Morgunblaðið - 11.12.1993, Blaðsíða 33

Morgunblaðið - 11.12.1993, Blaðsíða 33
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 11. DESEMBER 1993 33 Heilsugæslustöðin á Akureyri Kauptilboð frá rfldssjóði í hluta Amarohússins Á FUNDI bæjarráðs Akureyrar á fimmtudag kynnti Halldór Jóns- son bæjarstjóri kauptilboð frá ríkissjóði í hluta húseignarinnar Hafnarstræti 99, Amarohússins í miðbæ Akureyrar, fyrir Heilsu- gæslustöðina á Akureyri. Um er að ræða fjórar af sex hæðum hússins. Kauptilboðið er bindandi og er byggt á munnlegu sam- komulagi við eiganda Amaro hf. Minjasafnið Jól að fomu o g nýju JÓLADAGSKRÁ verður í Minja- safninu á Akureyri á morgun frá kl. 13 til 17 undir heitinu „Bráð- um koma blessuð jólin“. Ýmislegt er tengist jólaundirbún- ingi að fomu og nýju fer þar fram, kerti verða steypt og unnin ull auk þess sem jólatré verður skreytt að gömlum sið. Búið verður til jóla- skraut og gestum boðið jólasælgæti eins og það tíðkaðist á fyrstu ára- tugum þessarar aldar. Stekkjastaur kemur í heimsókn á safnið kl. 14. Orgeltónleik- ar á aðventu BJÖRN Steinar Sólbergsson org- anisti Akureyrarkirkj u heldur orgeltónleika í kirkjunni á morg- un, sunnudaginn 12. desember, kl. 17. Á efnisskránni eru verk tengd aðventu og jólum eftir Johann Se- bastian Bach, Pál ísólfsson og Naji Hakim. Aðgangur er ókeypis og allir velkomnir. -----» ♦ 4--- ■AÐVENTUSAMKOMA verður í Grenivíkurkirkju annað kvöld, sunnudagskvöldið 12. desember kl. 20.30. Kór kirkjunnar syngur jóla- og aðventulög undir stjóm Bjargar Sigurbjörnsdóttur og hún stjórnar einnig nemendum úr Tónlistarskóla Eyjafjarðar sem leika jólalög á ýmis hljóðfæri. Kveikt verður á aðventu- ljósunum og lesið jólakvæði. Hugleið- ingu flytur Bjarni E. Guðleifsson náttúrufræðingur á Möðruvöilum, en samverunni lýkur með ljósahelgileik. ■BÓKMENNTAKVÖLD verður haldið í Deiglunni á sunnudags- kvöld, 12. desember, kl. 20.30. Lesið verður upp úr nýútkomnum bókum af höfundunum Þorgrími Þráins- syni, Ómari Ragnarssyni, Braga Guðmundssyni, Valgeiri Guðjóns- syni og Birgi Sigurðssyni auk les- ara, en lesið verður úr eftirtöldum bókum: Hengiflugið, Eldhylur, Tvær grímur, Borg, Járnkarlinn, Aðalbjörg og Sigurður, Trega- hornið, Hjartasalt, Helnauð og Kvatt að rúnum. ■JÓLASVEINARNIR hafa við- komu við Vöruhús KEA á morgun, sunnudaginn 12. desember, kl. 15.30 þar sem þeir ætla að skemmta börn- unum með söng og leik svo sem þeir hafa gert skömmu fyrir jól um áraraðir. Bæjarstjóra var á fundi bæj- arráðs veitt heimild til að undirrita fyrir hönd Akureyrarbæjar samning um kaup á húsnæðinu, en sam- kvæmt ákvæðum í lögum er sveitar- félögum gert að greiða 15% af stofnkostnaði heilsugæslustöðva. Samkomulag um aðgengi Bæjarstjóri lagði einnig fram á fundi bæjarráðs samkomulag milli Akureyrarbæjar, ríkissjóðs og Lind- ar hf. um skiptingu kostnaðar vegna aðgengis og umgengnisrétt- ar um húsið Hafnarstræti 97, næsta húss sunnan við Amarohúsið, frá Hafnarstræti og Oddagötu og teng- ingar 5. hæðar