Morgunblaðið - 28.05.1992, Blaðsíða 28

Morgunblaðið - 28.05.1992, Blaðsíða 28
m- Jeltsín kall- ar herinn frá Moldovu BORÍS Jeltsín Rússlandsforseti sagðist í gær hafa gefíð her- sveitum fyrrverandi sovéthers skipun um að hverfa frá Moldovu en leiðtogar þar hafa sakað sveitimar um að taka afstöðu með slavneskum að- skilnaðarsinnum í héraðinu Dnestr. Slavamir era flestir rússneskumælandi og óttast að Moldova verði á endanum sam- einuð Rúmeníu. Ríkið tilheyrði að mestu Rúmeníu áður en það var sameinað Sovétríkjunum með leynisamningum Jósefs Stalín og Adolfs Hitler. Deiluað- ilar í Moldovu sömdu í gær um vopnahlé og ákváðu að reyna að semja um Iyktir deilna sinna. Ripa fer ekki til Ríó CARLO Ripa di Meana sem fer með umhverfismál í fram- kvæmdastjóm Evrópubanda- lagsins (EB) tilkynnti í gær að hann hefði að vandlega athug- uðu máli ákveðið að sækja ekki umhverfisráðstefnuna í Ríó í næsta mánuði. Nú þegar hefði verið samið um allar ákvarðanir ráðstefnunnar og niðurstöðum- ar myndu valda vonbrigðum. Hundur tefur flugumferð Flækingshundur gerði sig heimakominn á alþjóðaflugvell- inum í Sydney i Astralíu í gær með þeim afleiðingum að tafír urðu á flugumferð. Valsaði hann um flugbrautirnar og gripu flug- menn tveggja breiðþota flugfé- laganna Quantas og Australian Airlines til þess ráðs að hætta við Iendingu er þær voru um það bil að snerta flugbrautina til þess að taka enga áhættu af hugsanlegum árekstri. Flugu þær einn hring og lentu eftir að hundinum hafði verið komið burtu. 19 mafíósar handteknir NÍTJÁN liðsmenn ítölsku maf- íunnar vora handteknir í fyrri- nótt í samræmdri aðgerð ít- ölsku, þýsku og belgísku lög- reglunnar. Vora þeir ákærðir fyrir 14 morð, sjö manndrápstil- raunir og umfangsmikla fíkni- efnadreifíngu. Lögreglan í hér- aðinu Caltagirone á austurhluta Sikileyjar gaf út handtökutil- skipun á hendur alls 54 meintum mafíósum en aðeins náðist til 19 þeirra. Skaðabætur vegna óbeinna reykinga DÓMSTÓLL í Sydney dæmdi heilbrigðisráðuneyti Nýju Suður-Wales í Ástralíu í gær til þess að borga starfsmanni ráðu- neytisins 85.000 ástralska doll- ara, jafnvirði 3,9 milljónir ÍSK, í skaðabætur vegria óbeinna reykinga hans. Starfsmaðurinn sagðist hafa hlotið lungna- þembu eftir að hafa andað að sér tóbaksreyk samstarfsmanna í 12 ár. Dómstóllinn komst að þeirri niðurstöðu að það væri á ábyrgð vinnuveitenda að vernda bindindismenn frá tóbaksreyk reykingamanna. Talið er að úr- skurðurinn eigi eftir að hafa gífurlegt fordæmisgildi í Ástalíu og víðar. Varnarmálaráðherrar aðildar- ríkja Atlansthafsbandlagsins (NÁTO) ieggja áherslu á að aukin Afleiðing flugslyss: Læsingu kný- venda í 2.000 þotum breytt BOEIN G-flugvélaverksmiðj urnar hafa ákveðið að breyta Iæsingar- búnaði knývenda í um 2.000 ný- legum farþegaþotum í framhaldi af flugslysinu í Tælandi 26. maí í fyrra er Boeing-767 þota austur- ríska flugfélagsins Lauda Air fórst með 223 manns skömmu eftir flugtak frá Bangkok. Samkvæmt upplýsingum sem Morgunblaðið aflaði hjá Flugleiðum í gær verður þotum sem knúnar eru Pratt & Whitney-hreyflum fyrst breytt og er með öllu óljóst á þessu stigi hvenær breyta verður þotum félagsins sem era af gerðunum 737 og 757. Það virtist ekki vera talið mjög aðkalla'ndi því framleiðsla varahluta til að breyta knývendalæs- ingum á hreyflum af gerðunum CFM-56 og Rolls Royce, eins og þeim sem knýja Flugleiðaþoturnar, væri enn ekki hafín. Endanlega hefur ekki verið kveðið upp úr um hvað olli slysinu í Tæ- landi fyrir ári en fljótlega þótti þó sýnt að Iæsing hefði bragðist á kný- vendum annars þotuhreyfílsins með þeim afleiðingum að hreyflarnir verkuðu í sína áttina hvor. Hreyflar þotu Lauda Air voru af tegundinni Pratt & Whitney. Knývendar eru einungis notaðir til að draga úr hraða flugvélar eftir lendingu en þeir beina þá afli hreyflanna í öfuga átt við lendingarstefnu. Christopher Villiers, talsmaður Boeing-verksmiðjanna, sagði í gær að breytingin, sem ákveðið hefði