Morgunblaðið - 05.12.1992, Blaðsíða 4

Morgunblaðið - 05.12.1992, Blaðsíða 4
4 MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 5. DESEMBER 1992 Ný ljóðabók eftir Kristján Karlsson ÚT ER komin ljóðabókin Kvæði 92 eftir Kristján Karlsson og er þetta sjounda ljóðabókin sem hann sendir frá sér. í kynningu útgefanda segir: „Hver ný ljóðabók sem Kristján sendir frá sér er í rauninni viðburð- ur í íslenskri ljóðagerð því að þrátt fyrir að ljóð hans beri skýr persónu- leg einkenni er hann að því er varð- HÓPUR manna á vegum nor- rænu ráðherranefndarinnar er nú í Litháen til að leiðbeina þarlendum um orkusparnað. Jón Ingimarsson skrifstofu- syóri í iðnaðarráðuneytinu er fulltrúi íslands í hópnum Bjöm Friðfinnsson ráðuneyt- isstjóri segir að Jón tali á ráðstefn- um um orkuspamað í Kaunas og Vilníus um orkuspamaðarfræðslu ar form, efni og efnistök nýr með hverri nýrri bók. í þessari bók em ljóð hans opnari en áður og víða gætir kímni sem skáldið á í ríkum mæli þegar hún á við.“ í Kvæðum 92 leggur Kristján „meiri áherslu á fjölbreytni en í nokkurri af fyrri bókum sínum, allt frá hógvæm og nákvæmu raunsæi til óhefts hugmyndafengs" eins og til almennings. Uppistaða erindis hans er að sögn Bjöms starf orku- sparnaðamefndar iðnaðarráðu- neytisins í olíukreppunni kringum 1980. Bjöm segir fulla þörf á þessu, hann hafi sjálfur komið til Litháen fyrir nokkmm mánuðum og sláandi hafi verið í hve litlum mæli orkusparnaði var sinnt. Til dæmis hafi mælar ekki þekkst í íbúðum, leiðslur og hús hafi ekki eða lítið verið einangmð. Kristján Karlsson segir á káputexta. Ennfremur segir þar: „Samt Iiggur einn rauður þráð- ur í gegnum þessa bók því að kvæði eftir kvæði fjallar um eðli og gildi skáldskaparins sjálfs í margskonar myndum og ýmist í gamni eða al- vöm. Þessi kvæði binda bókina saman þrátt fyrir óvænt tilbrigði forms og efnis.“ Útgefandi er Almenna bóka- félagið. Bókin er 83 bls., alls 31 ljóð, og er prentuð í Steinholti. Verð 1.495 kr. Litháum leiðbeint VEÐUR VEÐURHORFUR I DAG, 5. DESEMBER YFIRLIT: Skammt norður af Faereyjum er 955 mb. allvíðáttumikil en minnk- andj lægð, sem hreyfist lítið. Veður fer hægt kólnandi. SPÁ: Allhvöss norðan- og norðaustanótt norðan- og austanlands en heldur hægari annars staðar. Él norðan- og austanlands en bjartviðri sunnanlands. VEÐURHORFUR NÆSTU DAGA: HORFUR Á SUNNUDAG: Áframhaldandi norðanátt, með snjókomu eða éljum um landið norðanvert, en úrkomulaust að mestu syðra. Vægt frost víðast hvar. HORFUR Á MÁNUDAG: Hæglætisveður um allt iand. Dálítíl snjókoma á Vest- ur- og Suðvesturlandi, en úrkomulítið í öðrum landshlutum. Frost 3-8 stig. HORFUR Á ÞRIÐJUAG. Sunnan- og suðaustanátt og hlýnandi veður. Slydda eða rigning um mest allt land, síst þó norðaustan til. Nýir veðurfregnatímar: 1.30, 4.30, 7.30, 10.45, 12.45, 16.30, 19.30, 22.30.Svarsfmi Veðurstofu l'slands - Veðurfregnir: 990600. Heiðskírt Léttskýjað Hálfskýjað Skýjað r r r * r * r r * r r r r r * r Rigning Slydda * * * * * * * * Snjókoma Alskýjað V $ V Skúrir Slydduél Él Sunnan, 4 vindstig. Vindörin sýnir vindstefnu og fjaðrimar vindstyrk, heil fjöður er 2 vindstig.