Morgunblaðið - 11.12.1993, Side 1
80 SIÐURB
283. tbl. 81. árg.
LAUGARDAGUR11. DESEMBER1993
Prentsmiðja Morgunblaðsins
„Síðasta
setning
Fermats“
enn óráðin
London. The Daily Telegraph.
BRESKUR stærðfræðingur,
sem hélt því fram, að hann
hefði fundið lausn á „Síð-
ustu setningu Fermats",
ráðgátu, sem vafist hefur
fyrir mönnum í meira en
350 ár, hefur nú viður-
kennt, að lokasönnunin ætli
að láta á sér standa.
Andrew Wiles, prófessor við
Princeton-háskóla, tilkynnti í
júní sl., að hann hefði leyst
þrautina en nú viðurkennir
hann, að erfitt sé að festa
hendur á lokasönnuninni. í
sumar var hann hylltur fyrir
eitt mesta stærðfræðiafrek
aldarinnar en síðan hefur
tregða hans við að birta ná-
kvæmar upplýsingar vakið
gremju kollega hans.
Ráðgátan er kennd við
franska lögfræðinginn Pierre
de Fermat, sem uppi var á
öndverðri 17. öld. Hún hljóðar
þannig: Ef" er heil tala stærri
en 2, þá hefur jafnan X" + Y"
= Zn enga lausn, þannig að
X, Y og Z séu heilar tölur
aðrar en 0. Ef ” er jafnt og Z
er hins vegar unnt að leysa
jöfnuna.
Friðfljijendur í Ósló
Reuter >
NELSON Mandela, leiðtogi Afríska þjóðarráðsins, og F.W. de Klerk, forseti Suður-Afríku, eru hér með
verðlaunaskjal og -pening, sem þeir fengu við afhendingu friðarverðlauna Nóbels í Ósló í gær. Með þeim
á myndinni er Francis Sejersted, formaður norsku Nóbelsnefndarinnar. I ræðum sínum hétu þeir Mandela
og Klerk að binda að fullu enda á aðskilnað kynþáttanna í Suður-Afríku og þar með á 500 ára sögu ný-
lendustefnunnar í álfunni. Sjá forystugrein á miðopnu.
Yfirlýsing helsta stjórnmálaflokks umbótasinna
Zhírínovskí ógn
við tilveru Rússa
Moskvu. Reuter.
UMBÓTASINNAR í Rússlandi óttast að öfgaflokkur þjóðernissinnans
Vladímírs Zhírínovskís, Ftjálslyndi lýðræðisflokkurinn, fái svo mikið
fylgi að hann geti ógnað framtíð Iandsins. „I kosningabaráttunni
fyrir forsetakjörið 1991 fannst okkur öllum að Zhírínovskí væri
pólitískur trúður ... Engan óraði fyrir því að tveim árum síðar,
þegar skrípalætin birtust á ný á skjánum, virtust þau geta ógnað
heilbrigðri skynsemi“, sagði í yfirlýsingu frá Valkosti Rússlands,
helsta flokki umbótasinna, í gær.
Einn af nánustu ráðgjöfum Borís
Jeltsíns forseta, Míkhaíl Poltoranín,
sagði i Pétursborg að yrði flokkur
Zhírínovskís næststærstur á þingi,
eins og kannanir stjórnvalda gæfu
nú til kynna að gæti gerst, mætti
gera ráð fyrir að leiðtoginn yrði
orðinn Rússlandsforseti haustið
1994. Gert er ráð fyrir mjög öflugu
forsetavaldi í stjómarskránni sem
Jeltsín hefur lagt fram.
í yfirlýsingu Valkosts Rússlands
sagði að Zhírínovskí væri ómerki-
legur lýðskrumari og hann væri
ógnun við tilveru þjóðarinnar.
„Ykkur kann að hafa virst þetta
allt saman eins og brandari en nú
er það orðið ógnvekjandi".
Hræðsluáróður?
. Jeltsín læknar Rússland
MYNDINNI af Borís Jeltsín, forseta landsins, í Vaxmyndasafninu í
Moskvu verið breytt nokkuð. Er hann nú í Iæknabúningi að sinna
sjúklingi, persónugervingi landsins. Eins og sjá má vantar forsetann
tvo fingur vinstri handar en þá missti hann ungur að árum í slysi.
Sumir stjórnmálaskýrendur efast
um að Zhírínovskí sé jafn mikil
hætta og Valkosturinn gefur í skyn,
ef til vill sé aðeins verið að reyna
að hræða lýðræðissinna til að sam-
einast um flokkinn en Poltoranín
hvatti einmitt til slíkrar samstöðu
í ræðu sinni.
