Morgunblaðið - 11.12.1993, Blaðsíða 48

Morgunblaðið - 11.12.1993, Blaðsíða 48
48 MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 11. DESEMBER 1993 Áhrifum skal fylgja ábyrgð Atvinnulífið og iðnnám eftir Kristin H. Einarsson Að undanförnu hafa verið nokkr- ar umræður um hvernig rétt væri að skipuleggja iðnnám. Sú umræða hefur m.a. komið til af því að Iðn- nemasamband íslands hefur verið að vekja athygli á síauknum vanda iðn- og verknámsnemenda við að komast í starfsþjálfun sem er for- senda fyrir því að þeir komist í sveinspróf og öðlist þannig starfs- réttindi. Umræðan hefur einnig snúist um breytingar sem aðilar atvinnulifsins hafa viljað gera á skipulagi iðnnámsins. Nú í haust hófust deilur með nýtt námsfyrir- komulag í' bókagerð sem er að mestu leyti hugmyndasmíð aðila atvinnulífsins, þ.e. Félags bóka- gerðarmanna og atvinnurekenda í bókagerð. Bíliðnaðurinn hefur einn- ig verið að undirbúa tilrauna- kennslu í bílgreinum og ljóst er að fleiri iðngreinar hafa hug á því að breyta skipulagi iðnnámsins. Aukin áhrif atvinnulífsins Nánast allar hugmyndir sem komið hafa frá aðilum atvinnulífs- ins um breytingar á skipulagi iðn- námsins hafa haft það að leiðarljósi að þessir aðilar fái meiri áhrif á innihald námsins og skipulag þess, þ.e. ráði meiru í menntunarmálum greinarinnar en þeir hafa gert. Um þetta er ekkert annað en gott að segja. Auðvitað á atvinnulífið að hafa áhrif á menntun iðnaðar- manna. Nauðsynlegt er að skipu- , leggja bæði nám í skóla og í at- vinnulífi þannig að þeir einstakling- ar sem sækja sér iðn- og verk- menntun eigi góða möguleika á að nýta þekkingu sína út í atvinnulíf- inu. Iðn- og verknámsnemum hefur fjölgað Hjá þeim þjóðum sem fremstar standa í Evrópu í dag fara á bilinu 50%-80% ungmenna í einhverskon- ar starfsnám. Hér á landi er þetta hlutfall mikið lægra og stór meiri- hluti ungmenna velur að fara í hefð- bundið bóknám. Starfsjnenntakerf- ið hér á framhaldsskólastigi er enda mjög frumstætt og ófullkomið sam- anborið við t.d. þýska og danska starfsmenntakerfið. Ef litið er hins vegar til þess hver þróunin hefur verið varðandi fjölda námsmanna sem velja sér iðn- og verknám hér á landi þá kemur í ljós að þeim hefur verið að fjölga á undanförnum árum. Helgast það m.a. af því að nemendur hafa nú fleiri möguleika til að leggja stund á iðn- og verk- nám. Fleiri og fleiri skólar bjóða nú nemendum sínum upp á verk- námsbrautir en áður. Það er ekki lengur um það að ræða að allt iðn- nám fari eingöngu fram í gamla meistarakerfinu. Þannig eru nú um 4.000 nemar sem leggja stund á iðn- og verknám í dag, bæði á verknámsbrautum framhaldsskól- anna og í meistarakerfinu. Það er athyglisvert að þegar talsmenn at- vinnulífsins i iðnaði eru að halda því fram að of fáir fari í iðn- og verknám og fjölga þurfi í þeim hópi þá eiga þeir sem valið hafa iðn- og verknám í síauknum erfiðleikum með að komast í starfsþjálfun eða á námssamninga sem er skilyrði fyrir því að öðlast starfsréttindi og klára iðnnámið. Sjónarmið atvinnulífsins njóta skilnings Það er ljóst að hjá núverandi menntamálayfirvöldum njóta sjón- armið aðila atvinnulífsins til skipu- lags siðmenntunar skilnings. Enda hefur þegar verið hleypt af stokkun- um tilraun með nýtt skipuleg í bóka- gerðargreinum sem gengur í stuttu máli út á að eftir 4 mánaða skóla- göngu verða nemendur að komast á námssamning hjá fyrirtæki til að geta haldið náminu áfram. Þannig hafa atvinnurekendur það algerlega í sínum höndum hversu margir nemar komast í nám í bókagerðar- greinum. Samkvæmt hugmyndum bílgreinamanna þá mun nýtt skipu- lag náms í bílgreinum einnig hafa það í för með sér að atvinnurekend- ur ráði ijölda nema inn í greinarn- ar. Heyrst hefur síðan að fleiri iðn- greinar hafi áhuga á að fá aðstöðu til þess að stjórna fjölda iðnnema. Nú kann flestum að þykja ósköp eðlilegt að ekki sé fieiri hleypt til náms í iðngreinum en möguleika hafa á að fá atvinnu við iðnina. Einnig er það svo að iðngreinarnar hafa frá örófi alda ráðið ijölda iðn- nema þar sem meistarakerfið er og gildin voru áður. Á þessu er