^ 10° Hitastig V Súld - Þoka dig.. FÆRÐA VEGUM: (Ki.i7.30ígær) Fært er á vegum í nágrenni Reykjavíkur austur um Hellisheiði og Þrengsli og Mosfellsheiði. Skafrenningur er á Hellisheiöi. Vegir ó Suöurlandi eru færir og fært með Suðurströndinni austur á Austfirði. Fært er um vegi í Borgarfirði, á Snæfellsnesi og um Heydal t Dali og þaðan í Reykhólasveit. Brattabrekka er ófær. Laxárdalsheiði er greiðfær. Fært er frá Brjánslæk til Patreksfjarðar og þaðan til Bíldudals. Vegur er fær um Holtavörðuheiði, en þar er hnðarveður, og fært er til Hólmavíkur og um Steingrímsfjarðarheiði, en þar er skafrenning- ur, til ísafjarðar og Bolungarvíkur. Frá ísafirði er fært til Þingeyrar. Fært er um Norðurland en þar er víða skafrenningur og snjókoma. A Siglufjarðarletð er mikill skafrenningur og má búast við ófærð þar er líður á kvöldiö. Austur frá Akureyri er fært með ströndinni til Vopnafjarðar. Mývatns-'og Moðrudals- ör- æfi eru ófær. Á Austfjörðum er víða vonskuveður og eru Fagridalur, Fjarðar- heiði og Oddskarð aðeins fær jeppum og stórum bílum og mó búast við aö þar verði ófært er líöur á kvöldið. Breiðadalsheiði og Vatnsskarð eystra eru ófær. Upplýsingar um færð eru veittar hjá Vegaeftirliti í síma 91-631500 og í grænni línu 99-6315. Vegagerðin. VEÐUR VIÐA UM HEIM kl. 12.00 í gær að ísl. tíma hitl veftur Akureyri 0 snjókoma Reykjavlk 2 skýjað Bergen 3 skúr Helslnki 3 alskýjað Kaupmannahöín 5 skýjað Narssarssuaq +21 heiðsklrt Nuuk +10 léttskýjaft Osló 2 skýjað Stokkhólmur 5 atskýjað Þórshöfn 4 skýjað Algarve 17 súld Amsterdam S alskýjaö Barceiona 16 skýjað Berlfn 7 léttskýjað Chicago 0 snjóél Feneyjar 12 léttskýjað Frankfurt 4 rigning Glasgow 5 úrkoma Hamborg 6 skýjað London S skýjað LosAngeles 12 skýjað Lúxemborg 4 rigning Madrid 10 súld Malaga 17 skýjað Mallorca 18 hálfskýjað Montreal +6 léttskýjað NewYork 1 skýjað Orlando 11 léttskýjað ParÍ8 4 skýjað Madeira 21 skýjað Róm 17 skýjað Vín 10 léttskýjað Washington 1 alskýjað Winnipeg +17 léttskýjað / DAG kl. 12.00 HeimiW: Veöurstofa Islands (Byggt á veðurspá kl. 16.15 í gœr) Frumvarp um að fella niður skyldusparnað ungs fólks __ Aætlað að endur- greiða 1.200-1.600 millj. á næsta ári FÉLAGSMÁLARÁÐHERRA hefur lagt fram frumvarp á Alþingi þar sem ákveðið er að fella niður skyldusparnað ungs fólks til íbúðabygg- inga um næstu áramót. Er þetta gert í samræmi við fyrirætlanir í fjárlagafrumvarpi og verður strax í byijun næsta árs farið að greiða eigendum af skyldusparnaðarreikningum þeirra ef frumvarpið verð- ur samþykkt. Áætlað er að alls 4 milljarðar standi á skyldusparnaðar- reikningum Húsnæðisstofnunar um næstu áramót og verða innistæð- umar greiddar út á ámnum 1993 til aldamóta. Stærstur hluti skyldu- sparnaðarins verður greiddur út á næsta ári eða 1.200 til 1.600 milljónir króna skv. fmmvarpinu. Reglur frumvarpsins um hvemig útgreiðslum verði háttað gera ráð fyrir að innistæður sem em 30 þúsund kr. eða lægri verði greiddar eigendum án sérstakrar umsóknar á fyrri helmingi næsta árs. Eigend- ur hærri upphæða en 30 þúsund kr. verði gefinn kostur á að fá inni- stæðu sína greidda þegar þeir hafa náð 26 ára aldri, byggt eða keypt íbúð til eigin nota eða hafa bam á framfæri sínu. Sama á við um 75% öryrkja. Þá eiga þeir sem stundað hafa nám í sex mánuði samkvæmt vottorði skóla rétt á endurgreiðslu skylduspamaðar síns út næsta ár skv. frumvarpinu en ekki