Morgunblaðið - 11.12.1993, Side 21

Morgunblaðið - 11.12.1993, Side 21
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 11. DESEMBER 1993 21 Vaxtalækkunin færir heimilunum 5 milljarða spamað 2% lækkun vaxta þýðir liðlega 2% kauphækkun eftir Árna Johnsen Aðgerðir ríkisstjómarinnar í vaxtamálum hafa aukið vonir lands- manna og bjartsýni um árangur út úr þeirri efnahagslægð sem við höf- um búið við, annarsvegar af heimatil- búnum vanda offjárfestingar, hins vegar í kjölfar efnahagslægðarinnar í hinum vestræna heimi. Herferðin til vaxtalækkunar er tímamótaað- gerð í framhaldi af margs konar aðgerðum núverandi ríkisstjómar á undanfömum missemm, aðgerðum sem vissulega hafa reynt á iands- menn alla, en nú emm við að upp- skera árangur fyrir erfiðið og þá skiptir öliu máli að halda markvisst um stjórnartaumana hægt og ömgg- lega til betri framtíðar. Vaxtalækkunin þýðir strax í fyrstu lotu nær 5 milljarða hagsbót fyrir heimilin í landinu, eða liðlega 2% kauphækkun fyrir heimilin á íslandi. Ráðstöfunartekjur heimil- anna eru um 200 milljarðar á ári og skuldirnar um 250 milljarðar, þannig að um 2% vaxtalækkun þýð- ir um 4,5 milljarða sparnað. Þá má áætla að fískvinnslan í landinu spari um 350 millj. kr. við hvert vaxta- stig, því um 35 milljarðar af 120 milljarða skuldum fiskvinnslunnar em í íslenskri mynt. Þannig sparast milljarðar króna fyrir atvinnulífíð í landinu með vaxtalækkuninni, en heildarskuldir landsmanna era um 700 milijarðar. Þegar verðtryggingin var sett á fyrir 14 ámm sem neyðarráðstöfun í okkar lokaða efnahagskerfi var það einvörðungu gert til þess að koma í veg fyrir að allt sparifé landsmanna brynni upp í óðaverð- bólgu sem illa réðst við. Með að- haldsaðgerðum ríkisstjómarinnar í efnahagsmálum og samningum við aðila vinnumarkaðarins hafa náðst ævintýraleg tök til árangurs og þeg- ar eðlilegt og stöðugt jafnvægi verð- ur komið á, vonandi fyrr en síðar, em forsendur verðtryggingarinnar brostnar og liggur þá beinast við að nema hana úr gildi. Til þess þurfum við að þola samkeppni á fjármagnsmarkaði við þau lönd sem við viljum keppa við, enda er ísland eina landið í Vestur-Evrópu sem býr við verðtryggingu. Með jafnvægi í efnahagsmálum, verðbólgu í lágmarki, lágum vöxtum og stöðugu gengi íslensku krónunn- ar komumst við Islendingar út úr því hrikalega fjármálafeni sem við höfum búið við um árabil og lýsir sér best í því að á ámnum 1988- 1992 varð ríkissjóður að afskrifa 15 milljarða króna, fimmtán þúsund milljónir króna, í töpuðum skatttekj- um af fyrirtækjum sem urðu gjald- þrotá og er þá ótalið allt tjónið sem allir aðrir urðu fyrir, einstaklingar, heimili og fyrirtæki. Það liggur alveg ljóst fyrir að spurningin um aðgerðimar til vaxtalækkunar var ekki um það hvort þetta hefði átt að gerast fyrr, heldur hvort þetta væri óhætt nú. Vonandi hafa menn ekki tekið of mikla áhættu. Höfundur er þingmaður Sjálfstæðisflokksins í Suðurlandskjördæmi. „Vaxtalækkunin þýðir strax í fyrstu lotu nær 5 milljarða hagsbót fyr- ir heimilin í landinu, eða liðlega 2% kaup- hækkun fyrir heimilin á íslandi.“ Skíðapakkar á fínu verði 5% staðgreiðsluafsláttur, einnig af póstkröfum greiddum innan 7 daga. mmuTiuFPmm GLÆSIBÆ. S/MI812922 Árni Johnsen — TT TTfYn Jóla skreyring 895,- ◄ Jóla- skreytíng 1195,- ◄ 25 jolakort (í pakka) 499, lOkerti Minni. .59,- Stærri. Arinkubbar 1 stk.169,- Kassi (6 stk.).990,- j ólatr éssala Morta tré, sem annsþinur er jóla- :któ barnð fellir latréð Sendumjo hvertáUmdsem erl blómciuGl Nýtt gr eiðslu■ Uortati mubilt

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.