Morgunblaðið - 11.12.1993, Blaðsíða 26

Morgunblaðið - 11.12.1993, Blaðsíða 26
26 MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 11. DESEMBER 1993 Hafsteinná Eldingnnni segir frá hnattsigl- ingu sinni HAFSTEINN Jóhannsson heldur fyrirlestur og myndasýningu um hnattsiglingu sína í Sjóminja- safninu í Hafnarfirði í dag, laug- ardaginn 11. desember kl. 14. Hafsteinn, sem íslenskir sjómenn þekktu fyrr á árum sem Hafstein froskmann eða Hafstein á Elding- unni, vann fyrir 3 árum það afrek að sigla einn síns liðs í kringum hnöttinn á heimasmíðaðri seglskútu án þess að hafa nokkurs staðar við- komu á leiðinni. Þar af 5 hann hvergi til lands í nærri fimm mán- uði. Hafsteinn segir frá smíði skút- unnar, undirbúningi ferðarinnar og hnattsiglingunni sjálfri og sýna myndir sem hann tók á ferðalaginu. Á sunnudaginn heimsækir Haf- steinn æskustöðvar sínar á Akra- nesi og heldur þar fyrirlestur og myndasýningu á Langasandi kl. 14. Á báðum stöðunum áritar Haf- steinn nýútkomna endurminninga- bók sína, Hafsteinn á Eldingunni, sem Rúnar Ármann Arthúrsson hefur skráð. ♦ ♦ ♦----- Annríki framund- an í póst- þjónustunni MORGUNBLAÐINU hefur borist eftirfarandi fréttatilkynning frá Póst- og símamálastofnun: „Nú þegar jólin nálgast eru landsmenn byrjaðir að skrifa jóla- kortin. Póstur og sími vill minna fólk á að póstleggja jólagjafimar og kortin tímanlega því mikið ann- ríki er jafnan hjá póstþjónustunni í desember. Síðasti skiladagur fyrir bréfpróst til Norðurlandanna er næsta fimmtudag, 16. desember, til annarra landa í Evrópu er síð- asti skiladagur þriðjudaginn 14. og pósti til landa utan Evrópu þarf að skila fyrir mánudaginn 13. desem- ber. Ekki er neinn ákveðinn síðasti skiladagur fyrir jólapóstinn innan- lands en þeir sem vilja vera örugg- ir um að sín bréf berist í tíma ættu að póstleggja þau tímanlega þar sem veður og ófærð geta tafið fyr- ir flutningi og útburði. ÖIl pósthúsin á höfuðborgar- svæðinu eru opið til kl. 18 á virkum dögum til jóla og á laugardögum frá kl. 10-16. Þar fást 30 kr. jóla- merki, sem duga fyrir 20 g bréf innanlands, en 35 kr. frímerki þarf fyrir samsvarandi bréf til Norður- landanna og annarra Evrópulanda. Á pósthúsunum fást einnig um- búðakassar utan um bögglasend- ingar. Fram að jólum er í gildi sérstakt tilboð sem fólki býðst fyrir 335 kr. að kaupa saman umbúðir og burð- argjald innanlands óháð þyngd inni- haldsins. í jólaannríkinu er einnig rétt að minna á að frímerki fást ekki aðeins á pósthúsum heldur einnig í mörgum söluturnum og bókaverslunum og nú einnig á bens- ínstöðvum Esso á höfuðborgar- svæðinu." Höföar til .fólksíöllum starfsgrei num! Myndræn ástríða „FJÖLSKYLDAN er einfaldlega haldin myndrænni ástríðu,“ seg- ir Kristin um starfsmannahald Nýrra vídda. Hörður, eiginmaður hennar, tekur myndir í Af ljósakri og Daði sonur þeirra og keramiker er framkvæmdastjóri fyrirtækisins. Aftan við mæðgin- in eru jólasveinajólakortin á standi eftir Daða. Af ljósakri RAGNAR Th. Sigurðsson og hjónin Hörður Daníelsson og Kristín Þorkelsdóttur með almanakið Af ljósakri. Ragnar tók yósmyndir í Jöklasýn og Hörður í Af ljósakri. Siðarnefnda almannakið er þegar orðið nokkuð þekkt enda er það nú gefið út í fimmta sinn. Á því er texti á sex tungumálum. Nýjar víddir færa út kvíamar Vandaðar vinakveðjur „EINS OG við vitum er orðasambandið vandaðar kveðjur gjarnan sett í samband við orðatiltækið að vanda einhverjum ekki kveðjurn- ar. Við viljum hins vegar líta merkingu orðanna öðrum og jákvæð- ari augum og viljum með slagorðinu „Vandaðar kveðjur" minna fólk á að velja ekki kveðjur til vina sinna í hugsunarleysi. Mér finnst alltof