þó sú undantekning sem felst í starf- rækslu verknámsskólanna sem hófu starfsemi á áttunda áratugnum. Skólamir hafa tekið nema inn á verknámsbrautirnar algerlega án til- lits til þess hversu margir gætu komist á námssamning eða í starfs- þjálfun og þannig náð að klára nám- ið. Rök aðila atvinnulífsins fyrir því að nauðsynlegt sé að þeir ráði fjölda iðnnema felast m.a. í því að eðli- legra sé að fjöldi iðnnema í hverri iðngrein fari eftir því hvað atvinnu- markaðurinn getur tekið við af nýj- um starfskrafti með starfsréttindi. Því sé rétt að skammta fjölda iðn- nema strax í upphafi náms frekar en að ungt fólk fari í langt verkn- ámsskólanám og geti siðan ekki klárað það vegna þess að það kom- ist ekki í tilskylda starfsþjálfun í atvinnulífmu. Menn geta síðan spurt sig að því hvort valið standi endilega á milli þessara tveggja kosta. Inn á það mun ég koma í annarri grein. Kristinn H. Einarsson. „Hættur virðast vera á lofti með að tilraunin með hið nýja skipulag námsins sé að renna út í sandinn vegna þess að atvinnurekendur eru mjög tregir til að taka þá nema á námssamn- ing sem eiga að hefja störf í upphafi janúar- mánaðar 1994.“ Á að fækka iðnnemum um allt að helming? Ef allar iðngreinarnar myndu fá aðstöðu til að ráða fjölda þeirra sem hefja iðnnám má reikna með að iðn- og verknámsnemendum myndi fækka um u.þ.b. helming úr 4.000 nemendum í um 2.000. Hvert ættu þeir 2.000 nemendur sem annars hefðu valið iðn- og verknám þá að fara. Varla er skynsamlegt að þeir bætist við þann alltof stóra fjölda sem nú fer bóknámsleiðina. Nei, það verða að koma til önnur úr- ræði. Það má ekki gerast að fleiri iðngreinum verði hleypt af stað í tilraunaverkefni eins og bókagerðin og bílgreinarnar hafa nú farið af stað með eða eru að hleypa af stokkunum. Ætla atvinnurekendur í bókagerð að klikka á ábyrgðinni? Raunar er það svo að ýmislegt bendir til þess í dag að atvinnurek- endur í bókagerð ætli sér ekki að axla þá ábyrgð sem fýlgir stóraukn- um áhrifum þeirra á skipulag náms- ins. Hættur virðast vera á lofti með að tilraunin með hið nýja skipulag námsins sé að renna út í sandinn vegna þess að atvinnurekendur eru mjög tregir til að taka þá nema á námssamning sem eiga að hefja störf í upphafí janúarmánaðar 1994. Einungis 10 af 24 nemendum sem eiga að fara á námssamning samkvæmt nýja námsskipulaginu eru komnir á námssamning eða hafa fengið loforð um samning þeg- ar tæpur mánuður er þar til nem- arnir eiga að hefja störf. Ef atvinnu- rekendur í bókagerð taka ekki við sér á næstu dögum og axla þá ábyrgð sem þeir eiga að gera sam- kvæmt námsskipulagi sem er að mestu hugmyndasmíð þeirra og bókagerðarmanna þá verður að álykta sem svo að þessi tilraun hafi farið út um þúfur. Það eina sem hún hefur þá skilað er að færri nemendur munu ljúka námi sam- kvæmt tilraunaskipulaginu en gerðu samkvæmt gamla skipulag- inu. Tilraunin mun þá einnig verða til þess að varpa rýrð á að atvinnu- rekendum í iðnaði sé almennt treystandi til að axla þá ábyrgð sem er samfara auknum áhrifum á menntunarmál sinna greina ásamt því sem efasemdir munu vakna um að atvinnulífínu sé treystandi til að hafa á sínum höndum hinaverklegu menntun iðngreinanna. Höfundur er framkvæmdastjóri Iðnnemasambands íslands. Um klám, ofbeldi og kvik- myndaeftirlit ríkisins eftir Gunnar Þór Gunnarsson og Magnús Þór Gylfason Upp á síðkastið hefur umræða risið um áhrif ofbeldis og kláms í sjónvarpi og bíó. Er það mál manna að efni af þessu tagi ýti undir of- beldishneigð fólks og gefi því rang- hugmyndir um kynlíf og leiki ástar- lifsins. Það líður ekki sá dagur í íslensku sjónvarpi eða kvikmynda- húsi að ekki sé sýnd mynd eða þáttur þar sem sú hetjudáð að beija mann í klessu eða jafnvel til bana er lofuð og hafín upp á hinn svæsn- asta hátt. Og á annarri hverri myndbandaleigu í bænum er hægt að fá leigðar sóðalegar klámmynd- ir, þar sem brenglað og afbrigðilegt kynlíf, jafnvel samfara dýrum, er lofað og prísað. Ekki þarf að leita langt eftir ofbeldi. Á hveijum ein- asta degi, frá klukkan 19.30 til 20.30, er um auðugan garð að gresja í