Morgunblaðið - 28.05.1992, Blaðsíða 38

Morgunblaðið - 28.05.1992, Blaðsíða 38
38 MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 28. MAÍ 1992 Barnafólk und- ir hnífnum Stúdentahópurinn sem útskrifaðir frá Framhaldsskólanum í Vestmannaeyjum. Morgunblaðið/Sigurgeir Jónasson Vestmannaeyjar: Þrettán stúdentar útskrifast Vestmannaeyjum. Framhaldsskólanum í Vest- mannaeyjum var slitið fyrir skömmu. Alls voru útskrifaðir 35 nemendur frá skólanum af ýms- um brautum, en 13 þeirra luku stúdentsprófi og er það stærsti hópur stúdenta sem skólinn hefur útskrifað þau 13 ár sem hann hefur starfað. Ólafur Hreinn Siguijónsson skóla- meistari rakti starf vetrarins í skóla- slitaræðu sinni. Hann gerði nýsam- þykktar breytingar á Lánasjóði námsmanna að umræðueffti og sagði þær til hins verra fyrir fólk er hygði á framhaldsnám. Þá talaði hann um húsnæðiskost skólans sem hann sagði alltof lítinn en var þó vongóð- Rhodymenia palmata frumsýnd á laugardag LEIKHÚSIÐ Frú Emilía í sam- vinnu við Listahátíð í Reykjavík mun laugardaginn 30. mai kl. 14.00 frumsýna óperuna Rhodymenia palmata sem er ópera í tiu þáttum fyrir einsöngvara, kór og hþ'óm- sveit eftir Hjálmar H. Ragnarsson. Operan er samin við samnefnda ljóðasyrpu Halldórs Laxness, sem birtist fyrst í Lesbók Morgunblaðs- ins 4. apríl 1926. Mun þetta vera kvæði sem Halldór orti um svipað leyti og hann samdi Vefarann. Frumsýning verksins verður á stóra sviði Þjóðleikhússins og er að- gangur ókeypis og öllum heimill meðan húsrúm leyfír. Áður verða menn að útvega sér aðgöngumiða í miðasölu Listahátíðar í Iðnó. Ópera þessi er framlag Listahátíðar og leik- hússins Frú Emilía í tilefni af stóraf- mæli Halldórs Laxness nýverið og er hluti opnunardagskrár Listahátíð- ar í Reykjavík 1992. ur um að úr honum rættist fyrir haustið. 240 nemendur stunduðu nám á vorönn við framhaldsskólann. 19 luku stúdentsprófi, 7 útskrifuðust af vélstjórnarbraut og fimm luku verslunarprófi. Nokkrir nemendur fengu viður- kenningar fyrir góðan námsárangur. Snorri Bjömsson fékk viðurkenn- ingu fyrir góðan árangur í þýsku og íslensku á stúdentsprófi. Snorri og Radinka Hadzik fengu viðurkenn- ingar frá skólanum fyrir góðan námsárangur, en þau luku bæði stúdentsprófinu á þremur árum. Sig- urður Óli Hauksson hlaut viðurkenn- ingu fyrir bestan árangur í hag- fræðigrein á stúdentsprófi og einnig fyrir störf að félagsmálum innan skólans. Þá hlaut Guðrún Erlings- dóttir viðurkenningu fyrir bestan árangur á verslunarprófi. Eftir að stúdentar höfðu sett hvít- ar húfur sínar upp flutti Radinka Hadzik ávarp fyrir hönd nýstúdenta en síðan var Framhaldsskólanum í Vestmannaeyjum slitið í 13. sinn. Grímur eftirElsuB. Vals- dóttur Ekki er langt síðan við fylgd- umst steini lostin með afgreiðslu frumvarps um Lánasjóð íslenskra námsmanna á Alþingi. Það er nú að bera í bakkafullan lækinn að fjalla meira um það slys í sögu ís- lenskra lagasetninga sem samþykkt þess var og ekki ætlunin að freista þess hér. Gert er gert og námsmenn hristu af sér hrollinn og sneru sér að undirbúningi breytinga á úthlut- unarreglum sjóðsins fyrir næsta starfsár. En sjaldan er ein báran stök. Á fyrsta fundi stjórnar LÍN um þau mál leggja fulltrúar ríkisins í stjóminni fram vinnudrög að út- hlutunarreglum, sem eiga að minnka útgjöld sjóðsins um 500 milljónir. Það er rétt að mirina á í þessu samhengi að í fyrra var skor- ið niður um 600-900 milljónir með því að lækka lánin um 17%. Þá beindist niðurskurðurinn jafnt að öllum, nema hvað námsmenn sem búa heima hjá foreldrum sínum komu best út úr þeim breytingum. Núna er farið af offorsi fram gegn bamafólki. Ég mun nú rökstyðja þessa fullyrðingu. Aðför að barnafólki 1. Á sama tíma og kröfur um námsframvindu em hertar er fækk- að þeim undanþágum sem veitt geta aukið svigrúm í námi, þ.m.t. vegna veikinda barns. Feðrum er nú neitað um aukið svigrúm vegna barnsburðar maka. 2. Meðlag skal nú talið til tekna einstæðs foreldris. 