Morgunblaðið - 28.05.1992, Blaðsíða 4

Morgunblaðið - 28.05.1992, Blaðsíða 4
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 28. MAI 1992 Lífeyrissjóðir byggingamanna og málm- og skipasmiða sameinaðir: Sameinaði lífeyrissjóðurinn með um 8 milljarða heildareignir FORMLEGA var gengið frá sameiningu Lífeyrissjóðs málm- og skipa- smiða og Lífeyrissjóðs byggingamanna á stofnfundi Sameinaða lífeyris- sjóðsins í gær. Þetta er í fyrsta sinn sem svo stórir lífeyrissjóðir eru sameinaðir en hinn nýji sjóður verður sá fjórði stærsti hérlendis hvað eignir snertir. Eignir sjóðanna voru um síðustu áramót um 8 milljarð- ar króna og er fjöldi virkra sjóðfélaga um 4 þúsund. Viðræður um sameininguna hóf- að láta fara fram tryggjngarfræði- ust í mars á sl. ári milli byggingar- manna, málmiðnaðarmanna og rafiðnaðarmanna og var þá ákveðið lega úttekt á sjóðunum. í september hófust síðan viðræður milli aðila um sameiningu. Rafiðnaðarmenn lýstu Leiguflug frá Barcelona HEIMSFERÐIR hf. og Turavia, sem er ein stersta ferðaskrifstofa Spánar, verða með beint leiguflug frá Spáhi tii íslands frá Barcelona og Alicante til Keflavíkur. Flogið verður vikulega, alla föstudaga frá 17. júlí til 11. september. Gestir geta ráðið hvort þeir dvelja á Islandi í eina eða þrjár vikur. Heimsferðir annast fyrirgreiðslu við Spánverj- ana og skipuleggja ferðir meðan þeir eru hér. Heimsferðir og Turavia eru einu aðilarnir sem bjóða beint leiguflug frá íslandi til Barcelona. Þar verða Ólympíuleikarnir í sumar og er íbúð- argisting í boði í Salou. Það er þekkt- VEÐUR ur baðstrandarbær í grennd við Barcelona og er klukkustundar akst- ur á Ólympíuleikvanginn fyrir áhugasama íþróttaunnendur. því þá yfir að þeir vildu draga sig út úr viðræðunum að svo komnu máli. Viðræður héldu hins vegar áfram milli byggingarmanna og málmiðnaðarmanna og lauk þeim með skriflegum samningi milli stjórna sjóðanna og Vinnuveitenda- sambands íslands 4. mars sl. Sam- einingin var síðan staðfest á þingi Málm- og skipasmiðasambands ís- lands sem haldið var 7-9. maí og á fulltrúaráðsfundi Lífeyrissjóðs bygg- ingamanna 23. maí sl. Sameining sjóðanna mun gerast í þremur áföngum. Hinn 31. maí verða gömlu sjóðirnir lagðir niður og gerð- ir að deildum í Sameinaða lífeyris- sjóðnum. Annar áfánginn á sér stað á aðalfundi sjóðsins á næsta ári þeg- ar tekin verður ákvörðun um með- ferð réttinda og í þriðja áfanga sem kemurtil framkvæmda 31. desember 1993 verða deildirnar endanlega lagðar niður. Sjá viðtal við Jóhannes Sig- geirsson í viðskiptablaði bls. 4C. / DAG kl. 12.00 Helmlld: veðurstofa istands {öyggt á veðurapá td. 16.15 í gær) VEÐURHORFUR I DAG, 19. MAI YFIRUT: Skammt vestur af landinu er lægðardrag sem þokast norðaust- ur, en austur vtð Noreg er 1.033 mb hæð. SPÁ: Suðlæg átt um allt land, fremur hæg. Þokusúld sunnanlands en heldur bjartara og skúrir vestanlands. Á Norður- og Austurlandi verður víða bjart veður. VEÐURHORFUR NÆSTU DAGA'. HORFUR Á FÖSTUDAG: Hæg breytileg átt og þokusúld eða rigning með köflum um vestanvert landið. Austanlands verður fremur hæg aust- læg átt, skýjað með köflum norðan til en víða þokusúld sunnan til. Hlýtt norðaustanlands en heldur kólnandi annars staðar. HORFUR Á LAUGARDAG: Fremur hæg suðaustanátt og rigning um suðvestanvert landið. Þokusúld suðaustanlands en bjart veður víðast annars staðar. Hægt kólnandi veður. Svarsími Veðurstofu íslands — Veðurfregnir: 990600. 