Morgunblaðið - 11.12.1993, Blaðsíða 56

Morgunblaðið - 11.12.1993, Blaðsíða 56
56 MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 11. DESEMBER 1993 Bræðraminning Marinó L. Stefánsson kennari ogEiríkur Stefánsson kennari Marinó Fæddur 6. júlí 1901 Dáinn 3. október 1993 Eiríkur Fæddur 24. ágúst 1904 Dáinn 22. nóvember 1993 Bræðurnir frá Skógum á Þela- mörk hafa nú báðir kvatt þennan heim með fárra vikna bili. Með þeim eru fallnir í valinn tveir ötul- ir liðsmenn úr sveit íslenskra skóla- manna að loknu gifturíku ævi- starfi. Þeir bræður voru fæddir á Refs- stöðum í Laxárdal í Austur-Húna- vatnssýslu, synir hjónanna Stefáns Eiríkssonar og Svanfríðar Bjama- dóttur er þar bjuggu. Foreldrar Stefáns voru Eiríkur Haildórsson, bóndi í Blöndudalshólum, og Þór- unn Jónsdóttir, kona hans, en for- eldrar Svanfríðar voru Bjami Arn- grímsson, bóndi á Vöglum á Þela- mörk, og kona hans, Sigurrós Þor- láksdóttir. Auk þeirra bræðra áttu hjónin fimm dætur. Voru þijár eldri og tvær yngri en þeir. Nú er aðeins sú yngsta á lífí. Svanfríður missti mann sinn með sviplegum hætti;meðan böm þeirra vom enn á ungum aldri, það yngsta raunar ófætt. Nærri má geta hvflík þrekraun það hefur verið ekkjunni að sjá fjölskyldunni farborða, en hún stóðst þá raun með einstakri prýði. Með tilstyrk góðra manna tók hún sig upp með allt sitt og fluttist búferlum norður á æskustöðvamar á Þelamörk. Þar hóf hún búskap í Skógum ári seinna, vorið 1908. Bróðir hennar, sem var faðir minn, var henni tij styrktar fyrstu búskaparárin. í Skógum hafði Svanfríður búsforr- áð um tuttugu ára skeið og þá vom böm hennar öll komin til manns, er hún brá búi. í skjóli þessarar dugmiklu konu ólust þeir bræður upp ásamt systr- um sínum. Það var ekki aðeins að hún sæi fyrir öllum þörfum þeirra til fæðis og klæðis, heldur munu uppeldisáhrif hennar hafa reynst þeim haldgott veganesti á lífsleið- inni. Um þetta efni og heimilis- hætti í Skógum á þessum ámm má lesa í ágætri ritgerð sem Eirík- ur skrifaði í safnritið Móðir mín - húsfreyjan 1977. Leiða má getum að því að áhrif uppeldisins á Skóga- heimilinu hafí átt nokkum þátt í því að þrjú þeirra Skógasystkina, yngsta systirin Svava Fells auk þeirra bræðra, völdu sér kennslu- og uppeldisstörf að ævistarfí. Skógabræður bmtust báðir til mennta, vafalítið með tilstyrk móð- ur sinnar í fyrstu. Marinó hóf námsferil sinn í ung- lingaskóla á Sauðárkróki 14 ára að aldri og sótti einnig unglinga- skóla á Dagverðareyri 1919, en lauk búfræðiprófí frá Hólum 1922. Hann gerðist svo bóndi í Skógum 1924-28. Kennaraprófí lauk hann 1931 og sótti síðan kennaranám- skeið í Danmörku og Svíþjóð sumarið 1933. Áður en Marinó lauk kennaraprófi hafði hann verið kennari í grannsveitunum í Öxnad- al og Hörgárdal um nokkurra ára skeið. Hann kenndi þar einnig fyrsta árið að prófi loknu. Síðan var hann kennari eitt ár á Akra- nesi en settist svo að á Akureyri og kenndi þar til ársins 1945. Því næst lá leiðin til Reykjavíkur. Þar kenndi Marinó fyrst við Laugar- nesskóla og síðar Breiðagerðis- skóla allt til starfsloka við 70 ára aldur. Hann var þó hvorki