Morgunblaðið - 11.12.1993, Blaðsíða 40

Morgunblaðið - 11.12.1993, Blaðsíða 40
40 MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 11. DESEMBER 1993 AF INNLENDUM VETTVANGI HJÖRTUR GÍSLASON Verkfallsboðun sjómanna beinist gegn „kvótabraskinu" Er verið að beita lög- gjafarvaldið þrýstingi með boðun verkfallsins? Ákvæði I kjarasamningum banna þátttöku sjómanna í kvótakaupum ÖLL SAMTÖK sjómanna, _ Farmanna- og fiskimannasamband ís- lands, Sjómannasamband íslands og Vélstjórafélag íslands, hafa boðað til verkfalls á öllum fiskiskipum 10 tonn og stærri frá og með miðnætti nýársdags. Samningar hafa verið lausir frá því snemma á árinu, en meginkröfur samtaka sjómanna eru að tekið verði fyrir þátttöku sjómanna í kvótakaupum. í kjarasamningum er reyndar ákvæði, sem bannar slika þátttöku, en hún viðgengst engu að síður. Sjómenn fara ekki fram á launahækkanir umfram það sem aðrir launþegar hafa fengið, en þeir krefjast endurskoðnunar ýmissa at- riða og aðj;erðir verði samningar um veiðar sem ekki eru til samn- ingar um. I raun er verið að krefjast þess að gildandi kjarasamning- ar verði haldnir og lykilatriðið í deilu útgerðarmanna og sjómanna er að þeir komi sér saman um lausn á „kvótabraskinu" svokallaða. En þar stendur hnifurinn í kúnni. Utgerðarmenn segjast ekki geta samið um það sem þegar hefur verið samið um; að banna þátttöku sjómanna í kvótkaupum. Er þá verið að beita löggjafarvaldið þrýst- ingi með boðun verkfallsins? A tburðarásin l.feb.: SamningarSSÍ og LÍÚ rennai 5. feb.: SSI leggur fram kröfur sínar. Samningafundur með LlÚ 29. feb.: Deilunni vísað til VSl'og'nkissáttasemjara. [ 1. marz: Samningar FFSÍ ofi VFSÍ við LÍÚ lausir. 2. marz: Slitnar upp úr viðræðum SSÍ og LÍÚ.] Júní Öll sjómannasamtökin hafa lagt fram kröfugerðir sínar og eru þær í meginatriðum samhljóða. Kröfu- gerð SSÍ frá 5. febrúar síðastliðnum er í fjórum meginliðum: 1. Skýr ákvæði verði í kjara- samningi varðandi samskipti út- vegsmanna og sjómanna um ráð- stöfun aflans og það fískverð sem greitt er til sjómanna. 2. Olíuverðsviðmiðun kjarasamn- inga verði endurskoðuð. 3. Lokið verði við gerð samninga fyrir veiðigreinar sem ekki er til samningur fyrir. 4. Lagfæringar verði gerðar á orðalagi einstakra greina samn- ingsins til að gera hann skýrari. Kröfugerðir FFSÍ og VFSÍ eru nánast samhljóða, en FFSÍ sker sig þó úr með kröfu, sem er svo hljóð- andi: „Útgerðarmaður skal sjá til þess að afli sé seldur á löggildum uppboðs- eða fjarskiptamarkaði. Sé afli ekki seldur á fískmarkaði, skal verð einstakra físktegunda í aflan- um ákvarðað af meðalverði fisk- markaða innanlands undangenginn almanaksmánuð." FFSÍ vill einnig samræmingu kjarasamninga skipstjómarmanna á fískiskipum í einn kjarasamning, endurskoðun olíuverðsviðmiðunar, endurskoðun fæðis- og fatapeninga, hækkun kaupliða og að fullt samráð skuli vera milli FFSÍ og LÍÚ um gerð starfslýsinga og breytinga á starfssviði skipveija um og utan fískiskipa. Til viðbótar þessu fer svo Vélstjórafélag íslands fram á að munnlegur samningur um aukahlut annars vélstjóra verði færður inn í texta samningsins. Veiðar sem samningar ná ekki til Þá fara samtökin fram á gerð kjarasamninga vegna eftirtalinna veiða: 1. Báta sem salta afla um borð (togveiðar, línuveiðar og netaveið- ar). 