Hafnarstrætis 87 við 6. hæð Hafnarstrætis 99. Bæj- arstjóri hefur undirritað samkomu- lagið með fyrirvara um samþykki bæjarstjómar og leggur meirihluti bæjarráðs til að það verði sam- þykkt. ■TÓNLISTARSKÓLI Eyjafjarð- ar efnir til fímm tónleika á aðvent- unni auk þess sem nemendur og kennarar skólans koma fram á að- ventukvöldum í tíu kirkjum á starfs- svæðinu. Fyrstu tónleikarnir verða í Freyvangi kl. 14 á morgun, sunnu- daginn 12. desember. Á mánudag verða tónleikar í Grundarkirkju kl. 20.30 og að Melum í Hörgárdal þriðjudagskvöldið 14. desember kl. 20.30. Fjórðu tónleikarnir verða í gamla skólahúsinu á Greni- vík á miðvikudagskvöld og hinir síð- ustu í Laugarborg á fimmtudags- kvöld. Aðgangur er ókeypis og íbúar við Eyjafjörð hvattir til að fjölmenna. ■HVÍTASUNNUKIRKJAN Sam- koma fyrir ungt fólk laugardags- kvöld kl. 20.30. Bamakirkjan kl. 11 á morgun. Skírnarsamkoma og bamablessun kl. 15.30, ræðumaður Vörður Traustason. Æskulýðs- fundur fyrir 9-12 ára börn næstkom- andi miðvikudag kl. 17.30 og biblíu- lestur og bænastund næstkomandi föstudagskvöld, 17. desember. ■KAÞÓLSKA KIRKJAN, Eyrar- landsvegi 26. Messa kl. 18 á laugar- dag og kl. 11 á sunnudag. ■GLERÁRKIRKJA Barnasam- koma kl. 11 á morgun. Aðventu- kvöld verður í kirkjunni kl. 20.30 annað kvöld, þriðja sunnudag í að- ventu. Ræðumaður verður Kristján Baldvinsson yfirlæknir á fæðinga- deild FSA. Kór Glerárkirkju syngur aðventu- og jólalög og einnig syngur bamakór kirkjunnar nokkur lög með kómum. í lokin verður ljósahátíð í umsjón fermingarbarna og æsku- lýðsfélagsins. ■AKUREYRARPRESTAKALL Fjölskylduguðsþjónusta kl. 11 á morgun. Barnakór Akureyrarkirkju syngur í athöfninni undir stjóm Hólmfríðar Benediktsdóttur. Sunnudagaskólinn tekur þátt í at- höfninni til að byija með en færir sig síðan í Safnaðarheimilið. Morgunblaðio/Rúnar Þór STARFSMENN Holræsahreinsunar fóru með tæki sín til Siglufjarðar og dældu olíunni úr brunnum á Eyrinni. 8-10 þús. lítrar af olíu fóru í holræsi Siglfirðinga og í sjóinn Frosttappi í leiðslu olíu- tanks sprakk þegar hlýnaði UNNIÐ var við að dæla svartolíu úr holræsakerfi Siglfirðinga síðdegis í gær, en talið er að á milli 8-10 þúsund lítrar af olíu hafi lekið úr tanki sem er á lóð SR-mjöls á Siglufirði í fyrrinótt. Nokkrum klukku- stundum áður en olíulekans varð vart hafði um 10 þúsund lítrum verið dælt í skip í Siglufjarðarhöfn og þá var það lán í óláni heima- manna að mengunarvarnarbúnaður var nýlega kominn til bæjarins. Sigurður Hlöðversson bæjar- tæknifræðingur á Siglufirði sagði að í fyrstu hefði verið talið að um mun meira magn af olíu hefði farið úr geyminum, eða allt að 20 þúsund lítrar, en síðdegis kom í ljós að það var um helmingi minna. „Þetta var sem betur fer mun minna magn en við óttuðumst í fyrstu, þetta leit ekki vel út, en hefur í raun bless- ast ótrúlega vel,“ sagði Sigurður. Þórður Andersen verksmiðju- stjóri SR-mjöls á Siglufirði sagði að skýringin á óhappinu væri lík- lega sú að vatn hefði komist í