Morgunblaðið - 11.12.1993, Blaðsíða 37

Morgunblaðið - 11.12.1993, Blaðsíða 37
36 MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 11. DESEMBER 1993 Útgefandi Framkvæmdastjóri Ritstjórar Fulltrúar ritstjóra Fréttastjórar Ritstjórnarfulltrúi Arvakur h.f., Reykjavík Flaraldur Sveinsson. Matthías Johannessen, Styrmir Gunnarsson. Björn Jóhannsson, Árni Jörgensen. Freysteinn Jóhannsson, Magnús Finnsson, Sigtryggur Sigtryggsson, Ágúst Ingi Jónsson. Björn Vignir Sigurpálsson. Kringlan 1, 103 Reykjavík. Símar: Skiptiborð 691100. Auglýsingar: 691111. Áskriftir 691122. Áskriftargjald 1400 kr. með vsk. á mánuði innanlands. ( lausasölu 125 kr. með vsk. eintakið. Fríðarframlag de Klerks og Mandela Fjárlagafrumvarp til 3. umræðu eftir 18 tíma FJÁRLAGAFRUMVARPIÐ var í gær afgreitt til þriðju og síð- ustu umræðu á Alþingi. Onnur umræða um frumvarpið stóð frá klukkan 10.30 á fimmtudegi til klukkan 4.30 aðfaranótt föstu- dags eða í 18 klukkutíma þegar frá er talið klukkutíma matarhlé. eir F.W. de Klerk, forseti Suð- ur-Afríku, og Nelson Mand- ela, forseti Afríska þjóðarráðsins (ANC), veittu í gær viðtöku friðar- verðlaunum Nóbels í ráðhúsinu í Osló. Með þessum verðlaunum þakkar heimsbyggðin þessum leið- togum framlag þeirra til þeirrar nýju Suður-Afríku, sem nú er að taka á sig mynd. Þær breytingar, sem átt hafa sér stað í Suður-Afríku á undanfömum misserum, eru róttækari og djúp- stæðari en nokkur þorði að vona, er de Klerk ákvað að sleppa Mand- ela úr fangelsi í byrjun ársins 1990. Aðskilnaðarstefnan heyrir sög- unni til og gilda nú sömu Iög um alla íbúa landsins óháð litarhætti. Að loknum löngum og erfiðum samningaviðræðum tókst í síðasta mánuði samkomulag um nýja bráðabirgðastjómarskrá og sér- stakt framkvæmdaráð, skipað full- trúum allra kynþátta, tók á dögun- um við stjóm landsins samhliða ríkisstjórninni. Fyrstu fqalsu kosn- ingamar í sögu Suður-Afríku hafa verið boðaðar þann 27. apríl á næsta ári. Friðarverðlaunin era viðurkenn- ing á þessum árangri. En þau era líka tákn þess, að Suður-Afríka er nú fullgildur meðlimur í samfélagi siðmenntaðra þjóða eftir margra áratuga útskúfun og einangran, sem sést ekki síst á því að verðlaun- in falla m._a. í skaut hvíts forseta landsins. Áður hafa tveir suður- afrískir blökkumenn, þeir Desmond Tutu erkibiskup (1984) og Albert Luhuli, forseti ANC (1960), hlotið friðarverðlaun Nóbels. í þeim ræðum, sem þeir héldu við móttöku verðlaunanna, lögðu þeir de Klerk og Mandela mikla áherslu á að baráttunni gegn kyn- þáttahatri í Suður-Afríku væri ekki lokið. Henni yrði að halda áfram til að tryggja frið. „Allir þeir sem trúa á frið verða að leggja á sig tvöfalt erfiði til að sannfæra lands- menn okkar um að réttindi þeirra og öryggi verði tryggð. Ég er ekki í nokkram vafa um að okkur muni takast það,“ sagði de Klerk. Mandela sagði í sinni ræðu að með kosningunum í apríl væri lokið fímm hundrað ára sögu nýlendu- stefnu í Afríku sem hefði hafist með heimsveldi Portúgala. Hann sagði verðlaunin vera hvatningu til friðar en ekki aðeins umbun fyrir þær sættir sem náðst hefðu. „Við stöndum hér í dag sem fulltrúar þeirra milljóna landa okkar sem þorðu að standa upp gegn félags- legu kerfí sem þýddi í eðli sínu stríð, kynþáttahatur, kúgun, undi- rokun og ánauð heillar þjóðar.