Morgunblaðið - 28.05.1992, Qupperneq 35

Morgunblaðið - 28.05.1992, Qupperneq 35
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 28. MAÍ 1992 35 Sjúkrapúði í hveijum bíl SJÁLFBOÐALIÐAR Rauða kross íslands og Landsbjargar, lands- sambands björgunarsveita, ganga fyrir hvers manns dyr og selja sjúkrapúða. í púðunum eru nauð- synlegustu sjúkragöng til að búa um flest opin sár sem oft eru fylg- ifiskar slysa. Talið er að hér á landi séu sjúkragögn í tólfta hverjum bíl en í mörgnm ná- grannalöndum er skyida að hafa Jötunn hf.: Opel Astra kynntur um næstu helgi OPEL Astra, sem er nýjasti bíll Opel verksmiðjanna í Þýskalandi, verður kynntur um næstu helgi á bílasýningu hjá Jötni hf, Höfða- bakka 9, en þessi bíll var fyrst kynntur í Evrópu síðastliðið haust. Bílar frá Opel hafa verið meðal þeirra söluhæstu í Evrópu undanfarin ár. Hátt verð hefur hins vegar háð sölu þeirra hér á landi, þar til nú að Jötni hf., um- boðsaðila General Motors á ís- landi, hefur tekist að ná mjög góðum samningum, segir í frétt frá fyrirtækinu. Opel Astra tekur við af Opel Kad- ett. Við hönnun bílsins og smíði hef- ur verið lögð áhersla á útlit, öryggi farþega og gott rými, auk þess að gera hann eins umhverfisvænan og mögulegt er. Bíllinn er framhjóla- drifinn og verður fáanlegur þriggja og fimm dyra með 1,4 lítra og 1,6 lítra vél, en einnig verður fáanlegur skutbíll með 1,8 lítra vél. Flaggskip- ið er síðan 150 hestafla GSi lúxusút- gáfa með digital mælaborði og ABS hemlakerfi auk annars búnaðar. Verð á Opel Astra verður frá 990.000 kr. upp í 1.800.000 kr. fyr- ir GSi útgáfuna, en einnig verður Opel Vectra fáaníegur frá 1.200.000 kr. ■ COCA-COLA dagvr Ungl- inganefndar Hestamannafélags- ins Andvara verður haldinn fimmtudaginn 28. maí, uppstign- ingardag, og hefst keppni kl. 12.00. Unglingadeildum Hestamannafé- lagsins Sörla, Sóta, Gusts og Fáks verður boðið að taka þátt í degin- um. Keppt verður með firmakeppn- isfyrirkomulagi í þremur flokkum: 10 ára og yngri, 11-13 ára og 14-16 ára. Það verða hámark riðn- ir 8-10 hringir. Fimm efstu í hveij- um flokki fá verðlaunapening og þrír efstu fá Coca-cola útvarp og handklæði. Einnig verður keppt í tunnureið þar sem keppendur þurfa að leysa ýmsar þrautir. Skipt verð- ur í tvo flokka, 12 ára og yngri og 13 ára og eldri. Ein verðlaun verða veitt í báðum flokkum, kassi af Coca-cola. (Fréttatilkynning) Sýnir í Húsi esperantista ALDA Armanna Sveinsdóttir opnar málverkasýningu í Húsi ■ EIN stærsta mótorhjólasýning sem haldin hefur verið hér á landi verður í Perlunni 28.-31. maí nk. Sýningin er opin fimmtudag, laug- ardag kl. 14-22 og sunnudag kl. 14-20. Fyrsta forkeppni í Oku- leikni BFÓ hefst fimmtud. 28. maí kl. 12. Keppt verður á mótorhjólum, reiðhjólum og bifreiðum. Kl. 14 sama dag opnar svo sýningin með lúðrablæstri. Aldrei hafa verið sam- an komin jafn mörg mótorhjól og má þar nefna að sýnd verða 8 Harley Davidson hjól, þar af tvö lögregluhjól, en í heildina eru um 70 hjól sem verða sýnd. Meðal þess sem er að gerast á meðan á sýning- unni stendur er að Suzuki mótor- hjól verður smíðað frá grunni, kvik- myndasýning í kjallara, mótorlista- verk á vegum Hauks Halldórsson- ar á jarðhæð, GuIIi í 3T kemur með skyggnur frá kappakstri á Spáni o.fl. Sýningunni lýkur 30. maí með hópakstri í samvinnu við lögregluna. (Úr fréttatilkynningu) esperantista, Skólavörðustíg 6b, 30. maí nk. kl. 14.00. Sama dag opnar hún einnig sýningu á olíu- málverkum í Hlaðvarpanum, Vesturgötu 3, í kaffistofunni Komdu í París. Enn sem fýrr sækir Alda efnivið sinn í manneskjuna, en núna með meiri áherslu á hughrif og stemmningu. Alda Ármanna er fædd á Norðfirði 1936. Hún stund- aði nám við Myndlistarskólann í Reykjavík 