Morgunblaðið - 28.05.1992, Blaðsíða 13

Morgunblaðið - 28.05.1992, Blaðsíða 13
MQRGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 28. MAI 1992 íjÆT IXM >i' fl'iiiJACBIJTMMri GUilAjaH'J^OM—- 4; |13 Hélgi ftálfdanarson; »T" ijfc Nöfn og önnur orð úr grísku í vor-hefti Skírnis, sem dreift er þessa dagana, ritar Sigurður A. Magnússon stutta en skilmerki- lega grein, Um íslenskan rithátt grískra orða. Þar fínnur hann að því, að margir riti t eða th þar sem eðlilegra sé að hafa þ samkvæmt grískum framburði. Um þetta seg- ir hann m.a.: „íslendingar velflest- ir kunna ekki að stafa grísk orð á íslensku." Sem dæmi nefnir hann, að oft sé skrifað tema í stað þema og þá borið fram í samræmi við það. Eins sé skrifað katólskur í stað kaþólskur, og fleira slíkt nefn- ir hann og kallar ósið. Þá þykir Sigurði miður, „að menn þrjóskast enn margir hverjir við" og rita Aískýlos en ekki Eskýlos. Og hann nefnir fleiri dæmi þess, að menn riti tvíhljóða þar sem hann telur eðlilegra að hafa einhljóða. Allt þetta segir hann styrkja „þá skoð- iin að íslendingar séu aimennt hörmulega fákunnandi um grískar menntir". Um þau afglöp, sem Sigurður A. Magnússon fordæmir í grein sinni, mun án efa enginn jafn-sek- ur og sá sem hér glamrar á rit- vél. Eg hef meira að segja gengið svo langt að láta gylla á kjöl út- gáfubóka nafnið Æskílos, þar sem Sigurður vill hafa Eskýlos. Senni- lega þykir ýmsum hlýða, að ég geri nokkra grein fyrir slíkri frekju. í þessum efnum sæti það raunar illa á mér að standa uppi í hárinu á Sigurður A. Magnússyni, sem er lærður vel í grísku; en í því bless- aða máli kann ég því miður ekki par. Enda kemur mér ekki til hug- ar að halda því fram, að Sigurður hafí rangt fyrir sér í Skírnis-grein sinni. Hér er aðeins um það að ræða, að hann gerir ráð fyrir fram- burði Ný-Grikkja á þetu, sem ein- mitt yrði helzt táknaður með þ-i í íelenzku máli. Og ekki fæ ég betur séð en það sjónarmið sé að sínu leyti fullkomlega réttmætt. Hins vegar hygg ég að þar komi einnig til greina annað viðhorf, sem naumast sé heldur ástæða til að vísa á bug. Flestir munu líta svo á, að sá ríki þáttur Evrópu- menningar, sem rekja megi til Grikkja, verði umfram allt kenndur við það skeið, sem kallað hefur verið gullöld Hellena, á fyrsta ár- þúsundinu fyrir upphaf tímatals vors. Því mun margur telja eðli- legt, að ritháttur nafna og annarra orða, sem þaðan eru runnin, taki mið af því sem menn þykjast vita um framburð Grikkja á þeim öld- um. Fyrir nokkrum árum hripaði ég að gefnu tilefni fáeinar línur í blað (Mbl. 19. 4. *83), þar sem ég þótt- ist þurfa að verja rithátt minn á nafni Æskiiosar, en verk hans, Óresteia, var þá flutt á sviði Þjóð- leikhússins í þýðingu minni, sem var samtímis gefin út. Þar sem ég hlýt nú að grípa til sömu rök- semda, vitna ég til þeirrar klausu, en þar segir ásamt öðru: „Þarna hafa menn annars ekki verið á einu máli, fjarri því; en flestir virðast mér hallast að rit- hættinum Aiskýlos eða Eskýlos, einkum vegna þess, að á annan hvorn þann veg hafí ýmsir stafsett nafn þetta áður. í rituðu máli íslenzku hefur nafnið verið stafað á fleiri vegu en þessa tvo, svo ekki er um neina hefð að ræða. En nöfn manna og