þreyttur né leiður á kennslustörfum. Nú tók hann heim til sín böm, sem til hans leituðu og þurftu á stuðningi að halda, og greiddi þannig götu margra enn um ellefu ára skeið. Marinó var prýðilega ritfær og liggja eftir hann nokkrar bamabækur auk þýðinga úr er- lendum málum. Þá gerði hann for- skriftarbækur til notkunar í grann- skólum, sjö hefti. Marinó var lista- skrifari og frábær skriftarkennari. Marinó kvæntist 13. október 1934 Guðbjörgu Rannveigu (f. 10. september 1905) Bergsveinsdóttur frá Aratungu í Steingrímsfírði. Þeim varð fjögurra bama auðið. Þau era: Þorbjörg Laxdal, f. 1935, verslunarmaður á' Seltjamamesi; Sigfríður Laxdal, f. 1938, fóstra í Reykjavík; Grétar Laxdal, f. 1944, sálfræðingur í Reykjavík; Karl Laxdal, f. 1944, félagsráðgjafi í Reykjavík. Guðbjörg lifir mann sinn. Þrátt fyrir háan aldur annað- ist hún Marinó á heimili þeirra af frábæram dugnaði, ástúð og um- hyggju þegar heilsu hans tók að hraka, allt til þess er hann hlaut að dveljast á sjúkrastofnun síðustu mánuðina. Eiríkur stundaði nám við Al- þýðuskólann á Eiðum í tvö ár, en kennaraprófí lauk hann 1940. Áður var hann kennari í Skriðu- skólahverfí í Hörgárdal í fjögur ár, gerðist þá bóndi í Skógum og bjó þar í sex ár. Síðan kenndi hann eitt ár í Glerárhverfi við Akureyri áður en hann fór í Kennaraskól- ann. Að loknu kennaraprófí kenndi hann á Húsavík í þijú ár. Þá gerð- ist hann kennari á Akureyri og starfaði þar, uns hann fluttist til Reykjavíkur 1958. Þar fékk hann stöðu við Langholtsskóla og gegndi henni allt til þess er hann lét af störfum fyrir aldurs sakir. Því var líkt farið um Eirík og Marinó að hann var ekki reiðubúinn að hætta kennslu við ákveðið aldursmark. Hann starfaði því áfram við skól- ann sem stundakennari ríflega ára- tug. Eiríkur var í besta lagi ritfær eins og bróðir hans, þó að hann fengist ekki við skáldskap eins og hann. Hann skrifaði greinar í blöð, einkum Heimili og skóla, og samdi leiðsögn í átthagafræði í samvinnu við Sigurð Gunnarsson. Ritgerðar hans um Svanfríði móður sína er áður getið. Þá annaðist hann um útgáfu á minningarriti um Guðgeir Jóhannsson, kennara á Eiðum, og vann að útgáfu Sálma og kvæða I í samstarfi við Sigurð Hauk Guð- jónsson. Eiríkur kvæntist 30. október 1928 Laufeyju Sigrúnu (f. 27. júlí 1907) Haraldsdóttur frá Dagverð- areyri. Þau eignuðust tvo syni. Sá eldri lifði aðeins fáar vikur en yngri sonurinn Haukur (f. 30. ágúst 1930) náði fullorðinsaldri. Hann kvæntist 30. ágúst 1951 Þómýju Þórarinsdóttur kennara og elgnuð- ust þau fímm böm. Þau áttu heim- ili á Akureyri þar sem Haukur vann að skrifstofustörfum. Laufey Sigrún, kona Eiríks, andaðist 24. júlí 1957. Var hennar sárt saknað af ættingjum öllum og vinum. Eftir andlát Laufeyjar brá Eiríkur á það ráð að flytjast búferlum til Reykjavíkur ásamt syni sínum og fjölskyldu hans. Ei- ríkur festi þar kaup á húsnæði þar Guðbjörg Guðjóns- dóttir, Syðri-Kví- hólma — Minning Fædd 5. júlí 1912 Dáin 1. desember 1993 Nú legg ég augun aftur, ó, Guð, þinn náðarkraftur mín veri vöm í nótt. Æ, virzt mig að þér taka, mér yfír láttu vaka þinn engil, svo