Morgunblaðið - 11.12.1993, Blaðsíða 34

Morgunblaðið - 11.12.1993, Blaðsíða 34
34 MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 11. DESEMBER 1993 Bréfspreng[jur í Austurríki Talið að nýnasistar standi að tilræðunum Teygir líklega anga sína til Þýskalands Vín. Reuter. AUSTURRÍSKA lögreglan hefur leitað til þýskra starfsbræðra Moskva Gutenberg- biblía frá 15. öid fundin Moskvu. The Daily Telegraph. YFIRVÖLD í Rússlandi segj- ast hafa fundið eintak af upprunalegu Gutenberg- biblíunni fyrstu bókinni sem prentuð var í hinum vestræna heimi - í læstu öryggishólfi í ríkisbókasafn- inu í Moskvu. Biblían var prentuð á 15. öld á kálfskinn en ekki pappír. Sovésk hersveit tók hana sem herfang úr bókasafni í Leipzig í Þýskalandi í síðari heimsstyrj- öldinni. Hún er sögð í „mjög góðu ástandi". Forstöðumaður ríkisbóka- safnsins í Moskvu, ígor Fílíppov, sagði að samninga- viðræður um framtíð biblíunn- ar væru bígerð. Líklegt þykir þó að biblíunni verði aðeins skilað til Þýskalands ef um það semst í viðræðum um skipti á öllum þeim listaverkum, sem nasistar og Sovétmenn tóku í sína vörslu í heimsstyijöldinni. Til eru 46 Gutenberg-biblíur í heiminum og af þeim voru aðeins 12 prentaðar á kálfs- skinn. Fáar þeirra hafa þó varðveist i heilu lagi og í eins góðu ástandi og eintakið sem fannst í Moskvu. sinna vegna gruns um að þýskir nýnasistar tengist bréfasprengj- um er borist hafa tíu þekktum Austurríkismönnum. Tveir aust- urrískir nýnasistar voru hand- teknir á fimmtudag, grunaðir um að hafa sent sprengjurnar. Fjórir þeirra sem fengu sprengjur í pósti slösuðust töluvert, þeirra á meðal borgarstjórinn í Vín. Helmut Zilk. Sagði lögreglustjórinn í Vín, Michael Sika að grunur léki á að málið teygði anga sína til Þýska- lands. Tíu dagar eru liðnir frá því að fyrsta sprengjan sprakk en þær voru alls tíu. Lögreglumönnum tókst að aftengja sex þeirra. Heim- ild innan nasistasamtakanna VAPO segir að bréfsprengjuherferðinni hafi verið hrint af stað í tilefni sér- stakrar viku til heiðurs formanni VAPO en hann var dæmdur í fang- elsi í september fyrir að stofna sam- tökin sem eru ólögleg. Reuter Flugræningja hrint niður landgang FRANSKIR lögreglumenn yfirbuguðu í gær Alsírbúa á flugvellinum Nice. Hann hafði rænt flugvél Air France á leið frá París til Nice og krafist þess að henni yrði flogið til Líbýu. Er vélin lenti í Nice sam- þykkti ræninginn að koma út til samningaviðræðna en þegar hann hugð- ist ganga niður landganginn hrinti lögregluþjónn, sem hafði falið sig á bak við hurð vélarinnar, ræningjanum niður tröppurnar og var hann handtekinn. Tæplega 130 manns voru um borð í vélinni er henni var rænt en ræninginn sleppti fljótlega öllum farþegunum. Sögðu þeir flu- græningjann hafa verið afar taugaóstyrkan en hann ógnaði flugmönnum með hnífí. GATT-viðræður Bandaríkíanna og Evrópubandalagsins Hart deilt um flutn- ingaþjónustu á sjó G«nf, Tókýó, París. Reuter. HÖRÐ deila um flutninga á sjó kom upp í samningaviðræðum Bandaríkjanna og Evrópubandalagsins (EB) um nýjan GATT- samning í gær. Deilan snýst um það hversu langt eigi að ganga í að opna sjó- flutningaþjónustuna