Morgunblaðið - 11.12.1993, Blaðsíða 47
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 11. DESEMBER 1993
47
Lifandí
og kröft-
ugt orð
eftir Sigurbjörn
Þorkelsson
Orðið varð hold
í upphafi var Orðið, og Orðið
var hjá Guði, og Orðið var Guð.
En öllum þeim, sem tóku við hon-
um, gaf hann rétt til að verða
Guðs börn, þeim er trúa á nafn
hans.
Og Orðið varð hold, hann bjó
með oss, fullur náðar og sann-
leika. (Tekið úr 1. kafla Jóhannes-
arguðspjalls.)
Hafði ekki hugsað út í Guð að
ráði
Mér er afar minnisstæður frekar
ungur maður, sem eitt sinn kom
til fundar við mig og sagði: „Ég
er svo innilega þakklátur fyrir
þetta Nýja testamenti, sem mér
Sigurbjörn Þorkelsson.
„Ég vil reyna að vera
einlægur í trúnni á
Frelsarann Jesú Krist.
Hann einn megnar að
fyrirgefa syndir okkar.“
var gefið fyrir nokkrum árum.“
Sýndi hann mér eintakið, sem
auðsjáanlega hafði mikið verið
notað. Svo hélt maðurinn áfram
og sagði: „Ég hafði aldrei hugsað
neitt út í Guð að ráði. Hafði ekki
farið í kirkju eða sótt aðra þá staði,
sem Guðs orð er haft um hönd.
Svo var það einhver maður, sem
gaf mér þetta Nýja testamenti,
sem ég fór fljótlega að lesa. Boð-
skapur Guðs í Nýja testamentinu
fór að tala til mín og hafa áhrif
á mig. Hver sem trúir á Jesú Krist
mun aldrei að eilífu deyja, þvílík
skilaboð." Sagði haqn og hélt síðan
áfram og sagði: „Ég vil reyna að
vera einlægur í trúnni á Frelsar-
ann Jesú Krist. Hann einn megnar
að fyrirgefa syndir okkar.“
Svo mörg voru orð þessa unga,
ánægða, einlæga og þakkláta
manns.
Það orð er satt
Það orð er satt, og í alla staði
þess vert, að við því sé tekið, að
Kristur Jesús kom í heiminn til
að frelsa synduga menn. (1. Tím.
1:15.)
Að lokum
Ég get ekki annað en talað það
sem ég hef séð og heyrt.
Höfundur er framkvæmdasijóri
Gídeonfélagsins & íslandi.
EMIDE IÓLATILBOÐ
EMIDE KA-820 KAFFIVÉLIN
hefur 1000W hitaelement og
hellir upp á 10 bolla af rjúk-
andi kaffi á 8 mín.
Dropaloka og snúruhólf.
Val um 3 fallega liti.
JÓLATILBOÐSVERÐ 2.990,-
JÓL ATILBOÐSVERÐ frá kr.
Brauð/áleggshnífar 5.840
Dósahnífar m/brýni 3.740
Hand-dósahnífar 2.410
Hnífa/skærabrýni 2.620
Ávaxtapressur 1.750
Hand-hrærivélar 2.870
Brauðristar 2.990
Vöfflujárn 4.990
Eggjasjóðarar 2.980
Pelahitarar 2.690
Hraðsuðukönnur 3.270
Matvinnsluvélar 2.860
Grill/vöfflujárn 9.390
Kaffivélar 1.980
Kaffikvarnir 3.060
ÚRVALANNARRA
SMÁRAFTÆKJA
ÚRVAL VANDAÐRA RAFTÆKJA
NÚNA Á JÓLATILBOÐSVERÐI ff Ul IIæV
HÁTÚNI6A REYKJAVÍK SÍMI (91)24420
VELDU ÞAÐ SEM ER BEST
- FYRIR ÞIG!
Næst þegar þú opnar ísskópinn skaltu hafa það í huga að rétt fæðuval
skiptir sköpum fyrir andlega og líkamlega vellíðan.
ÍSLENSKUR MJÓLKURIÐNAÐUR