lengur. Aðrar innistæður verða hins vegar ekki greiddar eigendum fyrr en 1. janúar árið 1990. I greinargerð frumvarpsins segir að sá hugsunarháttur, sem býr að baki skylduspamaðinum, hafi geng- ið sér til húðar og bent á að eðli- legra væri að leggja unga fólkinu þær lífsreglur að sparnaður sé sjálf- sagður og eðlilegur þáttur í nútíma lífsmáta í stað þess að þvinga þann spamað fram með lögum. Þá muni þetta draga úr kostnaði hjá Hús- næðisstofnun. Ætla megi að a.m.k. 15 ársstörf liggi í umsýslu skyldu- spamaðar með tilheyrandi rekstrar- Þormóður rammi Hlutabréfin skráð kostnaði og kostnaður stofnunar- innar nemi a.m.k. 50 milljónum króna. ------♦ ♦ ♦ Kærði móður- bróður fyrir tilrauntil nauðgunar SEXTÁN ára stúlka kærði móð- urbróður sinn fyrir tilraun til nauðgunar í fyrrinótt. Stúlkan segir atburðinn hafa átt sér stað á heimili mannsins í Reylqavík. Stúlkunni segist svo frá, að hún hafi fengið að gista hjá manninum, sem er á sextugsaldri, í heimsókn sinni til höfuðborgarinnar, en hún býr á landsbyggðinni. Hún hafi sof- ið í stofunni en vaknað við það að maðurinn, sem var dmkkinn, var að þukla á henni. Hún náði að kom- ast undan honum eftir nokkur átök, áður en hann náði að koma fram vilja sínum. Kæra stúlkunnar er til rannsókn- ar hjá lögreglu. á Verðbréfaþingi 50 milljóna hlutafjárútboði lokið HLUTABRÉF í sjávarútvegsfyrirtækinu Þormóði ramma á Siglu- firði voru skráð á Verðbréfaþingi íslands í gær og eru þá 10 hlutafé- lög skráð á þinginu. Jafnframt lauk í gær hlutabréfaútboði fyrirtæk- isins en boðin voru út bréf að nafnvirði 50 milljónir króna. Þar af voru 30 miiyónir seldar á almennum markaði en 20 milljónum var ráðstafað vegna kaupa Þormóðs ramma á 52% hlutafjár í sjávarút- vegsfyrirtækinu Skildi hf. á Sauðárkróki. Hlutabréfín vom seld á genginu 2,30 þannig að heildarsöluverð á því hlutafé sem fór á almennan markað var alls 69 milljónir. Að sögn Svanbjörns Thoroddsen, for- stöðumanns hjá Verðbréfamarkaði íslandsbanka, voru það fyrst og fremst lífeyrissjóðir og fyrirtæki sem keyptu bréfin. Með hlutafjár- aukningunni hækkar hlutafé Þor- móðs ramma úr 240 milljónum í 290 milijónir eða um 21%. Verðbréfaþing hefur einnig sam- þykkt til skráningar hlutabréf Granda hf. frá og með 15. desem- ber nk. Hlutafélög sem hljóta skrán- iggu á Verðbréfaþingi þurfa að hlíta reglum þingsins um upplýsinga- skyldu jafnframt því að uppfylla ákveðnar kröfur um stærð, fjölda hluthafa o.fl. Kammersveit Reykjavíkur Árlegir jólatónleikar ARLEGIR jólatónleikar Kammersveitar Reykjavíkur verða í Áskirkju á morgun, sunnudaginn 6. desember, og hefjast kl. 17. Flutt verða verk frá barokktímabilinu í tónlist. Einleikarar á tónleikunum verða Bijánn Ingason, fagottleik- ari, Eiríkur Om Pálsson, trompet- leikari, Hólmfríður Þóroddsdóttir, óbóleikari, og Rut Ingólfsdóttir, fiðluleikari. Hólmfríður þreytir frumraun sína á Lónleikunum. Á efnisskránni verða verk eftir Per- golesi, Fasch, Albinoni, Vivaldi og Corelli. Miðasala á tónleika Kammer- sveitar Reykjavíkur verður í bóka- verslun Sigfúsar Eymundssonar í Austurstræti og Japis í Kringlunni í dag. Ennfremur verða seldir miðar við inngang Áskirkju fyrir tónleikana á morgun. Sjá einnig bls. B4.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.