í GATT- samningnum. Samningamenn Bandaríkjanna sögðu deiluna stefna samkomulagi um þjónustu- þátt samningsins í hættu. ERLENT Frestur sá sem gefínn var til að ganga frá nýjum GATT-samn- ingi rennur út á miðvikudag. Peter Sutherland, framkvæmdastjóri GATT, tilkynnti að hann myndi ræða við aðalsamningamennina, Mickey Kantor og Sir Leon Britt- an, í Genf í dag. Franskir sérfræðingar í land- búnaðarmálum sögðu í gær að breytingamar sem samninga- mennimir gerðu á svokölluðu Bla- ir House-samkomulagi um land- búnaðarmál væm veigalitlar og yfirborðslegar. Þetta er í mótsögn við yfirlýsingar frönsku stjórnar- innar, sem sagði samninginn hafa verið „drepinn“. Morihiro Hosokawa, forsætis- ráðherra Japans, boðaði til fundar í stjórn sinni í dag til að ganga frá samkomulagi um að heimila takmarkaðan innflutning á hrís- gijónum til landsins. Þessi áform sættu harðri gagnrýni í Japan og samkomulagið ryður í burtu einni af helstu fyrirstöðum nýs GATT- samnings. Þingkosningar og þjóðaratkvæði um stjórnarskrá fara fram í Rússlandi á morgun Þjóðemisöfgamenn tald- ir hafa styrkt stöðu sína Moskvu. Frá Lárusi Jóhannessyni, fréttaritara Morgunblaðsins. VLADÍMlR Zhírínovsklj, þjóðemissinninn öfgafulli, hefur að mati manna hér í Moskvu háð árangursríka baráttu fyrir kosningarn- ar sem fram fara á morgun, sunnudag. Zhírínovksíj og flokkur hans, Fijálslyndi lýðræðisflokkurinn, hafa verið áberandi í fjölmiðlum og því hefur verið spáð að flokk- urinn fái 12-20% fylgi á landsvísu. Bannað hefur verið að birta skoðanakannan- ir frá því 1. þessa mánaðar en það er almennt hald manna að flokkur Jegors Gajdars, helsta hugmyndafræðings efnahagsstefnu rússnesku ríkisstjómarinnar, verði hinn stærsti á þingi. í Moskvu er hins vegar talað um að Vladímír Zhírínovskíj og félagar hans séu í mikilli sókn og víst er að hann og flokkur hans hafa verið áberandi í fjölmiðlum að undanförnu. Auk kynningar á flokkum og frambjóðendum fengu þeir hinir sömu tækifæri til að kaupa sér aug- lýsingatíma í sjónvarpi. Hefur það vakið undrun hversu mikinn tíma þjóðemissinnar hafa keypt og athygli vekur að þeir hafa látið til sín taka á besta auglýsingartíma. margir vestrænir blaðamenn taka hann ekki alvarlega. En Zhírínovskíj talar tæpitungulaust og á erfíðleikatímum sem nú eru margir tilbún- ir til að leggja við hlustir. Málflutning sinn grundvallar hann á því að snúa beri við núver- andi einkavæðingarstefnu ríkisstjórnarinnar því útlendingar séu að kaupa landið. Þessi málflutn- ingur beinist einkum að Jegor Gajdar og skoð- anabræðrum hans. Gajdar nýtur einkum stuðn- ings mennta- og listamanna auk hinna „nýju stétta" sem svo em nefndar; fjármála- og bankamanna. Sýnt hefur verið fram á að Gajd- ar og menn hans hafa fengið mun meiri um- fjöllun á vegum ríkissjónvarpsins rússneska en aðrir flokkar. Hörðustu andstæðingar Zhírínovskíjs, sem fyrst vakti athygli á Vesturlöndum vegna her- skárra ummæla sinna um bæði tilteknar þjóðir og kynþætti, líkja honum við Adolf Hitler og Áberandi VLADÍMÍR Zhírínovskíj, öfgafullum þjóðernis- sinna, og flokki hans er spáð mikilli velgengni í þingkosningunum í Rússlandi