fréttatímum sjónvarps- stöðvanna. Og varla geta hræðileg- ar og miskunnarlausar fréttir talist nokkuð betri en Sylvester Stallone, sem hefur sig allan við til að geta leikið hina hetjulegu og ofbeldis- hneigðu fyrirmynd. í fréttum geta flestar myndir varla talist til leik- inna atriða. (Nema kannski umræð- ur á þingi eða viðtöl við stjórnmála- menn.) Mikið hefur verið rætt og ritað um ofbeldi í miðborg Reykjavíkur. Virðast margir rekja ofbeldishneigð unglinga og fullorðins fólks til óhóf- legs sjónvarpsgláps. Við tökum dæmi: Meðaljón Jónsson hefur horft á Tomma og Jenna frá blautu bamsbeini. A unglingsárum hélt hann mikið upp á Sylvester Stallone og Amold Schwarzenegger. Við þetta bætast fréttatímar Sjónvarps- ins og síðar Stöðvar 2. Af öllum þessum áhrifum ætti Meðaljón að vera hinn mesti bijálæðingur. En hver er Meðaljón Jónsson? Beitir hann ofbeldi? Nei! Hinn íslenski Meðaljón beitir ekki ofbeldi. Hann kann að vera undir áhrifum áfengis í miðborginni, en að öllu jöfnu hef- ur Meðaljón Jónsson aldrei komist í kast við lögin. Vissulega era veik- ir einstaklingar til, sem geta látið eins og bestíur. Eru það oftast nær sömu einstaklingarnir, aftur og aft- ur. Er þetta sjónvarps-, kvikmynda- og myndbandaefni að kenna? Og hvað um klámið, ýta klámmyndir undir kynferðisglæpi og afbrigði- lega kynhegðun manna? Ef svo er, hvað er til ráða? Hingað til hefur verið starfrækt batterí er nefnist Kvikmyndaeftirlit ríkisins. Það hefur gegnt því hlut- verki að „ritskoða" hveija einustu mynd er fyrir augu landsmanna á að berast. Sumar myndir fá aldurs- takmörk, aðrar era hreinlega bann- aðar á þeim forsendum að þær séu fólki hreint skaðlegar. En þó er éinn galli á gjöf Njarðar; aldurstakmörk- in era sjaldan virt. Hver er þá til- gangurinn með starfrækslu kvik- myndaeftirlits? Það er almennt við- urkennt um heim allan að ýmislegt myndrænt efni sé börnum og ung- lingum skaðlegt. En hvað um full- orðið fólk? Á að banna sjálfráða einstaklingi að horfa á það sem honum sýnist? Sérfræðingar Kvik- myndaeftirlitsins vilja meina svo. Margar af þessum myndum eru stórhættulegar og sem áður segir brengla skoðanir og viðhorf fólks til samfélagsins. En hvað með sér- fræðingana; era þeir ekki orðnir bijálaðir á að ritskoða allar mynd- irnar? Nei, örugglega ekki. Menn- irnir hljóta að vera sérmenntaðir í sínu fagi og orðnir ónæmir fyrir þessu. Varla. Við Kvikmyndaeftir- litið starfar fólk eins og við. Því ættum við ekki að geta séð „hættu- legu“ myndirnar? Það er okkar skoðun, að þegar Gunnar Þór Gunnarsson „Það er almennt viður- kennt um heim allan að ýmisleg’t myndrænt efni sé börnum og ung- lingum skaðlegt. En hvað um fullorðið fólk? Á að banna sjálfráða einstaklingi að horfa á það sem honum sýnist?“ fólk hefur náð vissum aldri ætti það að fá að horfa á hvað sem er, nema myndefni sem gert hefur verið á kostnað annars fólks, sbr. barna- klám. Hins vegar á að vera mjög strangt eftirlit með aldurstakmörk- um í kvikmyndahús og á mynd- bandaleigum. Hvað varðar sjón- varpið verða foreldrar að sjá um gæslu og eftirlit á skaðlegu efni. Myndir af umræddu tagi ætti ein- Magnús Þór Gylfason ungis að sýna þegar börn ættu að vera sofnuð. Hvað varðar klám telj- um við að enginn fullorðinn maður verði hættulegur umhverfí sínu við að horfa á það. Það veitir mönnum útrás og friðþægingu ef eitthvað er. Þó svo að hægt sé að sýna fram á að myndefni geti verið einhveijum skaðlegt, minnurn við á að á íslandi ríki rit- og prentfrelsi. Islendingar eiga merkar bókmenntir, þar sem menn höggva mann og annan og kljúfa þá í herðar niður. Hingað til hafa þessar bókmenntir þótt holl lesning ungu fólki. Svo ekki sé minnst á rétt sjálfráða einstaklinga til tóbaksneyslu, sem vísindalega telst hættuleg og ekki aðeins því fólki sem tóbaks neytir. Varla geta ofbeldis- og klámmyndir verið skað- legri en tóbak? Gætum vel að æsku landsins en leyfum þeim fullorðnu að velja fyrir sig! Höfundar eru mcnntaskólanemar. Dúxinn kemur í næstu viku ..."* Jólagjöf allra námsmanna í ár
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.