Morgunblaðið - 11.12.1993, Blaðsíða 16
16
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 11. DESEMBER 1993
Laiidbimaðarstefnan og inn-
flutningur búvara, II. hluti
eftir Gunnlaug
Júlíusson
Þorvaldur Gylfason prófessor
gerir í greinum sínum mikið úr
smæð sauðfjárbúa á íslandi fyrr og
síðar, og vitnar í þvi sambandi til
blaðagreina sem Halldór Laxness
skrifaði uppúr seinna stríði. Nú er
það svo að sauðfjárframleiðsla hefur
farið minnkandi í landinu á seinni
árum vegna breytinga á markaðs-
aðstæðum. Framleiðsla hvers bónda
hefur minnkað, vegna þes að fram-
Ieiðslurétturinn var færður flatt nið-
ur, þar eð uppkaup ríkisins á fuli-
virðisrétti tókust ver en skyldi. Það
hefur því miður haft það í för með
sér að tekjur bænda af sauðfjárrækt
hafa dregist verulega saman á síð-
ustu árum.
Það er hins vegar mjög einkenni-
leg hagfræði að líta einungis á þann
fjárfjölda sem til er á hverri jörð
og meta afkomumöguleika bænda
alfarið út frá því. Nú er það svo að
bændur afla sér lífsviðurværis á
afar mismunandi og ijölbreyttan
hátt. Blandaður búskapur, þ.e. þeg-
ar sami bóndi hefur tekjur af fleiri
en einni búgrein, er mjög viðtekið
búrekstrarform á íslandi. Það er því
einkennileg aðferð að taka eina
grein út úr stærra samhengi, leggja
mat á umfang hennar og dæma
hana sem kotbúskap, án þess að
gera tilraun til að líta á aðrar hliðar
máisins.
Laxness fellur í þessa sömu gryfju
þegar hann dæmir allan búskap kot-
búskap í þeim ónefnda hreppi sem
hann vitnar í, sem reyndar er minn
heimahreppur, Rauðasandshreppur.
Þar hafði ríkt sú hefð, og gerir reynd-
ar enn, að bændur afli sér tekna á
ýmsan hátt, bæði af búrekstri, sjáv-
amytjum og hlunnindum. Það er í
mínum augum eðlileg og skynsamleg
aðferð við að nýta auðlindir lands-
ins, að nýta þær saman eftir því sem
aðstæður bjóða upp á. Það hefur
góður bóndi sagt við mig að bændur
inn til dala verði fyrir löngu komnir
á hausinn áður en þeir sem búi á
sjávarjörðunum hrökkvi upp af
standinum, vegna þess á hve fjöl-
þættum stoðum búsetan stendur
þar. Síðan geta sjálfskipaðir sérfræð-
ingar komið með sinn sérstaka mæli-
stokk, slegið máli á einn þátt telq'u-
öflunarinnar og dæmt hann úr leik,
án þess að hafa heildaryfirsýn yfir
það sem verið er að fjalla um.
Setning búvörulaganna 1985
Prófessorinn fjallar nokkuð um
setningu búvömlaganna frá árinu
„Slíkar alhæfingar og
sleggjudómar er annað
innlegg í þjóðfélagsum-
ræðuna en ætla verður
að komi frá þeim vís-
indamönnum sem sitja
í æðstu lærdómsstöðum
Háskóla Islands.“
1985, og kallar þau einsdæmi í ná-
lægum löndum. Nú ætla ég ekki að
veija búvörulögin í blindni, þau
höfðu sína kosti, en einnig sína stóm
galla, sem em að verða mönnum æ
ijósari. Hitt er aftur á móti mjög
sérstakt í málflutningi prófessorsins
að hann rekur setningu búvömlag-
anna til skipunar Alþingis þar sem
„þingmenn fámennra sveitakjör-
dæma hafa ítök langt umfram sann-
gjöm og eðlileg mörk“ og kallar það
eitt mesta hneyksli þingsögunnar.
Síðar kemur fram í grein prófessors-
ins að enginn alþingismaður hafi
hreyft andmælum við þeim þætti
laganna, sem sneri að innflutnings-
banni á búvömm. Það þýðir einfald-
lega að alþingismenn, hvort sem
þeir komu úr „fámennum sveitakjör-
Guðlaugur Júlíusson
dæmum“ eða úr „fjölmennum borg-
arkjördæmum", voru sammála um
þessa lagasetningu. Þingmenn eru
kosnir til að setja lög í landinu.