ég sofi rótt. (Þýð. S. Egilsson.) Okkur systkinin langar til að minnast elskulegrar ömmu okkar sem lést á sjúkrahúsi Suðurlands á Selfossi 1. desember síðastliðinn, eftir erfíð og mikil veikindi. Það var alltaf jafn gaman fyrir okkur systkinin að koma í sveitina til hennar ömmu okkar, því að alltaf tók hún vel og hlýlega á móti okkur. Hún amma okkar var alltaf mjög barngóð kona og henni leið alltaf vel þegar börn vora í kring- um hana. Henni tókst að kenna okkur systkinunum ýmsar vísur, bænir og lög sem við gleymum öragglega aldrei. Við munum minnast hennar alla okkar ævi með hlýhug og birtu í hjarta okk- ar. í lokin viljum við segja eina morgunbæn sem hún kenndi okk- ur. Nú er ég klæddur og kominn á ról, Kristur Jesús veri mitt skjól. í guðsóttanum gef þú mér, að gangi í dag svo líki þér. (Höf. ók.) sem fjölskyldan gat búið öll sam- an. Hér syðra gerðist Haukur blaðamaður. Honum auðnaðist þó ekki langur aldur því að hann lést 25. september 1963, aðeins þrjátíu og þriggja ára að aldri. Við andlát hans var þungur harmur kveðinn að íjölskyldunni allri. En Þómý og Eiríkur reyndust samtaka um að sigrast á þeim erfíðleikum, sem framundan vora. Og vissulega var það Þómýju ómetanlegur styrkur að eiga svo traustan bakhjarl innan handar sem tengdafaðir hennar reyndist. En tímar liðu fram og þar kom, að heilsu Eiríks tók skyndilega að hraka, svo að hann var ekki lengur sjálfbjarga um ferðir sínar. Þá var komið að Þómýju að leggja sitt af mörkum. Og hún brást ekki, enda reyndist hún Eiríki eins og besta dóttir alla tíð. Með aðdáunarverðri um- hyggjusemi og hugkvæmni tókst henni að haga svo til að Eiríkur þurfti ekki að flytjast af heimilinu fyrr en svo var komið, að hann þurfti stöðugrar hjúkranar við. Kynni mín og Skógabræðra urðu fyrst með þeim hætti, að ég var í heiminn borinn í baðstofunni í Skógum, þar sem Svanfríður móð- ir þeirra réð húsum. Mér verður varla gefíð að sök þó að ég muni ekki þann atburð, en þeir mundu hann báðir tveir, enda komnir vel til manns, annar á sextánda, hinn á þrettánda ári. Eftir að ég komst til vits og ára minnist ég nokkurs framhalds á þeim kynnum með því að þeir bræður, annar eða báðir í senn, komu í heimsóknir til okkar að Hálsi í Öxnadal. Þá áttu þeir það til að segja okkur, litlu frænd- um sínum, sögur og ævintýri eins og t.d. Grámann í Garðshomi og Hlina kóngsson. Þegar við voram orðnir Iæsir á bók man ég að þeir færðu okkur ævintýrabækur, sem þá þóttu nýlunda og hinar mestu gersemar. Eins man ég það að Marinó var einn vetur við kennslu í sveitinni og var skólinn til húsa á Þverá. Þá hafði hann um tíma Elsku amma, hvíl þú í friði. Jóhann Þórir, Guðbjörg, Árný Inga og Ragnar Aðalsteinn. aðsetur hjá foreldram mínum í Hálsi, enda þótt dijúgur spölur sé á milli bæjanna. I huga mínum hvflir birta yfír þessum minningum öllum, enda vora þeir bræður jafn- an aufúsugestir. Nú gerist það að foreldrar mínir flytjast búferlum á fjarlægt lands- horn. Þá verður ekki af samfund- um við Skógafólk um sinn en vin- átta hélst eigi að síður með bréfa- skiptum. Vissi ég því vel af frænd- fólkinu nyrðra. Það