þúsund tonn af saltfiski í fyrra. Þetta þýðir að útflutnings- verðmæti fyrir hvert tonn hafí auk- istum 18% milli ára mælt í krónum. í ár er þess minnst að 60 ár eru liðin frá stofnun SÍF og var í gær haldið upp á afmælið á margvísleg- an hátt. A aðalfundi, sem fram fór á Hótel Sögu í dag, sátu forseti íslands, Vigdís Finnbogadóttir, og formenn stjórnmálaflokkanna sér- stakan hádegisyerð með framleið- endum. Forseti íslands fékk afhenta heiðursútgáfu af handriti af 60 ára sögu SÍF. Fyrirhugað er að gefa söguna út innan skamms, en hún er stór hluti af atvinnusögu íslensku þjóðarinnar á öldinni. Auk þess gaf SÍF Slysavarnafélagi íslands „þjóð- argjöf" í tilefni afmælisins, sem er þrjú miðunartæki að verðmæti einn- Frá aðalfundi Sölusambands íslenskra fiskframleiðenda í gær. ar milljónar króna. Miðunartækin eru liður í að efla enn frekar björg- unar- og slysavarnastarfsemi við strendur landsins. Þá ávarpaði ut- anríkisráðherra fundarmenn. Hann gat þess að SÍF hefðu unnið ómet- anlegt starf í þágu þjóðarinnar með útflutningi sínum á saltfisks. Sölu- sambandið væri stærsta sölusam- band heimsins á sviði saltfisk og myndi verða það áfram, þó að svo kynni að fara að sérleyfi SÍF til útflutnings á saltfiski yrði dregið til baka. Ráðherrann sagði hins vegar hvorki af né á um hvort það yrði niðurstaðan. I gærkvöldi var afmælishóf á Hótel íslandi, þar sem fjórir spænskir matreiðslumeistarar frá Barcelona matreiddu margréttaðan veislumat úr úrvals íslenskum salt- físki fyrir saltfískframleiðendur og gesti þeirra að hætti Spánverja. Samdráttur í framleiðslu Framleiðsla á saltfískafurðum hefur dregist saman undanfarin ár samfara samdrætti í þroskafla. Árið 1991 voru 85% framleiðslunnar unnin úr þorski, 12% úr ufsa og 3% úr löngu og keilu. Heildarframleiðsl- an 1991 var rúmlega 46 þúsund tonn, sem er 2.500 tonnum minna en 1990. Rúm 36% af heildarþorsk- afla landsmanna fóru í framleiðslu á saltfiski og saltfiskafurðum. Salt- fiskbirgðir í landinu í byrjun 1991 voru rúmlega eitt þúsund tonn, en í lok ársins námu þær 1.200 tonn- um. Náttúran er undir þess að við getum — segir Oli Kr. Sigurðsson forstjóri Olíuverslunar Islands hf. ÓLI Kr. Sigurðsson, forstjóri Olíuverslunar íslands hf., segir afar mikilvægt að fara vel með náttúruna því hún sé undirstaða þess að við getum lifað. Hans uppáhalds tími er vorið þegar náttúran breyt- ir um lit og fólk fyllist; bjartsýni. Hann segir að náungakærleikurinn blómstri á þessum tíma, rifrildi séu fremur skammdegisins. Olís til- kynnti á þriðjudag að fyrirtækið myndi láta 20 aura af andvirði hvers bensínlítra næstu fjögur árin renna til Landgræðslunnar. Miðað við núverandi sölu fyrirtækisins verða þetta 50 milljónir króna á tímabil- inu. Óla finnst vel við hæfi að gjöfina skuli bera upp á 100 ára af- mæli fyrsta forstjóra Oliuverslunarinnar, Héðins Valdimarssonar. Óli segir að ekki sé hægt að rekja fjárframlagið til samkeppni olíufé- laganna eða þess að hann sé svo mikill fjallagarpur. Hann bendir þess í stað á að öll umræða í þjóð- félaginu gangi út á náttúruvernd og mengun. „Ég hef aðeins fylgst með þessu en segja má að ég hafi fyrst byrjað að meta þetta og átta mig á þessu þegar ég kynntist Ómari Ragnarsyni. Við töluðum oft saman og hann var eiginlega sá sem fékk mig til að fylgjast betur með umhverfínu en áður. Jafnframt er ástæðan sú að ég ákvað fyrir nokkr- um árum að éf ég kæmist klakk- laust í gegnum allt bramboltið í kringum Olís þá myndi ég fara af stað í einhvers konar uppgræðslu til að_ endurgjalda stuðninginn við mig. Ég hefði aldrei farið í gegnum allan þennan hasar og öll þessi læti nema vegna þess að ég fékk það mikinn stuðning út í þjóðfélaginu," segir hann. Verkefnið hentar Olíuverslun ís- Iands ákaflega vel að dómi Óla. „Við notum jú græna litinn mikið," segir hann og rifjar um leið upp kynni sín af Sveini Runólfssyni land- græðslustjóra. „Ég komst að því að hann var að vinna gott starf og hafði ekki nærri nógu mikið fjár- magn til að þeir gætu gert það sem þá langaði til að gera í Gunnars- holti," segir hann og leggur áherslu á að lítið þýði að styrkja Land- græðsluna í eitt ár. Fjögur ár séu lágmark til þess að hægt sé að fylgja verkefninu eftir. Gjöf á 100 ára afmæli fyrsta forstjórans Óli vill sem minnst ræða hvort söluaukning verði í kjölfar gjafar-
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.