Morgunblaðið - 28.05.1992, Blaðsíða 46

Morgunblaðið - 28.05.1992, Blaðsíða 46
46 MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 28, MAI 1992 t Sonur minn, bróðir og mágur, JÓHANN ÞÓRSSON, Miðbraut18, lést 14. maí. Jarðarförin hefur farið fram. Sigurrós Baldvinsdóttir, Guðrún íris Þórsdóttir, Ásgeir Ásgeirsson, Baldvin Þórsson, Ingibjörg Jóhannsdóttir. t Ástkær móðir okkar, tengdamóðir, amma og systir, MARGRÉT D. ODDSDÓTTIR, iést í Borgarspítalanum þann 26. maí sl. Jarðarförin auglýst síðar. Haraldur Harvey, Þóra Geirs, Ragnheiður Harvey, Ole Bjern Salvesen, Magdalena M. Oddsdóttir og barnabörn. t HELGA JÓHANNESDÓTTIR frá Svínavatni, A-Hún., Seljahlífl, Reykjavík, er látin. Jarðarförin hefur farið fram í kyrrþey. Fyrir hönd aðstandenda, Steingn'mur Jóhannesson. t Föðurbróðir minn, OTTÓ WATHNE BJÖRNSSON, Bröttukinn 29, Hafnarfirfli, andaðist á Sólvangi miðvikudaginn 27. maí. Fyrir hönd vandamanna, Gunnhildur B. Þorsteinsdóttir. t Faðir minn og tengdafaðir, afi okkar og langafi, KRISTJÁN ÁSGEIRSSON, Hvassaleiti 97, Reykjavík, sem lést 18. maí, verður jarðsunginn frá Fossvogskirkju mánudag- inn 1. júní kl. 13.30. Edda Kristjánsdóttir, Kristján Sigurmundsson, Helga Sigurmundsdóttir, Anna Sigurmundsdóttir, Jón Sigurmundsson, Friðrik Sigurmundsson, Einar Sigurmundsson Sigurmundur Jónsson, Anna Elísabet Ólafsdóttir, Guðjón Þorkelsson, Helgi Tómasson, Sjöfn Guðmundsdóttir, Vigdfs Klemenzdóttir, og langafabörnin. t Ástkœr eiginkona, móðir, tengdamóðir, amma og langamma, LAUFEY KRISTJANA BENEDIKTSDÓTTIR, Hvammi, Húsavík, verður jarðsungin laugardaginn 30. maí kl. 14.00. Jónas Gunnlaugsson, Gunnlaugur Jónasson, Steinunn Jónasdóttir, Helga Jónasdóttir, Snorri Jónasson, Þorbjörg Jónasdóttir, Hermann Jónasson, Sigrún Jónasdóttir, barnabörn og barnabarnabörn. Anna Þórðardóttir, Kristján Helgason, Jóhann Helgason, Valgerður Jóhannesdóttir, Haildór Bragason, Hulda Agnarsdóttir, Sigurjón Sigurðsson, t Faðir okkar, tengdafaðir, afi og langafi, ANTON S. ÓLASON frá Hauganesi, Arskógsströnd, verður jarðsunginn ffá Hnffsdalskapellu laugardaginn 30. maí kl. 14.00. Selma Antonsdóttir, Sveinbjörn Sveinbjörnsson, Halldór Antonsson, Dagný Þrastardóttir, Anna María Antonsdóttir, Auðunn Guðmundsson, Óli Vernharður Antonsson, Guðrún Haraldsdóttir, barnabörn og barnabarnabarn. a ^wmmmmmmmma Jakobina Jons- dóttir - Mínning Með örfáum orðum vil ég minnast elskulegrar langömmu minnar. Hún var einstök kona sem bjó yfír miklum persónulegum styrkleika og hlýju. Hún sjálf veit hvers virði hún var mér. Minningarnar valda gleði og sársauka, einkum þegar við setjum þær í samhengi við hlutverk hennar í lífi okkar. Okkar er framtíðin og því betur sem okkur tekst að leysa úr verkefnum okkar því_ ánægðari og stoltari verður hún. Ég er þess fullviss að vel hefur verið tekið á móti henni hjá Drottni. Af barnanna