Morgunblaðið - 28.05.1992, Blaðsíða 57

Morgunblaðið - 28.05.1992, Blaðsíða 57
MORGUNBLAÐIÐ ÍÞRÓTTIR HOM FIMMTUDAGUR 28. MAÍ 1992 57 FOLK ¦ ÞORVALDUR Orlygsson knattspyrnumaður sem handar- brotnaði fyrir skömmu, ætlar að reyna að setja spelkur á handlegg- inn til að láta á það reyna hvört hann getur leikið knattspyrnu. Ef þessi tilraun gengur vel mun hann gefa kost á sér í landsleikinn gegn Ungverjum í næstu viku. ¦ MARTHA Ernstdóttir erstödd í Þýskalandi ásamt Gunnari Páli Jóakimssyni, þjálfara til að keppa í 10 km hlaupi í borginni Jena. Mótið er úrtökumót fyrir þýska hlaupara fyrir Ólympíuleikana. M HELGI Bragason körfuknatt- leiksdómari náði alþjóðlegu dóm- araprófi sem fram fór í Noregi í tengslum við Norðurlandamótið í körfuknattleik. Helgi hefur þegar fengið fyrsta verkefnið sem er að fara með drengjalandsliðinu til Belgíu og dæma þar í undankeppni Evrópumeistaramótsins. ¦ KRISTINN Óskarsson, sem , einnig þreytti prófið, náði ekki próf- inu. 22 dómarar gengust undir próf- ið og 12 náðu því. ¦ STJARNANsigra.ðiWn-.Oen ekki 6:0 í bikarkeppninni á þriðju- daginn. Það var Rúnar Sigmunds- son sem gerði sjöunda markið. ¦ HLYNUR Stefánsson knatt- spyrnumaður úr Vestmannaeyjum sem leikur með Örebro í sænsku úrvalsdeildinni, hefur verið meiddur - tognaði á liðböndum í hné, og hefur ekki getað leikið með liðinu síðustu þrjá leiki í deildinni. Örebro hefur gengið illa upp á síðkastið og er í næst neðsta sæti. ¦ SIGRÍÐUR Jónsdóttir var endurkjörinn fprmaður Badmint- onsambands íslands á ársþingi sambandsins um sl. helgi. Með henni í stjórn eru Jóhannes Hela- son, Sigríður M. Jónsdóttir, Andri Stefánsson og Kristín Magnúsdóttir. Sigfús Ægir Árna- son og Friðrik Þór Halldórsson Sáfuekki kost á sér til endurkjörs. I ÁRNI Þór Hallgrímsson, landsliðsmaður í badminton, hefur verið ráðinn þjálfari UMFK í Kefla- vík næsta vetur. Hann tekur við af Ásu Pálsdóttur sem er að flytja til Danmerkur og verður þar við nám í þrjú ár. ¦ LUKA Peruzovic, fyrrum landsliðsmaður Júgóslava í knatt- spyrnu, var í gær ráðinn þjálfari belgíska liðsins Anderlecht. Hol- lenski þjálfarinn Aad de Mos var rekinn frá félaginu á þriðjudag, eftir þriggja ára starf. Króatinn Peruzovic er 41 árs og lék með Anderlecht fyrir sex árum. Hann þjálfaði Hajduk Split fyrir tveimur árum og réðist síðan til belgíska félagsins Charleroi seint á síðasta ári. Peruzovic tekur við nýja starf- inu formlega 1. júlí. FRJALSIÞROTTIR Elliðaárhlaup Fylkisídag I tilefni 25 ára afmælis íþróttafélagsins Fylkis, þann 28. maf, verður i fyrsta sinn efnt til almenns víðavangshlaups í EUiða- ánJalnum ! dag. Boðið verður uppá tvær Maupalengdir 3 km og 9 km. Allir þátttak- endur fá viðurkenningarskjal og þrir fyrstu I hverjum flokki fá verðlaunapening. Keppt verður í eftirtöldum flokkum karla °g kvenna: 15 ára og yngri, 16-19 ára, 20-29 ára, 30-39 ára, 40-49 ára og 50 ára og eldri. Þátttökugjald er kr. 200 fyrir 16 ára og yngri, eldri greiða 400 krónur. Lagt Verður af stað frá Fylkisheimilinu og fer skráning fram þar í dag og lýkur kl. 13.40 en hlaupið hefst kl. 14. Idag Knattspyrna 1. deild karla: KA-völlur: KA-FH..............kl. 16.00 Kópavogsvöllur: UBK-Þór..ki. 16.00 Valbjarharvöllur: Fram - KRkl. 20.00 1. deild kvenna: Vaisvöllur: Valur-ÍA...........kl. 20.00 2. deild kvenna: Siglufjarðarv.: KS-Dalvík...kl. 17.00 HANDKNATTLEIKUR íslenska landsliðið tilbúið að fara á Ólympíuleikana ef leiðin