15. marz: FFSI leggurjfram kröfugerð áfundi með LIU. Enginn fundur FFSI, \#SÍ og LÍU haldinn síðan. 19-20. maí: Áranguélaus samningafundur SSÍ og LÍÚ. 26. maí. Síðasti sámningafundur SSÍ og LÍÚ 20. okt.: Samráð samtaka sjómanna og hafin fundarherferðin Kvótabpskið burt". ^L Jfci* J J 10. des.: FFSÍ, SSÍ og VFSÍ bol a verkfall. 1. jan.: Boðað verkfall skellyrá' >] / Des. Jan. 2. Togara sem salta afla um borð. 3. Báta og togara, sem bæði frysta og salta afla um borð. 4. Báta og togara, þegar hluti aflans er frystur og/eða saltaður um borð. 5. Báta á línuveiðum með línu- beitingavélar um borð. 6. Línuveiða, þegar aflinn er frystur um borð. 7. Dragnótaveiða, þegar afli er frystur um borð. 8. Dragnótaveiða á bátum stærri en 110 brl., þegar aflinn er ísaður um borð. 9. Humarveiða, þegar fleiri en 6 menn eru um borð, (þegar veitt er með tvíburatrolli). 10. Rækjuveiða, þegar veitt er með tvíburatrolli. 11. Báta og togara, þegar síld er fryst um borð. 12. Báta sem stunda ígulkera- veiðar með plóg. 13. Þegar tvö skip draga sama trollið, en veiðunum er algjörlega stjórnað frá öðru skipinu og þar fer einnig fram meðhöndlun afla og veiðarfæra. Þarf að breyta lögnm? I fljótu bragði virðist fátt þurfa að koma í veg fyrir að samningar náist. Ekki er verið að fara fram á launahækkanir umfram það, sem aðrir hafa fengið. í gildandi samn- ingum er ákvæði sem bannar þátt- töku sjómanna í kvótákaupum og hvað varðar veiðar sem engir samn- ingar ná yfir, ætti að vera hægt að ná samkomulagi í ljósi þeirrar reynslu sem af þeim verður. Það er því af ýmsum ástæðum vandséð hvaða tilefni sé til verkfallsboðun- ar. Þar sem þátttaka sjómanna í kvótakaupum er bönnuð, verður varla farið lengra í því máli í kjara- samningum. Sé það hins vegar ætlun sjómanna að löggjafarvaldið komi þar til, er ólöglegt að beita verkfalli til að þvinga fram breyt- ingar á löggjöf. Samtök sjómanna hafa á haustmánuðum verið að samþykkja ýmsar tillögur til breyt- inga á núgildandi lögum um stjórn fískveiða. Þar má nefna ýmsar skorður á framsali á aflakvótum svo sem að óleyfílegt verði að framselja aflakvóta milli óskyldra útgerða, nema þar sé um jöfn skipti að ræða. Á að binda skipið eða kaupa kvóta? Þegar aflakvótar hafa verið skomir niður eins og raun ber vitni, skortir bæði útgerð og sjómenn verkefni. Þá standa þessir aðilar frammi fyrir því að lengja úthald og vinnu með því að kaupa aflaheim- ildir eða binda skipið. Venjan hefur verið sú að útgerðin kosti sjálf leng- ingu á úthaldi, til dæmis með því að fara yfir á annan veiðiskap. Nú stendur útgerðin frammi fyrir því að kvótinn er búinn og henni býðst að kaupa skammtímakvóta á 35 krónur þorskkílóið. Verð á mörkuð- um gæti verið um 85 krónur. Áhöfn- in á nálægt 40% af aflaverðmætinu og þá stendur útgerðin eftir án fjár til að gera skipið út. Hún ræður sem sagt ekki við að fjármagna kvóta- kaupin ein. Því blasir ekkert annað við en að leggja skipinu. Þá missa sjómenn væntanlega vinnuna, því atvinna í landi er af skomum skammti. Því hafa menn leiðzt út í kvótabraskið svokallaða. Sjómenn og útgerð skipta á milli sín kostnaði við lengingu úthalds, þó það sé ólög- legt