munni þú bjóst þér hrós og búði þér loforð hefur, þú drottinn, er skaptir líf og ljós • og líkn þína 'oss öllum gefur; þú græddir oss marga gleðirós og geislum oss björtum vefur. Ó, skyldum vér börnin þegja þá og þakka 'ekki dásemd slíka, hve blessar þú vel þín börnin smá og blómin á jörðu líka? Því skulum vér hrós og heiður tjá um hjartað þitt elskuríka. í loftinu kát þig lofar hjörð í ljósinu himinsæla; og glitrandi blóm á grænni jörð um grundir og hiíð og baia. Ef það eigi flytti þakkargjörð, já, þá mundu steinar tala. (V. Briem) Ég þakka henni samfylgdina. Guð blessi hana. Hulda. Hver dagur er lína í Iífsins bók með ljósmynd af þeim sem dauðinn tók. Nú finn ég hann nálgast mig hægt og hljótt eins og heimsins vængur um miðja nótt. Ég kvíð honum ekki því kvöldsett er hann er kærkominn þeim sem þreyttur fer. En til hvers er allt þetta strit og stríð er stefnt er að dauðanum fyrr og síð. Ég veit að þrotlaus þróun er tii qg þráðlaus skeyti frá geimsins hyl. Ómælisheimur og eilífð hans er undur og ráðgáta sérhvers manns. (Dauðinn: Geir Gunnlaugsson) Jakobína Jónsdóttir var fædd 16.10. 1904 í Tumakoti í Vogum á Vatnsleysuströnd, dóttir Jóns Jóns- sonar og Guðlaugar Pétursdóttur. Hún bjó í Tumakoti til átta ára ald- urs hjá Eyjólfí Péturssyni og þótti henni ætíð mjog vænt um hann því hann var henni svo góður, en flutti þá í Haga á Grímsstaðarholtinu til móður sinnar og var þar til fimmtán ára aldurs. Upp frá því fór hún að vinna fyrir sjálfri sér þar til hún giftist á unga aldri Árna Ingvars- syni f. 31.1. 1898, d. 25.9. 1965 og eignuðust þau fímm börn: Jón Ingvar f. 27.7. 1924, d. 31.7. 1957 og eignaðist hann fimm börn, Krist- jana f. 24.5. 1926 gift Kristjáni Péturssyni og eiga þau tvö börn, Pétur f. 6.5. 1927, d. 5.7.1988 og er eftirlifandi eiginkona hans Ragn- heiður Erla og eignuðust þau fjögur börn, Svavar Eyjólfur f. 27.5.1928, d. 15.2. 1987 og var hann giftur Elísabetu Jónasdóttur f. 27.1.1939, d. 14.5. 1979 og eiga þau einn son, og Garðar f. 6.1. 1938, sambýlis- kona hans er Hanna Kjærnested og á hann tvo syni. Einnig ólu amma og afi upp Svanhildi dóttur Jóns Ingvars og amma síðan Huldu dóttur Svanhildar. Einnig áttum við hin barnabörnin vissan samastað hjá ömmu og afa, alltaf var pláss til að koma og sofa hvort sem var t Ástkær eiginkona mín, amma okkar og langamma, LILI HJÖRDÍS AUÐUNSSON, Tunguvegi 6, Hafnarfirði, verður jarðsungin frá Víðistaðakirkju föstudaginn 29. maí kl. 15.00. Þorsteinn Auðunssoh, Þorsteinn Auðunn Pétursson, Ingunn St. Einarsdóttir, Hjálmar Pétursson, Lovfsa Þórðardóttir, Róbert Einar Pétursson, Mikael Árni Bergmann Þorsteinsson. t Ástkær eiginmaður minn, faðir okkar, tengdafaðir, afi, langafi og langalangafi, ÞÓRMUNDUR GUÐSTEINSSON, Ártúni 17, Selfossi, verður jarðsunginn frá Selfosskirkju laugardaginn 30. maí kl. 15.00. Sigurbjörg Guömundsdóttir, Sigrún