0 ^Ok A A fil Heiðskírt Léttskýjað Hálfskýjað Skýjað Alskýjað v H Skúrir Slydduél Él r r r * r * / / * / r r r r * r Rigning Slydda * * * * * * * * Snjókoma Sunnan, 4 vindstig. Vindörin sýnir vindstefnu og fjaðrirnar vindstyrk, heil fjöður er 2 vindstig. 10° Hitastig V Súld = Þoka >«g-. FÆRÐA VEGUM: ckx 17.30 ,9»» Allir helstu þjóðvegtr landsins eru nú færír, undantekning er þó á Norð- austurvegi (Sandvíkurheiði), þar er mikil aurbleyta og er því aðetns fyrir jeppa og fjórhjóladrifna bíia. Einstaka vegakaflar eru þó ófærir svo sem Þorskafjarðarheiðt á Vestfjörðum, Hólssandur og Oxarfjarðarheiði á Norðausturlandi og Mjóafjarðarheiði á Austfjörðum er lokuð vegna aur- bleytu. Vegna aurbleytu eru sums staðarsérstakaröxulþungatakmarkan- ir á vegum og eru þær tilgreindar með merkjum við viðkomandi veg. Allir hálendisvegir landsins eru lokaðir vegna aurbleytu og snjóa. Skrif- stofa Vegaeftirlits verður tokuð á uppstigningardag. Vegagerðin. VEÐUR VIÐA UM HEIM kl. 12.00 ígær að ísl. tíma hiti voður Akureyri 15 alskýjað Beykjavfk Hþokumooa Bergen 21 léttskýjað Helsinki 24 léttskýjaft Kaupmannahöfn 22 léttskýjaft Narssarssuaq 1 heiðskírt Nuuk +1 skýjað Ósló 24 léttGkýjafi Stokkhólmur 24 léttskýjað Algarve Amsterdam Barcelona Berlín Chicago Feneyjar Frankfurt Glasgow Hamborg London LosAngeles Lúsemborg Madríd Mallorca Montreal NewYork Orlando París Madelra Róm Wn Washington Winnipeg 22 skýjað 20 skýjað 22 léttskýjaft 22 léttskýjaö 4 ' heiðskírt 22 skýjað 22 hárfskýjað 10 léttskýjað 20 skýjaft 22 hefftskírt 18 alskýjað 21 skýjað 22 skýjafi 25 léttskýjað 26 léttskýjað 10 alskýjaft 12 skýjað 23 heiðskírt 24 skýjað 20 hálfskýjað 23 léttskýjað 20 léttskýjað 12 skúr 5 léttskýjað Morgunblaðið/Júltus Norðurhöfnin dýpkuð Við miðbakkann í Norðurhöfninni í Reykjavík eru hafnar fram- kvæmdir yið lagningu Geirsgötu og flutning hafnarbakkans fram í höfnina. Áætlaður kostnaður við verkið á árinu er 40 milljónir króna en kostnaður við lokafrágang á næsta ári er áætlaður 8 milljónir. Verkið er unnið í samvinnu Reykjavíkurborgar og Reykjavíkurhafnar og verður höfni dýpkuð og skemmtiferðaskipum gert kleift að leggj- ast þar að bryggju í framtíðinni. Vísbendingar um olíu- mengun frá El Grillo VÍSBENDINGAR hafa verið um olíumengun frá flaki breska olíu- skipsins El Grillo, sem sökkt var á Seyðisfirði í heimsstyrjöldinni síðari og hefur bæjarsfjðrn Seyðisfjarðar af þeim sökum óskað eftir því við stjórnvöld að kanna möguleika á að dæla olíu úr flakinu. „Við höfum haft áhyggjur af þessu máli, þar sem við höfum séð vísbend- ingar um leka frá flakinu," sagði Þorvaldur Jóhannsson bæjarstjóri á Seyðisfirði við