3. Svokallaðir barnastuðlar, eða hlutfallsleg hækkun láns vegna bama, eru lækkaðir verulega. Ég sem varafulltrúi stúdenta í stjóm LÍN hef sérstaklega beitt mér gegn þessum atriðum. Ég hef leitað álits Jafnréttisráðs á því hvort hægt sé að afnema þann rétt feðra if A Sks'o- VCOKIA oFaN /J i S K s V Hremmir C\oTT I g£>Ll | Botn- F AlL ORÍ)- FLoKkr- UR. t'riíur |æ£)IR FuuitJd V 5ÆLA /i\ v 1 1 Tir- ILL ( -TZJ!L?W • *\ f /•( g\-\ r ^ \ 1 /'Tj* r —/ý p HolRúm J- -- ’ MAWNS- HFFUR gFTlR Tt<&/ j=£TT z eth)s i Ul- SIA i\ ^ ÍT AUR RVK Hand- ieat, -fvlENNb & V / Hm'iF- USt|M LÆai?i HF LL- ARNAR \f ELD' SfÆÐI flSKGR FUCkL M - ■Dv'R H ÓF- I>ýR flMD - L'ATÍ- PAÚúR /t-ÁTiUu snuecn V RutL UnoiC- staca gflR- OAGA Fcx?- Ltf>UR Askur Fií-kr- 1 fN 6 tlf) RUS) - 6/MO/KJA (/£ l'OAÍ?- fXR i£> ELD- ST/^í>l H/W!>A € K'oul k\IE>F VAÚ.ÚA L'atnu úrafa Fretta- $r o fa Tven^ E i N 5 MÖ&i-G Kona For ✓ FRUM- £FMI 'oÞokki OiAAO - IT/ÍVIZ $f\t* - TeMC.IN\ L p p J íiR'iskue ítafu**- + ÍKEí-Fug / > J L Elsa B. Valsdóttir „Ég hef leitað álits Jafnréttisráðs á því hvort hægt sé að af- nema þann rétt feðra að fá aukið svigrúm í námi þegar þeir verða feður eins og hefur ver- ið hingað til.“ að fá aukið svigrúm í námi þegar þeir verða feður eins og hefur verið hingað til. Þessi breyting veldur því að ekki er lengur spuming hvor aðilinn seinkar sér í námi „leggist fólk í barneignir“ á námstímanum, (einn fulltrúi ríkisins í stjórninni sagðist reyndar ekki taka neitt mark á Jafnréttisráði, það væri bara „sella úti í bæ“). Eg hef einn- ig leitað lögfræðilegs álits á því hvort lögmætt sé að telja meðlag til tekna. Niðurstaðan er sú að svo sé ekki, meðlag er greitt með barn- inu og er eign þess og því ekki hluti af ráðstöfunarfé fjölskyldu. Lögleysa? Allir fulltrúar námsmanna í stjóm LÍN hafa gert athugasemdir við hugmyndir meirihlutans um breyttar úthlutunarreglur og hafn- að þeim niðurskurði á útgjöldum sem þar er boðaður. Okkar hug- myndum hefur verið komið á fram- færi innan stjómarinnar en hvort tillit verður tekið til þeirra er undir vilja meirihlutans komið. Hitt er þó ekki undir þeim vilja komið að stjórn LÍN ber skilyrðislaust að fylgja þeim lögum sem sett eru í landinu og hún má ekki undir neinum kring- umstæðum setja reglur sem bijóta í bága við þau lög. Höfundur situr í Stúdentaráði HÍ fyrir Vöku. --------» ♦ ♦-------- ■ DEBORAH Davis, bandarísk söngkona, heldur jasstónleika á Púlsinum í kvöld, fímmtudaginn 28. maí, ásamt Jasscombói Sigurðar Flosasonar. Tónleikarnir verða í beinni útsendingur Bylgjunnar í nýjum tónlistarþætti sem heitir Tón- listarsumar ’92 — Púlsinn á Bylgj- unni og heijast þeir kl. 22 í boði verslunarinnar Gulls & silfurs. De- borah Davis ólst upp í Dallas í Texas og þar þjálfaðist rödd hennar við söng í kirkjukórum, gospelsveit- um og leikhúsum, auk þess sem hún hefur að baki sex ára nám í klassísk- um söng. Hún hefur sungið m.a. með stórsveitum Lionels Hamptons og Clarks Terry ásamt því að koma fram með trompetleikaranum Freddie Hubbard og hljómsveit Arts Blakey. Með Deborah Davis leikur Jasscombó Sigurðar Flosa- sonar en það er skipað þeim Þóri Baldurssyni, píanó, Tómasi R. Ein- arssyni á kontrabassa og Pétri Grétarssyni á trommur.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.