Þórmundsdóttir, Eggert Ólafsson, Guðmundur Kr. Þórmundsson, Katla Kristinsdóttir, Þuríður Þórmundsdóttir, B. Ragnar Jónsson, Gunnar Þórir Þórmundsson, Svanheiður Ingimundardóttír, Anna Kolbrún Þórmundsdóttir, barnabörn, barnabarnabörn og barnábarnabarnabarn. + Ástkeer faðir minn, tengdafaðir, afi og langafi, ÞORKELL GUÐMUNDSSON fráJörfa, dvalarheimilinu Höfða, Akranesi, verður jarðsunginn frá Akraneskirkju föstudaginn 29. maf kl. 11.00. Snjólaugur Þorkelsson, Ása Valdimarsdóttir, Guðmundur Valdimarsson, Þorkell Valdimarsson, Valdi's Valdimarsdóttir, Halldór Snjólaugsson, Ástþór Snjólaugsson, Katrín Snjólaugsdóttir Jónína Hatidórsdóttir, Eyjólfur Harðarson, Rósa Mýrdal, Eygló Harðardóttir, Hjalti Njálsson, Jónína Óskarsdóttír, Eyrún Jensdóttir, og barnabarnabörn. á Brávallagötunni eða Hveragerði. Amma var þannig gerð að aldrei man ég eftir henni öðruvísi en glað- legri og í góðu skapi þannig að allir í kringum hana smituðust af giað- værð og allar heimsins áhyggjur hurfu á braut. Amma vildi allt fyr- ir alla gera og aldrei mátti gera upp á milli okkar bamanna þannig að flest áttum við orðið sama kart- öfluskikann í Hveragerði sem oft leiddi til misskilnings hjá okkur krökkunum en þá kom amma og leysti öll mál. A hverju sumri fór amma í sumarbústaðinn með krakkaskarann með sér því allir vildu vera hjá ömmu og hefði hún fengið að ráða hefðum við öll feng- ið að vera, því hjá henni var alltaf nóg pláss. Á hverjum morgni var farið í sund og amma fremst í hópi að ræsa mannskapinn og drífa hann áfram því enginn mátti verða of seinn. Eftir hádegi var farið í gönguferðir upp í Hamar, inn í Dal eða bara gengið um bæinn. Á haust- in þegar amma var komin í bæinn var tekinn strætó til ömmu og skipti engu máli hvenær maður bankaði, alltaf var tekið á móti manni með opnum örmum. Amma var mjög heilsuhraust alla sína tíð nema síð- astliðin fjögur ár sem hún lá á öldr- unardeild Borgarspítalans og þar lést hún aðfaranótt sunnudagsins 17. maí og viljum við þakka starfs- fólki deildarinnar alveg kærlega fyrir frábæra umönnun. Öll eigum við ömmu mikið að þakka og viljum við systkinin þá sérstaklega þakka henni allt það góða sem hún gerði fyrir okkur öll þessi ár. Megi minning elsku ömmu okkar lifa um ókomin ár. Katla og Brynjar. Kallið er komið, komin er nú stundin, vinaskilnaðar viðkvæm stund. Vinirnir kveðja vininn sinn látna, er sefur hér hinn síðsta blund. Far þú í friði, friður Guðs þig blessi, hafðu þökk fyrir allt og allt. Gekkst þú með Guði, Guð þér nú fylgi, hans dýrðarhnoss þú hljóta skalt. (V. Briem) Hafi elsku langamma mín þökk fyrir allt. Megi minning hennar lifa. Kristjana Ósk. * GBC-lnnbinding l-jórar mlsmunandi gerðir af efni og tækjum tll innbindingar OTTO B. ARNAR HF. Skipholti 33 105 Reykjavík Símar 624631 / 624699
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.