Morgunblaðið - 11.12.1993, Blaðsíða 17
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 11. DESEMBER 1993
17
Menntun skiptír máli
Fáeinar ábendingar handa Meyvant Þórólfssyni
eftir Þorstein
Siglaugsson
Á liðnu sumri lagði mennta- og
menningarmálahópur Sambands
ungra sjálfstæðismanna talsverða
vinnu í að móta tillögur að breytt-
um áherslum í grunnskólamennt-
un hér á landi. Vandinn sem við
vildum leysa er í hnotskurn sá að
árangri grunnskólanemenda á
æðri skólastigum hefur farið hrak-
andi undanfarin ár að sögn flestra
sem til þekkja. Við komumst að
þeirri niðurstöðu að líklega væri
besta leiðin til að mæta þessu að
auka áherslu á þær námsgreinar
sem helst eru til þess fallnar að
veita alhliða þjálfun í röklegri
hugsun og tjáningu, þ.e. stærð-
fræði og tungumálum. Við skoðuð-
um vandlega lög um grunnskóla
og Aðalnámsskrá og komumst að
því að í hvorugu plagginu er að
finna skýr markmið og kröfur í
þessum greinum. Hér þyrfti því
endurbóta við. Nánari rökstuðning
fyrir tillögum okkar er að finna
m.a. í skýrslu menntamálahóps
SUS, sem nálgast má á skrifstofu
Sjálfstæðisflokksins, og í grein
sem ég og Ingibjörg Vala Kaldal-
óns rituðum í Morgunblaðið 28.
september síðastliðinn.
Haldlaus rök
Eins og áður segir er hér um
afar mikilvægt mál að ræða og
því hlýt ég að fagna svargrein
Meyvants Þórólfssonar, „Mennta-
stefna SUS“, í Morgunblaðinu 30.
yMenntun skiptir máli.
I umræðu um mennta-
mál skiptir mestu að
fólk nálgist vandamálin
fordómalaust og með
opnum huga. Það dugir
ekki að horfa framhjá
því sem aflaga fer og
hengja sig í merkingar-
litla frasa.“
október síðastliðinn. Ég sé samt
ástæðu til að gera nokkrar athuga-
semdir við gagnrýni Meyvants á
umræddar tillögur SUS.
Meyvant heldur því fram í grein
sinni að vandamálið sem við viljum
taka á eigi sér aðrar orsakir en
óskýr lög og vöntun á markmiðum.
Uppistaðan í gagnrýni hans er að
stærðfræði- og málanám sé
„hvergi eins virkt og samstillt við
þróunina í þjóðfélaginu“ og í þeim
skólum sem fylgi lögum um grunn-
skóla og Aðalnámsskrá frá 1989.
Hin röksemdin er að vegna þess
að 34% nemenda geti deilt 2,5 í
3,55 án hjálpartækja hafi ekki
dregið úr stærðfræðikennslu í
skólum landsins.
Þessi rök eru því miður ónýt.
Að nám sé „virkt og samstillt við
þróunina í þjóðfélaginu", (hvað
sem það nú þýðir), segir auðvitað
ekkert um hvort meiri áhersla sé
lögð á það en annað nám, en það
er inntakið í tillögum SUS. Hér
er því um einfalda rökvillu að
ræða, sams konar og t.d. í setning-
unni: Korpúlfsstaðir eru ekki að
hruni komnir vegna þess að þeir
hafa svo mikið sögulegt gildi.
Þjálfun er meginatriði
Seinni rökleiðslan er byggð á
svipuðum sandi. í fyrsta lagi er
það nú ekki beysinn árangur að
einungis 34% grunnskólanemenda
geti framkvæmt jafn einfalda að-
gerð og að deila 2,5 í 3,55. í öðru
lagi segir eitt lítið dæmi nákvæm-
lega ekkert um heildarárangur af
stærðfræðikennslu í skólum lands-
ins. Flestir vita að efnafræðiform-
úla vatns er H20. Það sannar samt
engan veginn að allir kunni lotu-
kerfíð utanað. Rökvilla aftur.
