Morgunblaðið - 28.05.1992, Síða 18

Morgunblaðið - 28.05.1992, Síða 18
18 MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 28. MAÍ 1992 Öllum þeim, sem glöddu mig með heimsókn- um, gjöfum og árnaðaróskum á nírœÖisafmœl- inu, sendi ég hugheilar þakkir og kveÖjur. DaníelÁ. fíaníelsson, Árgeröi, Dalvík. VZterkurog hagkvæmur auglýsingamiðill! JttorgustMfitofr Nýkomið ótrúlegt m úrval af fallegum I ítölskum 1 garðhúsgögnum. I Margar stærðir og | gerðir, henta vel í garðinn, garðskálann eða á svalimar. — Vönduð húsgögn sem auðvelt er að stafla og fara því vel í geymslu. Áklæði og sessur í smekklegum litum. Eigum einnig RAINBOW sumarhúsgögn úr Á sérstökum gæða harðviði, sem er ff viðhaldsfrír og getur staðið úti allt árið. Nokkrar athuga- semdir til Jóns Sigurðssonar eftir Sigurð Snævarr í grein sinni „Að nota sannleik- ann sem efni í skröksögu", sem birtist 23. þ.m. gerir Jón Sigurðs- son, framkvæmdastjóri, athuga- semd við eldhúsdagsræðu Jóhönnu Sigurðardóttur, félagsmálaráð- herra og grein hennar í Morgun- blaðinu 14. maí sl. Ég tel rétt að gera nokkrar athugasemdir við grein Jóns. Málið er mér skylt að því leyti að ályktun félagsmálaráðherra um tekjudreifingu á íslandi er byggð á grein sem birtist eftir undirritaðan í BHMR-tíðindum árið 1989 undir fyrirsögninni „Dreifing atvinnu- tekna á 9. áratugnum“. 1. Reykjavíkurbréf 3. maí 1992. Kveikjan að ræðu Jóhönnu var Reykjavíkurbréf Morgunblaðsins frá 3. maí sl. Þetta Reykjavíkurbréf vakti verðskuldaða athygli, en þar var fjallað um tekju- og eignadreif- ingu í Bandaríkjunum og rakið efni tveggja bóka. Bent er á að „hlutur 1% efnuðustu fjölskyldna vestan hafs í heildareign bandarískra fjöl- skyldna hafi aukizt úr 31% árið 1983 í 37% árið 1989“. Ritstjóri Morgunblaðsins vitnar í vel þeickta bók, America: What Went Wrong, eftir tvo bandaríska blaðamenn um að „árið 1959 hafi 4% hæstlaunaðra bandarískra fjöl- skyldna (og þá er einungis átt við laun en ekki tekjur af verðbréfaeign eða aðrar eignatekjur) haft 31 millj- arð dala i laun, eða sömu laun og 35% launamanna í lægsta launa- flokki. Það ár höfðu 2,1 milljón ein- staklinga og íjölskyldna sömu laun og 18,3 milljónir einstaklinga og fjölskyldna. Þrjátíu árum síðar höfðu þessi 4% í laun 452 milljarða dala eða sömu upphæð og 51% laun- amanna.“ Hér er hvergi getið um að vinnu- tími eða hlutastörf skýri þennan launamun. í kjölfar þessa pistils ritstjóra Morgunblaðsins höfðu margir, þ. á m. félagsmálaráðherra, samband við okkur í Þjóðhagsstofn- un til að leita samsvarandi talna um íslenskt þjóðfélag. í inngangi að ræðu sinni í eldhúsdagsumræð- um vitnar félagsmálaráðherra sér- staklega í þetta Reykjavíkurbréf. 2. Fyrirvarar Jóhönnu. Málflutn- ingur Jóhönnu Sigurðardóttur í þessu máli hefur verið heiðarlegur, að því leyti að hún hefur nefnt alla fyrirvara á niðurstöðum. Fyrst úr ræðu á eldhúsdegi á Alþingi: „Ef borin er saman dreifmg atvinnu- tekna kvæntra karla 25—65 ára þá kemur í ljós 14-faldur munur á tekj- um þeirra hæst og lægst launuðu, samkvæmt skattframtölum." Þetta er kjarni þess sem Jóhanna Sigurðardóttir sagði á Alþingi, þann 14. maí sl. í grein sinni í Morgun- blaðinu segir Jóhanna: „Hér er ekki um að ræða laun á tímaeiningu og gefur því ekki rétta mynd af launamismuni, en mismun- andi vinnuframlag getur skýrt hluta af j)essum tekjumun.“ I grein sinni í Morgunblaðinu sýndi hún ítarlegar töflur um dreif- ingu atvinnutekna, þannig að ljóst mátti vera hvemig niðurstöður hennar voru fengnar. Ef tilgangur félagsmálaráðherra var að „rótfesta ranghugmyndir", eins og Jón Sig- urðsson ýjar að, hefði hún ekki birt gögnin í grein sinni. 3. „Langflestir". Jón Sigurðsson bendir réttilega á að ekki em allir kvæntir karlmenn á aldrinum 25—65 ára fullvinnandi. Um það segir Jóhanna Sigurðardóttir að „langflestir" í þessum hópi séu full- vinnandi, þar var ekki átt við þá 5% tekjulægstu. Það em hins vegar fáir sem fara á eftirlaun á þessum aldri. Tiltölulega fáir kvæntir karl- ar, sem orðnir em 25 ára, koma nýir inn á vinnumarkaðinn í lok árs, enda lýkur æðri skólum einatt á vorin. Dæmi Jóns Sigurðssonar um skattsvikara og jafnvel eigna- menn, sem hafa litlar atvinnutekj- ur, geta átt við rök að styðjast. Minnt er á að reiknuð laun sjálf- stæðra atvinnurekenda em talin til VERZLUNARSKÓLI ÍSLANDS OPIÐ HÚS laugardaginn 30. maí 1992 kl. 14-18 Nýútskrifuðum grunnskólanemum og aðstandendum þeirra er sérstaklega boðib að koma og kynna sér skólann, námsefni og félagslíf. VERZLUNARSKÓLI ÍSLANDS , 4 m

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.