“ Þeir Mandela og de Klerk eru vel að þessum verðlaunum komnir. Án kjarks þeirra og víðsýni hefðu breytingarnar í Suður-Afríku aldrei gengið jafn skjótt né heldur jafn friðsamlega fyrir sig. En þó að aðskilnaðarstefnan heyri sögunni til og ftjálsar kosningar séu í vænd- um eiga íbúar Suður-Afríku ekki vísan frið og stöðugleika. Stór hluti hins hvíta minnihluta á erfítt með að sætta sig við umskiptin og hefur hótað að veija forréttindi sín með vopnavaldi. Að sama skapi telja sum róttæk samtök blökkumanna að hinn hvíti minnihluti eigi ekki tilkall til neinna réttinda. Þær kyn- slóðir ungra suður-afrískra blökku- manna, sem sniðgengu mennta- kerfíð í baráttu sinni gegn stjórn hvítra, fengu í stað skólagöngu kennslu í skæraliðastarfsemi. Eitt alvarlegasta vandamál, sem blasir við Suður-Afríku í dag, eru þeir herskáu Búar og blökkumenn, sem enn vilja gera út um mál með vopnaskaki en ekki viðræðum og lýðræðislegum stjómarháttum. Einnig era innbyrðis deilur blökkumanna mikið áhyggjuefni, ekki síst vegna þess að leiðtogi Zúlúmanna, sem era fjölmennasta blökkumannaþjóðin í landinu, hefur til þessa ekki viljað taka þátt í við- ræðunum um nýja stjórnarskrá og undirbúning kosninga. Hafa á ann- an tug þúsunda fallið í innbyrðis átökum svertingja á undanfömum þremur áram. Framtíðar leiðtogum fijálsrar Suður-Afríku bíða því erfíð við- fangsefni líkt og de Klerk benti á í Osló: „Suður-Afríka verður aldrei land sem er einfalt og auðvelt að stjórna. í þjóðfélagsgerðinni bærist gífurleg hætta á átökum. Þær að- stæður sem við og við valda átökum á alþjóðavettvangi era innbyggðar í okkar þjóðfélag." Ef takast á að koma í veg fyrir blóðuga borgarastyijöld í Suður- Afríku verða leiðtogar landsins á næstu áram að sýna sama vilja til málamiðlana og sömu víðsýni og gerði de Klerk og Mandela kleift að ná þeim áfanga, sem þeir hafa nú verið heiðraðir fyrir. Um rúm- lega þriggja alda skeið hefur eitt þjóðarbrot landsins kúgað meiri- hluta íbúanna. Nú þegar sú kúgun er liðin undir lok er mikilvægt að hinir undirokuðu sækist ekki eftir hefndum. Forsenda þess að hin nýja Suður-Afríka hljóti ekki sömu sorglegu örlög og flest önnur ný- fijáls ríki hinnar svörtu Afríku er að sá meirihluti sem nú mun taka við völdum sýni minnihluta þjóðar- innar meira umburðarlyndi en hann varð sjálfur aðnjótandi. Einn mað- ur, eitt atkvæði er vissulega grand- völlur lýðræðislegra stjómarhátta. En í landi þar sem er að fínna mörg ólík þjóðarbrot og menning- arsamfélög er ekki síður mikilvægt að engin ein þjóð reyni að drottna yfir öðram í krafti aflsmunar. Átök- in í fyrrverandi Júgóslavíu eru nærtækt dæmi um hættumar af slíkri stefnu. Suður-Afríka er um margt ríkt land. Það er gætt gífurlegri nátt- úrafegurð og býr yfir miklum nátt- úralegum og mannlegum auði. Skuggi ófrelsis hefur hins vegar um langt skeið hvílt yfír landinu. Með verðlaunaveitingunni í Osló birtist von umheimsins um að sá tími sé nú liðinn undir lok. „Látum nýjan dag rísa,“ líkt og Mandela sagði í þakkarræðu sinni. Atkvæðagreiðsla fór fram í gær- morgun, og greiddu stjórnarand- stæðingar atkvæði með flestum til- lögum meirihluta fjárlaganefndar. Þó sátu