Mun alvarlegra er þó að Mey-
vant virðist ekki þykja nein sérstök
ástæða til að nemendur hljóti þjálf-
un á borð við þá að deila og marg-
falda í huganum. Þetta leysi tölvur
nú af hendi og hér sé því um til-
gangslausa leikni að ræða.
Hér er um útbreidda en alranga
skoðun að ræða. Staðreyndin er
nefnilega sú að því flóknari sem
atvinnuhættir verða, því marg-
slungnara sem samfélagið verður,
því meiri ástæða er til að allir hljóti
markvissa og trausta þjálfun í
röklegri hugsun. Að andmæla
þessu er svipað og ef íþróttakenn-
ari héldi því fram að vegna al-
mennrar bifreiðaeignar væri orðið
ástæðulaust að veita nemendum
líkamlega þjálfun!
Þorsteinn Sigurlaugsson
Menntun skiptir máli
Gagnrýni Meyvants á vandamál
neyslusamfélagsins í síðari hluta
greinar hans er hins vegar góðra
gjalda verð. Það er auðvitað
áhyggjuefni hve ofbeldi og áhersla
á fánýta hluti hefur aukist meðal
bama og unglinga, þótt það að
samsama heilbrigða samkeppni
hatri og andúð á náunganum sé
hin mesta firra. Samkennd og
gagnkvæm virðing eru nauðsynleg-
ir þættir í menningu hverrar þjóðar
og það er hlutverk okkar allra sem
tökum þátt í þjóðfélagsumræðu að
leita leiða til að efla þessa þætti
sem best. Við ungt sjálfstæðisfólk
teljum bestu leiðina til heilbrigðara
samfélags felast í áherslu á ábyrgð
og siðferðiskennd einstaklingsins
ásamt með nauðsynlegum réttar-
bótum. Meyvant er velkomið að
kynna sér t.d. ályktun ijölskyldu-
og jafnréttisnefndar Sjálfstæðis-
flokksins sem samþykkt var á ný-
liðnum landsfundi. Þar var að
fmmkvæði ungs sjálfstæðisfólks
tekið á málum s.s. breyttum sönn-
unarreglum í nauðgunarmálum og
auknum stuðningi við fómarlömb
kynferðislegs ofbeldis, m.a. með
ríkisábyrgð á tildæmdum bótum.
Slíkar leiðir til að bæta samfélag
okkar og stöðu bama og unglinga
tel ég mun vænlegri en að leggja
niður bifreiðatryggingar til að
hægt sé að stækka skólastofur,
eins og Meyvant virðist vilja.
Menntun skiptir máli. í umræðu
um menntamál skiptir mestu að
fólk nálgist vandamálin fordóma-
laust og með opnum huga. Það
dugir ekki að horfa framhjá því
sem aflaga fer og hengja sig í
merkingarlitla frasa. Slík afstaða
felur í sér vítavert ábyrgðarleysi.
Hún opinberar virðingarleysi fyrir
rökum og réttu máli. Hún opinber-
ar virðingarleysi gagnvart bömum
og unglingum, framtíð þeirra og
lífshamingju.
Hlutverk okkar allra
Það er hlutverk allra sem að
stjórnmálum starfa, raunar hlut-
verk allra þjóðfélagsþegna í lýð-
ræðissamfélagi, að leita stöðugt
leiða til að breyta og bæta úr þar
sem eitthvað fer aflaga. Ungt
sjálfstæðisfólk vill taka þetta hlut-
verk alvarlega og vekja og taka
þátt í allri umræðu um vandamál
samfélagsins á gmndvelli frelsis
og jafnréttis einstaklinganna. Við
í SUS munum fagna allri rétt-
mætri gagnrýni á tillögur okkar
og hugmyndir og taka vel á móti
hveijum þeim sem vill af áhuga
og þekkingu veita okkur aðstoð
við að inna þetta mikilvæga hlut-
verk sem best af hendi.
Höfundur hefur BA-prófí heim■
speki og erritsljóri Stefnis.
m
o>
n
tL
<
Q
Q
KÁTT
ER UM
JÓLIN
KOMA
ÞAU
SENN...
Nú geta allir gert
sitt eigið
laufabrauð.
Leiðbeiningar og
munstur eru á
bakhlið pakkans.
Góða skemmtun!
Bakari Friðriks Haraldssonar sf.
Simi 91-41301