á morgun. Rússneski veturinn, svo frægur sem hann er fyrir miskunnarleysi, hefur lítt haft sig { frammi í kosningabaráttunni. Sá sem gengur um snjólitlar götur miðborgarinnar kemst ekki hjá því að taka eftir að eitthvað óvenjulegt er á seyði. Keppst er við að hreinsa stræti, vegg- ir eru alsettir tilkynningum um ágæti einstakl- inga og flokka og kosningabæklingum er dreift til allra þeirra sem þiggja vilja. Margir eru hins vegar þeirrar hyggju að þrátt fyrir allt verði kjörsókn dræm, árið hefur verið rússnesku þjóð- inni erfítt og þreyta og vantrú á stjórnmála- 'mönnum fer greinilega vaxandi. Herferð gegn stera- noktun FULLTRÚAR lögregluyfírvalda og stofnana í 17 löndum bund- ust samtökum um það í gær að skera upp herör gegn smygli, sölu og notkun steralyfja, sem sögð er fara vaxandi, einkum meðal unglinga sem vonast til þess að notkun þeirra geri þá stæltari og sterkari. Talið er að sex milljónir manna misnoti steralyf í Bandaríkjunum og í þeim hópi séu 4-6% barna á skólaaldri. Misnotkun steralyfja hefur verið talin bundin við íþróttamenn, einkum í krafta- greinum og líkamsrækt, en tak- markast ekki lengur við þann hóp. Ermarsunds- göng afhent VERKTAKI sem gróf jám- brautargöng undir Ermarsund afhenti í gær verkið bresk- franska fyrirtækinu Eurotunnel sem mun reka göngin. Ferðir járnbrauta með farþega og bif- reiðar milli Bretlands og Frakk- lands hefjast 6. maí nk. Göngin eru þrenn, samtals 150 km löng og kostuðu 10 milljarða punda, jafnvirði 1.070 milljarða króna. Ashrawi hætt- ir hjá PLO HANAN Ashrawi tilkynnti í gær að hún hefði látið af störfum sem talsmaður Frelsissamtaka Pal- estínumanna (PLO), aðeins nokkrum dögum áður en Palest- ínumenn fá sjálfsstjórn á her- numdu svæðunum. Hún sagðist ætla að setja á fót mannrétt- indanefnd til þess að fylgjast með heimastjóminni. Ashrawi hefur látið í ljós efasemdir um lýðræðisást og virðingu Jassers Arafats leiðtoga PLO fyrir ein- staklingsfrelsi. Forvitnin borgaði sig ekki TÓLF ára piltur beið bana á heimili sínu í Dallas í Texas í fyrradag af völdum voðaskots. Talið er að hann hafi ætlað að kíkja eftir hugsanlegum jóla- gjöfum í svefnherbergi foreldra sinna en þá hljóp skot úr gam- allri og ryðgaðri skammbyssu sem falin var í skáp. Pilturinn var einn heima er atvikið átti sér stað, faðir hans hafði skropp- ið til að aka móður hans heim úr vinnu. Átök harðna í Sarajevo OWEN lávarður og Thorvald Stoltenberg, sáttasemjarar í Bosníu-deilunni, tilkynntu í gær að ný lota friðarviðræðna deildu- aðila hæfíst í Genf 21. desember og tími notaður í millitíðinni til að freista þess að finna ásættan- lega lausn. Átök fóru harðnandi í Sarajevo í gær og særðust a.m.k. átta manns. Lamast flugumferð í Svíþjóð? SÆNSK flugumferð kann að stöðvast vegna vinnustöðvunar flugumferðarstjóra 13. og 20. desember. Tilgangur aðgerð- anna er að fylgja eftir kröfum um 3% launahækkun en vinnu- veitendur hafa eingungis verið til viðræðu um 1% hækkun. Vinnuveitendur hafa hótað því að svara aðgerðum flugumferð- arstjóra með vinnubanni á um 5.000 flugvallarstarfsmenn. b
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.