1954 og 1965-72 starf- aði hún með Myndlistarfélagi Norðfjarðar. Alda stundaði nám í Myndlista- og handíðaskóla Reykjavíkur 1990-91 og starfar nú sem kennari í Bústaðaskóla Reykjavíkur, málar og sinnir félagsstörfum. Þetta er í 11. sinn sem Alda Ármanna heldur einkasýningu, en hún hefur einnig tekið þátt í nokkr- um samsýningum hérlendis og er- lendis. Alda hefur einnig unnið að því að kynna list fatlaðra og hefur nú í vetur safnað verkum þeirra til sýningar í London. Agatha Kristjánsdóttir með eitt verka sinna. Sýnir málverk í Þrastarlundi Agatha Kristjánsdóttir heldur sýningu í Þrastarlundi. Sýningin opnaði 23. maí sl. og stendur til 14. júní nk. Þetta er þriðja einka- sýning Agöthu. Á sýningunni eru um 13 olíumálverk. sjúkrapúða í bílum líkt og örygg- isbelti, enda sanna dæmin að draga má úr þeim hörmungum sem umferðarslys valda með því að hafa rétt sjúkragögn við hend- ina, segir í fréttatilkynningu frá samtökunum. Söluátakið hefst á uppstigning- ardag og stendur fram yfir hvíta- sunnu og markmiðið er að gefa sem flestum tækifæri til að eignast sjúkrapúða áður en fólk leggur land undir fót í sumarleyfi en þegar ferð- ast er um landið er oft langt í tækn- is- og öryggisþjónustu og því brýnna en endranær að hafa sjúkrapúða í bílnum. Púðana má einnig nota á heimilum, í sumarbústöðum, sport- bátum og með viðlegubúnaði. Púðarnir kosta 2.500 krónur og rennur hagnaður af sölu þeirra til uppbyggingar björgunarstarfs í landinu og til Rauða kross íslands og deilda RKÍ. Nini Tang sýnir verk sín í Galleríi Sævars Karls í TILEFNI Listahátíðar í Reykja- vík verður opnuð myndlistasýn- ing í Galleríi Sævars Karls, Bankastræti 9, föstudaginn 29. maí kl. 16 á verkum Nini Tang. Nini Tang er fædd 1956 og er Hollendingur. Hún nam myndlist við listaskólann í Breda og Jan Van Eyce-akademíunni í Maastricht, þar sem kynni hennar af íslenskum myndlistarmönnum urðu til þess að hún hefur dvalið af og til á íslandi síðan 1982 og meðal annars kennt við Myndlistarskólann á Akureyri og Myndlista- og handíðaskóla Is- lands, síðast 1989. Nini Tang hefur verið starfandi myndlistarmaður í heimalandi sínu í meira en áratug og haldið tvær einkasýningar á Islandi í Nýlista- safninu 1982 og 1985. Á sýning- unni eru improvíseruð málverk. Nini Tang að störfum við eitt verka sinna. Sýningin stendur til 30. júní og er opin á verslunartíma. SIEMENS Með SIEMENS heimilistœkjum verður lífið léttara! Traustir umboðsmenn okkar 1« Akranes: Rafþjónusta Sigurdórs, Skagabraut 6. • Borgarnes: Glitnir, Fálkakletti 13. || • Borgarfjörður: Rafstofan Hvftárskála. • Hellissandur: Verslunin Blómsturvellir, Munaðarhóli 25. • Grundarfjörður: Guðni Hallgrímsson, Grundargötu 42. • Stykkishólmur: Skipavík, Hafnargötu 7. • Búðardalur: Versl. Einars Stefánssonar, Brekkuhvammi 12. • ísafjörður: Póllinn hf., Aðalstræti 9. • Blönduós: Hjörleifur Júlíusson, Ennisbraut 1. • Sauðárkrókur: Rafsjá hf„ Sæmundargötu 1. • Siglufjörður: Torgið hf„ Aðalgötu 32. • Akureyri: Sír hf„ Reynishúsinu, Furuvöllum 1. eru víðs vegar um landið! • Húsavík: öryggi sf„ Garðarsbraut 18a. • Pórshöfn: Norðurraf, Langholti 3. • Neskaupstaöur: Rafalda hf„ Hafnarbraut 24. • Reyöarfjöröur: Rafnet, Búðareyri 31. • Egilsstaðir: Raftækjav. Sveins Guðmunds., Kaupvangi 1. • Breiðdalsvík: Rafvöruv. Stefáns N. Stefánss., Asvegi 13. • Höfn í Hornafirði: Kristall, Hafnarbraut 43. • Vestmannaeyjar: Tréverk hf„ Flötum 18. • Hvolsvöllur: Kaupfélag Rangæinga, Austurvegi 4. • Selfoss: Árvirkinn hf„ Eyrarvegi 29. • Garöur: Raftækjav. Sigurðar Ingvarssonar, Heiðartúni 2. • Keflavík: Ljósboginn, Hafnargötu 25. c co °| o* o* Ig, 3S: o2 Q Q' C ° 3 7T Q.S =50 Q^ 3 a

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.