þingmenn Kvennalista hjá við afgreiðslu á nokkrum tillögum og einnig einstakir þingmenn þegar greidd vora atkvæði um einstaka liði. Stjómarandstaðan sat hins vegar öll hjá þegar greidd vora atkvæði um íj árlagafrumvarpið sjálft. Tillögur stjómarandstöðu vora all- ar felldar með atkvæðum stjórnar- meirihluta en Ingi Bjöm Albertsson þingmaður Sjálfstæðisflokks greiddi þremur tillögum stjómarandstæð- inga atkvæði. Það vora tillögur um að hætta við að hækka sértekjuáætl- un SÁÁ um 16 milljónir, sem hefur í för með sér að meðferðargjöld sjúkl- inga í áfengismeðferð hækka, og til- lögur um að hækka fjárframlög til Ungmennafélags íslands og íþrótta- sambands íslands. Matthías Bjarnason þingmaður Sjálfstæðisflokksins sat hjá við af- greiðslu tillögu um að framlag til Vegagerðarinnar vegna stofnkostn- aðar feija og flóabáta. Sagði Matthí- as að verið væri að færa þennan stofnkostnað frá ríkissjóði til Vega- gerðar ríkisins gegnum fjárlög og því væri hann andsnúinn. Þá lagði Hjörleifur Guttormsson þingmaður Alþýðubandalags það til, að felld yrði niður Q'árveiting til að greiða árgjald til Atlantshafsbanda- lagsins. Var tillagan felld með at- kvæðum stjórnarmeirihlutans gegn atkvæðum Alþýðubandalags og Kvennalista. Þessi tillaga vakti nokkra athygli í ljósi þess að formað- ur Alþýðubandalagsins, Ólafur Ragnar Grímsson, var í fjarvistar- leyfí, en hann sat hjá við afgreiðslu Stjórnun með banndagakerfi „Það er komið á virkri stjómun með banndagakerfi og efri mörk- um, þannig að stjórn þessara veiða verður innan fískveiðistjómunar- kerfisins í heild og aflinn innan heildaraflamarksins. Eg er tiltölu- lega sáttur við þessa niðurstöðu. Það er komið til móts við smábáta- mennina mjög veralega en um leið tryggt að stjóm veiðanna verður virk og aflinn innan heildarafla- marksins," sagði Þorsteinn Pálsson sjávarútvegsráðherra í gær. Gengið var frá samkomulaginu á ríkisstjórnarfundi í gær og þing- tillögu um úrsögn úr Atlantshafs- bandalaginu á landsfundi flokksins fyrir skömmu. Magasárslyf spöruð Atkvæðagreiðslu um nokkrar út- gjaldatillögur fjárlaganefndar við 2. umræðu- var frestað til 3. umræðu um frumvarpið. Þetta vora tillögur um framlag til samstarfsverkefnis Háskólans og Vestmannaeyjabæjar, tillaga um 20 milljóna króna framlag til viðhalds á Þjóðskjalasafni íslands, tillögur um tilfærslur á framlögum til Búnaðarfélags íslands og héraðs- búnaðarsambanda og tillögur um 180 milljóna króna lækkun á sjúkra- tryggingum. Þessi mál á að skoða betur í fjárlaganefnd milli umræðna. Um lækkun á sjúkratryggingum sagði Sigbjörn Gunnarsson formaður fjárlaganefndar, að komið hafi í ljós að útgreiðslur sjúkratrygginga á síð- ari hluta ársins séu til muna minni en talið var þegar áætlun fjárlaga- framvarps var gerð. í ljósi þessa hafí áætlun næsta árs verið lækkuð um 400 milljónir króna. Fram kom hjá Sigbirni að áðumefnd 180 millj- óna lækkun skiptist þannig, að 100 milljónir á að spara í útgjöldum vegna magasárslyfja en útgjöld sjúkratrygginga vegna slíkra lyfja era talin nema um 400 milljónum í ár. Þá er talið að lækka megi kostn- að við innkaup á hjálpartækjum um 50 milljónir með magnútboðum. Fjölgun hjartaaðgerða innanlands er talin geta lækkað erlendan