verið að framkvæma, væri í því fólg- in að fjölga læsingum knývendanna úr tveimur í þrjár. Breytingin nær til um 2.000 tveggja hreyfla Boeing- flugvéla með sjö mismunandi hreyf- iltegundir, þ. e. allra flugvéla af gerðunum 757 og 767 ogennfremur til nýrri 737-véla. Boeing-verksmiðjurnar vildu ekki skýra frá hver kostnaður yrði. Tekur fjóra daga að breyta hverri þotu og leggja verksmiðjurnar flugfélögun- um varahlutina til ókeypis og hafa einnig boðist til að þjálfa flugvirkja- ’sveitiFlíeifrá^fir verksiris. Tilgangurinn með persónudýrk- uninni er augljóslega sá að sýna írösku þjóðinni svo ekki verði um villst, að það er Saddam sem öllu ræður, segir í grein í breska dag- blaðinu Independent. Hefur honum líka tekist það vel. írakar búast ekki við neinum breytingum á stjórnarfarinu og þeir skella skuld- inni að sumu leyti á stjórnvöld í Bandaríkjunum og Bretlandi. „Bush getur alveg sætt sig við núverandi ástand. í hans augum er vængstýfð- ur Saddam betri kostur en upplausn í írak og aukin áhrif írana,“ sagði Iraki nokkur en landsmenn eru furðu opinskáir þrátt fyrir kúgun- ma. Mennta- og millistéttarfólk í írak vildi gjarna losna við Saddam en það óttast líka yfírráð shía-músb imanna í suðurhluta landsins. Á þessum ótta elur Saddam og honum hefur líka tekist að kenna viðskipta- banni Sameinuðu þjóðanna, það er að segja' Bandaríkjunum og Bret- landi, um skortinn í landinu fremur en innrásinni í Kúvæt. Samt eru landsmenn miklu gagnrýnni á stjórnina en fyrir innrásina. Sonur Saddams á uppleið Irakar era mjög fréttaþyrstir og hlusta mikið Voice of America á arabísku enda er ekkert að græða á innlendu fjölmiðlunum. Eina blaðið, sem sýn- ir einhvern vott af sjálfstæði, er Babel en ritstjóri þess er Odai, son- ur Saddams. Er hann frægastur fyrir að hafa drepið helsta lífvörð föður síns en morðið varð ekki til að tefja fyrir honum á framabraut- inni. I apríl sl. var hann kosinn for- maður íraska rithöfundasambands- ins og var það hans fyrsta verk að semja um 25% launahækkun til blaðamanna. Staða Odais sýnir vel þær breyt- ingar, sem átt hafa sér stað í írösk- um stjórnmálum frá því í Persaflóa- stríðinu. Fjölskylda og aðrir ætt- ingjar Saddams frá bænum Takrit hafa lengi verið áberandi í valda- kerfínu en stjórnarflokkurinn, Baath-flokkurinn, hafði líka sínu hlutverki að gegna. „Nú er írak bara fjölskyldufyrirtæki og flokkur- inn kominn ofan í skúffu,“ er haft eftir erlendum sendimanni. Þeir, sem næstir standa Saddam, eru þessir: AIi Hassan al-Majid, frændi hans, er varnarmálaráð- ---MORGUNBLADfB~FIMMTODAGOR-28. MAI 1992 Reuter. Burt frá Berlín Skriðdrekar sjöttu hersveitar fertugustu brynvörðu stórdeildar Banda- ríkjahers hófu í gær brottflutning frá Berlín. Hersveitin var sú sveit Bandaríkjahers sem næst var víglínunni í Evrópu á dögum Kalda stríðs- ins og stóð augliti til auglitis við sóvéskar sveitir við landamærastöðina Checkpoint Charlie. Á myndinni má sjá skriðdreka úr deildinni aka um torg hins fjórða júlí við kveðjuathöfn sem haldin var í gær. Bandarísku forsetakosningarnar: Framboð Perots talið því sem næst öruggt Washington. The Daily Telegraph. ROSS Perot, milljarðamæringurinn frá Texas, sem hefur skotið hinni hefðbundnu stétt bandariskra stjórnmálamanna skelk í bringu vegna hugsaniegs forsetaframboðs síns, sagði í gær af sér sem æðsti stjórn- andi fyrirtækisins Perot Systems Corporation. Er þessi ákvörðun Per- ots talin bera þess ótvírætt merki að hann hyggist nú helga sig forseta- framboðinu af fullum krafti. Svo virðist sem Perot muni bráð- lega hafa náð því marki að fá nægi- legan fjölda undirskrifta í hverju ríki til að geta boðið sig fram í öllum fímmtíu ríkjum Bandaríkjanna fyrir forsetakosningamar í nóvember. Perot hefur fram að þessu látið í það skína að hann sé mjög tregur til að hella sér út í slaginn og ef að hann geri það væri það einungis vegna mikils þrýsting almennings sem hafí hafnað jafnt George Bush Banda- ríkjaforseta