samkvæmt samningum. Hver er þá réttarstaða sjómanna og hvaða leiðir geta þeir farið til að leita rétt- Borgarstjóri vill fresta breytmg- um á tekjustofnum sveitarfélaga MARKÚS Örn Antonsson borgarstjóri Reykjavíkur telur að fresta eigi þeim breytingum sem gert er ráð fyrir í frumvarpi um tekju- stofna sveitarfélaga vegna afnáms aðstöðugjalds, og framhald eigi að vera að minnsta kosti út næsta ár á þeirri bráðabirgðaskipan að ríkið gTeiði sveitarfélögunum bætur fyrir aðstöðugjöldin. Rök fyrir þessu segir hann vera þau að búið sé að boða stórfelldan verkefnat- ilflutning frá ríkinu yfir til sveitarfélaganna, m.a. grunnskólann i ágúst 1995, en þetta geri það að verkum að sveitarfélögin og þar með Reykjavíkurborg þurfi að fá aukinn hlut í skattheimtunni. „Af hálfu Reykjavíkur höfum við lagt það til að við fáum að vera svokallað reynslusveitarfélag og taka að okkur löggæslu, þannig að ef þessi mál eiga öll að ganga eftir eins og verið er að vinna að þá hljót- um við að taka málin fyrir í heild sinni til gagngerðrar endurskoðun- ar í stað þess að beita því verklagi sem hér hefur viðgengist mörg undanfarin ár að sífellt er verið að krukka í þessa skattstofna og þá gjaman á einhveijum hlaupum rétt fyrir jól þegar verið er að klára fjár- lög á Alþingi. Skattamál eru slík grundvallaratriði að það þarf miklu meiri yfírlegu yfir skipan þeirra heldur en að það sé boðlegt að standa þannig að málum hvað eftir annað eins og nú á greinilega að gera,“ sagði Markús Orn. Hann sagði að sér sýndist að ef þær hugmyndir næðu fram að ganga sem ráð væri gert fyrir í frumvarpi um tekjustofna sveitarfé- laga væri verið að auka skattbyrði í stað þess að flytja skattbyrðina til frá ríkinu yfír til sveitarfélag- anna eins og um hefði verið talað. „Við höfum alltaf gert ráð fyrir að þegar til þess kæmi að ákvörðun yrði tekin um tekjustofna í stað aðstöðugjaldanna að þá yrði þó ekki um annað að ræða þar heldur en að ríkið afsalaði sér tekjustofn- um yfír til sveitarfélaganna og hinn almenni skattgreiðandi yrði þess ekki var í staðgreiðsluprósentunni," sagði Markús Örn. Hann sagði að hjá Reykjavíkur- borg hefði það verið reiknað út að ef ákvæði frumvarpsins ættu að ná fram að ganga með hækkun útsvara þá yrði staðgreiðsluhlutfall útsvars og tekjuskatts 41,75% í stað 41,34% eins og það er á þessu ári, og Sam- tök sveitarfélaga á höfuðborgar- svæðinu hefðu reiknað það út að staðgreiðsluhlutfallið yrði 41,89%. Myndin sýnir Guðmund Áma Stefánsson, heilbrigðisráðherra, ásamt Tanna og Túbu þegar vinningshafarnir voru dregnir út. Tannverndarátak Freys LIONSKLÚBBURINN Freyr stendur fyrir umfangsmiklu tannvernd- arátaki og nær átakið ár hvert til allra sex ára bama í grunnskólum landsins. Átakið hófst í fyrra og er unnið í samvinnu við tannfræð- inga, en þeir fara í skólana og leiðbeina um rétta tannhirðu. Forsvarsmenn klúbbsins ásamt svörum við spumingum sem fylgdu sómaparinu Tanna og Túbu, sem fræðsluefninu í grunnskólunum í hafa tannhirðu að leiðarljósi, hittu fyrravetur. Voru nöfn tíu bama dreg- heilbrigðisráðherra á dögunum og in út og fengu þau í verðlaun vasat- fengu hann til að draga úr réttum ölvur.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.