ferða- og sjúkrakostnað sjúklinga um 15 milljónir og loks á að herða eftirlit með útgreiðslu sjúkradagpeninga sem á að spara 15 milljónir. Finnur Ingólfsson alþingismaður gagnrýndi þessar fyrirætlanir um spamað heilbrigðisráðuneytisins og flokksfundum eftir hádegið þar sem fallist var á að frumvörpin verði lögð fram með þessum hætti. Sagð- ist Þorsteinn óska eftir að frum- varpið um Hagræðingarsjóð, þar sem gert er ráð fyrir úthlutun afla- heimilda sjóðsins til þeirra sem hafa orðið fyrir mestri þorskskerð- ingu á yfírstandandi fískveiðiári, verði afgreitt fyrir jólin en sagði að hin framvörpin myndu koma til umfjöllunar þingsins eftir áramót. Aflahámark 20 þús. þorskígildistonn Breytingarnar á kafla fiskveiði- stjórnarfrumvarpsins um veiðar krókabáta fela í sér að auk veiði- sagði að þær væra flestar óraunhæf- ar og óframkvæmanlegar. Guð- mundur Ámi Stefánsson heilbrigðis- ráðherra sagði að þessar tillögur væru vel ígrandaðar og spurt yrði að leikslokum um niðurstöðuna. Niðurskurður fyrir lokaumræðu í umræðum um fjárlagafrumvarp- ið kom fram hjá Sigbirni Gunnars- syni formanni fjárlaganefndar og Sturlu Böðvarssyni varaformanni að fyrir 3. umræðu um fjárlagafram- varpið myndi meirihluti fjárlaga- nefndar leggja fram tillögur um nið- urskurð á fjárlagaútgjöldum. Sig- björn sagði, að í því sambandi yrðu efalaust margar óvinsælar ákvarðan- ir teknar en hjá því yrði ekki kom- ist. Þær breytingatillögur sem fjár- laganefnd lagði fram fyrir 2. um- ræðu og sem flestar voru afgreiddar í gær, fela í sér rúmlega 681 milljón- ar króna hækkun á útgjöldum ríkis- ins. Gagnrýni stjórnarandstöðu Fulltrúar stjórnarandstöðunnar, sem tóku til máls um fjárlagafram- varpið, gagnrýndu stjómarmeirihlut- ann fyrir stóraukna skattheimtu og tilfærslu á skattaálögum frá því kerfí að menn greiði eftir efnum og ástæð- um yfír í að einstaklingar greiði sér- staklega fyrir opinbera þjónustu. Þá gagnrýndi stjórnarandstaðan niður- skurð á framlögum til ýmissa mála svo sem menntamála, vísindarann- sókna og heilbrigðismála og tilvilj- anakenndar ákvarðanir um ýmis út- gjöld sem kveðið er á um í fjárlaga- framvarpinu og breytingatillögum fjárlaganefndar. Einnig kom fram gagnrýni frá fulltrúum minnihlutans í fjárlaganefnd á vinnubrögð í nefnd- inni. Sagði Guðmundur Bjamason fulltrúi Framsóknarflokks að minni- hlutafulltrúunum hefði verið kastað út þegar kom að úrvinnslu tillagna nefndarinnar. banns í desember og janúar verði sjö banndagar í lok hvers mánaðar og sjö banndagar í kringum páska og verslunarmannahelgina eða alls 146 dagar á fískveiðiári miðað við núverandi aflamark. Fiskveiðiárinu verði skipt í fjögur veiðitímabil í stað fimm eins og gert hafði verið ráð fyrir og fari veiði á einu tímabili fram yfír við- miðunarmörkin þá fjölgi banndög- um á sama tímabili á næsta físk- veiðiári. Samkvæmt upphaflegum drögum framvarpsins gat heildar- veiði smábáta af þorski, ýsu og ufsa, ekki orðið meiri en 12.500 þorskígildistonn á fískveiðiári en eftir breytingamar getur aflahá- markið orðið um 20.000 tonn en hámarksafli miðast við meðalafla tveggja síðustu ára. Aðspurður sagði Þorsteinn að aukinn afli smá- bátanna kæmi ekki til skerðingar á aflamarki annarra á yfirstandandi