Morgunblaðið - 11.12.1993, Blaðsíða 54

Morgunblaðið - 11.12.1993, Blaðsíða 54
54 MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 11. DESEMBER 1993 Páll Óskar í stuði Hljómplötur Arni Matthíasson Ein sérkennilegasta og um leið skemmtilegasta plata jólaflóðsins er fyrsta sólóskífa Páls Óskars Hjálmtýssonar. Páll Óskar er þekktur af að hnýta bagga sína ekki sömu hnútum og samferða- mennimir, en líkastil hefur enginn átt von á að fyrsta sólóskífa hans yrði harðsoðin fyrsta fiokks diskó- plata. Plötuna, sem heitir því viðeig- andi nafni Stuð, vinnur Páll Óskar með rokkhetjunum Siguijóni Kjart- anssyni og Jóhanni Jóhannssyni úr hljómsveitinni geðþekku Ham, sem ætti líklega að koma ekki minna óvart, í það minnsta þeim sem þekkja ekki til skrautlegs fer- ils Jóhanns og Sigurjóns. Jóhann er og við það að stela senunni á plötunni fyrir frábær lög og smekk- legar stuðútsetningar, sem reyndar minna á stundum frekar á nútíma „teknó“ eða „hardcore“ danstónlist frekar en mjúka diskóið sem reið ballhúsum borgarinnar á áttunda áratugnum. Sérstaklega skal bent á Ljúfa líf Gunnars Þórðarsonar sem endurfæðist sem frábærlega kröftugt „teknó“-skotið diskó í fim- um höndum þeirra Jóhanns og Sig- uijóns. Við fyrstu hlustun er hljóð- blöndun plötunnar óþægilega óvanaleg; rödd Páls Óskars virkar full framarlega miðað við frábæran undirleik og kraftmikla hrynjand- ina sem hlustandi verður sólginn í að heyra meira af, en við frekari hlustun rennur upp fyrir hlustand- anum að á betra hefði ekki verið kosið og platan hefði ekki orðið eins eftirminnileg ef hljóðblöndun hefði verið venjulegri. Páll Óskar Hjálmtýsson er gæddur þeim fágæta eiginleika að geta dregið dár að diskóinu, um leið og einlæg ást hans á því skín hvarvetna í gegn. Þannig er platan víða bráðskemmtileg og jafnvel fyndin, án þess að á milli mála fari virðing Páls og félaga fyrir viðfangsefninu. Textar Páls eru og meinfyndnir á köflum, en um leið bráðalvarlegir, eins og til að mynda í upphafslaginu, TF Stuð, sem leið- ir hlustandann inn í eilífa gerviver- öld, þar sem allt gengur út á „grúv“. Og í öðru lagi plötunnar er þessi óborganlega setning: Ham- ingjan / er úr plasti / ef hún er spiluð á fullu blasti. Aðrir textar eru lítt síðri, þó til að mynda sé full mikil rómantík í Er þetta ást, sem er annars afbragðs lag. Annað lag sem ekki gengur vel upp er Sama hvar þú ert, sem er fuli veig- alítið, þó í því séu vissulega snjall- ar tónfléttur. Næst síðasta lag plöt- unnar, Mmm stingur og í stúf, þó það venjist afskaplega vel, enda er hljóðfæraleikur allur á miklu lægri nótum en það sem á undan er komið og minnir frekar á þýskt hátækni tölvupopp, eins og Tanger- ine Dream og Edgar Froese, en beinlínis diskó. Hápunktur Stuðs er lagatvennd- in Partídýr/Meira partí, þar sem fyrri hlutinn er söngurinn um partí dýrið Pál Óskar: Héma býr / Partí dýr / Þrumugnýr / Partí partí, en seinni hlutinn er án söngs; frábær endursögn fyrri hlutans, eitt af þessum lögum þar sem hver mín- úta gengur upp og raætti þess vegna vera tvöfalt eða þrefalt lengra. Næsta lag á eftir, Leitin að prófessomum, er lítt síðra og segir sögu íslenskrar stuðmenntar síðasta áratugar á rúmum sjö mín- útum. Stuð Páls Óskars Hjálmtýssonar er sannarlegasta óvæntasti glaðn- ingur ársins og tvímælalaust stuð- plata ársins. ÁRNAÐ HEILLA Barna- og Qölskylduljósmyndir HJÓNABAND. Gefín voru saman 23. október sl. í Langholtskirkju af sr. Flóka Kristinssyni, Dagmar Björnsdóttir og Mátthías Einarsson. Heimili þeirra er á Langholtsvegi 198, Reykjavík. Ljósmyndastofa Reykjavíkur HJÓNABAND. Gefín vom saman í hjónaband hinn 28. ágúst sl. í Dómkirkjunni af sr. Jakobi Hjálm- arssyni, Eva Dís Gunnarsdóttir og Njálí Gunnar Sigurðsson. Ljósmyndarinn Þór Gíslason HJÓNABAND. Gefín vom saman 25. september sl. í Fríkirkjunni í Hafnarfírði af sr. Einari Eyjólfs- syni, Gígja Sigurðardóttir og Magn- ús Kristinsson. Heimili þeirra er á Miðbraut 9, Hafnarfírði. „ Ljósmyndastofa Reykjavíkur HJÓNABAND. Gefín vom saman í hjónaband hinn 25. september sl. í Bústaðakirkju af sr. Vigfúsi Þór Ámasyni, Friðborg Helgadóttir og Árni Guðmundsson. Ljósm.st. MYND HJÓNABAND. Gefín voru saman þann 9. október í Dómkirkjunni af sr. Þóri