og Bill Clinton, líkleg- asta forsetaefni Demókrataflokksins. Öll kosningabarátta Perots ber þess hins vegar engin merki hálfvelgju. Hún er þrælskipulögð og sú ákvörðun Perots að nota sem svarar rámlega fímm milljörðum íslenskra króna úr eigin vasa í kosningabaráttuna gerir það að verkum að ekki er hægt ann- að en að taka framboð hans mjög alvarlega. Formlegu framboði hefur ekki enn verið lýst yfir af hans hálfu og leggja ráðgjafar Perots hart að honum að gefa ekki út neina slíka yfírlýsingu fyrr en í júní til að vera í umræð- unni fram eftir sumri. Fundur vamarmálaráðherra NATO: Kjami samstarfsins óbreytt- ur þrátt fyrir Evrópusamruna Mannvirkjasjóði heimilað að taka þátt í kostnaði vegna skuldbindinga Bandaríkjamanna Brussel. Frá Kristófer M. Kristinssyni, fréttaritara Morgunblaðsins. samskipti og samstarf allra Evr- ópuþjóða sé vænlegasta leiðin til að draga úr spennu í álfunni og koma í veg fyrir átök. í yfirlýs- ingu sem birt. var eftir fund ráð- herranna í Brussel í gær eru órjúfanleg tengsl öryggis aðildar- ríkjanna við Evrópu í heild ítrek- uð. Á fundinum féllust ráðherr- arnir á að mannvirkjasjóði banda- lagsins skuli í framtíðinni heimilt að taka þátt í kostnaði við viðhald og nauðsynlega uppbyggingu vegna varnarskuldbindinga Bandaríkjamanna í Evrópu. Ráðherrarnir fjölluðu um þær hugmyndir að NATO gæti í framtíð- inni lagt aðildarríkjum Ráðstefnunn- ar um öryggi og samvinnu í Evrópu (RÖSE) til aðstöðu og jafnvel her- sveitir ef þörf krefði. Gert er ráð fyrir að utanríkisráðherrar NATO fjalli um þetta á fundi í Ósló í næsta mánuði. Á blaðamannafundi ítrekaði Manfred Wörner, framkvæmdastjóri bandalagsins, að þátttaka NATO í aðgerðum á vegum RÖSE hlyti að byggjast annars vegar á því að aðild- arríki RÖSE legðu fram beiðni um slíkt og hins vegar að öll 16 aðildar- ríki NATO væru sammála um þess háttar aðstoð. Bæði hann og Richard Cheney, varnarmálaráðherra Bandaríkjanna, vísuðu á bug hug- myndum um íhlutun NATO í ófriðinn í Júgóslavíu á grundvelli þessara hugmynda. Umræðan væri á byijunarstigi og allt sem varðaði útfærslu og framkvæmd þessara hugmynda væri óafgreitt. I yfírlýsingu sinni fagna ráðherr- amir því að framkvæmd samnings- ins um fækkun í hefðbundnum her- afla í Evrópu verður staðfest í Ósló í næsta mánuði þannig að hann taki formlega gildi fyrir leiðtogafund aðildarríkja RÖSE í Helsinki. Auk- inni samvinnu við kommúnistaríkin fyrrverandi er fagnað og minnt á fyrirhugaða námsstefnu með þátt- töku þeirra um hlutverk heija í Iýð- ræðisþjóðfélagi í júlí í sumar. Ráðherrarnir lýstu yfir stuðningi við viðleitni Evrópuþjóða til að treysta og auka framlög til eigin varna en ítrekaðar voru yfirlýsingar leiðtogafunda NATO í Róm og Evr- ópubandalagsins í MaastricLt þess efnis að NATO sé eftir sem áður kjarni þess vamarsamstarfs sem rík- in eiga með sér. Ljóst er að nokkrar spurningar vöknuðu á fundinum um stöðu og hlutverk fyrirhugaðra sam- sveita Frakka og Þjóðveija en á fundinum staðfesti þýski varnar- málaráðherrann forgang öiyggis- hagsmuna NATO gagnvart þessum hersveitum. Frakkar taka ekki þátt í þessum fundum en þeir munu væntanlega gera grein fyrir afstöðu sinni í Ósló. írak: Fjölskylda Saddams o g ætt- ingjar í öllum valdastöðum * Dagar Iraks sem herveldis eru liðnir en persónudýrkunin aldrei meiri FYRIR skömmu héldu írakar upp á 55 ára afmæli forseta síns, Sadd- ams Husseins, og námsmeyjar vítt og breitt um landið skáru af sér tíkarspenana og sendu honum sem tákn um tryggð og hollustu. Persónudýrkunin á Saddam er nú miklu meiri en hún var fyrir stríð- ið um Kúvæt. Við hverja einustu götu er mynd af honum þar sem hann er ýmist I búningi kúrdísks höfðingja, vestræns kaupsýslu- manns eða arabísks fursta og jafnvel á peningaseðlunum hefur fræg- ur foss í Kúrdistan orðið að víkja fyrir ásjónu leiðtogans. á útsendingar BBC og herra; Watban, hálfbróðir hans, er
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.