Morgunblaðið - 11.12.1993, Blaðsíða 4

Morgunblaðið - 11.12.1993, Blaðsíða 4
4 MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 11. DESEMBER 1993 Útgerðir með helming loðnu- kvótans standa að tilboði TUTTUGU útgerðir loðnubáta með um 48% af loðnukvótanum munu standa að tilboði í SR-mjöI hf. ásamt ýmsum hagsmunaaðilum og fjárfestum. Þar á meðal eru, samkvæmt heimildum Morgunblaðsins, Sjóvá-Almennar tryggingar hf., olíufélag, sveitarfélögin þar sem verksmiðjurnar starfa og starfsmannafélögin. Óljósara er hveijir standa að hinu tilboðinu sem Haraldur Haraldsson í Andra hf. hefur unnið að, en þar hefur annað olíufélag komið til tals. Tveir hópar eiga í samkeppni um kaup á hlutabréfum í SR-mjöli hf. Austurstræti 18 falt á 60 milljónir HÚSEIGNIN Austurstræti 18, þar sem m.a. bókaverslunin Ey- mundsson hf. er til húsa, hefur verið auglýst til sölu að undan- skilinni 3. og 4. hæð hússins. Að sögn Jóns Guðmundssonar fast- eignasala í Fasteignamarkaðin- um hf. sem sér um sölu á eign- inni er samtals um að ræða 1.000 fermetra og er farið fram á 60 miiyónir króna fyrir húseignina. Eigandi er Kvos hf. sem keypti fasteignina af Almenna bókafé- laginu haustið 1991, en að Kvos hf. standa Grandi hf., Eimskip, Sjóvá-Almennar og Oddi. Jón Guðmundsson sagði í sam- tali við Morgunblaðið að um væri að ræða tvær verslanahæðir og þrjár hæðir með skrifstofuhúsnæði, en samtals er Austurstræti 18 sex hæðir. Hann sagði að verðið sem sett væri upp væri í samræmi við það sem viðgengist hefði á verslun- ar- og skrifstofuhúsnæði í miðbæn- um undanfarin 2-3 ár, en á þessum tíma hefði verðið farið heldur hækk- andi frá því sem var á tímabili. Hann sagði þær breytingar sem gerðar hafa verið á gatnakerfínu í miðbænum og á hafnarbakkanum hafa haft mikið að segja í því tilliti að styrkja miðbæinn og hefði það komið fram í fasteignaverðinu. Á annan tug aðila hafa sýnt áhuga á kaupum á SR-mjöli hf., áður Sfldarverksmiðjum ríkisins, af ríkinu. Þeir hafa fengið frest til mánudags til að leggja fram upplýs- ingar um það hveqir standi að væntanlegum tilboðum, fjárhags- stöðu þeirra og fieira. Þeir sem verða taldir fullnægja skilyrðum seljenda fá afhent tilboðsgögn á föstudag og tilboðsfrestur rennur síðan út 28. desember. Talið er að valið muni á endanum aðallega standa á milli tveggja VEÐUR hópa. Jónas A. Aðalsteinsson hrl., talsmaður þeirra sem standa að til- boði loðnuútgerðanna, sagðist ekki geta skýrbfrá því hveijir muni taka þátt í því. Hann staðfesti þó að þar væru loðnuútgerðir sem ekki ættu bræðslur, sveitarfélögin, starfs- mannafélögin og viðskiþtaaðilar, auk nokkurra annarra fjárfesta, samtals um 30 aðilar. SR-mjöI hf. rekur loðnubræðslur á Siglufírði, Seyðisfírði, Raufarhöfn og Reyðar- fírði og á einnig bræðslu á Skaga- strönd. Bjöm Valdimarsson bæjar- stjóri á Siglufírði staðfesti áhuga heimamanna á að vinna með út- gerðarmönnum loðnubátanna en sagði að ekki hefði verið tekin ákvörðun um málið. Haraldur í Andra vildi ekki gefa upp hveijir myndu standa að tilboði með honum ef af yrði. Hann sagði að á bak við sig stæðu „venjulegir atvinnurekendur" og telji þeir sig hafa vit á þessari atvinnugrein. „Ef ég kem til álita kemur það allt í ljós hvemig ég hugsa mér að gera þetta. Ég vona að þjóðin leyfí fleir- um en útvöldum að fara út í þenn- an atvinnurekstur," sagði Haraldur. Gerð verði grein fyrir fjármögnun