Alþingi er okkar löggjafarstofnun.
Því verður að ætla að alþingismenn
hafi tekið efnislega afstöðu í þessu
máli sem öðmm, úr hvaða kjördæmi
sem þeir komu, sérstaklega þegar
afstaða þeirra var einróma. Hlátra-
sköll prófessorsins em því hjáróma.
Lastaranum ei líkar neitt...
Prófessorinn segir að það hafi
blasað við fjölda fólks í fímmtíu ár
að landbúnaðarstefnan hafí verið
röng og óskynsamleg og sé það
enn, hvorki meira né minna. Vita-
skuld hefur landbúnaðarstefnan
ætíð verið umdeild og verður vafa-
laust svo um ókomna framtíð. En
ég sé ekki að það sé í sjálfu sér
neinn mælikvarði á ágæti hennar,
þótt einhver prófessor í Háskóla
Islands segi að hún hafí verið röng
og óskynsamleg í hálfa öld. Siíkar
alhæfíngar og sleggjudómar er ann-
að innlegg í þjóðfélagsumræðuna
en ætla verður að komi frá þeim
vísindamönnum sem sitja í æðstu
lærdómsstöðum Háskóla íslands.
Kostnaður neytenda af
landbúnaðinum?
Prófessorinn fullyrðir að beinn
og óbeinn kostnaður neytenda og
skattgreiðenda vegna landbúnaðar-
stefnunnar sé um 20.000 krónur á
mánuði á hveija fjögurra manna
fjölskyldu. Ég hef áður óskað eftir
því að prófessorinn birti í Morgun-
blaðinu nákvæmt yfírlit um útreikn-
inga á þessum meinta kostnaði neyt-
enda af landbúnaðinum. Það hefur
ekki borið árangur. Ég vil hér með
ítreka fyrri áskorun mína þessa efn-
is. Ef prófessorinn verður ekki við
þessari eðlilegu ósk, þá verður að
líta svo á að hér sé um að ræða
orðaleppa og innantóm slagorð sem
ætlunin sé að hamra á þangað til
almenningur fer að trúa þeim. Slík
vinnubrögð eru gamalkunnug. Æðstu
menntastofnun þjóðarinnar á hins
vegar ekki að nota til að gefa slíkum
málflutningi óverðskuldaða vikt.
Höfundur er hagfræðingur
Stéttarsambands bænda.
JÓLASVEINAR KOMAAF FJÖLLUM
■
’ v ■
■
• ;;:■. .t.
r .
"■: v..-,,,.
‘ z ' '..i,
•' ■'■'■. m
/
I
■SMBKaMBfc'-. *:■; .yr ■•■."■,
GLUGGAGÆGIR STUFUR
STEKKJASTAUR GILJAGAUR KETKRÓKUR GÁTTAÞEFUR
SKYRGÁMUR HURÐASKELLIR JÓLAKÖTTURINN
POTTASLEIKIR ASKASLEIKIR KERTASNÍKIR BJÚGNAKRÆKIR
ÞVORUSLEIKIR
Nú líður að því að jólasveinamir fari að tínast
til byggða. Sá fyrsti, Stekkjastaur, kemur á
morgun og svo fylgja þeir hver af öðrum, Gilja-
gaur, Stúfur, Þvörusleikir, Pottasleikir, Aska-
sleikir, Hurðaskellir, Skyrgámur, Bjúgnakrtek-
ir, Gluggagægir, Gáttaþefur, Ketkrókur og
Kertasníkir. Þeir munu taka við af Grýlu að
telja dagana til jóla á baksíðu Morgunblaðsins.
Grýla og Leppalúði eru búin að malla við-
brenndan jólagraut að hætti hússins og ætla að
gefa jólasveinunum áður en þeir halda af stað.
Ef að líkum lætur mun þessi máltíð aðeins æra
upp í jólasveinunum sultinn eftir mannamat.
Það er því eins gott fyrir mannfólkið að hafa
gát á ísskápnum þegar Grýlusynir verða á
ferðinni. Myndasagan um Grýlugengið birtist
í Morgunblaðinu á miðvikudögum og sunnu-
dögum til jóla.