mikið um að íslendingar velti þessu ekki fyrir sér. Hugsi ekki út í hvemig kveðjú þeir vildu raunvemlega senda frá sér,“ segir Kristín Þorkelsdóttir. Eftir að hafa rekið auglýsingastof- una Auk hf. í 26 ár söðlaði hún um síðastliðið vor og stofnaði Nýjar víddir. Fyrirtækið sérhæfir sig í útgáfu vandaðra dagatala og korta með innlendum og erlendum texta. Kirkjur Morgunblaðið/Kristmn KIRKJUKORTIN er hægt að fá með prentaðri jólakveðju eða án nokkurs texta og gefa þá fjölbreytta notkunarmöguleika. Til dæmis er að sögn mæðginanna tilvalið að bjóða til brúðkaups með því að fjölrita eigin texta á þau. Einnig mætti nota þau í tengslum við tónleikahald og aðra viðburði í kirkjunni. Myndirnar em eftir Ingibjörgu Birnu Steingrímsdóttur. Daði Harðarson, sonur Kristínar og framkvæmdastjóri fyrirtæk- isins, minnir á að stofnun fyrirtæk- isins hafi átt sér nokkurn aðdrag- anda. „Já, útgáfuna má eiginlega rekja til þess þegar fyrsta jóla- sveinakortið kom út árið 1983 eða 1984. Núna er komin út heil sería, 14 kort með jólasveinunum og gömlu hjónunum, Grýlu og Leppal- úða,“ segir Kristín og minnist þess að á þessum árum hafí fáir haft áhuga á íslenska jólasveininum. „En mig langaði alltaf til að glíma við strákana og fékk Önnu Þóru Árnadóttur til að útbúa myndirnar af þeim með bólstursaumi. Nætur- himinn norðursins er saumaður með perlum og snævi þakin jörðin silkiklædd. í þessu umhverfí birt- ast svo íslensku jólasveinarnir, grófír og groddalegir en allir með rauðar húfur,“ segir hún. Af ljósakri til annarra landa Aftan á kortunum segir frá jóla- sveinunum í íslenskum og enskum texta, en eitt af markmiðum fram- leiðslunnar er einmitt að koma á framfæri íslenskri náttúru og menningu í öðrum löndum. „Ég get bent á almanakið Af ljósakri í þessu sambandi. Á því eru ljós- myndir úr íslenskri náttúru og texti eftir Pál Imsland jarðfræðing sem þýddur er á ensku, þýsku, sænsku, frönsku og spænsku. Honum er einkar lagið að skrifa skemmtilegan, fræðandi og alþýð- legan texta,“ segir Kristín og Daði bætir við að ekki sé laust við Ijóð- rænu í textum Páls. Ljósmyndimar á dagatölunum eru hins vegar eftir Hörð Daníels- son, eiginmann Kristínar og fyrr- um framkvæmdastjóra auglýs- ingastofunnar. „Við höfum ferðast mikið saman og lagst út. Ég mála þá og Hörður tekur myndirnar með sérstakri breiðmyndavél. Á þann hátt verður hver mynd löng, eins og dagatalið," segir Kristín. Hún segir að þróun almanaksins hafí gengið .út á að hjálpa fólki að rækta viðskipta- og vinatengsl erlendis og Daði segir að sala þess hafí aukist í réttu hlutfalli við markaðssetningu. „Og fólk heldur tryggð við almanakið. Því berast gjaman þakkarbréf vegna þeirra og myndirnar vekja upp áhuga fólks í öðrum löndum á að heim- sækja ísland,“ segir Kristín og tekur fram að einn viðskiptavina hennar hafí glaður í bragði sagt henni frá því, ekki alls fyrir löngu, að hann hafi komist að því að al- manakið héngi í skrifstofu aðalfor- stjóra stórfyrirtækis sem hann starfaði með. „Svona sögur kitla. Ekki síst vegna þess að gífurlegt framboð er af almanökum og miklu máli skiptir hvað fólk hefur fyrir augunum allt árið.