fískveiðiári en það færi svo eftir veiðireynslunni hvort svo yrði síðar. Athugasemdir og fyrirvarar Össur Skarphéðinsson sagðist Sjávarútvegsráðherra um fiskveiðistjórnarfmmvarpið Verulega komíð til móts við smábáta Umhverfisráðherra gerir athugasemdir við fjölda banndaga SAMKOMULAG náðist í öllum meginatriðum í gær milli stjórnarflokkanna um frumvarp sjávarútvegsráðherra um sljórn fiskveiða og veiðar smábáta. Verða því þijú frumvörp um stjórn fiskveiða, Þróunarsjóð sjávarútvegsins og Hagræð- ingarsjóð lögð fram á Alþingi eftir helgina. Össur Skarphéðins- son umhverfisráðherra segist vera ánægður með grunnramma þeirra breytinga sem gerðar verða á frumvarpinu um sljórn fiskveiða og fellst á að það verði lagt fram en segist hins veg- ar hafa athugasemdir við fjölda banndaga sem hann telur of marga og segist Össur deila þeirri skoðun sinni með fleiri þing- mönnum í báðum stjórnarflokkunum MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 11. DESEMBER 1993 3i - Morgunblaðið/Sverrir Undirskriftir afhentar í Alþingishúsinu RAKEL Benjamínsdóttir afhendir Þörsteini Pálssyni dómsmálaráðherra undirskriftir einstaklinga sem styðja bætta réttarstöðu brotaþola kynferðisofbeldis. Dómsmálaráðherra sagði undirskriftirnar vera góðan og nauðsynlegan stuðning við það starf sem nýstofnuð nefnd á vegum dómsmálaráðuneytisins á fyrir höndum. Hlutverk nefndarinnar er að endurskoða réttarstöðu brotaþola kynferðisofbeldis. Undirskriftir gegn kynferð- isofbeldi afhentar ráðherra KVENNA- og karlakeðjan, nýstofnuð samtök sem beita sér gegn kyn- ferðisofbeldi, afhentu í gær Þorsteini Pálssyni dómsmálaráðherra lista með undirskriftum fólks sem styður bætta réttarstöðu brotaþola kyn- ferðisofbeldis. Við afhendingu undirskriftanna sagðist Rakel Benjam- ínsdóttir vonast til að þær yrðu stuðningur við nýja nefnd sem dóms- málaráðuneyti hefur sett á laggirnar til að endurskoða réttarstöðu brotaþola kynferðisofbeldis. Kvenna- og karlakeðjan krefst ýmissa úrbóta á réttarstöðu þeirra sem verða fyrir kynferðislegu of- beldi. Er þá átt við þolendur sifja- spella, nauðgana, kynferðisofbeldis og líkamlegs og andlegs ofbeldis í hjúskap eða sambúð. Tryggja þarf réttarstöðu brotaþola I ályktun almenns fundar sem samtökin gengust fyrir í september sl. segir að tryggja verði sérstaklega réttarstöðu brotaþola kynferðisof- beldis á öllum stigum máls í réttar- kerfínu. í dag njóti brotaþolar kyn- ferðisofbeldis engrar vemdar miðað við sérstöðu þá sem skapast þegar brotaþoli er vitni í eigin máli. Sam- tökin krefjast breytinga á lögum um meðferð opinberra mála sem miði að því að tryggja að brotaþoli fá vitneskju um og geti fylgst með hvar mál hans er statt í réttarkerfinu á hveijum tíma. Ríkið tryggi greiðslu skaðabóta í ályktuninni er þess einnig kraf- ist að ríkið gangi í ábyrgð varðandi greiðslu á dæmdum skaðabótum til handa þolendum kynferðisofbeldis og að þeir eigi rétt á ókeypis lögfræð- iaðstoð þegar slík kynferðisafbrota- mál eru kærð. Að kröfum um sönn- unarbyrði í kynferðisbrotamálum verði breytt. Að það verði föst vinnu- regla hjá lögreglu að sleppi fangi, sem afplánar dóm vegna kynferðis- ofbeldis úr fangelsi, láti lögregla þolendur þegar vita og veiti þeim vernd meðan