opnast: Ekkert hefur breyst varðandi Júgóslava - segirframkvæmdastjóri alþjóða handknattleikssambandsins HUGMYNDIR eru uppi meðal forystumanna Knattspyrnusam- bands Evrópu (UEFA) að meina Júgóslövum þátttöku í úrslita- keppni Evrópukeppni landsliða, sem hefst íSviþjóð 10. júní, eins og greint er frá annars staðar á íþróttasíðu í dag. Eins og stað- an er í dag virðist hins vegar ekkert bendatil annars en landsl- ið Júgóslavíu í handknattleik verði með á Ólympíuleikunum í Barcelona, að sögn f ramkvæmdastjóra alþjóða handknattleiks- sambandsins. ísland er fyrsta varaþjóð i keppnina, og forystu- menn HSÍ fylgjast því vel með gangi mála og landsliðsþjálfarinn segir liðið tilbúið að fara ef sú staða kæmi upp. Ef kall kemur þess efnis að við tökum sæti Júgóslava á Ólympíuleikunum, erum við tilbúnir að svara því og fara til Barcelona," sagði Þorbergur Aðalsteinsson, landsliðsþjálfari í handknattleik. „Peningahliðin er svo annað mál, sem þarf að kanna." Ástandið í Júgóslavíu fer versn- andi og þrýst hefur verið á Evrópu- bandalagið um refsiaðgerðir gegn Serbum og einn ráðherra í sænsku ríkisstjórninni lýsti því yfir í gær að hugmyndir væru uppi um að banna landsliði Júgóslavíu að koma til landsins vegna Evrópukeppni landsliða í knattspyrnu. Jörg Bahrke, framkvæmdastjóri alþjóða handknattleikssambandsins (IHF) sagði hins vegar í samtali við Morgunblaðið í gær að ekkert hefði breyst varðaiidi Júgóslavíu að því er snerti handknattleikskeppni Ólympíuleikanna. „Júgóslavía er Morgunblaðið/Bjarni Þorbergur Aðalsteinsson. enn til, og þar af leiðandi hand- knattleikssamband Júgóslavíu, sem er aðili að IHF. Meðan svo er breyt- ist ekkert, og ég sé ekki annað en lið landsins verði með í Barcelona," sagði hann. Þorbergur Aðalsteinsson sagðist hins vegar litla trú hafa á því að landslið Júgóslavíu, „eða lið ann- arra ríkja innan gömlu Júgóslavíu, séu tilbúin eða hafi efni á að taka þátt í keppninni á Ólympíuleikun- um. Við erum ekki að sperra okkur upp, heldur munum við fylgjast með málum og erum í viðbragsstöðu," sagði Þorbergur. Hann sagði landsliðið yrði á góðu róli þegar Olympíuleikarnir hefjast 25. júlí. „Við byrjum að æfa á næstu dögum og fyrsta verkefni landsliðsins verða leikir gegn Þjóð- verjum hér á landi 21. og 22. júní. Við förum á sterkt mót á Spáni í byrjun júlí og þaðan höldum við til Þýskalands^ og tökum þar þátt í öðru móti. Á þessu sést að landslið- ið á að vera í nokkuð góðri leikæf- ingu." KORFUKNATTLEIKUR / NBA Portland stendur vel að vígi Fré Gunnari Valgeirssyni í Bandaríkjunum Portland sigraði Utah, 127:121, eftir fram- lengingu í fimmta leik liðanna í úrslitum Vesturdeildar NBA-deildarinnar í körfuknatt- leik í fyrrinótt. Portland hefur því tekið 3:2 forystu og getur tryggt sér sæti í úrslitum deildarinnar með sigri í Utah í dag. Leikurinn var sögulegur fyrir það áð besti leikmaður Utah, John Stockton, bakvörður liðsins, meiddist á auga nokkrum sek. fyrir hálfleik — fékk fmgur í augað, og lék ekki meira með; hvorki í seinni hálfleiknum né framlengingu. Þó er búist við að Stockton JUDO leiki með- í dag. Heimamenn höfðu ávallt forystu. 