Stephensen, Kristbjörg Stephensen og Björn Hafsteinn Halldórsson. Heimili þeirra er í Engihjalla 13, Kópavogi. Ljósmyndastofa Suðurlands, Selfossi HJÓNABÁND. Gefín vom saman í hjónaband hinn 30. október sl. í Þorlákskirkju af sr. Svavari Stef- ánssyni, Ingibjörg Bjamadóttir og Guðmundur B. Grétarsson. Heimili þeirra er í Básahrauni 37, Þorláks- höfn. Smákökur ájólum ogjólaföstu Þetta er skrifað fýrsta sunnudag jólaföstu. Undirbúningstími jól- ánna er framundan, en enn sem komið er er fátt sem minnir á hátíð ljóssins. Varla hefur birt í dag, og rigningin bylur á þakinu og reyndar gluggunum líka, þar sem úrkoman er lárétt í dag í rok- inu. En þá er um að gera að skapa birtu og yl innandyra. Engar greni- greinar höfðu verið keyptar og enginn aðventukrans. Fara í regn- gallann og ganga af sér fýluna, láta veðrið ekkert á sig fá. Ég gekk út á holtið mitt, leit niður fyrir fætur mínar og brosti við fagurgrænu krækibeijalyngi sem regnið draup af. Og aðventukrans- inn varð strax til í huganum. En var ekki synd að rífa upp lyngið? Ég fór inn og sótti skæri til að skemma lyngið ekki mjög mikið og klippti nokkrar greinar og þama vom meira að segja nokkur krækiber á lynginu. Kransinn var hnýttur, gylltri snúru vafið laus- lega um og 4 rauð kúlukerti sett á kransinn. Hann tók sig mjög vel út og var fallegasti aðventukrans sem ég hefí haft og hann var óneit- anlega fmmlegur. Kransinn var borinn til stofu og kveikt var á fyrsta kertinu, spádómskertinu. Birtan af kertinu flæddi um hug og hjarta og rigningin og myrkrið var víðs fjarri. Jólaskapið var kom- ið og ég bakaði smákökur til að bjóða gestum og heimafólki á jóla- föstunni og raulaði fyrir munni mér „Nú em jól að ganga í garð, barnanna hátíð blfð, blessaðra fagra tíð.“ Þessar þijár smákökutegundir eru í mínum huga hinar einu, sönnu jólakökur. Smjör er í þeim öllum, en þó ég mæli ekki með 500 g hveiti 14 tsk. hjartarsalt 300 g sykur 380 g smjör, ekki smjörlíki f egg 2 vanillustengur, eða 'A tsk. vanilludropar 1. Setjið hveiti, hjartarsalt og sykur saman í skál. Gætið þess að hjart- arsaltið blandist vel saman við. 2. Kljúfið vanillustengurnar, skafið úr þeim kornin og setjið saman við. 3. Myljið smjörið út í, setjið síðan eggið út í. Hnoðið þétt og sprungu- laust deig. Setjiö í kæliskáp í minnst 2 klst. 4. Setjið síðan í hakkavél með mót- um fyrir vanillukransa. 5. Búið til kransa og raðið á bökun- arpappír á bökunarplötu. 6. Hitið bakaraofn í 210°C, blást- ursofn í 190°C, setjið í miðjan ofn- inn og bakið í um 8-10 mínútur. Fylgið vel með, þetta er fljótt að brenna. Gyóingakökur 200 g smjör, ekki smjörliki 150 g sykur ____________2 egg____________ 425 g hveiti /t tsk. hjartarsalt 6 heilar kardimommur eða 14 tsk. kardimommudropar afhýddar möndlur eða sykur ofan ó 1 -2 eggjahvítur til að setja ofan ó 1. Setjið smjör og sykur saman í skál og hrærið sarnan, setjið eitt egg í senn út í og hrærið vel. 2. Setjið hveiti og hjartarsalt út í ásamt steyttum kardimommum eða kardimommudropum. 3. Geymið deigið í kæliskáp í nokkra klukkutíma. 4. Stráið hveiti á borðplötu og fletjið deigið þunnt út. Mjög vont er að fletja deigið út, ef heitt er í herþerginu. 5. Skerið undan glasi og raðið á bökunarpappír á bökunarplötu. Hafið smábil á milli, en kökurnar renna ekki mikið út. 6. Sláið eggjahvítur í sundur með gaffli og penslið kökurnar með þeim. 7. Saxið möndlurnar, blandið sykri saman við og stráið ofan á. Gott er að hafa mikið af möndlum. 8. Hitið bakaraofn í 200°C, blást- ursofn í 180°C, setjið plötuna í miðjan ofninn og bakið í um 7 mín- útur. Fylgist vel með, þetta erfljótt að ofbakast þar sem kökurnar eru þunnar. Finnskt kafff ibraud 200 g hveiti 250 g smjör, ekki smjörlíki 150 g sykur ______________1 egg_______________ 50 g fínt saxaðar, afhýddar . möndlur 1-2 msk. sykur 1. Setjið hveiti, smjör og sykur í skál og hnoðið saman. Búið til fing- urþvkka sívalninga. Skerið á ská í um 5 sm lengjur. 2. Hrærið eggið lauslega saman, penslið lengjurnar með því. Blandið saman fínt söxuðum möndlum og sykri og setjið ofan. 3. Hitið bakaraofn í 210°C, blást- ursofn í 190°C, setjið í miðjan ofn- inn og bakið í um 10 mínútur.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.