er svo næst til tíðinda að við Eiríkur verðum samferða til kennaraprófs vorið 1940. Hann hafði áður fengist nokkuð við kennslu í heimabyggð sinni og fékk nú að ljúka prófí eftir eins vetrar skólagöngu eins og nokkrir fleiri, sem fengist höfðu við kennslu með góðum árangri. Hann bjó hér í lítilli íbúð á Rauð- ará ásamt konu sinni og Hauki syni þeirra, sem þá var á tíunda ári. Það er ekki ofmælt að þar urðu fagnaðarfundir og þótti mér gott að iheimsækja þau hjón þegar tóm gafst til. Allmörgum áram síðar, þegar ég var orðinn heimilisfastur hér í Reykjavík, fluttist Marinó hingað suður með fjölskyldu sína. Þar varð enn vinafundur og voram við samkennarar við Laugamesskól- ann um nokkurra ára skeið. Um það bil áratug síðar fluttist svo Eiríkur til Reykjavíkur ásamt Hauki syni sínum og íjölskyldu hans, en Laufey Sigrún, kona Ei- ríks, var þá látin. Síðan hefur hald- ist vinátta góð með fjölskyldum okkar til hinstu stunda. „Margt er líkt með skyldum“, segir máltækið. Og víst er um það að um margt svipaði þeim Skóga- bræðrum saman. Þeir vora líkir á vöxt og að vallarsýn, þó að Marinó væri nokkra hávaxnari, og svip- mótið bar skyldleikanum vitni. Hitt var þó allt eins eftirtektarvert hversu margt var líkt í fari þeirra og lífsstefnu. Báðir völdu sér sama ævistarf. Báðir höfðu stundað kennslu á ungum aldri um nokk- urra ára skeið, áður en þéir luku kennaraprófi. Báðum auðnaðist þeim árangur í starfí með ágætum og urðu ástsælir af nemendum sín- um, svo að ýmsir .hafa sýnt þeim ræktarsemi langt fram á fullorð- insár. Þeir bræður vora félagslynd- ir hugsjónamenn og tóku virkan þátt í störfum ýmissa félaga að mannbóta- og mannúðarmálum. Þeir hneigðust báðir til fylgis við stefnu guðspekinga, kannski að einhveiju leyti fyrir áhrif frá yngstu systurinni, Svövu, og manni hennar, Grétari Fells. Bræðumir vora báðir hófsemdarmenn í hverri grein og lögðu sitt lið til stuðnings hreyfíngu bindindismanna. Marinó var gæslumaður bamastúku á Akureyri í áratug og átti lengi sæti í stjóm Bindindisfélags kenn- ara. Eiríkur sat um árabil í stóm Landssambandsins gegn áfengis- bölinu sem fulltrúi kennarasam- takanna. Báðir reyndu þeir bræður sig við búskap í Skógum um nokk- urra ára skeið, en hurfu frá honum til þess starfa er beið þeirra á öðr- um vettvangi. Skógabræður munu hafa verið samrýndir mjög, enda var aldurs- munur þeirra ekki mikill og hugðarefni þeirra fóra mjög saman í ýmsum greinum. Þegar aldur færðist yfir og lfkamsþrek var mjög svo þorrið, var það ætlan vandamanna þeirra að þeir gætu átt samleið síðasta áfangann á hjúkranarheimilinu Eir. Mun það hafa verið fastmælum bundið að þeir deildu herbergi á þeirri stofn- un. Áður en til þess kæmi var Marinó kallaður til hinstu ferðar, en Eiríkur naut þar umsjár og umhyggju uns yfír lauk. Nú eru Skógabræður horfnir sjónum okkar. En minningin lifír um farsæla skólamenn, drengi góða, trausta vini og ástríka fjöl- skyldufeður. Orðstír þeirra deyr ekki. Með hugheilum samúðarkveðj- um til allra vandamanna þeirra bræðra. Kristinn Gíslason.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.