60:52 í hálfleik, en varabakvörður Utah, Delaney Rudd, jafnaði með þriggja stiga skoti, 107:107, þegar fimm sek .voru eftir. En leikmenn Portland tóku leikinn svo strax í sínar hendur í framlengingu, skoruðu 10 stig gegn einu í upphafi og gerðu út um viðureignina. Það var framvörður Portland, Gerome Kersey, sem var stigahæstur með 29 stig. Þrír voru með 24, Clyde Drexler, Terry Port- er og Kevin Duckworth. Hjá Utah var „bréf- berinn" Karl Malone stigahæstur með 38 stig. Landsliðið tekur þátt ísexmótum Landsliðið í handknattleik tók þátt í sex mótum fyrir HM í Svíþjóð 1993. Mótin sem landsliðið tekur þátt í, eru: HÁ Spáni 3.-5. júlí. ¦í Þýskaland 10.-12. júll. ¦ í Sviss 27. október - 1. nóvember. lí Danmörku 2.-6. desember. ¦í Frakklandi 14.-16. febrúar. •Þá eru miklar líkur á að landsliðið taki þátt í Lottó Cup 24.-27. janúar í Noregi. Liðið tekur þá sæti Júgóslavíu. Ekki er endanlega búið að ákveða hvaða lands- leikir verði hér á landi næsta vetur, nema að Danir koma og leika þrjá landsleiki í lok febrúar. Tryggvi efnilegastur Júdódeild Ármanns hefur valið efnilegasta júdómanninn í flokki 21 árs og yngri. Fyrir valinu að þessu sinni var Tryggvi Þór Gunnarsson, en hann hefur skarað framúr í þessum aldursflokki í vetur, auk þess varð hann íslands- meistari í sínum aldursflokki og vann bronsverðlaun á Norður- landamótinu. Tryggvi fékk að launum viður- kenningarskjöld, sem gefinn er til minningar um Halldór Gunnar Ragnarsson, sem hefði orðið 20 ára 24. maí sl., en hann lést í bíl- slysi í desember í fyrra. Halldór Gunnar var meðal efnilegustu jú- dómanna landsins. Þessi skjöldur verður veittur árlega og er tilgang- urinn að hvetja unga júdómenn til dáða. HANDBOLTI Ellióaárhlaup Fylkis í tilefni 25 ára afmælis íþróttafélagsins Fylkis, þann 28. maí nk., verður í fyrsta sinn efnt til almenns víðavongshlaups í Elliðaárdalnum. Boðið verður uppó tvær hloupalengd- ir, 3 km og 9 km. Þeir, sem vilja njóta útivistar í fögru umhverfi og virða fyrir sér fjölskrúðugt fuglolíf, eru jafn velkomnii og þeir, sem hlaupo í kapp við timann. Allir þótrtakendur íó viðurkcnningarskjol og þrir fyrstu í hverjum flokki fó verðlounapen- ing. Ávaxta- og orkudrykkir oins og hver og einn getur í sig lótið. Keppt verður í eftirfarandi flokkum karla ^g kvenna: 15 óra og yngri, 16-19 ára, 20-29 ára, 30-39 óra, 40-49 óra og 50 óro og eldri. Þórrtökugjald er kr. 200 fyrir 15 óra og yngri, eldri greiða 400 kr. Lagt verður af stað fró Fylkisheimilinu og fer skróning þar fram hloupadaginn. Skróningu lýkur kl. 13.40. Mætum límanlega og forðumst biðrað- ir. Hlaupið hefst kl. 14.00. §?¦ íífólli; lyrir iila «j» /!'67-l9'5a Tryggvi Þór Gunnarsson var kjörinn efnilegasti júdómaður Ár- Lokahóf 1. deildar Lokahóf fyrstu deildar félaganna, karla og kvenna, í handknattleik verður haldið að Hótel íslandi á laugardaginn. Húsið opnar kl. 19. Bestu leikmenn, þjálfarar og dómarar eru útnefndir á hófinu. Húsið opnar aftur kl. 23 fyrir handknattleiksunnendur sem ekki kom- ast við borðhaldið. Miðar verða afgreiddir á skrifstofu HSÍ á laugardag milli kl. 13 og 15, en handknattleiksmenn eru benir að hafa samband við stjórnir félaganna varðandi miðapantanir. Opna Self oss! Opna Selfoss mótið í golfi fer fram á Svarf- hólsvelli vió Selfoss laugardaginn 30. maí 1992. Leiknar verða 18 holur, punktar samkvæmt Stableford 7/8 forgjöf. Verðlaun verða veitt fyrir 10 efstu sæti, aukaverðlaun fyrir að vera næstur holu á 4./13. braut og 7./16. braut. Ræst verður út frá kl. 8.00-10.30 og 13"00- 15.30. Rástíma er hægt að panta frá kl. 16.00 föstudaginn 29. maí í golfskála eða í síma 98-22417. _________________Mótanefnd GOS.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.