í bréfi Verðbréfamarkaðar Is- landsbanka hf. til tilboðsgjafa em þeir beðnir um að gera grein fyrir helstu starfsemi tilboðsgjafa ef hann er félag og aðstandendum þess. Gerð sé grein fyrir því hvem- ig kaupin verði fjármögnuð, það er hvort það sé með eigin fé eða lánsfé, og að tilboðsgjafi hafi fjárhagslegan styrk til að kaupa fyrirtækið og tryggja rekstur þess áfram. Ef kaupin verða fjármögnuð með lán- töku þarf að gera grein fyrir lán- veitanda og þeim tryggingum sem settar verða fyrir lántökunni. Þá er þess krafist að gerð sé grein fyrir því að fyrirhuguð kaup séu í fullu samræmi við ákvæði laga um fjárfestingu aðila í atvinnurekstri. Haraldur Haraldsson hefur gagnrýnt þessa söluskilmála og segir að skýringar Sigurðar B. Stef- ánssonar, framkvæmdastjóra VÍB, í blaðinu á fímmtudag séu hjákát- legar. Hann sagði að í svona við- skiptum þurfí menn að fá ákveðnar upplýsingar um þann hlut sem sé til sölu áður en þeir gefí þær upplýs- ingar sem krafíst er. Þær sé sjálf- sagt að veita ef seljandanum lítist vel á tilboðið og vilji taka upp við- ræður á grundvelli þess. Helmíld: Veðurstola Islands (Byggt á veðuispá Kl. 16.30 f gær) VEÐURHORFUR I DAG, 11. DESEMBER YFIRLIT: Skammt suðaustur af Vestmannaeyjum er allvíðáttumikil 980 mb laegð sem hreyfist Iftið en grynnist. Við suðvesturströnd landsins myndast ' lægð í nótt og mun hún þokast norðnorðaustur. IVIÐVÖRUN: Gert er ráð fyrir stormi á Vesturdjúpi. Fremur hæg suðaustan- og austanátt á landinu, vfða él é Vestfjörðum og slydduél við suðurströndina, en annars staðar að mestu úrkomulaust. VEÐURHORFUR NÆSTU DAGA: HORFUR Á SUNNUDAG: Norðlæg átt, fremur hæg víðast hvar. Él norðaust- an til en annars léttskýjað viöast hvar. Frost verður á bilinu 2-9 stig, kaldast í innsveitum. HORFUR Á MÁNUDAG: Suðaustan- og austanátt vestantands en hæg breytileg átt í öðrum landshlutum. Él víða suðvestan til en annars yfirleitt léttskýjað. Frost verður á biiinu 1-7 stig, hlýjast suðvestan til. HORFUR Á ÞRIÐJUDAG: Nokkuð hvöss norðaustanátt. Él norðvestanlands, snjókoma eða óljagangur norðaustan til en skýjað með köflum um landið sunnanvert. Hiti verður nálægt frostmarki suðaustanlands en annars verður frost á bilinu 1-5 stig. Nýir veðurfregnatímar: 1.30, 4.30, 7.30, 10.45, 12.45, 16.30, 19.30, 22. 30.Svarsími Veðurstofu fslands — Veðurfregnir: 990600. o a Heiðskírt r r r r r r r r Rigning Léttskýjað * r * * r r * r Slydda Hálfskýjað * * * * * * * * Snjókoma m Skýjað Alskýjað V Skúrir Slydduél $ V Él Sunnan, 4 vindstig. Vindðrin sýnirvindstefnu og fjaðrimar vindstyrk, heil fjóður er 2 vindstig.^ 10° Hitastig Súld Þoka V dig.. FÆRÐA VEGUM: (Kl. 17.30 ígær) Það er yfirfeitt góð vetrarfærð á flestum þjóðvegum landsins, Þ. á m. eru heiðar á Vestfjörðum færar. Ófært er á Norðurlandi yfir Lágheiðí, á Norðausturlandi um Axarfjarðarheiði og Hólssand. A Austfjörðum er Heliisheiði eystri ófær og þungfært um Breiðdalsheiði. Að öðru leyti er færð góð en víða hálka. Upplýsingar um færð eru veittar hjá Vegaeftirliti í síma 91-631500 og f grænni línu 99-6315. Vegagerðin. VEÐUR VÍÐA UM HEIM kl. 12.00 í gær að ísl. tíma Mti veður Akureyri +4 alskýjað Reykjavfk 0 alskýjað Bergen 1 skýjað Helsinki +4 skýjað Kaupmannahöfn 4 rigning Narssarssuaq 417 léttskýjað Nuuk 410 if. X 8. Osló snjókoma Stokkhólmur +6. alskýjaó Þórshöfn 2 snjók.