Morgunblaðið - 05.12.1992, Side 52

Morgunblaðið - 05.12.1992, Side 52
52 MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 5. DESEMBER 1992 KONAN r SEM STORKADI ÖRLÖOUNUM TM EMILSSON ÚTGÁFA Blár Egill á Barokki Egill Ólafsson vakti athygli á síðasta ári þegar hann sendi frá sér sína fyrstu sóló- skífu. Sú seldist gríðarvel og nú hefur Egill sent frá sér aðra slíka plötu, sem að þessu sinni ber heitið Blátt blátt. Til að vekja athygli á útkomu plötunn- ar hélt Egill teiti fyrir fjölmiðl- unga, velunnara og aðra gesti í veitingastaðnum Barokki fyrir skemmstu. Þar var margt um manninn sem tók því vel þegar Egill flutti nokkur lög af plöt- unni við mikinn fögnuð við- staddra. Egill syngur fyrir gesti Barrokks. Morgunblaðið/Árni Sæberg © Husqvarna HUSQVARNA slœrígegn! Hún er komin, nýja saumavélin frá Husqvarna! Sœnsk hönnun - sœnsk gœði nú á kynningarverði. Leitið nánari upplýsinga um nýju Smaragd saumavélina. Verið velkomin. VÖLUSTEINNhf Faxafen 14, Sími 679505 Morgunblaðið/Sverrir Ragnhildur tekur við eintaki dansk-íslenskrar úr hendi Leós Löve, stjórnarformanns isafoldar. ÚTFÁFA Velgjörðamanni þakkað Ragnhildi Helgadóttur, fyrrver- andi menntamálaráðherra, var nýlega afhent annað tölusett eintak af hinni nýju dansk-íslensku orðabók ísafoldar, en eins og kunnugt er, afhenti Leó Löve, stjómarformaður ísafoldar, sendiherra Dana á íslandi fyrsta eintakið fyrir skömmu. Vinna við bókina hófst í menntamálaráð- herratíð Ragnhildar og að sögn Leós er hún sá íslenskur ráðamaður sem hvað eindregnast hvatti til þess að bókin yrði gerð og beitti sér jafn- framt fyrir því, ein íslenskra Táða- manna, að framtakið fengi styrk í formi vinnulauna til ritstjóra. HJÁLPARSTARF Sjaldséð blíðu- hót Jacksons Söngvarinn sérlundaði, Michael Jackson, er þekktur fyrir að hella sér af fullum krafti út í áhuga- mál sín hverju sinni. Það sem á hug hans allan um þessar mundir er hjálparstarf og hefur Jackson varið mikíum fjármunum til barnahjálpar í Rúmeníu. Þegar söngvarinn var á ferð í Búkarest fyrir skömmu, brá hann sér á eitt barnaheimilið sem hann hefur stutt við bakið á. Þar rak hann augun í þennan anga og stóðst ekki mátið að knúsa hann ofurlítið. Þótti atburðinn til tíðinda, enda Jack- son þekktur fyrir flest annað en áhuga á mannlegu samneyti vegna ótta hans við sýkingar. Ekki er þvi að efa að hinir fjölmörgu aðdáendur kappans líta barnið rúmenska öfund- araugum.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.