fanginn gengur laus. Að hið bráðasta verði hrandið í fram- kvæmd tillögum sem Kvennaat- hvarfíð hefur kynnt dómsmálaráðu- neytinu varðandi það að tryggja ör- yggi kvenna og bama, sem kynferð- isofbeldismenn leggja í einelti og ofsækja. Að sett verði á stofn hlut- laus rannsóknarnefnd, sem taki á móti og rannsaki kvartanir brotaþola kynferðisofbeldis. I i Skuldir heimila j 260 milljarðar ÞINGMENN Framsóknarflokks hafa óskað eftir því að félags- málaráðherra gefi Alþingi skýrslu um skuldastöðu heimilanna. Forsætisráðherra segir að langstærstur hluti skulda heimilanna sé vegna húsnæðismála og það hafi verið stefna allra sljórnmála- flokka að auka fyrirgreiðslu úr opinberum sjóðum vegna þeirra mála. Stefán Guðmundsson þingmaður Framsóknarflokks óskaði í gær eftir utandagskrárumræðu um skuldir heimilanna. Hann sagði að á síðustu sex árum hefðu skuldir heimilanna vaxið um 125-130 milljarða króna og heimilin, sá hornsteinn sem þjóðfélag- ið byggði á, væru allt of víða að sundr- ast vegna ranglátrar stjómarstefnu og fjárhagslegra erfiðleika. Hann gagnrýndi stjórnvöld harðlega fyrir að gera ekkert til að leysa þennan vanda og skoraði á forsætisráðherra að koma á fót starfshópi til að skoða þessi mál og skila tillögum til lausn- ar. Steingrímur Sigfússon þingmaður Alþýðubandalagsins sagði að skiln- ingur stjórnvalda á fjárhagsvanda heimilanna væri greinilega ekki sá sami og á fjárhagsvanda fyrirtækja. Meðvituð stefna Davíð Oddsson forsætisráðherra sagði að það hefði verið meðvituð pólitísk stefna að auka fyrirgreiðslu úr opinberum sjóðum vegna hús- næðismála og meginaukningin væri vegna slíkra lána. Skuldir heimila næmu nú 260-270 milljörðum króna og hefðu aukist veralega á síðustu 14 áram, ekki síst átíma síðustu ríkis- stjórnar, en athyglisvert væri að hægt hefði á þessari skuldasöfnun á yfír- standandi ári. Hann benti á að lækk- un vaxta, sem stjórnvöld hefðu beitt sér fyrir, væri sú aðgerð sem skipti heimilin miklu máli. Hins vegar væri það rétt, að þegar saman drægi í þjóð- félaginu og tekjur minnkuðu, reynd- ust skuldirnar þyngri í skauti, þótt til þeirra hefði verið stofnað í góðum tilgangi og meðal annars vegna hvatningar frá stjómvöldum. Því væri rétt að vera á varðbergi í þessu máli og vel kæmi til greina að koma á fót starfshópi til að fara ofan í málið. Tekjur af vsk. 1994 lOmillj. minni en 1988 MARGRÉT Frímannsdóttir al- þingismaður vakti athygli á miklum samdrætti í innheimtu virðisaukaskatts á seinustu árum er hún mælti fyrir áliti minnihluta fjárlaganefndar við 2. umræðu um fjárlagafrum- varpið á Alþingi á fimmtudag. Sagði Margrét að á næsta ári væri gert ráð fyrir að virðis- aukaskattur skilaði 37,9 mil(j- örðum, sem væri rúmiun 10 inil(jörðum kr. lægri upphæð en innheimt var árið 1988 á föstu verðlagi, en þá nam upp- hæðin 48,6 miHjörðum. „Ef miðað er við verðlagstölur fyrir árið 1994 þarf að fara aftur til ársins 1986 til þess að fara lægra í innheimtú en gert er ráð fyrir í framvarpi til fjárlaga fyrir árið 1994,“ sagði þingmaðurinn og bætti við að þessi mikli munur skýrðist ekki að fullu af lækkun matarskatts eða af almennum samdrætti. Árið 1988 hefði inn- heimtan verið 11,5% af vergri landsframleiðslu, 1991 hafí hún