Morgunblaðið - 28.05.1992, Blaðsíða 12

Morgunblaðið - 28.05.1992, Blaðsíða 12
12 MORGUNBLAÐIÐ PIMMTUDAGUR 28. MAÍ 1982 "var einhver að tala um á útimálningu og viðarvörn?" VERÐDÆMI Komdu og kynntu þér málin og gerðu OÓÐ LvidJP IMfflBliWr OrentAavtgi 11 • Reykjmfk • Stmi #3600 METRÓ mögnud verslun í mjódd Álfabakka 16 @670050 G.Á. Böðvarsson hf. SELFOSSI % mna§Uhi akranesi $ Sjúkrapúða í hvem bíl eftir Jón Baldursson Allt of margir telja sig þess ekki umkomna að veita fyrstu hjálp á slysstað og finnst að aðhlynning slasaðra hljóti að vera verkefni þeirra sem hafa þekkingu og reynslu í hjúkrun af einhveiju tagi. Við sem störfum í heilbrigðisþjón- ustunni vitum að þetta er hættu- legur misskilningur því skyndihjálp og fyrstu viðbrögð eftir komu að slysi geta ráðið úrslitum um líf og heilsu hin slasaða. Rauði kross íslands og Lands- björg hafa um áratuga skeið stuðl- að að slysavörnum í landinu og þróað ýmis konar úrræði til bjarg- ar mannslífum. Nú ætla samtökin að gangast fyrir sérstöku átaki til að selja sjúkrapúða í bíla og munu sjálfboðaliðar ganga í hús og bjóða þessa nauðsynjavöru til sölu. Er takmarkið að selja púða í hvern bíl á landinu. Hjartastopp — bráðar blæðingar Því miður er það svo að þeir sem koma að umferðarslysi eiga oft örðugt með að veita aðstoð vegna þess að nauðsynleg hjálpartæki vantar á slysstað. Þar kemur sjúkrapúði Rauða krossins og Landsbjargar í góðar þarfir. í hon- um er að finna nauðsynlega hluti til að binda um sár og veita aðra þá bráðaaðstoð sem getur ráðið úrslitum. Þar er auk þess að finna ýmis góð ráð í þeim tilfellum sem hinn slasaði er í bráðri lífshættu, t.d. ef um meðvitundarleysi er að ræða, hjartastopp, bruna eða bráða blæðingu. Sá sem á sjúkrapúða þarf von- andi aldrei að nota hann, en ef hans verður þörf er betra að kunna skil á því sem í honum er. Þess vegna er nauðsynlegt að lesa vel allar leiðbeiningar og allra best er að æfa sig í meðferð þeirra hluta sem þar er að finna. Slík æfing, t.d. með fjölskyldunni eða vinnufé- lögunum, tekur ekki nema örfáar mínútur, en reynslan sem þar fæst getur reynst öðrum dýrmæt þegar á reynir og jafnvel bjargað manns- lífí. Ættingjar okkar Umferðin á íslandi er hættuleg og enginn veit hver greiðir næst þann toll sem umferðarslysin taka á degi hveijum. Við skulum vera þess minnug að úti í umferðinni er ekki aðeins að finna fólk sem við ekki þekkjum, heldur líka ætt- ingja okkar og vini, böm, foreldra eða maka. Eitthvert þeirra gæti verið fómarlambið þegar við kom- um að slysi og þá, eins og endra- nær, er vissara að vera við öllu búinn. Við sem störfum á slysadeildum sjúkrahúsanna verðum oft vitni að ólýsanlegum hörmungum fólks sem verður fyrir barðinu á þessum þarfasta þjóni nútímans, bifreið- inni. Að lokinni aðhlynningu á okk- ar deild tekur oft við löng vist á sjúkrahúsi og enn lengri sjúkra- Jón Baldursson „Rauði kross íslands og Landsbjörg hafa um áratuga skeið stuðlað að slysavörnum í land- inu og þróað ýmis kon- ar úrræði til bjargar mannslífum.“ þjálfun — ef viðkomandi er hepp- inn. Þeir eru margir sem aldrei bíða þess bætur og búa við skerta starfsorku til æviloka. — í ár og áratugi eftir að klausan um slysið birtist í einhveiju dagblaðanna. Sjálfboðaliðar í öllum tilvikum skiptir aðhlynn- ing á slysstað miklu máli og þar verða þeir slösuðu að treysta á þá vegfarendur sem fyrstir koma að. Við skulum ekki bregðast því trausti heldur gera okkur í stakk búin að veita alla þá aðstoð sem unnt er að láta í té. Þar getur sjúkrapúðinn komið í góðar þarfir. Ég skora á landsmenn að taka vel á móti sjálfboðaliðum Rauða krossins og Landsbjargar þegar þeir ganga í hús næstu daga og bjóða til sölu þá hjálp sem getur ráðið úrslitum um björgun manns- lífa — jafnvel okkar nánustu. Höf- um það í huga. Höfundur er læknir á slysadeild Borgarspítalans í Rcykjavík. -----» ♦ 4---- Vatnslitamynd- ir í Eden BJARNI Jónsson, b.jóns, listmál- ari hefur opnað sýningu á litlum vatnslitamyndum í blómaskálan- um Eden í Hveragerði. Á sýningunni eru um 50 myndir sem gerðar hafa verið á undanförn- um árum og er myndefnið mjög fjölbreytt. Sýningin stendur til 8. júní. ' ■ •’ ■,., ... ;■ ' ■■■■■■' ■ : :■ . ■ ..■ •• ÞETTA RÖR ER NÍÐSTERKT EN ÞÚ LEGGUR ÞAÐ SAMT LÉTTILEGA REYKJALUNDUR MEÐ VATNIÐ Á HREINU!
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.