Morgunblaðið. „Það er að vísu ekki nýtt mál, en í haust tókum við á því aftur og óskuðum eftir því við umhverfisráðuneytið að ástand flaksins yrði kannað, og hvort einhver leið væri til að fjarlægja þá olíu sem þar er eftir. Nú er verið að hugsa um að senda leiðangur til þess arna," sagði Þorvaldur. Ekki liggur ljóst fyrir hver ætti að bera kostnað af slíkri könnun, en samkvæmt náttúruverndarlögum eru sveitastjórnir ábyrgar fyrir að koma í veg fyrir mengun. Þorvaldur sagði að það mál hefði samt ekkert verið rætt, en sér þætti að minnsta kosti ekki líklegt að bærinn þyrfti að greiða rannsóknarþáttinn. Mikael Ólafsson hjá Siglingamála- stofnun sagði að það væri ósk stofn- unarinnar að veitt yrði fé til að skoða flakið vel svo hægt væri að meta hve mikil olía sé um borð, hvort hún hafi jafnvel lekið öll út og sjór sé kominn í staðinn. Mikael sagði, að Svíar hefðu á síðustu árum þróað búnað til að dæla úr sokknum tankskipum og einnig búnað til að ftnna út hvort olía eða sjór væri í geymum á skipsfl- ökum á sjávarbotni. . Siglingamálstofnun telur að for- könnun á ástandi flaks El Grillo og mat á hve mikil olía er enn í tönkum þess, kosti um 1,5 milljónir króna. Eignarhaldsfélag Verslunarbankans: Matið kynnt Islenska sjónvarpsfélaginu STJÓRN Eignarhaldsfélagsins Verslunarbanki íslands hf. ákvað á fundi í gær að kynna íslenska sjónvarpsfélaginu hf. með formlegum hætti niðurstöðu dómkvaddra matsmanna á verðmæti hlutabréfa sem Fjölmiðlun hf. keypti í Sjónvarpsfélaginu í ársbyrjun 1990. Fjölmiðlun hefur krafist Iækkunar kaupverðs hlutabréfanna vegna rangra upplýs- inga sem fyrirtækið hafi fengið hjá Verslunarbankanum við kaup hluta- bréfanna og komust matsmennirnir að þeirri niðurstöðu að kaupverð bréfanna hafi verið 23 miUjónum yfir raunverulegu verðmæti þeirra. Höskuldur Ólafsson, fram- kvæmdastjóri Eignarhaldsfélagsins, sagði í gær að þegar Fjölmiðlun fór fram á dómkvaðningu matsmanna vegna þessa máls hafi Eignarhalds- félagið látið Islenska sjónvarpsfélag- ið, sem raunverulegan seljanda bréf- anna, vita þannig að það gæti gætt hagsmuna sinna með upplýsingagjöf við matið. Eðlilegt væri að kynna félaginu niðurstöðuna með formleg- um hætti. Þá sagði Höskuldur að Eignarhaldsfélagið hefði falið sér- fræðingum sínum að fara betur ofan í matið. Alþýðuflokkurinn á Reykjanesi: Flokksfólk standi ein- huga að baki formanni Á kjördæmisþingi Alþýðuflokksins á Reykjanesi á þriðjudagskvöld var samþykkt ályktun þar sem fagnað er frammistöðu formanns flokksins í samningunum um evrópskt efnahagssvæði. Ályktunin var lögð fram af 30 fulltrúum á þinginu og var hún samþykkt samhljóða: Ályktunin er á þessa leið: „Kjör- ustu. dæmisráð Alþýðuflokksins í Reykja- neskjördæmi fagnar frábærri frammistöðu formanns flokksins í samningunum um EES, sem nú hafa verið leiddir til lykta undir hans for- Jafnframt skorar Kjördæmisráðið á allt flokksfólk að standa einhuga að baki formanninum í þeirri baráttu sem framundan er í því máli sem og öðru."
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.