verið 11%, í ár væri hún áætluð 10,3% og 9,7% á næsta ári. Utanríkisráðherra um varnarliðsviðræðurnar í skýrslu um utanríkismál Stefna ber að eðlilegnm sam- drætti í starfsemi vamarliðsins JÓN BALDVIN Hannibalsson utanríkisráðherra segir í skýrslu sinni til Alþingis um utanríkismál sem dreift var á Alþingi í gær að fram hefði komið í viðræðum íslendinga og Bandaríkjamanna um fyrirkomu- lag varnarsamstarfsins að báðir aðilar hafi verið sammála um að varn- arsamningurinn fæli í sér svigrúm til aðlögunar í ljósi breyttra að- stæðna. Segist utanríkisráðherra síðast hafa hitt hinn bandaríska starfsbróður sinn í Brussel 2. desember. Segir hann að íslensk og bandarisk stjórnvöld hafi komið sér saman um að stefna beri að eðli- legum samdrætti í starfsemi varnarliðsins í kjölfar þess að ógnin af Norðurflotanum væri nú að mestu úr sögunni við ríkjandi aðstæður. vera ánægður með að tekist hefði að útrýma svokallaðri lífsháska- ■sókn smábátanna þar sem þeim hefði verið att út í kapphlaup við að ná því aflamagni sem skammtað væri á hveiju veiðitímabili. „Sömu- leiðis er ég ánægður með að grann- stjómunin í kerfínu er áfram banndagar en það var önnur höfuð- krafan. Ég hef hins vegar gert sterkar athugasemdir við fjölda og fyrirkomulag banndaga og ég hef gert ríkisstjórninni grein fyrir því,“ sagði Össur. „En það er ljóst að það er vilji til að koma til móts við þessi sjónarmið, þannig að ég er sannfærður um að það næst ásætt- anleg niðurstaða um þetta,“ sagði hann einnig. Össur sagði að athugasemdir sín- ar snerust sérstaklega um fjölda banndaga í kringum páska og í ágústmánuði. Hins vegar teldi hann mjög jákvætt að smábátamir gætu nú veitt sem svaraði meðaltali síð- ustu tveggja fískveiðiára, „eða kringum 20 þúsund tonn,“ sagði Össur. Samkvæmt upplýsingum Morg- unblaðsins er gagnkvæmt sam- komulag á milli stjórnarflokkanna um að framvörpin verði látin koma til umfjöllunar þingsins þótt ein- stakir þingmenn geri athugasemdir og fyrirvara við einstök atriði en sátt sé um að reynt verði að ná samkomulagi um þessi atriði og einstakir þingmenn komi ekki með breytingartillögur . Era ýmis atriði enn óútfærð í frumvörpunum, þ. á m. hversu stór hluti skulda Atvinnutryggingadeildar Byggða- stofnunar verði lagður til Þróunar- sjóðsins sem á að ráða til lykta í nefnd. „í grófum dráttum fjalla þær við- ræður íslands og Bandaríkjanna, sem staðið hafa yfir um nokkurt skeið, um samræmda útfærslu varn- arsamstarfsins, sem fullnægt getur báðum þessum skilyrðum, það er nauðsynlegri og eðlilegri aðlögun í starfsemi vamarliðsins innan þeirra marka sem viðvarandi öryggishags- munir íslands leyfa — á grandvelli varnarsamningsins. Eru vonir við það bundnar að báðir aðilar geti komist að niðurstöðu um slíka út- færslu innan tíðar. í þessu samhengi er vert að árétta að það er grundvallarskylda ábyrgra stjórnvalda að tryggja vamir lands- ins og öryggi. Því ber að fagna að lok kalda stríðsins hafa gert vest- rænum ríkjum kleift að draga úr vígbúnaði og beina skattfé ríkisborg- aranna til verðugri verkefna á al- þjóðavettvangi. Ekkert ríki hefur hins vegar bragðist við þeim straum- hvörfum, sem orðið hafa á undan- förnum fimm árum, með því að láta vamir sínar fyrir