Zhírínovskí, sem fékk um 6%
fylgi í forsetakosningunum 1991,
er hlynntur stjómarskrárdrögum
Jeltsíns og studdi forsetann gegn
þingmönnum í október en boðar
hatramma þjóðernisstefnu, vill m.a.
innlima á ný öll svæði sem Rússar
hafa einhvern tíma ráðið yfir og
hefur nefnt í því sambandi Finnland
og Pólland. Hann vill að fyrrver-
andi sovétlýðveldi verði þvinguð til
undirgefni með efnahagslegum ráð-
um. Kannanir sem eru þó taldar
mjög óáreiðanlegar benda til þess
að flokkur Zhírínovskís muni fá
meira en fimm af hundraði atkvæða
sem er lágmark til að komast á
þing og ein könnun gefur honum
yfir 10%.
Eitt helsta áhyggjuefni almenn-
ings í Rússlandi er glæpafaraldur-
inn sem hefur færst gríðarlega í
aukana vegna ringulreiðar í kjölfar
hruns Sovétríkjanna. Zhírínovskí
hvatti til harkalegra aðgerða gegn
glæpamönnum í síðasta sjónvarps-
ávarpi sínu fyrir kosningarnar sem
hann flutti á fimmtudagskvöld.
„Við verðum að setja á laggimar
herdómstól á staðnum og skjóta
leiðtoga þessara gengja,“ sagði
hann.
Sjá „Þjóðernissinnar ...“ á
bls. 34.
Rannsókn spillingarmálanna á Ítalíu
Oddviti kommún-
ista yfirheyrður
Róm. Reuter.
ACHILLE Occhetto, leiðtogi Lýðræðisbandalags vinstrimanna, fyrr-
verandi kommúnista, og sigurvegari í sveitarstjórnarkosningunum
á Ítalíu um síðustu helgi, var kvaddur til yfirheyrslu í gær í tengsl-
um við spillingarrannsóknina í landinu. Var hann yfirheyrður í tvær
klukkustundir að sögn talsmanns flokksins, sem ekki vildi skýra
nánar frá málavöxtum.
Flokkur fyrrverandi kommúnista
eða PDS hefur hingað til sloppið
tiltölulega vel frá spillingarrann-
sókninni, sem lagt hefur að velli
fyrrverandi valdaflokka á Italíu, en
altalað hefur verið, að leiðtogar PDS
hafí vitað nákvæmlega um spilling-
una og mútumar, sem bornar vom
á stjómmálamenn. Occhetto hefur
raunar viðurkennt, að hann hafí
„hugsanlega gerst sekur um dóm-
greindarleysi" í einstaka máli en
neitar því, að PDS hafi setið við
sama borð og kristilegir demókratar
að þessu leyti.
Haft er eftir heimildum, að líklega
hafí Occhetto verið yfírheyrður um
fund, sem hann á að hafa átt fyrir
fjómm ámm með Raul Gardini, fyrr-
verandi stjómarformanni Fermzzi-
samsteypunnar, um skattaívilnanir.
Gardini skaut sig í júlí sl. til að
komast hjá handtöku og dómi vegna
gífurlegra mútugreiðslna til stjórn-
málaflokka.
Eftir sigurinn í sveitarstjórnar-
kosningunum var því spáð, að flokki
fyrrverandi kommúnista myndi
einnig vegna vel í þingkosningunum
á næsta ári og þá væri Occhetto
ekki ólíklegur forsætisráðherra
næstu stjórnar.
EB-leiðtogar
Andstaða
við aukna
lántöku
Brussel. Reuter.
LEIÐTOGAR ríkja Evrópu-
bandalagsins, EB, taka vel í ýms-
ar hugmyndir Jacques Delors,
forseta framkvæmdastjórnar
bandalagsins, um að auka hag-
vöxt og fjölga störfum um 15
milljónir fram til aldamóta. Á
leiðtogafundi í Brussel kom samt
sem áður í tfós að Bretar, Þjóð-
veijar og fleiri þjóðir eru ósam-
mála því að framkvæmdastjómin
fjármagni aðgerðimar með út-
gáfu skuldabréfa en talið er að
veita þurfi nær 600 milljarða kr.
til áætlunarinnar á ári.
John Major, forsætisráðherra
Bretlands, var hlynntur mörgu sem
fram kom í hugmyndum Delors og
virtist gera sér far um að draga úr
harðri gagnrýni sinni undanfarna
daga. Hann var þó eindregið á móti
lántökunni. „Það gengur ekki upp
þegar EB-ríki eru að reyna að draga
úr opinberum lántökum, að lagt
skuli til, að þau auki þær með öðrum
hætti, í gegnum bandalagið. Við
erum því andvígir,“ sagði Major.
Hollendingar og Þjóðveijar, sem
bera þyngstu byrðarnar innan EB,
voru sama sinnis.