staða úrforn-grískum bókmennt- um hafa íslendingar lóngum leitazt við að íslenzka eftir atvikum, þann- ig að sem bezt fari um þau í voru máli. Með þeim hætti hafa til orð- ið grísk-íslenzk tökunöfn eins og Seifur, Menelás, Deley o.s.frv. Þegar nafn þess skálds, sem hér um ræðir, kemur fyrir í íslenzku máli, tel ég eðlilegt að stafsetja það samkvæmt íslenzkum fram- burði þess, þ.e. þeim framburði, sem kemst af með íslenzkt hljóð- kerfi en fer þó sem næst þeirri mynd, er helzt má ætla, að nafnið hafi haft í munni eiganda síns, og það því fremur, að það er komið úr máli, sem ritað er með öðru stafrófí en íslenzkt mál. Hér má svo að því hnýta, að örugg vitn- eskja um hljóðgildi grískra letur- tákna að fornu liggur ekki alltaf á lausu. Nú eru það einkum tvö atriði, sem koma til álita, en þau eru fyrsti og annar sérhljóður nafns- inSj sem ég hef ritað með Æ og í. Astæðan til þess, að ég hafnaði stafsetningunni Ai, var sú, að mér þótti hún blátt áfram of annarleg, enda yrði þar ekki að íslenzkum hætti borinn fram tvihljóður. En stafsetningunni E hafnaði ég ein- mitt vegna þess að helzt má ætla, að þarna eigi að vera tvíhljóður. Og hver svo sem hann hefur verið, var hann stafsettur með grísku bókstöfunum alfa og jóta, og mætti því ætla, að stafurinn Æ og sá íslenzki tvíhljóður sem hann táknar, komi þar helzt til greina. Og þannig ritar t.d. Hallgrímur Melsteð þetta nafn í Fornaldarsögu sinni. Um síðara atriðið, annan sér- hljóð nafnsins, er það að segja, að mér virðist út í hött að rita hann með ý, þegar á annað borð er staf- sett samkvæmt íslenzkum fram- burði á fjarlendu nafni. Þarna gæti ý ekki gegnt öðru hlutverki en að vísa að ófyrirsynju til hVjóðs, sem er ekki til í málinu, en hefur fyrir mörgum öldum breytzt í það hljóð, sem vér táknum með bók- stafnum /, nema það sama í-hljóð sé af rökum íslenzkrar málsögu táknað með ý. Fyrir löngu hafa menn afrækt að mestu þann hlá- lega sið að rita grískættuð töku- orð, þegar svo ber undir, með y eða ýtil þess eins að minna á tiltek- ið grískt hljóð með bókstaf sem táknar annað hljóð á íslenzku. Enginn ritar framar y eða ý í orð- um eins og kristall, kirkja, simfón, pappír eða stíll, svo dæmi séu nefnd. Þessir bókstafir eiga þang- að ekkert boðlegt erindi. Og hví skyldi þá nafnið Æskílos fremur ritað með y! Um rök mín fyrir stafsetning- unni Æskílos má eflaust deila; enda sé ég, að nær allir, sem minnzt hafa á Órestesar-þríleikinn í blöðum að undanförnu, hafna þeim rithætti. En samskonar rök- semdif hafa ráðið mestu um mynd nafna í því verki, svo sem það hefur verið þýtt og út gefið nú fyrir skemmstu. Það liggur víst í hlutarins eðli, að þrátt fyrir allt yrði föstum og óbilgjörnum reglum um rithátt naumast við komið á þeim vettvangi, enda skal játað, að stöku sinnum hefur einkasmekk haldizt uppi að blanda sér ögn í málið." Nokkru síðar þóttist ég þurfa að taka upp hanzkann fyrir bók- stafinn t, þegar ég taldi rétt að rita hann í grískættuðum orðum, þar sem Sigurður A. Magnússon kýs fremur að setja þ. Og með því að ég hallast enn að sömu rök- semdum vitna ég til greinarstúfs míns (Mbl. 35. 