leiðsl- una og frosttappi myndast í ventlin- um, en nokkuð frost var á fímmtu- dagskvöld og síðan snögghlánaði og við það hefði tappinn sprungið með fyrrgreindum afleiðingum. Mest fór í holræsakerfið Langstærsti hluti olíunnar rann ofan í holræsakerfið í Siglufirði og komu menn frá Holræsahreinsun hf. þangað síðdegis í gær til að dæla henni upp úr kerfinu, en síðan verður unnið við hreinsun þess um helgina. Sigurður sagði það lán í óláni að mengunarvarnarbúnaður var nýlega kominn til Siglufjarðar, m.a. flotgirðing sem strax var gripið til og tókst að ná þeirri olíu sem fór í sjóinn í hana. Óhappið uppgötvaðist fljótlega þar sem menn voru að störfum um nóttina tilbúnir að taka á móti loðnuskipinu Helgu II sem kom til löndunar á Siglufirði með rúm 570 tonn af loðnu í fyrrinótt. „Við urð- um sem betur fer varir við þetta fljótlega af því að menn voru þama að störfum, ef skipið hefði ekki verið væntanlegt hefðu menn sofið á sínu græna fram á morgun,“ sagði Þórður. Sjálfstæöismenn Akureyri Auglýst eftir frambaðum til prófkiörs i kjörnefnd eru: Haraldur Sveinbjörnsson, Birgir Björn Svavarsson, Knútur Karlsson, Margrét Kristinsdóttir, Guðmundur Heiðar Frímannsson, Árni Pálsson, Gísli Símonarson, Björn Magnússon. Ákveðið hefur verið að prófkjör um val frambjóðenda Sjálfstæðisflokks- ins við næstu bæjarstjórnarkosningar fari fram laugardaginn 22. jan. 1994 kl. 10.00-17.00 og sunnudaginn 23. jan. 1994 kl. 10.00-15.00. Val frambjóðenda fer fram með tvennum hætti: a) Gerð er tillaga innan ákveðins framboðsfrests, sem kjörnefnd setur. Tillagan er því aðeins gild að hún sé bundin við einn flokks- mann. Enginn flokksmaður getur staðið að fleiri tillögum en hann má fæsta kjósa i prófkjörinu. Tillaga skal borin fram af 20 flokks- mönnum búsettum í kjördæminu. b) Kjörnefnd er heimilt að tilnefna prófkjörsframbjóðendur til við- bótar frambjóðendum skv. a-lið. Hér með er auglýst eftir framboðum til prófkjörs sbr. a-liö hér að of- an. Skal framboð vera bundið við flokksbundinn einstakling, enda liggi fyrir skriflegt samþykki hans um að hann gefi kost á sér til prófkjörs. Frambjóðendur skulu vera kjörgengir í næstu bæjarstjórnarkosningum. 20 flokksbundnir sjálfstæðismenn, búsettir á Akureyri, skulu standa að hverju framboði og enginn flokksmaður getur staðið að fleiri fram- boðum en 10. Framboðum þessum ber að skila, ásamt mynd af viðkomandi og stuttu æviágripi, til kjörnefndar á skrifstofu Sjálfstæðisflokksins í Kaupangi við Mýrarveg, eigi síðar en 31. desember 1993, kl. 12.00 á hádegi. Kjörnefnd Sjálfstæðisflokksins á Akureyri Þú faerð mikið fyrir lítið hjá okkur Úrval af búsáhöldum og gjafavörum á ótrúlegu verði. Verðdæmi: 18 glös f pk„ kr. 910,- Eldföst form kr. 650,- Ávaxtasett kr. 690,- 1 2 manna matar- og kaffistell kr. 7.320,- Opið mánudaga tii föstudaga frá kl. 12-19. Laugardaga kl. 10-17 og sunnudaga kl. 13-17. BÚSÁHALDAMARKAÐURINN, SMIÐJUVEGI30, RAUÐ GATA, KÓPAVOGI.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.