róða. Umfang nauðsynlegs viðbúnaðar er breyting- um undirorpið hveiju sinni, en jafn- vel friðsömustu tímar leysa stjóm- völd ekki undan þeirri kvöð að gæta öryggis þegna sinna með viðeigandi hætti. Verkfærin breytast, en markmiðin era hin sömu og áður,“ segir utanríkisráðherra í skýrslu sinni. Brýnt að leysa Barentshafsdeiluna í kafla skýrslunnar um hafréttar- mál segir að því fari fjarri að íslend- ingar hafi með veiðum sínum í Smug- unni afneitað fyrri stefnu sinni um nýtingu og ábyrgð strandríkja á eig- in fiskimiðum heldur standi íslend- ingar fast við framkvæmd allra ákvæða hafréttarsáttmálans, þar með talin þau sem lúti að ábyrgri stjórn strandríkja á stofnum innan lögsögu þeirra. Segir í skýrslunni að ekki hefði verið löglegt að meina ís- lensku skipunum veiðar í Smugunni enda hafi þær farið fram á alþjóðlegu hafsvæði og ekki hafi verið hægt að veija það að ísiendingar einir þjóða á norðurslóðum ættu enga hlutdeild í ört vaxandi þorskstofni Barents- hafsins. Segir ráðherra brýnt að leysa þessa deilu í fullri vinsemd og í samstarfi við Norðmenn og Rússa. Þá telur hann eðlilegt að kanna við- brögð þessara þjóða við aðild íslands að Svalbarðasamningnum og að ís- lendingar eigi meira erindi að sam- starfi um þetta svæði en ýmis þau ríki, sem þar séu aðilar. Fastmótaðri fríverslunartengsl við Bandaríkin í skýrslu sinni fjallar utanríkisráð- herra ítarlega um GATT-viðræðurn- ar og segir m.a.: „Þegar er hafin skoðun á viðskiptastefnu íslands inn- an GATT, en lokayfírheyrsla í þeirri skoðun fer fram í Genf í febrúar næstkomandi. Þar þurfa fulltrúar Islands að standa fyrir svöram um það hvernig staðið hefur verið við gerða samninga, en um leið gefst tækifæri til þess að vekja athygli á íslenskum hagsmunum," segir í skýrslunni. Utanríkisráðherra bendir einnig á að ekki sé hægt að fara fram á tryggan aðgang að erlendum mörkuðum en beita svo geðþóttaregl- um við innflutning erlendis frá. „Þetta þýðir hins vegar ekki að GATT-samningurinn þýði afnám allrar vemdar. Miklu fremur mætti gagnrýna það tilboð sem ísland hef- ur nú lagt fram í GATT fyrir að veita of mikla tollvernd fyrir innlenda framleiðendur en of litla, enda mun ekki reynast nauðsynlegt að nýta nema að hluta það svigrúm sem til- boðið felur í sér til álagningar inn- flutningsgjalda," segir í skýrslunni. Þá er þar vikið að fríverslunar- - samningi Bandaríkjanna, Kanada og Mexíkó, NAFTA, og er bent á að íslenskar afurðir hafí átt greiðan aðgang að Bandaríkjamarkaði og að sá aðgangur verði tryggari með sam- þykkt GATT. „Fastmótaðri fríversl- unartengsl við Bandaríkin gætu þó tryggt enn meiri festu og öryggi í viðskiptum landanna. ísland hefur nú gengið frá fríverslunarsamning- um við fjölmörg ríki í Mið- og Aust- ur-Evrópu og við Miðjarðarhaf. Ekk- ert væri því til fyrirstöðu af hálfu íslenskra stjómvalda að ganga frá - svipuðum samningum við ríki í öðr- um álfum, þar sem efni standa tíl,“ segir utanríkisráðherra. Fram kemur í skýrslunni að þing- meðferð EES-samningsins sé nú lok- ið í öllum aðildarríkjunum og gildis- taka hans sé fyrirsjáanleg um næstu áramót. Segir ráðherra að gildi samningsins hafi síst minnkað á undanförnu ári.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.