5. '89) um það efni; en þar segir meðal annars: „I stafrófí eru tveir bókstafir, sem fáir nota nema íslendingar, en það eru stafirnir ð og þ. HLjóð- in sem þeir tákna eru náskyld, en staða þeirra í málinu er eigi að síður gjörólík, því þ getur einungis staðið í upphafi orðs eða orð- stofns, en þar getur ð aldrei staðið. Með því að hljóð þau, sem staf- ir þessir tákna, tíðkast einnig í öðrum málum, hefur stundum þótt þjóðráð að stafsetja tökuorð, þar sem þau koma fyrir, með þessum séríslenzku bókstöfum. Þar ber á orðum sem komin eru úr ensku máli, en voru þangað komin úr grísku. Þetta eru orð sem rituð eru með th á ensku, en voru á grísku rituð með þeim bókstaf sem af íslendingum hefur verið kallaður þeta. Samkvæmt því hefur t.d. enska orðið theme verið þýtt á ís- lenzku með hvorugkynsorðinu þema. Yfirleitt mun þeta, sem frá fornu hefur staðið í grísku orði, rituð með th í samsvarandi ensku orði, sem þá er borið fram með þ- hljóði. Hins vegar hafa grannar vorir á Norðurlöndum borið fram og ritað t fyrir þetu í grískættuðum orðum í sínum tungumálum. Þó hafa flestir íslendingar kosið að fara að dæmi Engilsaxa fremur en frænda sinna norrænna, ef til vill vegna þess að þ-ið sem bókstaf- ur hefur þótt bregða á tókuorð íslenzkum svip eitthvað fremur en í. Nú hafa grískumenn sagt mér, að hinn forni gríski bókstafur þeta hafi alls ekki verið borinn fram með j>-hljóði, heldur hafí þar verið um að ræða áblásið t-hljóð, sem beinast lægi við að láta t annast í íslenzkum tökuorðum. Sam- kvæmt þvi ætti þema fremur að vera tema. Að líkindum hefur Jón Sigurðsson haft þetta gríska hljóð í huga, þegar hann stafsetti nafnið Aþena með í-i (Atena). Ef til vill hefur honum líka þótt A heizt til óburðugt atkvæði á íslenzku til þess að á eftir því kæmi þ; nafnið hefði þá fremur þurft að vera Áþena. Hins vegar ritaði Svein- björn Egilsson þetta nafn Aþena, hvað sem olli, og þá var ekki að sökum að spyrja; heillandi mál- þokki Sveinbjarnar í Kviðum Hó- mers hefur varpað á nafn þetta slíkum ljóma, að enginn íslending- ur gæti til þess hugsað að rita það á annan hátt. Líku máli gegnir um nokkur fleiri grísk nöfn." Um rithátt og framburð orðsins kaþólskur segir þar: „Gegn þessum rithætti og fram- burði mæla þó sterk rök. I fyrsta lagi er þar að ófyrirsynju sett þ í stað grískrar þetu; og í öðru lagi þyrfti orðið fremur að vera ká- þólskur til þess að þ gæti komið fyrir í þvílíkri stöðu. Því er það, að fleiri en undirritaður skrifa þar ætíð katólskur. Hitt er þó enn verra, að þeir sem játa katólska trú eru einatt kallað- ir kaþólikkar. Ekki leynir sér út- lenzkan á bak við þetta tvöfalda k, sem gerir orðið með afbrigðum kauðalegt og óvirðulegt, eins og svo mörg tökuorð sem bera út- lenzkuna utan á sér. Eðlilegast er, að katólskir menn séu á íslenzku nefndir katólar og trú þeirra ka- tólska." Hér var víða nokkuð fast að orði kveðið um það sem ýmsir myndu kalla álitamál. Og því ítreka ég að lokum það sem sagt var í upphafi, að ég tel' viðhorf Sigurðar A. Magnússonar á sinn hátt full- , komlega réttmætt, þó að ég haldi fast við mitt sjónarmið og telji raunar óþarft að gera þar upp á milli. í þessu efni held ég að mein- laust sé, að hver fari sínu fram enn um sinn, rétt eins og látið er litlu skipta, hvort