ásíð.klst. Algarve 13 léttskýjað Amsterdam 6 léttskýjað Bsrcelona 12 heiðskírt Berlín 6 rign.ésið.kist. Chicago 4 aiskýjað Feneyjar 6 þokumóða Frankfurt 8 rign. á síð. Idst. Glasgow 3 skúrásíð.kls. Hamborg 6 skúr London 5 léttskýjaó LosAngeles 17 mistur Lúxemborg 7 rigningogsúld Madríd 7 þokumóöa Malaga 12 léttskýjaó Mallorca 10 heiðskírt Montreal 4 rigníng NewYork 12 alskýjað Oriando 25 skýjað Paríe 7 rigning Madelra 16 léttskýjað Róm 13 léttskýjað Vín 7 akýjað Washington 11 alskýjað Winnipeg +19 léttskýjað Gullnáman tekur til starfa í dag HAPPDRÆTTISVÉLAR Happdrættis Háskóla íslands, pappírslaust happdrætti sem fengið hefur nafnið Gullnáman, verða teknar í notk- un kl. 16 í dag. Þá verður gangsett kerfi með 350 happdrættisvélum á 26 stöðum um allt land, þar af 14 stöðum á Reykjavíkursvæðinu. Happdrætti Háskóla íslands leig- ir happdrættisvélamar, tölvubúnað og hugbúnað af bandaríska fyrir- tækinu IGT. í fréttatilkynningu frá HHÍ segir að á undanfömum vikum hafi farið fram viðræður um að á vegum Háskóla íslands verði á næstu ámm unnið að þróun sam- skipta- og hugbúnaðar fyrir starf- semi IGT, sem henti sérstaklega til notkunar utan Bandaríkjanna. Þeg- ar hafí verið lögð fram viljayfirlýs- ing um þessa samvinnu og ljóst að um kaup á þróunarvinnu fyrir tugi milljóna króna árlega gæti verið að ræða á næstu árum. Þessi áhugi bandaríska fyrirtækisins hafí kviknað eftir að starfsmenn þess kynntust fæmi og tækniþekkingu þeirra starfsmanna Háskólans, sem Happdrættisvélarnar 350 verða allar teknar í notkun kl. 16 í dag. unnið hafa að uppsetningu happ- drættisvélanna og aðlögun hugbún- aðarins að íslenskum aðstæðum. Forstjóri Flugleiða á ferðamálaráðstefnu Eignasamþj öppun erlendis hættuleg „EG ER sannfærður um að íslenskri ferðaþjónustu stafar nokkur ógn af þeirri samþjöppun, sem er að verða á erlendum ferðamarkaði í því formi að ferðaheildsölur, ferðaskrifstofukeðjur og leiguflugfé- lög eru að tengjast eignaböndum. Við sjáum merki um þetta í öllum helstu markaðslöndum okkar í Evrópu,“ sagði Sigurður Helgason, forsljóri Flugleiða, á ferðamálaráðstefnu Reykjavíkur sem haldin var á fimmtudag. I Bretlandi, Þýskalandi, Frakk- landi og Svíþjóð væru innan við fímm aðilar með 60-70% markaðs- hlutdeild á ferðaskrifstofu- og ferðaheildsölumarkaði og mjög víða í nánum tengslum við eða í eign leiguflugfélaga. „íslensku ferða- þjónustunni stafar tvöföld hætta af þessari þróun. í fyrsta lagi sú að með samþjöppun á markaðinum er framboðið meira_ samræmt og erfíðara er að koma íslandssölu inn í söluprógramm þessara fyrirtækja. Þetta verður sérstaklega erfítt utan háannatímans þegar um er að ræða svo fáa ferðamenn til íslands að þessum risafyrirtækjum þykir varla taka því að leggja sig eftir þeim. Hin hættan er sú að nái þessar ferðaskrifstofukeðjur lykilstöðu í sölu til íslands á sumarvertíðinni kann svo að fara að þær eða fyrir- tækjasamsteypur, sem þær eru hluti af, seilist eftir öllum þáttum viðskiptanna." Sigurður sagði að þetta gæti gerst vegna þess hve íslenska ferðaþjón- ustan er í raun örsmá á alþjóðamark- aði. Þessar keðjur gætu komist í þá aðstöðu að ráða nær alfarið söl- unni, beint fluginu til erlendra eignarhaldsflugfélaga sinna og jafn- vel náð öruggri fótfestu á markaðin- um hér innanlands með því að skipu- leggja ferðir um landið sem skildu lítið eftir sig í vasa íslendinga.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.