“ Af ljósakri er lengra á breidd en lengd, eins og fram hefur kom- ið, og segir Daði að með því móti komist sjóndeildarhringurinn best til skila. „Þannig er líka ódýrara að senda almanakið í pósti, ummál- ið er ekki svo mikið,“ segir Kristín en á hvetju ári er plakat gert úr einni ljósmynd á dagatalinu. Af öðrum afsprengjum dagatalsips má svo nefna ljósakurskort, ís- landsbréf, lúxuskort og möppur undir ráðstefnugögn. Jöklasýn og Fjalladans Tvö ný þemadagatöl voru svo gefin út af Nýjum víddum á þessu ári. „Stefnan er sú að gefa út ný þemu á hveiju ári og þau verði hægt að fá í 2-3 ár á eftir,“ segir Kristín. „í ár höfum við t.d. gefíð út tvö þemu fyrir næsta ár, Jökla- sýn með ljósmyndum eftir Ragnar Th. Sigurðsson og inngangstexta eftir Ara Trausta Guðmundsson jarðeðlisfræðing, og Fjalladans með vatnslitamyndum eftir mig. Þannig telst fyrra dagatalið til nýjunga hjá okkur fyrir þær sakir að sótt var út fyrir íjölskylduna og fyrirtækið eftir ljósmyndum. Með því staðfestum við þann vilja fyrirtækisins og stefnu að eiga sem best samstarf við breiðan hóp Iista- manna, ljósmyndara, grafískra hönnuða og annarra listamanna.“ Hvað síðarnefnda þemadagat- alið varðar segist Kristín hafa málað í það myndir á síðastliðnum tveimur árum. „Fyrirmyndimar em út um allt land,“ segir hún þegar forvitnast er um uppáhalds- staði. „En ef ég ætti að nefna ein- hverja sérstaka staði myndi það eflaust fylla heila síðu. Ég verð hins vegar að viðurkenna að Suð-, Suðausturlandið og Snæfellsnesið hafa alltaf togað í okkur Hörð,“ segir hún hugsi á svip og vill lítið ræða sjálfar myndirnar. Hún viður- kennir engu að síður að eflaust segi ljóð Fjalladans mest um þær og grefur eftir því fyrir blaða- mann. Hnitmiðaður stíll lista- mannsins dregur fram tengsl hans við náttúruna: „Fjalladans/undir fjallinu, á valdi birtu, lita og forms, dregst ég inn í takt skugganna. Pensillinn minn dansar á Q'allinu." Samstarf við sóknir Þrátt fyrir stuttan aldur fyrir- tækisins er ýmislegt ótalið af áhugaverðum nýjungum á vegum þess. Þannig minnist Daði á kirkju- seríu í samstarfí við kirkjur í land- inu. „Við fómm af stað, heimsótt- um nokkrar kirkjur og buðum þeim að taka þátt í samstarfi um útgáfu kortanna, eftir síðustu áramót. Samstarfið felst í því að við gefum út kortin, sem geta t.d. verið jóla- kort, boðskort eða fermingarkort, með mynd af kirkjunni og fer hluti upplagsins til sjálfrar kirkjunnar. Hinn hlutinn er hins vegar seldur á almennum markaði og nýtur Hjálparstofnun kirkjunnar þá góðs af,“ segir Daði. Hann segir að 14 kirkjur séu nú í seríunni, m.a. Hallgrímskirkja, Dómkirkjan og Blönduóskirkja, en haldið verði áfram með hana og gefist þá fleir- um kostur á að vera með. Stefna á eigin útflutning Daði og Kristín era bjartsýn á framtíð fyrirtækisins og láta ekki barlóm úti í þjóðfélaginu hafa áhrif á sig. „Auðvitað er þetta bölvað basl,“ segir Daði, „en við gerum eins og við þykjumst þurfa og finn- um ágæta svörun,“ segir hann og Kristín bætir við að ef fólk eyði allri orku sinni í neikvæðar hugsan- ir gerist fátt jákvætt. „Við gætum auðvitað flutt inn ódýr jólakort frá Hong Kong. En við eram með ís- lenska hönnun og framleiðslu og reynum að stilla verðinu í hóf,“ segir Kristín og leggur áherslu á að öll framleiðsla Nýrra vídda byggist á íslenskri náttúru, hugviti og verkþekkingu. Hvað framtíðina varðar er stefn- an sett á aukinn útflutning. „Út- flutningur okkar núna byggist fyrst og fremst á því að íslending- ar festa kaup á framleiðslunni og senda hana til vina og kunningja erlendis. Við ætlum okkur hins vegar í framtíðinni að leggja meiri áherslu á útflutning á okkar eigin vegum. Reyndar erum við strax farin að hugsa til þess með þátt- töku minni í 10 mánaða verkefni á vegum útflutningsráðs undir leið- sögn Hauks Björnssonar með heit- inu Útflutningsaukning og hag- vöxtur. Þar er maður m.a. látinn taka fyrirtækið og sjálfan sig út, fínna markhópa o.fl. Vonandi get- um við með þessa þekkingu að veganesti og áframhaldandi stuðn- ingi snúið okkur að þessu starfi," sagði Daði, hvergi banginn, að lok- um.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.