menn rita z sam- kvæmt síðari tíma hefð, eða fylgja í því efni nýlegum skólareglum, sem mörgum þykja ófullnægjandi. Þar held ég engu spilli að hver haldi sinni sérvizku, þó að viss festa í stafsetningu sé sannarlega af hinu góða, enda megin-röksemd gegn brottfellingu þessa bókstafs úr íslenzku ritmáli. Svo vil ég nota tækifærið og þakka Sigurði A. Magnússyni fyrir margháttað starf hans að kynn- ingu grískrar menningar að fornu og nýju. Notaðir bílar á góðu verði - Allir skoðaðir 1992 og góð greiðslukjör í boði - ¦Zfíft =¦- PEEÉ] Bíll vikunnar: Chevrolet Monarc. 5 gíra. Ekinn 18.000 km. Mjög góður á frábæru verði. Staðgr. 470.000,- kr. BÍLAGALLERÍ • FAXAFENI 8 • SÍMl 685870 • Opió mánudaga tHföstudaga kl. 9-18 • Laugardaga kl. 10-16 100-300 þús. Dai. Charmant 4G 4D árg. '78. Ek. 89. Tölvunr. 2432. stgr. 50 Dai. Charade CS 4G 5D árg. '85 Ek. 90. Tölvunr. 2409. stgr. 195 Dai. Charade TS 4G 3D árg. '86 Ek. 78. Tölvunr. 1344. stgr. 250 Dai. Charade TX 4G 3D árg. '86. Ek. 96. Tnr. 2359. stgr. 270 Dai. Charmant LE 5G 4D árg. '86. Ek. 88. Tölvunr.465. stgr.280 Ford Escort SSK 5D árg. 84. Ek. 92. Tölvunr. 2392. stgr. 295 Kr. 300-500 þús. Volvo 240 GL 4DSSKárg.'82. Ek. 166. Tnr.2553. stgr.310 Dai. Charade CS 4G 5D árg. '87 Ek. 77. Tölvunr. 2465. stgr. 340 Volvo 340 DL 4G 5D árg. '86. Ek. 92. Tölvunr.2275 stgr.380 Volvo 240 GL 5G 4D árg.'84. Ek. 150. Tölvunr. 1926. stgr. 390 Dai. Charade CX 5G 5D árg. '88. Ek. 69. Tölvunr. 1948. stgr.460 Dai. Charade CX SSK 5D árg. '88. Ek. 78. Tölvunr. 2081. stgr. 490 Kr. 500-700 þús. Dai. Charade TX SSK 3D árg. '88 Ek. 25. Tölvunr. 1783 stgr. 530 Mazda 323 LX SSK 3D árg. "88 Ek. 52. Tölvunr. 2562. stgr. 530 Ford Escort Savoy 5G 3D árg. '88 Ek. 30. Tnr. 2017. stgr. 540 Dai. CharadeTurbo 5G 3D árg. '88. Ek. 68. Tölvunr. 2462. stgr. 550 Chev. Monza GL 5G 4D árg. '88. Ek. 18. Tölvunr. 1977. stgr. 590 Subaru Justy J12 5G 5D árg. '89. Ek. 32. Tölvunr. 2495. stgr. 650 Toyota Carina Sed. SSK 4D árg. '88 Ek. 62. Tölvunr.2078 stgr. 725 Volvo 740 GL SSK 4D árg. '85. Ek. 75. Tölvunr.2225 stgr.760 Volvo 240 GL SSK. 4D árg. 87 Ek. 37. Tólvunr.2240 stgr.780 Subaru 1800 GL Stat. 5G 5D árg. '88 Ek. 78.Tnr.2276. stgr.840 Dai. Feroza EL-II 4x4 5G 3D árg. '89. Ek. 49. Tölvunr. 1497 stgr. 890 Volvo 240 GL 5G 4D árg. '88 Ek. 61. Tölvunr. 1989. stgr. 900 Dal. Feroza EL-II 4x4 5G 3D árg. '89 Ek. 53.Tnr.1661. stgr.900 Dai. Feroza EL-II 4x4 5G 3D árg. '89 Ek. 23.Tnr.2133 stgr. 930 Volvo 460 GLE 5G 4D árg. '90 Ek. 94. Tölvunr. 2090. stgr. 950 Volvo 740 GLE 5G4Dárg. '86. Ek. 103 Tölvunr.1473 stgr. 995 Volvo 440 Turbo 5G 5D árg. '89 Ek. 57. Tnr.2019. stgr. 1.050 Volvo 740 GLE SSK 4D árg. '87. Ek. 72. Tnr.479 stgr. 1.095 Volvo 740 GL SSK 4D árg. '88 Ek. 67. Tnr. 1027. stgr. 1.190 Dai. Feroza EL/EFI 5G 3D árg. '91. Ek. 3. Tnr.2313 stgr. 1.220 Volvo 460 GLE SSK 4D árg. '90 Ek. 11. Tölvnr. 2086. stgr. 1.240 Volvo 740 GL SSK4Dárg. '88 Ek. 43. Tnr.2124. stgr. 1.250 Dai Rocky EL II Bensín 5G 3D ár. '90 Ek. 30. Tnr. 2405stgr. 1.250 Volvo 740 GLE SSK 4D árg. '88 Ek. 52. Tnr.2048 stgr. 1.320 SSK = Sjálfskiptur. D = Dyrafjöldi. G = Girar. St. = Station.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.